Morgunblaðið - 28.11.1953, Page 11

Morgunblaðið - 28.11.1953, Page 11
Laugardagur 28. nóv. 1953 MORGVNBLAÐ1Ð 11 Sigurbjörg Sigurðardóflir ' 1 „Fæstir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá.“ ÞÚ ERT vonandi svo hamingju- samur að hafa kynnzt kærleik- anum í dulargervi umburðar- lyndis og hógværðar. En það eru fáir svo skyggnir, að þeir skynji og meti tign hans í þeim klæðum. Þú kannast við dýrð hans í fórnandi mætti stjórnskörungs- ins. Þú hyllir móðurástina og yrkir ódauðlegar sonnettur um ástina. En hversu ótrúlega fáir idá kærleikann, ef hann er hul- inn tötrum þjónustuseminnar. En hvenær er hann sam fegri? Fjöldi fólks hefur kynnzt engl- um. Það er að segja sendiboðum Guðs og þjónum hins góða á jörðu. En samt hefur það ekki hug- mynd um þá. Þessir englar sjást aldrei með vængi. Þeir sjást aldrei í litklæðum. Þeir fyrir- finnast ekki með geislabaug um ennið. Þeir eiga raunar allt þetta skart. En það er ósýnilegt hvers- dagsaugum þeirra mörgu, sem dæma hugsunarlaust eftir um- búðum og yfirborði. Yndislegustu englar jarðar hafa oftast hnýttar og hrjúfar hend- ur í stað vængja. Stundum eru klæði þeirra fornfálegar flíkur í stað glithjúps, oft hreinar, en oft líka óhreinar. Og geislabaugurinn, sem þú sérð er raunalegt bros á hrukk- óttu andliti, eða glit í ofurlitlu tári, sem þerrað var í skyndi með margvelktu svuntuhorni. Og söngur þessara eiginleg- ustu engla á jörð eru gömul, gleymd ljóð og enn eldri og gleymdari bænir, sem engin nú- tímamanneskja telur sig nokkru skipta. En þessi ljóð og þessar bænir eru sungin af svo ómlausri rödd, að hún er ekki af þessum heimi, heldur ofar hverjum ómi jarð- ar, og á aðeins bermál í æðri heimum, þar sem hið smáa er stórt hið smáða virðulegt, hið ósýnilega ofar hverri fegurð. Og störfin, þau eru ekki um- talsverð á mælikvarða hins mikla og fráega: Kveikja upp eld í kulda og myrkri meðan aðrir sælir sofa, er seinna eignast frægð og hylli. Þvo og þrífa, bæta og staga, færa einhverjum þetta, sækja eitthvað fyrir hinn. Fá svo þakkir? Ekki alltaf.----‘ Krefjast einhvers handa sér. Já, gleðjast yfir einu brosi, tár- ast af fögnuði yfir einu ósviknu handtaki, sem túlkaði með þögninni orðlausri ofurlitla við- urkenningu, en engin laun. Hún Bjarga var ein af þess- um undarlegu engilverum. Ég hika ekki augnablik við að segja það. Og ég er mjög glaður yfir því að hafa sagt það, meðan hún enn lifði og starfaði. Hún var svo undarlega sterk þessi lág- vaxna viðkvæma stúlka. Hún vó upp björg á sinn veika arm og vissi ei hik né efa. Hún var lífi gædd fullyrðing- in fallega og óskiljanlega, sem birtist í orðunum: „Kærleikurinn vonar allt, trúir öllu og umber allt.“ Ég minnist hennar af orðfárri kynningu, sem áhorfandi að dap- urlegum harmleik, þar sem hún lék hlutverk sitt af snurðulausri snilld. Og henni fataðist ekki augnablik í geðró og fórnfýsi í takmarkalausu trausti á hand- leiðslu Guðs — hins góða — góða Guðs. Og ég vissiýað hún gat gefið allt, jafnvel iíf sitt til að þeim liði betur, sem hún unni. Ham- ingja þeirra var hennar gleði, hennar þrá, hennar líf. Hvort það voru börn hennar. Hún átti engin börn, fáa ætt- ingja. Þetta voru húsbændur hennar, vinir hennar. Það var nóg. Með titrandi höndum, stundum sjúk og þreytt og særð