Morgunblaðið - 02.02.1954, Síða 5

Morgunblaðið - 02.02.1954, Síða 5
Þriðjudagur 2. febrúar 1954 MORGUNBLAÐIÐ 5 Vandamál topraútgerðarinnar ÞAÐ er ekki orðið óalgengt að heyra þess getið að ekki sé hægt að senda fiskiskip okkar út á veiðar vegna þess að vöntun sé á mönnum á þau. Til að byrja með var hér aðallega um að ræða minni fiskiskipin, eða hina svo- kölluðu mótorbáta, en nú er orð- 3ð algengt að nýsköpunarbotn- vörpuskipin komast ekki úr höfn fyrr en eftir margra daga töf, vegna þess að nothæfir menn fást ekki á þau. Þegar svo er komið er vissulega um vandamál að ræða og þörf skjótra aðgerða til að ráða bót á þessu máli áður en þjóðarvoði hlýzt af. Það vill nú þannig til að hér er um það mál að ræða, sem er miklu auðveldara úrlausnar, en búast mætti við, ef menn aðeins vilja horfast í augu við stað- reyndirnar og „stemma á að ósi“ áður en hún hefur valdið tjón- ínu. Það liggur því fyrst fyrir að athuga hversvegna menn fram að þessum tíma hafa valið sér Bjómannastarfið að atvinnu, en virðast nú vera farnir að sýna því tómlæti og taka aðrar at- vinnugreinar fram yfir það. Við, sem höfum lifað og verið þátttakendur í því þróunarskeiði, sem átt hefur sér stað síðastliðin 40 ár gerum okkur fyllilega grein fyrir ástæðum þeirra hugarfars- breytinga, sem orsaka þetta. Sjávarútvegurinn hefur eins og öllum er kunnugt staðið að miklu leyti undir þeirri uppbyggingu, sem hér hefur farið fram á þessu tímabili. Hann var fram að þess- um tíma sá atvinnuvegur, sem skilaði í mörgum tilfellum einna foeztri efnahagsafkomu. Hinir Ungu og uppvaxandi drengir ól- ust upp við fiskiveiðar og sjó- sókn og litu á það starf í eins- konar æfintýraljóma og bjuggu sig undir að verða þar þátttak- endur strax og þeir höfðu aldur til þess. Nú er þetta orðið mjög breytt, því nú eru ótal mögu- leikar á sviði aliskonar tækni, ílugmála, bílaiðnaðar og flutn- ingamála á landi, svo nokkur dæmi séu nefnd fyrir utan mjög vaxandi atvinnu í ótal grein- um. Þegar þetta er athugað þá ligg ur í augum uppi að það eru nú allt aðrar aðstæður fyrir hina uppvaxandi æsku, en var fyrir B0—40 árum. Þess vegna verður að finna leið til þess að gera starfið í fiskiveiðiflotanum eft- irsóknarvert fram yfir aðrar Starfsgreinar þjóðfélagsins, og það vill svo til, að það er ofur auðvelt, ef menn aðeins vilja við- Urkenna þá alþjóðarnauðsyn, sem á því er að svo geti orðið. ' Til þess að þetta geti orðið, þurfa fiskimenn okkar að bera íneira úr bítum en aðrir, þegar endanlega er gerð upp afkoma ársins, án þess þó að útveginum sé íþyngt meira en orðið er. Það Sem hér ber að gera er þetta: Að allir sjómenn í fiskiveiðiflotan Um fái vissan hluta tekna sinna Skattfrjálsan, t. d. %. Þá er mál- Sð leyst, og áreiðanlegt að ekki yerður vandi að koma skipunum ©kkar til veiða vegna vöntunar á ínönnum. í því sambandi mætti minnast þess, að á styrjaldarár- jUnum hikuðu menn ekki við að Sækja sjóinn og sigla á milli landa, eftir að þeir höfðu feng Ið hina svokölluðu áhættuþókn- Wn skattfrjálsa að hálfu leyti, Sem var þá 50% til 75% af heild- srtekjunum, eða að skattfrjálsar urðu þá y3 til helmingur af heild- Brtekjunum á botnvörpuskipun- um og öðrum skipum, sem sigldu á milli landa, enda varð ekki skortur vel hæfra manna á þess- Um skipum, þrátt fyrir mjög mikla eftirspurn eftir mönnum til vinnu í landi, og þó að dauð inn biði á næsta leiti í líki ein hvers þess drápstækis, sem