Morgunblaðið - 22.10.1953, Side 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudasur 22. okt. 1953
LJONID OC LHMBIÐ
EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM
Framhaldssagan 10
eitthvað ægilegt við þetta þögla
umsátur.
„Hver er þar?“ spurði hann
hvatlega.
Ekkert svar. Hann settist upp
og opnaði munninn til að hrópa.
Allt í einu tróð ósýnileg hönd
einhverju milli tanna hans, aðrar
gripu um fæturna og hendurnar.
Hann barðist um í fyrstu, en
skildi brátt að það var með öllu
tilgangslaust, og lá grafkyrr, ein-
beitti öllum skynfærum sínum að
því að greina útlit árásarmann-
anna og hlusta eftir hughreyst-
andi hljóði að utan. Nú var auð-
sjáanlega tími milli lágnættis og
dögunar þegar öll umferð nær
lágmarki því ekkert hljóð heyrð-
ist utan af strætum borgarinnar.
Hann reyndi að tala en náði ekki
andanum. Þá ávarpaði rödd hann
•— rétt við rúmstokkinn — kunn,
silkirnjúk rödd, og undir mýkt-
inni mátti greina hæðnishreim.
„Ég er Reuben“, tilkynnti rödd
in, „og þetta eru tveir af piltum
Tottie Green, valdir vegna vöðva
sinna. Við færum þér skilaboð
ívá stjórn Lambanna, þeirra, sem
þú gekkst í félag við fyrir nokkr-
um mánuðum. Þú veist til hvers
við komum.“
David reyndi ekki að svara.
Hann hlustaði aðeins.
„Þú veist líka hver ég er“, hélt
röddin áfram. „Ég er Reuben —
Reuben Grossett. Hefði ég verið
í „Ljóninu og Lambinu" þegar
þú feimst í heimsókn, myndir þú
ekki hafa komizt upp með und-
anbrögð. Ef ég tek út úr þér kefl-
ið, viltu þá lofa því að hrópa ekki.
Kinkaðu kolli ef þú samþykkir.“
David kinkaði kolli. Hann vildi
allt til vinna að losna við þetta
viðbjóðslega gúmmíkefli úr
munninum. Hinn tók það fimlega
burt.
„Ég geri ráð fyrir að þú haldir
loforð þitt“, sagið Reuben, ,,en ef
til vill væri ekki úr vegi að minna
þig á, að ég sit aðeins fet frá þér
og ef þú reynir að kalla á hjálp,
verður það í síðasta sinn, sem þú
oprrar munninn í þessum heimi.
Ef þú vilt vita til hvers við erum
komnir, skal ég fræða þig um
það. Við erum komnir eftir
Meyjartárinu, eða Bláa gimstein
inum — gimsteininum, sem þú
hirtir hjá frú Frankley“.
„Þá ér eins gott fyrir ykkur að
eyða ekki löngum tíma til ónýt-
is“ svaraði David. „Ég hef hann
ekki,“
Það varð stutt þögn. Augu
Davids voru nú farin að venjast
myrkrinu, og hann gat nú greint
íjóra menn í herberginu, og þó
ekki heyrðist nema andardráttur,
skynjaði hann ógnandi hvískur
ískyggilega illilegt. Honum var
ljóst að enginn trúði honum.
„Að því er við bezt vitum“,
hélt Reuben hægt áfram, „var
aðeins framið eitt innbrot hjá
Frankley þessa nótt, og við
frömdum það — við tveir og Lem.
Þér dvaldist lengt í herberginu
þar 'sem gimsteinarnir voru — of
lengi. Þú komst á eftir okkur“.
„Já, ég kom á eftir ykkur“,
greip David reiðilega fram í, „og
hvað skeði? Við hefðum allir get-
að komizt undan. Þið hugsuðuð
einungís um ykkar eigin öryggi
og þið læstuð dyrunum — læst-
uð þeim fyrir mér, ekki síður en
þeim, sem eltu okkur. Vesælar
rageitur, það eruð þið. Ég fór til
Tottie Green til að segja honum
það.“
Aftur heyrðist hótandi hvísk-
ur. Vindblær feykti gluggatjöld-
unum ofurlítið til.
„Við komum til að ræða eitt
mál, og aðeins eitt mál“, sagði
íteuben, „og það eru meiri líkur
til að þú vaknir í fyrramálið ef
þú minnist þess. Meyjartárinu
var stolið þessa nótt, úr herberg-
inu þar, sem við skildum við þig.
Enginn annar gat hafa tekið það.
Hvað gerðir þú við það? Þú
komst því einhversstaðar fyrir.
Hvar faldir þú það?“
„Hversvegna ertu svona viss
um að Meyjartárinu hafi verið
stolið?“ spurði David. „Það var
ekki hjá hinum gimsteinunum.
Hversvégna heldur þú að ég hafi
fundið það?“
„Við vitum að því var stolið,
vegna þess að við höfum komizt
að því, að vátryggingarfélagið
greiddi eigandanum fyrir það.
