Morgunblaðið - 19.12.1953, Blaðsíða 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 19. des. 1953 ]
Kristmann Guðmundsson skrifar um
BÓKMENNTIR
Lýsi rannsakaS.
KALDUR Á KOFLUM
Endurminningar Eyjólfs frá
Dröngum. Eftir Vilhjálm S.
Vilhjálmsson. — Ævisagna-
útgáfan.
1>ETTA er ein af þeim minninga-
bókum, sem menn lesa oftar en
einu sinni. Hún er ævisaga
manns, sem er fæddur árið 1868
og lifir enn. Saga hans er merkur
l>áttur í menningarsögu þessa
tímabils og því mikill fengur í
hcnni, en auk þess ár hún mjög
vel rituð, á kjarngóðu og lifandi
máli.
Líf Eyjólfs f rá Dröngum er
kannske ekki sérstætt né frá-
brugðið lífi margar annara Is-
lendinga síðustu áttatíu og fimm
árin. En það er nú einmitt kost-
ur á bókinni; hún er almenns
eðlis, saga feðra okkar og afa,
eins og hún gerðist hjá þeim
vel flestum. Svona voru aðstæð-
ur þeirra, slíkum kjörum urðu
þeir að sæta, þannig var þjóðlíf
okkar fyrir skömmu. Þess væri
óskandi að sem flestir meðal
yngri kynslóðanna læsu þessa
bók og aðrar slíkar, til þess að
kynnast uppruna sínum. Á Is-
landi hefur þjóðfélagsþróunin
stikað á sjömílnaskóm um nokk-
urra áratuga skeið og gerir það
að vonum æskunni erfitt fyrir að
skilja margt, sem henni er þó
brýn nauðsyn að þekkja. Enn
geta komið örðug veður, enn get-
ur syrt í álinn, — og hvað er
þá bezt til bjargar? Við þeirri
spurningu er hægt að fá svar í
ininningabókum gamla fólksins
og sagnaþáttum um það. Þótt
ýmislegt megi misjafnt segja um
xnenningu feðra okkar, þá var
hún það staðgóð, að hún leiddi
þá heila í hríðum, sem fæstir
myndu standast nú á tíð. Þess-
vcgna er okkur nauðsyn að vita,
hvað það var, sem þeir sóttu
traust og hald til.
Bók þessi segir aðallega frá
lífskjörum manna við Breiða-
fjörð á síðustu tugum nítjándu
aldar og fyrstu tugum þeirrar
tuttugustu. Um þau er þarna
mikinn fróðleik að finna og frá-
sögnin svo góð, að hver skynug-
ur lesandi hlýtur að hrífast af
henni. Eyjólfur frá Dröngum
hefur marga báru krappa siglt
um ævina, en þrátt fyrir allt hef-
ur hann verið gæfumaður, sem
nýtur virðingar góðra manna og
lætur enn gofct af sér leiða.
Frágangur bókarinnar er allur
hinn smekklegasti.
ÚR VESTURVEGI
Eftir Þórodd Guðmundsson.
ísafoldarprentsmiðja. —
Þóroddur Guðmundsson er góð
kunnur sem skáld og rithöfund-
urf —ekki sízt fyrir hina ágætu
bók um föður hans, Guðmund
Friðjónsson. — Nú hefur hann
gefið út ferðasögu frá Bretlandi
og írlandi, sem er mörgum góð-
um kostum búinn, þótt nokkuð
megi einnig að henni finna.
Höf. segir í inngangsorðum, að
hann hafi í fyrstu ætlað að ferð-
ast um Bretland og Noreg. En
við nánari athugun fýsti hann
fremur að komast til írlands og
kynnast þjóðlífinu þar. Þar eð
fræðslumálastjórnin hafði veitt
honum ársleyfi frá störfum, til
ferðalagsins, bar honum skylda
fil að gefa skýrslu er hann kæmi.
-— „En þegar ég ætlaði að gefa
skýrsluna", segir höf., „urðu
þessar ferðaminningar til. Mér
fannst ég vera kominn í meiri
skuld við föðurlandið en ég gæti
goldið hana — nema þá helzt
með því að segja opinberlega frá
öllu hinu markverðasta, sem fyr-
ir augu og eyru bar, og binda
mig ekki aðeins við fræðslumálin.
