Morgunblaðið - 28.11.1953, Page 8
8
MOKGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 28. nóv. 1953
ainUiúriti
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stiórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Samstarf Evrópuþjóða
TRAUSTSYFIRLÝSING franska
þingsins á stjórn Laniels var
samþykkt í gærkvöldi með 275
atkv. gegn 244 en 100 þingmenn
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Samkvæmt þessu tollir þessi
franska stjórn eitthvað áfram.
Laniel getur farið til Bermuda-
ráðstefnunnar, sem franskur for-
sætisráðhérra, en svo ekki meir.
Hann hefur ekkert með sér þang-
að, enga franska utanríkisstefnu,
þar sem hann fékk enga sam-
þykkt þingsins um utanríkis-
stefnu né Evrópuher. Laniel mun
fara á Bermudaráðstefnuna án
framtíðarfyrirætlana.
Stjórnmál Frakklands virðast
enn í hinni mestu upplausn, hver
höndin er upp á móti annarri og
hefur það síður en svo bætandi
áhrif á þessa samkomu að for-
setakosningar standa nú fyrir
dyrum um miðjan desember.
Það mál sem mestu ósamkomu
laginu hefur valdið er stofnun
Evrópuhers og saman við það er
tengt yfirleitt hvaða afstöðu
Frakkar taka til samstarfs
Evrópuþjóðanna. Fyrir nokkrum
mánuðum voru það Frakkar sem
höfðu forustuna í þessum mál-
um. Nú virðist hinsvegar svo
komið að það séu þeir sem eru
samstarfi Evrópuþjóðanna mest-
ur fjötur um fót. Veldur þar um
miklu hin aldalanga misklíð
Frakka og Þjóðverja og að ekki
virðist sem traustið sé enn of
mikið þar á milli.
Stofnun Evrópuhers var sú
leið, sem stjórnmálamenn vís-
uðu færasta til samstarfs þjóð-
anna í Vestur Evrópu um land
varnir. Hér var litið algerlega
raunhæft á málin. Hernaðar-
sérfræðingar Frakka eins og
annarra Vestur-Evrópuþjóða
viðurkenna það fyllilega að
varnir Vestur Evrópu verða
ekki styrktar sem skyldi gagn
vart rússnesku árásarhætt-
unni fyrr en fengið er sam-
starf við Þjóðverja um þær.
Þetta var sú staðreynd sem á
var byggt.
Hvernig þetta yrði framkvæmt
hefur síðan verið deilt um og
mikill og nauðsynlegur undirbún
ingstími þannig farið til spillis.
Létu Frakkar þegar í byrjun í
Ijósi hina gömlu hræðslu við
Þjóðverja og var hugmyndin um
Evrópuher einmitt til þess að
sigrast á þessari hræðslu, því að
samkvæmt þeirri tillögu yrði
herstyrk Þjóðverja haldið innan
vissra takmarka og undir sam-
eiginlegri æðstustjórn Vestur-
veldanna.
Það er einkennilegt að virða
fyrir sér hverjir það eru sem að-
allega hafa barizt móti stofnun
Evrópuhersins við umræðúrnar í
franska þinginu. Tveir flokkar
eru alveg óskiptir á móti, það eru
öfgaflokkarnir sitt hvoru megin,
kommúnistar og gaullistar. Þeir
fyrrnefndu þurfa að sjálfsögðu
ekkert að hugsa þetta mál, fyrir-
skipunin hefur komið frá Moskvu
um að allt skuli vinna til að níða
niður landvarnaundirbúning
vestrænu þjóðanna. Hinir síðar-
nefndu, Gaullistarnir eru upp-
fullir af þjóðernislegu drambi og
vilja ekki einu sinni þola Þjóð-
verjum neitt jafnræði. Það eru
Gaullistarnir, sem hafa það á
stefnuskrá sinni að gera Frakk-
land „að stórveldi“, en svo hefur
farið að þeir hafa valdið ennþá
meira öngþveiti í frönskum stjórn
málum, svo að oft er jafnvel ó-
mögulegt að vita, hvaða stefnu
Frakkar hafa.
Þessum tvímenningum, komm-
únistum og Gaullistum hefur síð-
an borizt hjálp, utanaðkomandi,
sem er afskipti Rússa og áróður
gegn Evrópuhernum. Nægir þar
að minna á það, að fyrir hálfum
mánuði settu Rússar það skil-
yrði fyrir fjórveldaráðstefnu að
hætt yrði öllum fyrirætlunum
um stofnun Evrópuhersins. í
stuttu máli þýðir þetta að Rússar
vildu ekkert semja við Vestur-
veldin nema hin síðarnefndu
felldu niður allar hervarnir og
létu lönd sín standa opin fyrir
árásarherjum Rússa. Ef svo yrði
þá þóttust Rússar standa sæmi-
lega að vígi við samningaborðin.