hafið yar fullt af á þeim árum. Það, sem verður að gera þessu, er því það að Alþingi það feem nú situr, ásamt bæjar- og hreppsfélögum geri nauðsynlegar feglugerðir og lög hér að lút þndi, og geri sér grein fyrir því að framtíðarvelferð íslenzku þjóðarinnar getur oltið á heil- brigðri úrlausn þessa más. Reykjavík, 13. jan. 1954. Þorkell Sigurðsson, vélstjóri. r I Mossadek framboði TEHERAN 1. febr. — I dag hófust kosningar til öldunga- deildar persneska þingsins. Standa kosningarnar í þrjá daga. Gamli stjórnmálarefur- inn Múhameð Mossadek, sem situr í fangelsi er efstur á lista þjóðfylkingarinnar. — Reuter. Aflamagn Grundarfjarðarbála GRUNDARFIRÐI, 1. febrúar. — Héðan eru nú gerðir út fjórir bátar. Hafa aflaföng þeirra í janúar verið, sem hér segir: Farsæll 97 tonn í 15 róðrum, Páll Þorleifsson 85 tonn í 14 róðrum, Runólfur 84,6 tonn í 14 róðrum og Vilborg 40 tonn í 8 róðrum. Er hér miðað við óslægðan fisk með haus. — Skipstjóri á Farsæli er Sigurjón Halldórsson. Enn veiðisf síld við Noreg ÁLASUNDI 1. febr. — Afli var sæmilegur á síldarmiðun- um í dag. Fram til kl. 9 síðd. höfðu 70 til 80 þúsund hektó- lítrar borizt á land í Álasundi. Erfiðlega gengur að landa og vinna allan aflann. Viija koma í veg fyr- ir sælgæiiskaup unglinga í frímín- úlum KENNARAFÉLAG Gagnfræða- skóla Austurbæjar hefir sent eftirfarandi samþykktir til bæjar ráðs: „Kennarafélag Gagnfræðaskóla Austurbæjar bendir hér með á þá hættu, sem æskulýð skólanna er búin af sælgætisbúðum og veit ingastofum í nágrenni skólanna. Við beinum hér með þeirri áskorun til bæjarráðs, að það leyfi engar slíkar búðir né veit- ingakrár í nágrenni skólanna, og hörmum, að leyft hefur verið að opna veitingastofu í nágrenni stærstu barna- og unglingaskóla bæjarins. Krafa okkar til bæjarráðs er því, að veitingastofu þeirri, sem opnuð hefur verið á horninu á Bergþórugötu og Vitastíg, verði tafarlaust lokað.“ „Kennarafélag Gagnfræðaskóla Austurbæjar ítrekar hér með fyrri áskoranir sínar til bæjar- ráðs um að girða og lagfæra lóð skólans. Kennarar treystast ekki til að halda nemendum frá umferða- götum í frímínútum, nema lóðin sé vel afgirt. Þá vilja kennarar einnig koma í veg fyrir, að nemendur kaupi sælgæti í frímínútum, en ega mjög óhægt um það, á meðan ekk ert svæði er afmarkað nemendum við skólann. Við treystum því, að bæjarráð geri nú tafaríaust ráðstafanir til þess að ráða þessu máli til lykta í samráði við skólastjóra og kennara skólans." r 1 Aætlun Edens um samein- ingu Þýzkalands vel tekið Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. Berlín 30. jan. — Utanríkisráðherrar fjórveldanna ræddu á fundi sínum í dag um Þýzkalandsmálin. Bidault lýsti yfir stuðningi Frakka við „5 punkta áætlunina“ um sameiningu Þýzkalands, se«k Eden lagði fram í gær. — Molotov hefur mótmælt áætluninni. VEL TEKIÐ Þessari 5 punkta áætlun Edens var vel tekið í Þýzka- landi bæði af flokki Aden- auers svo og af sosialistum. — Telja allir aðiljar að í þessari áætlun sé að finna grundvöll sem byggja megi á. Adenauer sagði að áætlunin hefði verið vandlega undirbúin af brezk- um og þýzkum sérfræðingum. Rætt var um áætlunina í öll- um helztu blöðum Vestur-Þýzka- lands og sum þeirra fóru lofsam- legum orðum um Eden sem höF- und hennar. — Hins vegar minnt- ust blöð í Austur-Berlín varla k. áætlunina. ATOMFUNDUR Dulles og Molotov ætluðn S kvöld að hittast og ræða til- lögu Eisenhowers