Morgunblaðið - 03.11.1953, Side 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. nóvember 1953
Smásoga dagsins:
SÁRABÆTUR
Eftir HOLGER BOETIUS
ÞAÐ var hálfrökkur í stofunni.
Daufur bjarminn frá arninum
féll á manninn og konuna. Hann
var í svörtum kjólfötum og hún
var í bláum flegnum kvöldkjól.
Hún hélt á lít.illi leikhústösku
í annarri hendinni og um varir
hennar lék kuldalegt bros,
„Ég hef komizt að hinu sanna
um þig, Rudy. Þú hefur ekki ein-
göngu eyðilagt allt mitt líf, held-
ur hefur þú dregið margar aðrar
konur á tálar. Nú veit ég allt
um þig“.
Hann reyndi að láta ekki bil-
bug á sér finna. Reyndi eins og
hann gat að komast ekki úr jafn-
vægi, kveikti sér í sígarettu með
letilegum tilburðum eins og hann
var vanur.
„Afbrýðissemin gerir þig öfga-
fulla“, sagði hann. „Ég hef alls
ekki ....“.
„Þér er tilgangslaust að reyna
að blekkja mig“, sagði hún. „Ég
sé að þú ert skjálfhentur. Þú ert
nefnilega hræddur“.
Hann fleygði sígarettunni frá
sér, eins og hann hefði brennt sig
á henni.
„Við hvað ætti ég að vera
hræddur?"
„Þú ert hræddur við augnaráð
'mitt. Og rödd mína, sem er
svo róleg, og hatrið sem brennur
úr augum mínum“.
„Hættu þessum leikaralátum",
sagði hann. „Við skulum tala um
þetta í rólegheitum og reyna að
komast að einhverri niðurstöðu".
„Þetta hefur þú sagt áður, en
ég tek ekki mark á þér lengur.
Þú hefur rænt mig öllu fémætu
og nú ætlar þú að sigla þinn sjó
með allt saman. Ég veit það. Ég
skal segja þér það Rudy, að ég
hef misst alla lífslöngun. Ég
girnist einskis framar en .... ég
ætla að jafna sakirnar við þig.
Bæði vegna sjálfrar mín og vegna
allra hinna“.
„Hættu þessari vitleysu. Hvað
ætli þú getir svo sem gert mér?“
„Ég get gert ýmislegt með
þessu hérna“.
Það glampaði á skammbyssu
í hendi ungu konunnar. Kippir
fóru um andlit mannsins.
„Ertu orðin vitskert? Láttu
mig fá hana ....“.
„Þér er bezt að standa kyrr og
hlusta á það sem ég ætla að
segja þér .... stattu grafkyrr og
lofaðu mér að njóta þess að
horfa á, hvað þú ert skelkaður
.... og hvað þú ert huglaus ....
kvikindið þitt“.
Það var hryllilegt fyrir Marion
að upplifa það að heyra dóttur
sína segja þetta. En hún skarst
ekki í leikinn. Hún hafði ekki
augun af Lydiu. Hún er lík. mér,
hugsaði hún. Svona var ég þá
.... augun djúpblá, sami háralit-
urinn, sama vaxtarlagið, sem
verkar heillandi á alla karlmenn.
En Lydia er sterkari, hugsaði
hún. Frjálsmannlegri, stoltari og
hugrakkari.
Marion fann æðasláttinn í gagn
augum sínum og hiti hljóp fram
í vanga hennar. Þetta var örlaga-
ríkt augnablik. Hún hafði varað
dóttur sína við, en úr því sem
komið var, óskaði hún þess ein- í
göngu að dóttir hennar lyki því
af, sem hún haíði ákveðið að
gera.
Marion lét hugann reika aftur í
tímann og hendur hennar kreppt-
ust við tilhugsunina um mann-
inn, sem hafði blekkt hana og
svikið .... fyrir mörgum árum.
En hún hafði ekki átt hugrekki j
til að gera upp við hann. Hún '
hafði borið hatur í huga........
Oft hafði hún verið gripin næst-
um ómótstæðilegri löngun til að
koma honum fyrir kattarnef .... j
ná sér niðri á honum .... mann- '
•'num sem hafði dregið hana á
tálar.