En slíkt væri hin mesta ógæfa
fyrir vestrænar þjóðir. Þær
þekkja það af undanförnum við-
skiptum við Rússa, að þeir
myndu ekki skirrast við að beita
hótunum til að koma sínu fram,
ef þeir gætu. Auknar hervarnir
Vestur Evrópu og tillögur um
stofnun Evrópuhers miða einmitt
að því að leysa smáþjóðirnar
undan óttanum við hið stál-
brýnda stórveldi. Og smáþjóðirn-
ar trúa því að með samstilltu
átaki megi þeim takast að bægja
hættunni frá.
Hvað þeirri fullyrðingu
Rússa viðvíkur að Evrópuher-
inn.sé ógnun við þá má á það
benda að í samkomulagi um
Evrópuher er tekið nákvæm-
lega fram hve mikið hernaðar-
framlag hverrar þjóðar skuli
vera til þessa sameiginlega
hers. Og þetta framlag er hvar
vetna svo lítið að óhugsandi
er að með Evrópuhernum
verði haldið uppi árásarstríði.
Slíkur verður aldrei tilgangur
hans, hann er aðeins að verj-
ast og reyna að spyrna við
broddunum, ef Rússar ryfu
friðinn.
Rússar hafa enn ofurefli her-
liðs gegn Vestur Evrópuþjóðun-
um. Það á því ekki við að þeir
setji skilyrði um afnám varnar-
aðgerða Vestur Evrópu, áður en
þeir vilja setjast að samninga-
borðinu. Það væri miklu nær
hlutarins eðli, að Vestur Evrópu-
ríkin settu það að skilyrði, að
Rússar drægju að minnsta kosti
ofurlítið úr hernaðarógn sirini.
En Vesturveldin setja ekkert
slíkt skilyrði. í mörg herrans ár
hafa þau alltaf látið dyrnar
standa opnar til samkomulags.
Það er ekki fyrr en loksins nú,
sem Rússar eru farnir að stinga
hausnum inn úr gættinni. Eftir
er aðeins að vita hvort og hvenær
þeir setjast niður við samninga-
borðið og hvort nokkuð samkomu
lag næst.
Stofnun Evrópuhersins verð
ur þótt Rússar láti svo, ekki
til þess að hindra samkomu-
lag. Sú leið sem framsýnir
stjórnmálamenn hafa einmitt
bent á, sem öruggasta leið til
að tryggja friðinn að Vestur
Evrópuþjóðirnar standi ein-
huga saman og bjóði
síðan Rússum upp á gagn-
kvæman öryggissáttmála, sem
hefði það í för með sér að
báðir aðiljar dragi úr vígbún-
aði sínum.
) C_^'DS>«*L5«
| UR DAGLEGA LIFINU |
★ ★ GÆSIN á ekki þvi láni að
fagna að vera helg nú á
dögum, og er hlutverk hennar
næstum því einungis í því fólgið
að seðja svangan maga sælker-
anna. Hins végar höfðu sumar
gæsir það alveg prýðilegt í gamla
daga þ. e. a. s. þær, sem Forn-
Grikkir, Egyptar og Rómverjar
tóku í helgra dýra tölu, ef svo
mætti að orði komast og fengu að
spígspora um í hofgunum, þangað
Cuðir
ogdýr
til að því kom, — að þeim var
fórnað.
—★—
★ ★ í RÍKI Rómverja hinna
fornu var gæsin helguð
Junó, konu Júpiters yfirguðs.
VeU ancli óhripar:
Um tónlistarmenn
og áheyrendur.
VELVAKANDI sæll!
Þegar haldnir eru tónleikar,
eru það tveir aðilar, sem koma
til greina: listamaðurinn og áheyr
endurnir. Við, almenningur, sem
myndum hinn óæðri aðila, kaup-
um aðgöngumiða dýrum dómum
og fyllum salina hvenær, sem
von er á góðum tónleikum. Það
lýsir ekki svo litlum áhuga og
i ber gott vitni um menningarlífið
í Reykjavík.
| En það er eitt atriði, sem hinir
j góðu listamenn taka ekki til
j greina: hvernig er hægt að hlusta
| á sónötu eftir Beethoven, nátt-
ljóð eftir Chopin eða fúgu eftir
Bach án þess að hafa brjóstsykt-
ur eða önnur sætindi í munnin-
um á meðan?