gat hún unnið sín fábreyttu og þó margbrotnu störf. Með tár í augum en bros á vör og sefandi Hinningarorð orð á tungu gat hún tekið von- brigðum og vandræðum. Með hógværð og lipurð gat hún tekið skilningsleysi. Og með Ijúflátum, hjartans fögnuði sem ljómaði úr augunum gat hún tek- ið þökkum samúð eða vináttu. Slíkar gjafir gat hún launað með ævilangri þjónustu og skilyrðis- lausri hollustu og tryggð. Það er ekki auðvelt að segja, hvar Sigurbjörg starfaði mest. En fáir munu vera henni þakk- látari að leiðarlokum en Sigríð- ur Sæmundsdóttir á Selfossi, börn hennar og tengdabörn. Enda munu fáir hafa skilið hana betur, svo líkar sem þær eru í fórnarlund, ástúð og kröfu- leysi sér til handa. Og á Selfossi var Sigurbjörg í 20 ár. Fjölskyldan öll vill flytja henni hugheilar hjartans kveðj- ur og þakka hvern einasta dag og stund, sem hún helgaði þeim krafta sína. Til þess að túlka þær þakkir eru þessar fátæklega línur rit- aðar. Sigurbjörg Sigurðardóttir var fædd að Nethömrum í Ölfusi 17. nóv. 1875. Síðustu áratugina átti hún heima í Reykjavík og þar hafði undirritaður kynni af henni. Og ég vil ljúka þessum orðum með þökk til Guðs fyrir að gefa ís- lenzku þjóðinni slíkar manneskj- ur. Meðan þær verða á vegi manns, e~ ekki hægt að efast um sigur hins góða, og að kærleik- urinn í engilsgervi þjónustusemi og hógværðar er áreiðanlega æðstur í himni og heimi, þótt fæstir njóti eldanna, sem fyrstir kveikja þá. Og enn sé langt unz fjöldinn verður skyggn á dýrð hinna fegurstu dyggða mannssál- ar í klæðum skilyrðislausrar fórnfýsi. Rvík, 26. nóv. 1953. ________Áraláis Nieiscen'. Kveðja: Dr. fheo!. Sigurgeir Slgurðsson biskup SEM systursonur Sigurgeirs Sig- urðssonar biskups, og sem skáld hefi ég fundið köllun hjá mér, að semja lítið minningaljóð um hann. Því miður er ég ekki fær um að semja það á mínu móður- máli. Samt bið ég um rúm fyrir það í Morgunblaðinu, sem kveðju frá móður minni, frá mér og Danmörku. Sigurður Madslund. Sigurgeir Sigurðsson, biskup In memoriam. Nu kommer det store M0rke, den evige Vinternat, hvor Kuiden paa Hjertet aander, og Lyset har os forladt. Og ind gennem dybe Dale j gaar dunkende Mþrkets Flod * og damper om Bjergets Sider * sem Menneskers mþrke Blod. I Og dybt i de lave Huse, en klagende, sagte Graad, der gynger paa Nattens Bþlger som ensomt en Fiskerbaad. | Men op over Flodens Vande, der stiger det h0je Fjæld med Lys om den stolte Pande, paa Skuldrenes brede Hæld. i H0jt staar over Angst og M0rke den lysende, hvide Tind, der vidner um Gud og Frelse og Tr0st for det bange Sind. ! Du kom med din lyse Pande, med Smii som en solblank S0. Du vidnede for os alle, at Lyset skal aldrig d0. Sigurður Madslund ROTTiB Gísli Jónsson Þegar fjáröflunarnefnd Sundlaugar Vesturbæjar skilaði fjárupp- hæð þeirri — kr. 150 þús. — sem nefndin hafði safnað meðal íbúa Vesturbæjar og meðal fyrirtækja. Á myndinni sjást Sveinn Þórðar- son, Gunnar Friðriksson, form. nefndarinnar (heldur ræðu), Gunn- j ar Thoroddsen, borgarstjóri, Gísli Halldórsson, form. Í.B.R. og Birgir Kjaran form. byggingarnefndar sundlaugarinnar. — Á 1 borðinu má sjá bankabókina, sem fjáröflunarnefndin skilaði. i 150 jjíiis kr tilbyggingar sundalaugar í Vesturbæ Fláríifiiinarnefndm skÉfaði af sér í fyrradag FJÁRÖFLUNARNEFND sú, er á sínum tíma var skipuð til að afla fjár vegna sundlaugarbyggingar i Vesturbænum hefur nú lokið störfum. 