þnöggvast leit hún á manninn,
sem dóttir hennar átti í höggi
við. Hinn hafði verið alveg eins
glæsilegur útlits. Klæðaburður-
inn hafði auðvitað verið dálítið
öðruvisi og málfarið sömuleiðis.
En manntegundin var sú sama.
Brosið var strákslegt og aðlað-
andi. Það talaði til einhverra
duldra kvenlegra hvata en und-
ir því bjó svikult hugarfar. Hún
hafði hlustað á sömu afsákanirn-
ar .... sömu undanbrögðin.
Nú hélt Lydia áfram. Marion
var gripin lotningu gagnvart
dóttur sinni sém talaði titrandi
röddu en var þó svo ákveðin.
i „Dómur þinn er fallinn, Rudy“,
sagði hún. „Hugsanir mínar eru
kviðdómendurnir og hjarta mitt
dómarinn. Nú er þér ekki bjarg-
arvon. Ég tala ekki aðeins fyrir
mig heldur fyrir munn allra
þeirra kvenna sem hafa lent í
klónum á mönnum af þínu tagi.
Þær standa að baki mér og lyfta
hönd minni með mér“.
Já, hugsaði Marion, hún hefur
á réttu að standa. Og ég er ein
meðal þeirra. Móðir þín er meðal
þeirra, Lydia.
Henni varð aftur litið á mann-
inn. Andlit hans var afmyndað
af hræðslu.
Nú fæ ég hefnd, hugsaði hún.
Ég hafði ekki kjark þá. Ég sætti
mig við örlög mín í auðmýkt. Og
hann fékk að halda áfram sama
hátterninu. Skyldi hann vera á
lífi ennþá? Ég var alein og yfir-
gefin þegar Lydia fæddist. Ég
var á barmi örvinglunar. Ég
minnist næturinnar, þegar ég
vafði hana í teppi og fór með
hana niður að árni. Ég hafði
ákveðið að binda endi á örbirgð
okkar. Mér fannst ég hafa hug-
rekki til þess. En þegar ég stóð
frammi á bryggjunni og horfði
niður í svart vatnið, feykti vind-
urinn ábreiðunni frá andliti
barnsins. Það svaf vært og hafði
ekki hugmynd um hvað yfirvof-
andi var. Þá missti ég kjarkinn.
Ég fór að hugsa um það að verið
gæti að hennar líf yrði farsælla
en mitt. Ef til vill átti hún mikla
hamingju í vændum og ef til vill
átti hún eftir að veita mörgum
hamingju og gleði. Ég hafði eng-
ann rétt til að taka í taumann.
Og þessvegna fór ég með hana
aftur heim. Einhvern veginn
tókst mér að komast af fyrstu
erfiðustu árin. Ég fékk vinnu og
Lydia dafnaði. Hún var einstak-
lega fallegt barn og áður en varði
var hún orðin góð, falleg og
greind stúlka.
„... . Þú getur eins hætt þess-
um bænum. Nú er úti um þig“.
„Þér getur ekki verið alvara.
Ég .... ég ...
Hánn bandaði höndunum í all-
ar áttir og svitinn spratt fram af
enni hans.
Svo féll hann á kné og skreið
í áttina til hennar
„Vertu kyrr þarna sem þú ert“.
Brálæðiskennd hræðsla skein
úr augum hans. Marion hafði
aldrei á ævi sinni verið vitni að
annarri eins skelfingu. En dóttir
hennar lét ekki bugast. Hún stóð
þarna hnarreist og glæsileg í bláa
kvöldkjólnum. Hún stóð á miðju
stofugólfinu og bjarminn frá
arninum lék um andlit hennar, '
axlir og hár.
„Þetta verður sjálfri þér fyrir !
verstu", stundi hann. „Þú færð j
þína hegningu ....“.
„Það skiptir ekki máli fyrir
mig, Rudy“, sagði hún næstum
blíðum rómi. „Mér stendur á
sama um allt, nema það eitt, að
ég get ekki látið það viðgangast
að þú lifir lengur til að valda
öðrum tjóni“.