Vér heimtum vorn rétt!
ÞAÐ er alls ekki hægt að ætlast
til þess, að við sitjum brjóst-
sykurslaus í hálfan annan klukku
tíma eins og gáfum okkar er far-
ið hér í Reykjavík. Vér heimt-
um vorn rétt! Og ef pappírsskrjáf
ið fer svo í taugarnar á þessum
fínu listamönnum, þá er hægur-
I inn nærri að gefa okkur nokk-
urra mínútna hlé á milli þátt-
anna í þessum löngu sónötum og
symphoníum til að stinga upp í
okkur mola.
Og það er annað, sem vegur
’ upp á irióti þessum smávegis ó-
þægindum með pappírsskrjáfið
og sannar enn áhuga vorn á hinni
1 göfugu list: þarna komum við á
konsert eftir konsert, þó að við
1 séum aðframkomin af lungna-
j kvefi, kverkasótt og nefrennsli
— og ættum í rauninni að liggja
heima í rúminu.
Til of mikils mælzt?
ER ÞAÐ til of mikils mælzt, að
listamenn stanzi og bíði, á
meðan verstu hóstahviðurnar
líða hjá? Við reynum þó að
ljúka okkur af meðan leikið er
píanissimó, sem er svo hárfínt,
að það heyrist varla hvort sem er.
Mér finnst, að þessir fínu lista-
menn mættu taka ofurlítið meira
tillit til okkar áheyrendanna —
eftir allt þá erum það við, sem
borgum brúsann.
Magnús Á. Árnason.“
„Jórtrandi“
afgreiðslufólk.
ÆRI Velvakandi!
Ég vildi láta í Ijósi megna
óánægju mína og vanþóknun á
notkun tyggigúmmís meðal af-
greiðslufólks í verzlunum, sem
ætti fremur að vera öðru fólki til
fyrirmyndar, hvað þrifnað snert-
I ’r'
Það er fátt ógeðfelldara en
! að sjá jórtandi afgreiðslufólk —
, sérstaklega í matvöruxerzlunum
og brauð- og mjólkurbúðum. Hví
taka ekki heilbrigðisyfirvöldin
og verzlunareigendur höndum
saman og leggja blátt bann við
þessum ósóma- Það er ekki það
einasta, að athæfið sé ógeðslegt
á að horfa, heldur getur það ver-
ið stórkostlega skaðlegt um leið,
sem sjúkdómsvaldur. — Húsmóð-
i ir x Reykjavík."
K
— Já, hví og hví? — Það er
engin furða þótt blessuð húsmóð-
irin spyrji, én það er engu lík-
ara en að jórturdýrseðlið sé orð-
ið svo ríkt í sumum Islendingum,
að heilbrigðisyfirvöld og aðrir
standi uppi ráðþrota og máttlaus
til að kveða það niður.
1
Kvak frá kleinuvini.
'VERNIG stendur á því, að
hvergi er hægt að fá klein-
ur með kaffinu á veitinga- og
kaffihúsum hér í bænum. Þetta
er eitt þjóðlegasta, bezta og vin-
sælasta kaffibrauðið, sem við
eigum — og í senn með því ódýr-
asta. Kaffihús, sem hefði á boð-
stólum góðar og myndarlegar
kleinur skyldi sanna til, að það
yrði ekki tómt um kaffileytið.
Og í þessu sambandi. Það er
afleitt, að ekki skuli alltaf vera
hægt að fá brauð með smjöri og
osti, þar sem kaffi er selt á ann-
að borð — og ristað brauð ætti
ávallt að vera fáanlegt. Það er
dýrt að drekka kaffi úti í Reykja-
vik — viðskiptavinirnir eiga
heimtingu á sæmilegri fjöl-
breytni kaffibrauðsins. — Kleinu
vinur.“
Leiðrétting
H| HÖFUNDUR pistilsins
J „Upprof“ sem birtist
hér í dálkunum h. 25. þ. m. hefur
beðið mig fyrir þá leiðréttingu,
að þar átti að standa „elskusemi"
í staðinn fyrir „elskulegheit" og
„tækifæri“ í staðinn fyrir „tæki-
færið“. Þá misprentaðist: „ný“ í
staðinn fyrir „nú“.
Gamall og ungur.