Tók ég því það ráð að láta móð-
an mása um allt milli himins og
jarðar í von um, að fleiri en
kennarar og aðrir uppalendur
fyndu eitthvað við sitt hæfi í frá-
sögn minni til fróðleiks og
skemmtunar.“
Segja má að hann sé helsti
samvizkusamur, að tína upp
smámuni, sem litla þýðingu hafa,
einkum í frásögninni frá Bret-
landi. En miklum fróðleik hefur
hann einnig safnað saman, sem
er góðra gjalda verður. Og eftir
að kemur til írlands og frænda
vorra þar, rís bókin mjög og er
hin skemmtilegasta aflestrar úr
því. Lesandinn fylgist með hon
Fyrir bragðið er til orðin ein af
snjöllustu kvenlýsingum í bók-
menntum okkar — og ungt skáid
hefur unnið mikinn sigur. —
Nokkrar karlpersónur eru
cinnig í bókinni. Tvær þeirra
hafa mikla þýðingu í lífi Dísu
og eru vel gerðar, einkum mál-
arinn Bjólfur. Margar aukaper-
um um forna sögustaði og nú- sónur eru og skírt og vel teikn-
tímaborgir, kynnist söfnum, leik-1 aðar, t. d. ráðskona Yngva
húsum, háskólum — og auðvitað Kjartanssonar og frænka hans.
allskonar fólki, sem gaman er að Af hinum löngu dána föður Dísu
hitta. Þóroddur hefur glöggt fær lesandinn einnig ljósa mynd.
auga fyrir smáatriðum og segir j Bygging bókarinnar er ágæt,
ágætlega frá, en ekki alltaf jafn! og er þó valið vandasamt form.
skipulega. Hann lætur „móðan' Ofan á allt annað er hún spenn-
mása“ og allstaðar er glitrandi j andi og skemmtileg og aflestrar,
góðir sprettir innan um. Einkum eins og góð saga þarf helzt að
þykir mér góðir ýmsir kaflar frá
Irlandi, — en kannski er kaflinn
um hið mikla ljóðskáld Skot-
lands, Robert Burns, beztur? —
Eitt er víst, að leiðinlegur er höf.
ekki og það er gaman að ferðast
með honum um þessi sólskins-
lönd núna í skammdeginu. —
vera. En vel þarf að lesa, til
þess að ekkert glatist af verð-
mætum hennar; þeir liggja ekki
allir í augum uppi, en það cr
einnig einkenni góðrar sögu. Hér
er fjallað um erfiða hluti af
skáldlegu innsæi og heilbrigðri j
hugsun, farið næmri hendi um
ýmislegt það, sem varlega verð- j
ur að nálgast. Og útkoman er: !
snilldarverk.
ÍSLENZK FYNDNI XVII.
Gunnar Sigurðsson frá Sela-
læk hefur safnað og skráð
ísafoldarprentsmiðja.
Þessi hefti hafa jafnan verið
kærkominn gestur, þegar skamm
degismyrkrið grúfir yfir manni,
skattaframtalið nálgast og jóla-
innkaupin skrapa innan budd-
una. Það fer aldrei svo að maður
fái ekki nokkra ósvikna hlátra
við lestur þeirra og komist í gott
skap. Gunnar er fundvís á
smellna hluti og segir vel frá!
þeim. Hann hefur sinn eigin stíl,
sem á ágætlega við efnið, og
venjulega er engu orði ofaukið,
en það er öndvegiskostur á þess-
háttar ritsmíðum, — sem og öðr-
um! — í þessu hefti eru margar
ágætur skrítlur og sumar all-
hressar, en sagðar með tilhlýði-
legri hófsemi og geta því engan
hneykslað. Hér er ein:
„Prestur einn bjó með ráðs-
konu, og var það sumra álit, að
kært væri með þeim.
Vinaboð var eitt sinn hjá
presti, og var þar sýslumaður
ásamt fleiri gestum.
Sýslumaður fór úr boðinu
nokkru fyrr en aðrir, en um
sama leyti saknar prestur silfur-
skeiðar og hyggur, að sýslumað-
ur hafi tekið skeiðina af hrekk
við sig og muni skila henni aft-
ur.
Nú líður vika, og ekki finnst
skeiðin.
Prestur skrifar þá sýslumanni
en einnig því gagn- ^ tjáir honum, að silfurskeið
hafi horfið samtímis því að hann
fór heim, og spyr hann kurteis-
lega, hvort hann viti nokkuð um
hana, ún þess þó að hann vilji
drótta að honum að hafa tekið
hana á óleyfilegan hátt.
Sýslumaður skrifar presti aft-
ur og segir í bréfinu:
— Án þess að drótta neinu
ósæmilegu að þér, þá vil ég taka
það fram, að þú hefur ekki
sofið í þínu rúmi síðustu vikuna,
því að þar er skeiðin.“
DISA MJOLIj
Eftir Þórunni Elfu Magnús-
dóttur. Bókaútgáfan Tíbrá.
ÞÓRUNN ELFA MAGNÚS-
DÓTTIR hefur margt gert vei.