Marion starði án afláts á dótt-
ur sína. Hún var eins og dáleidd
.... hún gat hvorki hrært legg
né lið.
Þá kvað skotið við .... og
annað .... og enn annað.
Og nú sá Marion að dóttir
hennar brosti.
Þegar Marion stóð skömmu síð-
ar augliti til auglitis við dóttur
sína, fannst henni hún smátt og
smátt vera að komast niður á
jörðina. AðHáunin ljómaði úr aug
um hennar og henni fannst raun-
verulega Lydia hafa veitt henni
sárabætur fyrir það sem hún
hafði orðið að þola.
„Ég skil ekki hvernig þú fórst
að þessu Lydia,“ sagði hún.
„Þetta var .... þetta var alveg
dásamlegt .... stórkostlegt....“.
Lydia lét fallast riiður á stól.
Það var eins og allur lífsþróttur
hennar væri þrotinn.
„Já, það segir þú, mamma. En
hvað segir fólkið".
Móðirin lagði handlegginn um
axlir dóttur sinnar. „Ég held að
þér hafi farist þetta vel úr hendi.
Ég er viss um það. Fólk verður
líka að taka tillit til þess hvað
þú ert ung og óreynd“.
„Ég var ekki hrædd mamma,
meðan á því stóð“, sagði Lydia
hljóðlausri röddu. ,,En nú er ég
hrædd. Og ég held áfram að vera
hrædd, þangað til ég hef fengið
minn dóm. Þá fyrst held ég að
róin færist yíir mig, hvernig svo
sem hann verður ....“.
En Marion var ekki hrædd eða
kvíðin. Hún var aðeins hreykin.
Hún var viss um að allir mundu
sameinast í takmarkalausri að-
dáun á dóttur hennar. Enginn
gat fundið nokkra galla á þessu
fyrsta afreki hennar á leiksviðinu
í leikhúsinu, þar sem móðir henn-
ar hafði starfað sem hvíslari.
Vegleg minningar-
ÓLAFUR S. Lúðvíksson, bók-
bindari, Seljaveg 15 hér í bæ,
kom í skrifstofu S.Í.B.S. í gær
og færði byggingarsjóði sam-
bandsins 10 þúsund krónur að
gjöf til minningar um eiginkonu
sína, frú Gróu Einarsdóttur, er
lézt að Vífilsstöðum 23. nóvem-
ber 1952.
S.Í.B.S. biður blaðið að flytja
gefandanum alúðarfyllstu þakk-
í Egyp
UM Borgarfjörð liggja leiðir'
margra og er því þörf veitinga- '
og gistihúsa. Enda eru hér marg- j
ir slíkir staðir, þ. e. 1—2 mánuði |
um mitt sumarið. meðan helzt
er ágóðavon að selja veitingar
til ferðamanna og sumarleyfis-
fólks.
Nú síðasta áratug hafa ríkið
og Sambandið varið a. m. k. fimm
milljónum króna í veitingastarf-
semi í einum hreppi héraðsins.
Og líklegt er að í slíka starf-
semi skolist á .sama stað ekki
minni fjárhæð frá þessum aðil-
um á næsta áratug.
Marga hér efra undrar þrá-
kelkni SÍS, að ausa milljón eftir
milljón króna í starfsemi, sem
lítil þörf er fyrir á þessum stað.
Reyndar er verið að kalla þetta
„félagsheimili“. En búið er að
reka veitingahús þarna þrjú
sumur undanfarið í harðvítugri
samkeppni við þá starfsemi í
þessari grein, sem fyrir var í
héraðinu. Tókst „Bifröst" t. d. að
ná viðkomum áætlunarbílanna
milli Reykjavíkur og Akureyrar
til sín tvö fyrstu sumrin, en tap-
aði þeim aftur s.l. sumar.
Nú er SÍS að hefja viðbótar-
byggingu við „Bifröst“ og er tal-
ið að í henni verði um 50 herbergi
sem aðallega eigi að verða til
gistingar. Er búizt við að það
dragi mjög frá aðal gistihúsum
héraðsins, þ. e. Borgarnesi og
Fornahvammi. Jafnvel muni það
ríða þeim að fullu, nema þá að
ríkið auki enn að mun peninga-
strauminn til þess áðurnefnda.