Vátryggingarfélög greiða ekki án
þess að fá sannanir. Þú ert eini
maðurinn, sem gat hafa tekið
það. Þú varst auralaus þegar þú
fórst í fangelsið, en eyðir eins og
milljónamæringur þegar þú kem
ur út. Ef til vill getur þú skýrt
það?“
„Ef til vill getur þú þá skýrt
hvað ég gerði við Meyjartárið?“
svaraði David, og hlustaði með
ofurlitlum vonarneista á skrölt í
vagni á Waterloo-brúnni. „Það
liðu þrír eða fjórir dagar þangað
til ég raknaði við eftir rysking-
arnar, og þá höfðu öll fötin mín
verið tekin burt.“
„Þú hafðir nóg tækifæri t.il að
losna við það áður en lögreglan
kom“, svaraði Reuben. „Þú þurft
ir að fara gegnum tvö herbergi á
leið til dyranna, sem við flúðum
út um. í þessum herbergjum
kunna að hafa verið felustaðir.
Auk þess voru tveir gluggar opn-
ir og grasflöt úti fyrir. Þetta get-
ur allt verið til skýringar. Við
megum engan tíma missa, David.
Við viljum fá Meyjartárið, eða
vitneskju um hvar þú lézt það.
Komdu með það David, ella
veistu hvað það kostar."
„Er það ætlun ykkar að myrða
mig?“
„Það er ætlun okkar að fá Meyj
artárið".
„Ég hef það ekki.“
Grannur líkami beygði sig nið-
ur yfir rúmið og hélt víri með
lýsandi stöfum fyrir framan augu
Davids.
„Við getum ekki veitt þér ,
nema einnar mínútu frest, Dave“t 1
sagði hann. „Eftir það muntu sál
asf — eða óska að þú megir sál- ,
ast. Þú hefur sextíu sekúndur". I
„Ef þið myrðið mig, verður
það til einskis“, sagði David. „Ég
hef ekki Meyjartárið".
„Þú veist hvar það er.“
„Hef ekki minnsta grun um
það“.
Honum virtust fjórir skuggar
beygja sig niður yfir rúmið, og
heyrði suðu, sem minnti á vind-
sveip í þurru laufi. Þeir röðuðu
sér umhverfis rúmið. Hann fann
heitan, bjórþrunginn andardrátt
eins þeirra á vanga sínum. Reub-
en handlék óhugnanlegan snær-
isspotta.
„Þrjátíu sekúndur eru liðnar“,
tilkynnti hann.
Liggjandi á bakinu beið David
Newberry dauða síns. Það virð-
ist lítið hægt að gera, litlar líkur
til að geta vakið nokkurn þó hann
ryfi loforð sitt og reyndi að kalla
á hjálp. Langir, beinaberir fing-
urnir, sem honum höfðu ávallt
fundist ógeðslegir, voru fáeina
þumlunga frá munni hans. Reub-
en spyrnti hnénu í rúmstokkinn.
„Fimmtán sekúndur, David. Þú
sálast ef þú lætur mig ekki vita
um gimsteininn.“
| Enn heyrðist ekkert hljóð í
hinu sofandi gistihúsi.
| „Tíminn búinn“, tautaði Reub-
en.
| „Fjandinn hafi það!“ sagði
David. „Ég hef aldref séð þennan
gimstein, svínin ykkar!“
I Keflinu var stungið í munn
honum. Tveir af árásarmönnun-
um héldu höndum hans. Andar-
taki síðar var snærinu brugðið
um háls honum og hert að. Einn
'mannanna rétti Reuben eitthvað
yfir rúmið.
) „Þú ert í gálganum, félagi. Síð-
asta tækifærið er á förum! Hvar
I er Meyjartárið?“
David tók á öllu, sem hann átti
til. Vöðvarnir á fótum og hand-
leggjum tútnuðu svo þeim lá við
Amerískir barnagallar
verð frá 295 krónum.
Gaberdine kvenkápur með hettu,
verð 380 krónur.
Við seljum ódýrt.
MAIRAOUllNIM
TEMPLARASUNDI — 3
STVLKUR
vanar saumaskap
óskast nú þegar eða 1. nóv. Akvæðisvinna.
Uppl. í dag til kl. 9 e. h. og á morgun til kl. 5 e. h.
Verksm. Elgur h.f.
Bræðraborgarstíg 34. — Sími 6477.
„Fagur gripur er æ til yndis“
JddL
iLtKKLtl'' . TRAUSTAR KLUKKUR
Á HÓFLEGU VERÐI
Heimilisklukkur
400 daga klukkur
Veggklukkur
Ferðaklukkur
Stílklukkur — Louis XVL
Eldhúsklukkur
Vekjaraklukkur
u.
VALDAR BIRGÐIR
Auk þess sem við höfum stórt og fjölbreytt
úrval af úrum á verði við allra hæfi —
höfum við einnig dýr og vegleg gullúr frá
ROLEX-verksmiðjunum.
Viðgerðarstofan • Viðgerðir á úrum og klukkum
Höfum birgðir varahluta og framkvæmum viðgerðir
fljótt og öruggt. . Sendum gegn póstkröfu
don Sipunílssoi)
Skortynpoverrlun
HJÁLPARHELLUR
HÚSMÓBURINiNARy
Fylgist með íramförunum
og látið Henkel-vörurnar
létta yður húsverkin:
1. Persil þvottaefni
2. Henkó-blæsódi
3. Ata-ræstiduft
X'ÚHWW
Danskir lampar:
Skrifborðslampar
Gólflampar
Borðlampar
ilú <íi
ermabtAóLn,
Laugaveg 15. Sími 82635.
Húsgögn
Hin margeftirspurðu EIKARSKRIFBORÐ
eru nú fyrirliggjandi.
oama scDsassMíIaiD %
Snorrabraut 56
Sími 3107 og 6593
liMlljjl ■■■IIIM-BJUUI i