Mér eru í minni skáldsögur
hennar: „Draumur um Ljósa-
land I.“, „Snorrabraut 7“ og „I
biðsal hjónabandsins", sem allar
' gáfu stór loforð um framtíð
hennar sem skálds. Nú hefur hún
efnt þau loforð öll og meira til.
j „Dísa Mjöll“ er ekki einungis
, bezta bók hennar, heldur stór-
j um fremri hinum öllum, verk,
sem íslenzkum bókmenntum er
mikill fengur að.
Sagan fjallar um unga lista-
konu, málara, sem lífið virðist
brosa við á allan hátt, en hefur
eigi að síður reynt að svifta sig
því. — Hversvegna? — Ja, það
er einmitt sagan og hún er ekk-
ert kák. Dísa Mjöll hefur misst
föður sinn á barnsaldri, heitt
elskaðan föður, og alizt upp hjá
talsvert strangri móður, sem
elskar syni sína meira en dóttur-
ina. Skapast því snemma með
telpunni geðflækja, sem nefnd er
Ödipuskompleks, en henni er
þannig varið, samkvæmt sál-
greiningarfræðum, að stúlkubörn
fella í barnsæsku ofurást til föð-
ursins, en piltbörn til móður, og
fylgir henni hatur til hins for-
eldrisins, hvortveggja þó oftast
ómeðvitað. Ást þessi, sem getur
verið meira og minna ástríðu-
kennd, liggur síðan geymd í
undirvitundinni fram á fullorð-
insár, en getur brotizt út í ýms-
um myndum og jafnvel valdið
ógæfu,
stæða. — Þetta er ein aðaluppi
staðan í skapgerðarlýsingu Dísu
Mjallar; önnur er listamannseðii
hennar, óslökkvandi sköpunar-
þrá, sem verður að brjóta af
sér allar hömlur. Þriðja uppistað-
an er svo kveneðli hennar og er
sterkasti liður þess móðurhvöt-
in, sem að lokum læknar þessa
hrjáðu sál. Allt er þetta auð-
vitað hvað öðru samofið, tengt
og tvinnað, og er ekki heiglum
hent að rekja þá þræði. Dísa er
margþætt og mjög erfið persóna,
full af séktarvitund og vanmátt-
arkennd, en ósveigjanleg í krafti
þrár sinnar til listsköpunar. Hún
getur brotnað en það er ekki
hægt að kúga hana. Og skáld-
konan þekkir hana út og inn,
er skyggn á kosti hennar og
galla, getu og vanmátt. Hún hef-
ur skapað hana á þann eina hátt,
sem miklar persónulýsingar geta
orðið til á: innan frá og út á
við, leyft henni að þróast sjálf-
stætt í baráttu andstæðnanna,
skilið hana og skírt af samúð
og djúpri sálfræðilegri sam-
kennd, en ekki hlíft henni við
því, sem hlaut að ske, ekki lyft
henni yfir vandann. Hún hefur
heldur ekki fallið fyrir þeirri
freistni, að gera úr þessu meiri
harmleik en efni standa til, en
greitt úr flækjunni, — eins og
lífið sjálft gerir alla jafna. —
I rannsóknarstofu Fiskifélags íslands. — Hér er Júlíus Guðmunös-
son efnafræðingur við mælitæki, sem mælir fjölda þeirra einir. ra
af A-fjörvi, sem eru í lýsi því sem selt er sem meðalalýsi. Á gru' d-
velli þess hve einingarfjöldinn sé mikill er lýsið selt. Lýsi cr cii '•?
selt til iðnaðar og þarf þá ekki að rcæla fjörvisinnihald þcss
(Ljósm. P. Thomsen'.
bzku
Hætla framleiðsiu
á þungu valni
AUCKLAND, 17. des. — Holland
forsætisráðherra Nýja Sjálands,
upplýsti í dag á þingfundi að
hætt væri við tilraun Breta og
Ný-Sjálendinga til að framleiða
heitt vatn með hveraorku. Þetta
er vegna þess að Bretar breyttu
um skoðun og töldu sig ekki
þurfa þungt vatn. Síðan getur
verið að þeir óski eftir því. Þetta
breytir engu um fyrirætlanir
Ný-Sjálendinga um notkun hvera
hitans til raforkuframleiðslu.
—Reuter.
BEZT Atí AUGLÝSA
í MOKGUISBLAÐIISU
FYRIR svo sem fimm árum skaut
upp bók, sem á svipstundu fékk
fleiri lesendur í mörgum löndum
en flestar eða allar aðrar nýjar
bækur á þeim tima. Bæði í Þýzka
landi og Ameríku, þar sem bókin
kom fyrst út, urðu upþlög hennar
með ólíkindum há og útgefendur
hvarvetna kepptust um að ná í
útgáfuréttinnn. Þessi bók er nú
komin á íslenzku og nefnist
„Fornar grafir og fræðimenn“.