150 ÞUS. KR. | Á fundi íþróttabandalags Reykjavíkur í fyrradag, þar sem! viðstaddir voru borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thorodd-1 sen, íþróttafulltrúi ríkisins, fræðslufulltrúi Reykjavíkur svo og byggingarnefndin og fjáröfl- unarnefndin, skilaði fjáröflunar- nefndin íþróttabandalaginu rúm- lega 150 þúsund krónum. Alls höfðu safnazt um 160 þúsund kr. en af því fóru 10 þúsund í kostn- að, aðallega vegna útgáfu og dreifingu auglýsingarits þess, er nefndin gaf út og dreift var um Vesturbæinn. BYRJAÐ HIÐ BRAÐASTA Gunnar Friðirksson formaður fjáröflunarnefndar lét þau orð fylgja skilagreininni, að Vestur- bæingar legðu fram upphæð þessa í fullu trausti þess, að byrj- að yrði á framkvæmdum hið allra bráðasta. STAÐUR ÁKVEÐINN Þá upplýsti form. Byggingar- nefndar, Birgir Kjaran, að um þessar mundir væri verið að vinna að skipulagsuppdráttum varðandi staðsetningu laugarinn- ar og mundi væntanlega áður en langt um líður, verða unnt að ákveða hvar hún skuli byggð. Borgarstjóri, Gunnar Thorodd- sen færði fjáröflunarnefndinni þakkir sinar fyrir framúrskar- andi vel unnin störf og kvaðst mundu stuðla að því, að bæjar- yfirvöldin gerðu það, sem í þeirra valdi stæði til að flýta fyrir fram gangi þessa nauðsynjamáls, er kæmi bæði skólunum og íþrótta- félögunum að verulegu gagni og ekki sizt Vesturbæingum í heild, þar sem góð sundlaug væri hinn ákjósanlegasti heilsubrunnur. undur Frjálsí fór fram 23. nóv. s.l. í félags- heimili KR. Fundarstjóri var Er- lendur Ó. Pétursson, en fundar- ritari Bragi Friðriksson. Formað- ur, Ingi Þorsteinsson, flutti ýtar- lega og greinargóða skýrslu stjórnarinnar, sem sýndi gott starf ' og vaxandi gengi frjáls- íþróttanna í héraðinu. Fjögur félög eru innan ráðsins með um 700 meðlimum. Á s.l. ári var sú nýbreytni tek- in upp að gera Meistaramót Reykjavíkur að stigamóti og tókst það vel. — Ármann varð stigahæsta félagið á mótinu. Þá fór fram á árinu keppni Reyk- víkinga og utanbæjarmanna. Var keppni sú skemmtileg og lauk með knöppum sigri Reykjavíkur. I Utanfarir voru engar á sumrinu. I Ráðið gskkst fyrir fræðslufundi I og er í ráði, að fleiri slíkir fundir j verði haldnir á næsta ári. TILLÖGUR i Ýmsar tillögur voru samþykkt- ar á aðalfundinum og má þar nefna m. a. áskorun um að koma sem fyrst á fót merkjakeppni, áskorun til stjórnar FRÍ um að efna til keppni drengja úr Reykja vík og utan af landi. Samþykkt var að leggja niður mótanefnd félaganna. Gengið var frá reglu- gerð Meistaramóts Reykjavíkur og eru helztu nýmæli þau, að mótið er nú stigamót og fá sex fyrstu menn hverrar greinar stig eftir reglunni 7-5-4-3-2-1. Frá- farandi stjórn var síðan þakkað gott starf. Þessir skipa hina nýju stjórn: Halldór Sigurgeirsson, form., Jóhann Jóhannesson, Guð- mundur Hermannsson, Marteinn GRrðjónsson, Gunnar Snorrason. BIKARAR GEFNIR Á fundinum voru flutt kveðju- orð til Braga Friðrikssonar, sem er á förum til Canada. Þakkaði fundurinn honum góð störf í þágu íþróttanna. í fundarhléi Framh. á bls. 12. Framh. af bls. 7. að hún kosti tæpar 46 þús. krón- ur næsta ár. Ef alls staðar er jafn mikillrar hagsýni gætt í rekstr- inum, þá