um eftirlrt með atomframleiðslu. Sjúklingi svnrað KAIRO 1. febr. — í dag hófust réttarhöld í Kairo yfir 44 komm- únistum, sem kærðir eru fyrir að hafa ætlað að steypa stjórn Nabigs af stóli með blóðugri bylt- ingu. 70 ára í dag: Gunnar DAG, 2. febrúar, er Gunnar Sigurðsson kaupmaður sjötugur. Gunnar í Von, eins og hann er oftast nefndur er glæsilegur og sannur fulltrúi allra þeirra, sem byggja afkomu sína á eigin at- orku og framtaki. Það var í mik- ið ráðizt þegar Gunnar keypti Laugaveg 55 og hóf þar verzlun- arrekstur. Efnin munu ekki hafa verið mikil, og reynsla og sér- þekking lítil á sviði kaupmennsk- unnar. En allt fór þó vel, enda dugnaður og hyggni í öndvegi. Þau 35 ár, sem Gunnar hefur starfrækt verzlunina Von, mun hann hafa verið flestum kaup- mönnum árrisulli, opnað búð sína fyrr en almennt gerist, til mikils hagræðis fyrir húsmæður og verkamenn, sem taka daginn snemma eins og það er kallað. En þrátt fyrir þetta var athafna- þrá hans hvergi nærri fullnægt. Miðaldra menn, og eldri, muna gróðurgeirana og hraunflákana meðfram veginum milli Hólmsár og Lögbergs. Þar er nú stórbýlið Gunnarshólmi, sléttar grundir og staðarlegt heim að líta. Þó er mikill hluti ræktunarinnar að hólabaki og sést því ekki frá veg- inum. Stofnandi og eigandi þessa stórbýlis er Gunnar í Von. Eng- inn einn maður á þar fleiri hand- tök en húsbóndinn sjálfur. Þau eru ótalin vor- og sumarkvöldin, sem hann fór þangað uppeftir, að afloknu fullu dagsverki í verzlun- inni, reif upp grjót og hlóð vörð- ur langt fram á nótt. — En að morgili var hann aftur í búðinni. Og ennþá er athafnaþrúin hin Von sama, þrátt fyrir grá hár og 70 ár að baki. Gunnar í Von er hið mesta prúðmenni, einlægur og traustur vinur og svo orðvar, að þau 30 ár, sem leiðir okkar hafa legið saman, hef ég aldrei heyrt hann segja hnjóðsyrði um nokkurn mann. Kvæntur er Gunnar Margréti Gunnarsdóttur frá Yztagili í Langadal, mikilhæfri athafna og gáfukonu. Eiga þau 5 dætur, vel- gefnar og glæsilegar. Heimilið í Von er orðlagt fyrir rausn og myndarskap. Þangað er alltaf jafn ánægjulegt og gott að koma. Ég enda svo þessar fáu linur með beztu heillaóskum til Gunn- ars Sigurðssonar og fjölskyldu hans. Jóhann Fr. Guðmundsson. Á ÞORLÁKSMESSU birtist í Morgunblaðinu afar hörð ádeilu- grein á starfslið annars stærsta sjúkrahúss Reykjavíkurbæjar, Landspítalann. Grein þessi birt- ist undir nafninu: „Er ofkæling sjúklinga tíð í sjúkrahúsum?“ J Ekki ætti greinarhöfundur, eftir því sem nafn greinarinnar ber! með sér, að veigra sér við að láta nafns síns getið, þar eð umræðu- efnið virðist gefa tilefni til hins gagnstæða. Ennfremur er það mjög athyglisvert, að fólk skuli leyfa sér þá ósvífni að úthrópa hjúkrunarlið einnar veigamestu stofnunar landsins og þora ekki um leið að bera reifalaust ábyrgð orða sinna. Greinarhöfundur, sem undir- gekkst stóran holskurð, telur sig hafa ofkælzt eftir svæfingu, sak- ir ónógrar, eftir greininni að dæma, alls engrar aðhlynningar hjúkrunarliðsins. Segir greinar- höfundur, að aðalstúlkan á deild- inni (að líkindum yfirhjúkrunar- kona deildarinnar), hafi „glennt upp“ gluggann á herberginu og skilið dyrnar eftir opnar. Sjúkl- ingurinn hlaut því ofkælingu af völdum gegnumtrekks. Sannleiksgildi þessa dreg ég mjög í efa, þar eð yfirhjúkrunar- kona handlæknisdeildarinnar er sérstaklega gætin og umönnun- arsöm við sjúklinga sína, og það svo að af