Höfundurinn kallar sig C. W.
Ceram, en þegar bókin kom út.
kannaðist enginn við þetta nafn
og var ýmsum getum að því leitt
hver maðurinn væri. Seinna kom
í Ijós, að hann hafði af einhverri
ástæðu snúið nafninu sínu við,
því með réttu heitir hann Marek
og er Þjóðverji.
Það var raunar engin furða þó
bókin næði hylli almennings um
allan heim,. því hún fjallar um
efni, sem í augum margra er æv-
intýralegt og „spennandi“ og svo
er bókin listavel rituð. Það munj
lengi hafa fylgt mönnunum að.
vera forvitnir umlíf og störf þeirra
kynslóða, sem horfnar eru, en j
menjar eftir mörg verk þeirra
hafa á sér seiðándi og dularfullan
blæ. Jafnvel hér á íslandi vekjá
hellar með gömlum ristum eða
hólar, sem munnmæli segja að
séu fornmannadysir, ímyndunar-
afl almennings og verða að sögu-
efni. Hvað mundi þá vera þar,
sem rústir stórhýsa eða heilla
borga rísa upp úr eyðimörkum,
þar sem nú sér ekki stingandi
strá en áður var blómleg byggð?
„Fornar grafir og fræðimenn“
er um það hvernig seinnitíma
menn hafa ráðið gátur margra
þessara gömlu menja, hvernig
hallir og borgir hafa verið grafn-
ar upp úr sandi og letur, rúnir
og myndir verið ráðnar með ótrú-
legu hugviti, þannig að saga
ýmsra fornra þjóða hefur orðið
sem opin bók. Höfundurinn leið-
ir lesandann, meðal annars, um
kóngagrafir Egypta, til gleymdra
borga Austurlanda og dular-
fullra stórhýsa í frumskógum
! Yukatan. Það sem þarna kem-
j ur í ljós er líka ævintýralegra
I en nokkurt ævintýri. Við þetta
I bætist svo, að sjálfir leitarmenn-
irnir voru . engar algengar per-
sónur og rötuðu í margvíslegar
mannraunir í leit sinni að horfn-
um fjársjóðum og minjum.
Það er engum vafa bundið, að
er einhver bezta skemmt bók,
sem völ er á. Ef ætti að líkja
henni við nokkra aðra þckkta
bók, þá minnir hún helzt á
Bakteríuveiðar eftir Kruif, sem
má heita upplesin og er illfá; vileg.
Bók Cerams er ekki síður girni-
leg fyrir unglinga heldur e full-
orðna og þó hún sé elcki bundin
við neina árstíð eða aldursflokk
má þó benda á, að hentugri jóla-
bók handa drengjum, er varla
hugsanleg.
Það eykur mjög á gildi bókar-
innar hve vel hún er úr garði
gerð. Myndirnar eru margar og
fallegar. Þess má líka geta, að
bókin er ótrúlega ódýr, til dæmis
er hún rúmlega þriðjungi ódýr-
ari en danska útgáfan og or þó
sú íslenzka stórum mun bctur úr
garði gerð.
Prentverk Odds Björrssonar,
sem gefur bókina út, er cinhver
allra vandvirkasta prentsmiðja
hér á landi og hefur sýnilega
ekkert til sparað að ganga vel
frá bókinni. Það ætti ekki að
þurfa að efa, að bók Cerams
muni fara svipaða frægðaríör hér
og annars staðar um hcim og
verða metsölubók. Metlestrarbók
verður hún áreiðanlega.
Einar Ásmundsson.
Nauðlen
é Preství
í(0
„Fornar grafir og fræðimenn",
k
PRESTVÍK, 15. des. — Banda-
rísk risaflugvél af gerðinni B-29
með tvo hreyfla bilaða Og ónýtan
hjólaútbúnað nauðlenti í morgun
á Prestvíkurflugvelli og tókst
nauðlending svo vel að engan
mann sakaði.
Flugvélin tilheyrði björgunar-
sveit bandaríska flotans og var
á flugi yfir Skotlandi er einn
hreyflanna bilaði. Flugstjórinn
sneri aftur til Prestvíkur. Fimm •
mílum frá flugvellinum bilaði
annar hreyfill og gerði um leið
óvirkan vökvaútbúnað hjólagrind
arinnar.
Flugstjóranum tókst þó, þrátt
fyrir myrkur, að lenda flugvél-
inni með aðeins 2 hreyfla í lagi
á öðrum væng. Sakaði engan afi
áhöfninni hið minnsta. —Reuter4