GLETTIST ungur gamlan við,
hið gamla lítilsvirðir,
kennir nýjan körlum sið,
en — karlar eru stirðir.
Um æsku’ ef þessi, um elli’ ef
hinn
oftar hugsa vildu,
lífsins báðir lærdóminn
langtum betur skildu.
Víkur allt að einum punkt,
eldist brátt hið nýja,
hið gamla verður aftur nýtt,
allt er á fari skýja.
(Grímur Thomsen).
Ungur nemur
— gamall tem-
> C—*'DG>^i5úí
Hins vegar voru ýmislega litir
fuglar helgaðir Júpiter sjálfum
eða voru tákn hans (attribút), t.
d. örninn, — hinn mikli konung-
ur loftsins. Og meira að segja
var guðinn oft og tíðum gerður
í líki arnarins. — Öi'ninn hefur
og mikilvægu hlutverki að gegna
í ýmsum öðrum trúarbrögðum.
Hér á NorðuiTöndum var hann
að vísu ekki helgur fugl, en hann
skipaði veglegt sæti í augum for-
feðra okkar og var Óðinn t. d.
stundum við hann kendur.
—★—
★ ★ EITT helzta átrúnaðargoð
Forn-Egypta var Ibisfugl-
inn, en nú er hann að mestu horf-
inn úr landi þeirra Nagibs og
Kleópötru. Ástæðan til þess, að
Egyptar höfðu þvílíkar mætur á
fugli þessum var sú, að hann
kom á sama tíma og hin bless-
unarlegu Nílarflóð byi’juðu, og
var hann því álitinn tákn ham-
ingju og velmegunar. Einnig var
það trú manna, að hann banaði
möðkum og skorkvikindum
ýmiss konar og þóttu það góð
meðmæli með honum, svo og það
álit manna, að ekki þyrfti nema
litla Ibisfjöður til að fæla hin
ótrúlegustu villidýr á skefjalaus-
an fiótta. Má þess einnig geta, að
svo höfðu Egyptar miklar mætur
á þessum litlu fuglum sínum, að
þeir smurðu þá, eins og konunga
sina og helga ketti, og hafa fund-
izt Ibismúmíur í gömlum gröfum.
—★—
★ ★ í SKÓGUM Suður-Ame-
ríku eru stórir fagurlega
litir fuglar sem áður fyrr voru
í miklu uppáhaldi Asteka í
Mexikó. Karlfuglinn er smargaðs
grænn að efri hluta, en undirbúk-
urinn er skarlatsrauður. Fugl
þessi var mjög dýrkaður af Astek
unum og á honum helgi mikil,
svo að hann þótti tákn hins milda
gu^ lofts og vinda, Quetzalcoalts.
Var guð þessi mikið tignaður og
var menning Astekanna ekki lítið
mótuð af trúnni á hann. Stund-
um gengu þeir svo langt í til-
beiðslu sinni á þessum fagra
fugli, að þeir álitu guðinn sjálf-
an búa í honum. Var mönnum
því mjög í mun að skreyta hús
sín og bænastaði með fjöðrum
fuglsins góða og lögðu þeir því
ofurkapp á að ná fjöðrunum. —
En ef einhver var svo ólánssam-
ur, að særa eða drepa einhvern
af þessum helgu fuglum, skyldi
það hafa í för með sér lífstíðar
óhamingju og eilífa útskúfun.
★ ★ ★
★ NEISTAR ★
★ ★ ★
Mamma: — Þakkaðu nú
frænku vel fyrir, að hún skyldi
bafa gefiff þér krónu. Hvaff segi
ég, t. d. þegar ég fæ peninga hjá
pabba?
Litla dóttirin: — Þú segir: —
Er þetta allt sem þú ætlar að láta
mig fá?
Þjónninn: — Ég get ábyrgzt,
aff hænan er ekki gömul.
Gesturinn: — Hvernig ætlið
þér að fara aff því aff ábyrgjast
þaff. — Eruff þér kannski með
skírnarvottorffiff hennar upp á
vasann?
ur.
Píanótónleikar á
vegnm Germanm
í DAG kl. 3, verða píanótón-
leikar í Austurbæjarbíói á veg-
um félagsins Germaníu. Píanó-
leikarinn Willy Piel leikur tvær
sónötur, Walfsteinsónötuna og
sónötu op. 111, síðustu sónötu
Beethovens. Enn fremur leikur
hann sónötu eftir Alfredi Casella
og nokkur smáverk eftir hann.