Morgunblaðið - 11.12.1953, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.12.1953, Qupperneq 1
16 síður 40. árgangur 284. tbl. — Föstudagur 11. desember 1953 Prentsmiðja Morgunblaðsins SjáEfstæðisflokkurinn efnir til próíkosRlnpr m framhoð við bæjarstjórnarkosningar Qllum sluðningsmönnum flokksins er gefinn kosfur á þáftlöku í þeim. KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem kosin er af FuIItrúaráði Sjálfstæðisfélaganna og stjórnum þeirra, til þess að stilla upp framboðslista flokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar, hefur ákveðið að efna til prófkosn- ingar um val manna á listann. Um þessa prófkosningu hefur blaðinu borizt eftirfar- andi frá kjörnefndinni: „Samkvæmt reglugerð Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur nú verið kosin 15 manna kjörnefnd, til þess að gera tillögur um frambjóðendur á lista Sjálfstæðis- flokksins við bæjarstjórnarkosningar, sem fram eiga að fara 31. janúar næstkomandi. Kjörnefndin hefur ákveðið að efna til prófkosningar um val manna á listann og verður í þessari prófkosningu fylgt eftirfarandi reglum: REGLURNAR Hér fara á eftir reglur þær, sem um prófkosninguna gilda: 1. Kosningin er alveg óbundin, þannig að kjósandi ritar á þar til gerðan kjörseðil nöfn 16 manna, er hann óskar, að taki sæti á lista flokksins við næstu bæjarstjórnar- kosningar, 8 aðalmanna og 8 varamanna. 2. Kosningarrétt hafa: a) Allir skráðir meðlimir Sjálfstæðisfélaganna í Rvík, b) Allir aðrir, sem styðja Sjálfstæðisflokkinn, og eru á kjörskrá í Reykjavík. 3. Meðlimum Sjálfstæðisfélaganna eru send kjörgögn, en aðrir kjósendur greiða atkvæði í kjörklefum í skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu. 4. Þeir, sem fá send kjörgögn, skulu stinga atkvæðaseðlin- um í umslagið, merkt: ATKVÆÐI, loka því og setja það í hitt umslagið, sem er með áletruninni: Til kjör- nefndar Sjálfstæðisflokksins, Sjálfstæðishúsinu, Reykja- vík. — Þetta umslag sé einnig lokað og ritað aftan á það nafn og heimilisfang kjósanda. (Úr þessum um- slögum verða atkvæðaumslögin öll sett á einn stað áður en talning hefst, svo að kosningin er fullkomlega leynileg). Meðlimir félaganna verða að sjá um, að atkvæði þeirra séu komin til kjörnefndar áður en kosningu lýkur. Hafi kjörgögn ekki komið til skila til félagsbundinna manna, geta þeir kosið í skrifstofu flokksins. 5. Þeir, sem kjósa í kjörklefa í skrifstofu flokksins, láta kjörseðilinn í innsiglaðan kjörkassa, eins og við al- mennar kosningar. 6. Kosningin stendur yfir til mánudagsins 14. desember og skal lokið að kvöldi þess dags kl. 10. Kosningin í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins hefst á morg- un — laugardag. Skrifstofan verður opin á laugardag frá kl. 9 f. h. til kl. 6 síðd., á sunnudag kl. 2 til 7 e, h. og á mánudag frá kl. 9 árd. til 10 síðd. SEM FLESTIR ÆTTU AÐ KJÓSA Kjörnefndin beinir þeirri eindregnu áskorun til Sjálf- stæðismanna í Reykjavík, að þeir sinni þessari prófkosn- ingu af fyllstu kostgæfni. Kjörnefndin vill gera það, sem í hennar valdi stendur til þess að hafa ráð sem flestra Sjálfstæðismanna við mannaval á framboðslistann og treyst- ir því, að það muni vel gefast“. Meðal Sjálfstæðismanna mun