er svo sem engin furða þó að ávallt halli meira og meira á ógæfuhliðina. Annars get ég fullvissað forstjórann um það að hann fær engan mann, sem þekk- ir mig til þess að trúa því, að mig hafi svo skort verkefni í lífinu, að ég hafi þurft að leggja hatur á einn eða annan fyrir það að ekki hafi tekizt á einhverjum. tímum samningar um það að af- henda mér einhver störf. ★ í tilefni af þessari getgátu for- stjórans, þykir mér einnig rétt að benda á, að eftir 8 áta starf, sem formaður fjárv.nefndar var ekki unnt að komast hjá þvi, að vita ýmislegt um rekstur í hin- um ýmsu stofnunum ríkisins. Og þó að í ýmsum þeirra sé margt, sem betur mætti fara að mínu áliti, þá þekki ég þó ekkert, sem jafn auðvelt er að spara milljónir á og það að leggja Skipaútgexð ríkisins niður. Fjárlög undanfar- inna ára hafa farið síhækkandi, m.a. vegna þess, að þjóðin krefst lausn nýrra og stórra vandamála, ! svo sem að koma raforku um all- l ar sveitir landsins, svo að aðeins eitt dæmi sé nefnt, en á sama tíma standa heilar hjarðir vörð um allar þær stofnanir, sem einu sinni þótti rétt að koma á fót, og það alveg eins þótt breyttir tím- ar hafi gert þær óþarfar, standa vörð um sérhvert embætti, sem stofnað hefur verið og hlaða múr um hver þau fríðindi, sem einu sinni hafa verið veitt, og það alveg eins þótt eng'in frambæri- leg ástæða sé til að endurveita þau. Fólkið í landinu og fram- leiðslan stynur undan óhæfileg- um sköttum, og fjármálaráðherra getur ekki séð af nokkurri krónu til nýrra nauðsynlegra fram- kvæmda fram yfir það, sem þeg- ar hefur verið ákveðið. 1 hvert sinn og ný fjárlög eru afgreidd hrópar hann til þjóðarinnar: „Það er hvergi hægt að spara, nema á sama tíma að minnka þjónustu ríkisins og gera ykkur lífsbaráttuna erfiðari“. Þao er þetta ástand og þetta eitt, sem valdið hefur því, að við flrfi. höf- um borið fram tillögu um að rík- issjóður hætti að starfrækja strandfhrðirnar og við höfum fært full rök fyrir því, að allir aðilar verði betur settir eftir en áður. Þessi krafa verður ekki kæfð með tómum orðaflaumi þeirra manna, sem skipa sér í varðsveitirnar til þess að verja grenin vegna persónulegra hags- muna. Almenningsálitið verður að síðustu miklu þyngra á voga- skálunum en svo, að nokkur von sé til að þeirra málstaður sigri. Þegar tekjurnar minnka af er- lendri aðstoð og erlendri vinnu, og þjóðin þarf meira en, enn er, að velta hverjum eyri til þess að láta tekjur og gjöld standast á, þá eru það fyrst af öllu þessir varnarmúrar, sem þarf að brjóta niður. Varnarmúrarnir, sem ein- stakir pólitiskir gæðingar hafa hlaðið umhverfis sig og sitt skyldulið á kostnað fólksins í landinu. Það er því alveg eins gott og hollt að byrja á því að fikra sig niður stigann nú þegar. Fyrsta þrepið var sérleyfisrekst- ur póststjórnarinnar, sem lagður var niður vegna baráttu ckkar Sjálfstæðismanna, næsta þrepíð verður Skipaútgerðin, sem fyrr eða síðar fer sömu leið, og síðan, hvert það fyrirtæki ríkisins, sem liggur eins og miliusteinn um háls þjóðar, er á að vera frjáls i hugsun og athöfnum. Gísli Jónsson. Enn á .Tamaica LUNDÚNUM — Brezku konungs hjónin hafa undanfarið dvalist á Jamaica, en halda innan skamms til Asíuríkja brezka heimsveldis- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.