ber. Því síður mundi ég hafa eftir henni, að hún hefði of mikið að gera „til að tefja sig á að loka á eftir sér“!!! Þess ut- an telur greinarhöfundur, sem að öllum líkindum virðist vera kona, sig hafá verið berann upp á axlir, þegar hann vaknaði eft- ir svæfinguna! — Vissulega er þetta vítavert og óskaplegt, ef rétt er með farið. Mín kynni og undantekningar- laust allra þeirra, sem ég þekki til, eru hins vegar þau, að sjúkl- ingurinn þoli helzt ekki við fyrir hita eftir aðgerðina. Fyrst er hann færður í sokka, vafinn inn í þverlak, síðan teppi, eitt ef ekki fleiri, auk venjulegra rúm- fata, sem alls ekki eru aðfinn- anleg. Áður en sjúklingurinn kemur inn frá skurðstofunni, er öllum gluggum vandlega lokað, svo og hurðum. Á meðan sjúkl- ingurinn er ekki vaknaður af svasfingunni, situr einn nem- anna yfir honum, fylgist með líðan hans og mælir blóðþrýst- inginn með stuttu millibili. Meiri aðhlynningu er varla hægt að veita. Hins vegar getur ofkæling eða lungnabólga átt sér annan aðdraganda, en dragsúg og slæma umhirðu. — Infection í líkaman- um og hinn mikli næmleiki sjúkl ingsins fyrir utanaðkomandi á- hrifum á vafalaust sinn mikil- væga þátt í henni. Því, hvort ofkælingartilfelli séu tíð í sjúkrahúsum yfirleitt, skal látið ósvarað. Að minnsta kosti eru þau ekki tíðari (ef ekki fátíðari) hér á Landspítalanum en á öðrum sjúkrahúsum og að- hlynning síður en svo verri. —- Hjúkrunarliðið er i heild sinni með afbrigðum nærgætið og' varkárt, og á miklar þakkir skil- ið fyrir óeigingjarnt en vanda- samt starf. Grein sína endar „sjúklingur" með fádæma ruglkenndum og yfirborðslegum setningum, og ægir þar öllu saman. Þeir, sem. annars hafa einhverjar kvartanir fram að bera um starfrækslu. hjúkrunarliðsins, ættu a5 minnsta kosti að vera svo hyggn- ir að bera þau fyrst fram vitS forstöðukonu sjúkrahússins, og athuga, hvort hún geti ekkert um bætt. En smásálarlegur tii- tíningur í dagblöð bæjarins veríT- ur ávallt dæmdur og fyrirlitinm ekki sízt, þegar höfundar fara undan í flæmingi. Guðmundur Gislason. ★ Að gefnu tilefní skal þ>að tekiS? fram, að höfundur umræddrar greinar, er birtist í Mbl. á Þor- láksmessu, var ekki sjúklingur 1 Landsspítalanum. Ráðgasl um ‘ stjórnarmyiKlun RÓMABORG, 1. febr. — Einaudi forseti Ítalíu kvaddi foringja allra stjórnmálaflokka á sina íund í dag og leitar ráða þeirra um hvernig auðnast megi a<S mynda stjórn á Italíu, sem nýtur meirihluta á þingi. En Fanfani einn af foringjum kristilega flokksins, sem gerði tilraun til stjórnarmyndunar fékk van- traust s. 1. laugardag. EinaudL ræddi einnig við di Nicola, sena var forseti landsins á undan. honum. — Reuter. Rannsókn á hækkun kaffiverðs WASHINGTON, 1. febr,— Stjóm. aryfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að rannsókn skuli fara fram á ástæðunum fyrir því a3 kaffi hefur hækkað mjög mikifS í verði á siðustu árum. Leikur grunur á að verðlagið á hinujxw frjálsa markaði hafi orðið fyrir gerfieftirspurn og þannig sé kaffiverðinu haldið óeðlilega háu. Fyrir skömmu hækkaði verðið L einu pundi af kaffi í rúmlega 1 dollar. — NTB. Gefst ekki upp á fluginu. NAIROBI 1. febr. — Ernest Hemingway hefur nú fyTiiega náð sér eftir t-ö flugslys, ,-.cm hann lenti í í TJvanda i MiC- Afríku. Hann <coui í dag inn í flugskrifstofu 1 Entebbe og spurS ist fyrir um flugferðir til austur- strandarinnar. j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.