það áreiðanlega mælast mjög vel fyrir, að efnt hefur verið til prófkosningar á svo almcnnum grundvelli. Hér er farið að með sama hætti og við tvennar undanfarandi bæjarstjórnarkosningar. Hefur það gefizt ágætlega og átt sinn þátt í glæsilegum sigri flokksins við þær kosningar. Aðstoð við ný iðnfyrirtæki Sendurí fund Rússasfjórnar ± WASHINGTON, 10. des. — T Sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, Bohlen, hefur verið falið að Ieggja tillögu þá er Eisenhower setti fram í ræðu sinni í Allsherjarþinginu i vikunni, fyrir rússnesku stjórnina. rk Jafnframt hefur blaðafull- j trúi Eisenhower það eftir forsetanum að Bandaríkin vonist til þess að Rússar taki tillögunni vel, þrátt fyrir þær kuldalegu kveðjur er hún hlaut í fyrstu ummæl- um Moskvuútvarpsins um hana. A Þau ummæli voru á þá leið, T að Eisenhower væri stríðs- æsingamaður og í ræðu sinni hefði hann æst til atóm- stríðs!!! Rússar einir taka ræðunni svona. Fjölmargar þjóðir fagna henni alúðlega, m. a. þjóðir, er framleiða mikið magn úraníums og hafa þær lýst yfir að þær séu fúsar til samstarfs á sviði atómrannsókna. —Reuter-NTB til vinnujöfnunar Merk tillaga Sjáifstæðis- manna á Alþingi FJÓRIR þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Jónas Rafnar, Magnús Jónsson, Kjartan J. Jóhannsson og Einar Ingimundarson flytja á þingi tillögu til þingsályktunar um aðstoð við ný iðnfyrirtæki til atvinnujöfnunar. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta rannsaka, með hvaða hætti helzt verði stuðlað að því, að ný iðnfyrirtæki rísi upp í kaupstöðum og kauptúnum, þar sem skilyrði eru góð til iðn- aðarframleiðslu, en atvinnuleysi hefur gert vart við sig að undan- förnu. — Sérstaklega verði athugað, hvort ekki sé rétt að setja löggjöf um fyrirgreiðslu af hálfu ríkisvaldsins við stofnun nýrra iðnfyrirtækja á fyrrnefndum stöðum með það fyrir augum að hagnýta sem bezt náttúruauðlindir landsins og koma í veg fyrir atvinnuleysi. 1 ^ A aðfanga- dagskvöld ^FRAMFARIR í greinargerð er þingmennirn- ir láta fylgja tillögunni segir svo: A síðari árum hefur iðnaður- inn tekið stórfelldum framförum hér á landi. Nýjar iðngreinar hafa risið upp og eldri fyrirtæki fært út kvíarnar. Er nú svo kom- ið, að iðnaðurinn er engu síður mikilsverður þáttur í atvinnulífi BELGRAD 10. des. — Hið ný- kjörna þing í Júgóslavíu mun á aðfangadagskvöld kjósa forseta!okkar íslendinga en sjávarútveg landsins, tilkynnti fréttastofan Tanjug í dag. — NTB-Reuter. Nób«lsverðlaun afhent Kommúnisfar svívirtu afhendingar- afhöfnina í Oslo. STOKKHÓLMI OG ÓSLÓ, 10. des. — Viðhafnarsalurinn í sænsku konungshöllinni var í dag þéttskipaður tignum gestum er Gústaf j Adolf Svíakonungur afhenti Nobelsverðlaunin fyrir bókmenntir, , læknisfræði, eðlisfræði og efnafræði. Meðal annara gesta voru . Louise drottning, prinsessurnar Ingeborg, Sibylla og Margrét, ráð- ‘ herrar og þingmenn. — Allir Nobelsverðlaunamennirnir voru mættir að Churchill undanskildum en fyrir hans hönd mætti kona hans. — CHURCHILL OG DISRAELI Rithöfundurinn Sigfrid Siw- ertz, sem sæti á í sænsku aka- demíunni flutti minni Sir Winstons. Ræddi hann m. a. um stórmenni sögunnar og ritverk þeirra og líkti Churchill við Disraeli. Siwertz