Einkum er líklegt að þetta valdi
hótelinu í Borgarnesi mikilla
örðugleika. Þar er nýlega komið
upp mjög myndar'egt hótel með
mörgum ágætum nýtízku gisti-
herbergjum. Þótt enn sé ólokið
við neðstu hæð hússins.
KAIRO 31. okt. —r* Tveir her-
menn úr Norður Afríku-liðssveit
um Frakka struku af frönsku her
flutningaskipi sem var á sigl-
ingu eftir Suez-skurði.
Hermennirnir hafi nú beiðst
landvistar í Egyptalandi. —
Þeir eru ættaðir frá Túnis og
segjast hafa gerzt liðhlaupar til
þess að geta barizt fyrir sjálf-
stæði föðurlands síns.
— Reuter.
Síðan um aldaroót hefir Borg-
arnes verið aðal miðstöð héraðs-
ins — höfuðstaður þess — fyrir
ofan Skarðsheiði.
Eftjr að gamla hótelið þar
brann fyrir nokkrum árum var
hafizt handa £ið reisa stórt og
myndarlegt gistihús í kauptún-
inu og standa að því sýslan, kaup-
túnið, helztu verzlanir þess og
svo gestgjafinn, Ingólfur Péturs-
son, sem með sérstökum dugnaði
Akvörðun Vesturveldanna um að afhenda ítölum Trieste-borg,
hefur vakið ólgu og reiði í Júgóslavíu. En íbúar Trieste, sern eru
að yfirgnæfandi meirihluta ítalskrar ættar fagna ákvörðuninni.
Hér sjást ítaiir í skrúðgöngu.
lægni og vinsældum hefir klifið
þrítugan hamarinn við áð koma
upp hinu glæsilega gestaheiinili.
Þegar hafizt var handa að
byggja þetta gistihús var þess
mikil þörf, bæði í kauptúninu og
héraðinu, því gistihús hafa ekki
annarsstaðar verið að ráði í hér-
aðinu nema þá 1—2 mánuði að
sumrinu, þegar frá er skilin
Fornihvammur.
Sýndi það sig líka s. 1. sumar,
að fjöldi manna, sem þurfti að
gista í héraðinu, leitaði sér gist-
ingar í Borgarnesi. Og einmitt
þetta gaf góðar vonir um að
gistihúsið þar væri lífvænt í fram
tiðinni.
En nú er mikill kvíði í mönn-
um, að gistihús SÍS við Hreða-
vatn nái flestum gistingum til
sin, þegar búið er að bera í það
nokkrar milljónir lcróna, þótt
viss sé þar fyrirfram stór halla-
rekstur á fyrirtækinu.
Mc-ð þessari gistihússbyggingu
SÍS hlýtur hótelið í Borgarnesi
að verða svift rekstrarmöguleik-
um strax eftir að vera búið að
fullnægja þörfinni í héraðinu.
Þegar loks er komið upp, með
ærnum kostnaði, myndarlegt ný-
týzku gistiheimili í Borgarnesi,
þykir hart að nokkur íbúi kaup-
túnsins skuli vinna beinlínis að
því að eyðileggja umferðina um
þennan kunna gamla ferða-
mannabæ, m. a. með því að vera
í fremstu röð í öllu hallarekstrar
bramlinu á Hraðavatni.
Borgfirðingur.
MOSKVU 30. okt.: — Stjórn-
málaíréttaritarar í Moskvu telja
liklegt að rússneska stjórnin
inuni um þessa helgi svara til-
boði Vesturveldanna um fund
utanríkisráðherranna í Lugano í
Sviss. Mjög skiptar skoðanir eru
um það hvernig svar Rússa verð-
ur.
í London og París er talið að
Rússar muni enn hafna tilboði
um íjórveldafund á grundvelli til
boðs Vesturveldanna, en aðrir
telja að Rússum muni veitast
erfitt að hafna tilboðinu.
— NTB-Reuter.