lauk ræðu sinni með því að segja að Nobelsverð- laununum væri ætlað að varpa frægð á þann er þau hlyti, en nú væri það sá sem þau fengi sem varpaði frægð á verðlaunin. Þá voru afhent verðlaunin fyrir eðlisfræði, efnafræði og læknisfræði. Voru ræður haldn- ar til heiðurs þeim er verðlaunin hlutu, störf þeirra rakin að nokkru, sérstaklega þau er urðu til þess að þeim var veitt þessi mikla viðurkenning. UPPSTEIT I Osló fór fram afhending frið arverðlaunanna. Albert Zweitzer er verðlaunin hlaut árið 1952, sá sér ekki fært að taka á móti þeim sjálfur, en franski sendiherrann í Osló veitti þeim viðtöku fyrir hans hönd. Georg Marsháll var hins veg- ar til staðar og veitti vérðlauna- upphæðinni fyrir árið 1953 við- töku. Um leið og afhendingin fór fram vörpuðu 3 unglingar á áheyrendapöllum flugritum nið- ur í salinn þar sem afhendingin fór fram, en á flugritunum var rógur um Marshall og mótmæli gegn því að hann hlyti verðlaun- in. — Drengirnir höfðu verið fengnir til ódæðisins af komm- únistaforingjum. Þeir virðast alls staðar eins innrættir. ur og landbúnaður — og með ári hverju fjölgar þeim aðilum, sem beinlínis hafa lífsuppeldi sitt frá þeirri atvinnugrein. Segja má, að flestöll meiri hátt- ar iðnfyrirtæki, nema ullarverk- smiðjur og iðjuver, sem vinna úr. sjávarafurðum. séu nú staðsett í Reykjavík. Valda því margar ástæður. í Reykjavík sjálfri er stærsti markaðurinn fyrir fram- leiðsluna, hægara en víðast hvar annars staðar að ná í þjálfað vinnuafl og auðveldara um út- vegun lánfjár. Meðan leita þurfti til nefnda og ráða um allan inn- flutning, höfðu fyrirtæki í höfuð- staðnum allt aðra og betri að- stöðu en fyrirtæki úti á lands- hyggðinni. Það mun og hafa ráð- ið nokkru um val á staðsetningu nýrra iðnfyrirtækja, að opinber gjöld hafa yfirleitt reynzt nokkru lægri í Reykjavík en í öðrum kaupstöðum. DREIFING ÆSKILEG Flestir munu líta svo á, að ekki sé hagstætt fyrir þjóðarheildina að einskorða iðnað landsmanna að mestu við Reykjavík og ná- grenni, æskilegra sé, að iðnfyrir- tækin séu ekki síður staðsett úti á landi þar sem skilyrði eru fyr- ir hendi. Á það má benda, að Framh. á bls. 2. Hlaut hryllilecfa ineMerð HANNOVER 10. des. — Blaða mönnum hefur verið gefinn kostur á að ræða við brezkan hermann, sem í s.l. mánuði var sleppt úr haldi í þrælabúð um í Rússlandi, þar sem hann hefur orðið að dúsa s.l. 6 ár. Brezki hermaðurinn sagðist hafa verið dæmdur án þess að um mál hans hefði verið fjall- að af rétti. Varð hann að sæta hinni hryllilegustu meðferð er hann var yfirheyrður af fanga búðastarfsmönnunum — stundum allt að 16 stundir í sólarhring. Greip hann til þess ráðs að fara í „hungurverk- fall“ en þá var fæðan sett of- ö an í hann með valdi. Var hon- um misþyrmt á margan annan hátt. Brezki hermaðurinn, Kelly að nafni, var um hálftíma að gefa skýrslu sína um veru sína í • þrælabúðum Rússa. Blaðamönnum hafði verið heitið tækifæri til þess að leggja fyrir hann spurningar, en þegar hann hafði lokið skýrslu sinni, taldi læknir hans ráðlegt að hann færi þegar í stað á sjúkrahús aft- ur, svo máttfarinn er Kelly eftir misþyrmingarnar sem liann hlaut í þrælabúðum Rússa. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.