Morgunblaðið - 10.02.1954, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 10 febrúar 1954
< 4
Senfdisveinin
óskast nú þegar.
Upþl. að Laugavegi 37.
Sími 81777.
STIJI.KA
vön saumum, helzt nærfata-
saumi, óskast. — Upplýs-
ingar í síma 6190.
STÚLKA
1 eða eldri kona óskast til
heimilisstarfa hálfan eða
allan daginn. Sími 9638.
Bifreiðar til sölu
Austin 16, model ’47 og
jeppi (iandbúnaðar).
Stefán Jóhannsson,
Grettisgötu 46. Sími 2640.
Stúdent óskar eftir
HERBERGI
tii leigu. Fæði æskilegt, ef
um semst. Tilboð sendist
afgr. Mbl. fyrir ki. 6 á morg-
un, merkt: „Leiga — 435“.
Persíaner
PELS
til sölu. Stærð 46, lítið not-
aður. Uppl. í síma 2065.
OVERLOCK
Overloek-vél, ný" eða notuð,
óskast til kaups. — Tilboð
sendist afgr. Mbl. fyrir 14.
þ. m., merkt: „Overlock —
440“. ' -v
Búðardiskur
í vefnaðarvöruverzlun ósk-
ast til kaups strax. Uppl. í
síma 1939.
Ráðskona
Ungan bónda vantar ráðs-
konu, 20—30 ára, frá 1.
marz næstkomandi. Sendið
upplýsingar og helzt mynd
á afgr. Mbl., merkt: „Riðs-
kona — 438“, fyrir 18. febr.
TIL SÖLii
amerísk kápa, kvöldkjóll,
hálfsíður ballkjóll, meðal-
númer, og amerískir skór
nr. 38. Allt nýtt. Uppl. í
síma 3334.
Ung kona með 3 börn 1, 2 og
4 ára, óskar eftir
2ja herb. íbúð
I sem fyrst. — Fyrirfram-
greiðsla, ef óskað er. Tilboð,
merkt: ,>S.O.S. - 437“, send-
ist Mbl. fyrir 13. febrúar.
Nýkomið
Storesblúndur
(Beint á móti Austurb.bíói.)
BÍLSKIJR
óskast í 2—3 mánuði. Uppl.
í Hafliðabúð, Njálsgötu 1.
Sími 4771.
ísvél
3ja hólfá ísvél í I. fl. ásig-
komulagi til sölu. Uppl. í
síma 2329 kl. 7—8.
Vandaðar
ódýrar töskur, seðlaveski,
hanzkar.
TÍZKUSKEMMAN
Laugavegi 34.
Ódýri
Fallegir kaffidúkar, 7 litir.
Vírofin sjöl, svört og hvít.
TÍZKUSKEMMAN
Laugavegi 34.
Togarinn
„Höfðaborg44
ex Belgaum til sölu, í því
ástandi, sem hann er í, þar
sem hann liggur á Reykja-
víkurhöfn. Upplýsingar gef-
ur Sigurður Ólason, fjár-
málaráðuneytinu. Tilboðum
með tilgreindu verði og
greiðsluskilmálum, sé skilað
í fjármálaráðuneytið fyrir
17. þ. m.
SVEIT
Hjón óskast á sveitaheimili
nú þegar eða í vor. Þeir,
sem hug hafa á þessu, sendi
nöfn sín með upplýsingum
á afgreiðslu Mbl., merkt:
„Skammt frá Reykjavík —
439“, fyrir 20. þessa mán.
IMýkomið
Skákborð úr dúk,
verð kr. 15,00 og 42,00
Skákborð úr Iré og masonile
verð kr. 26,00—40,00
Skákmenn úr tré,
verð kr. 59,70—186,60
Ferðatöfl,
verð kr. 59,70 og 77,30
Kassar með 5 töflum,
verð kr. 59,70
Ávallt eitthvað nvtlS
Bókabúð NORÐItA
Hafnarstræti 4. Sími 4281.
I dag er 41. dagur ársins.
Árdegiflæði kl. 10,20.
Síðdegisflæði kl. 22,52.
Næturlæknir er í Læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki, sími 1330.
I.O.O.F. 7 = 135210814 = 9
E. I.
□-----------------------□
• Veðrið •
1 Reykjavík var hiti —2 stig
kl. 18,00, —3 stig á Akureyri, + 2
stig á Dalatanga. Hlýjast hér á
landi í gær kl. 15,00 var á Dala-
tanga, + 2 stig, og kaldast á
Nautabji, —10 stig. — 1 London
var hiti + 4 stig, — 1 stig í
Höfn og + 6 stig í París, i Osló
— 14 stig.
□-----------------------□
X D-listinn listi Kópavogs-
búa.
• Hjónaefni •
Síðastliðinn laugardag opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Sigur-
björg Pálsdóttir, Litlu-Heiði í
Mýrdal, og Einar Kjartansson,
Þórisholti í Mýrdal.
Systrabrúðkanp.
1 gær (9. febr.) voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Jóni Thor-
arensen Ólína Bergljót Karlsdótt-
ir og Finnur Hilmar Ingimundar-
son. Heimili ungu hjónanna er á
Stýrimannastíg 10. Þá voru og
gefin saman Sigrún Karlsdóttir
og Hannes Gunnarsson. Heimili
þeirra er á Lindargötu 62.
S. 1. föstudag voru gefin saman
í hjónaband ungfrú Halldóra Sally
Sigurðardóttir, Suðurlandsbraut
1, og Manuel Teinares hljóðfæra-
leikari, Keflavíkurflugvelli.
Sjálfstæðismenn.
Kópavog'i!
Þeir sem hafa happdrætt
iskort frá Sjálfstæðisfé-
laginu, eru beðnir að gera
skil svo fljótt sem auðið
er. —
• Afmæli •
60 ára varð 6. þ. m. Sigurberg-
ur Oddsson, fyrrum bóndi að
Eyru í Fáskrúðsfirði, nú til heim-
ilis að Úthlíð 4 í Reykjavík.
Listi Sjálfstæðismanna
í Kópavog'i er D-listinn.
• Alþingi •
Dagskrá sameinaðs Alþingis í
dag: 1. Fyrirspurnir (ein umr. um
hvora): a. Bifreiðakostnaður rík-
isins og opinberra stofnana. b) Á-
lagning á nauðsynjavörur. 2.
Strandferðir og flóabátar; frh.
fyrri umr. (atkvgr.). 3. Höfunda-
réttarsamningur við Bandaríkin;
ein umr. 4. Milliþinganefnd í heil-
biigðismálum; fyrri umr. 5. End-
urskoðun skólalöggjafar; fyrri
umr. 6. Efnahagskreppa; fyrri
umr. 7. Ný iðnfyrirtæki; fyrri
umr. 8. Bifreiðakostnaður ríkis-
stjórnarinnar; ein umr. 9. Hafn-
argerð í Vestmannaeyjum; fyrri
umr.
Sjálfstæðishúsið
hefur nú verið opnað á ný í
síðdegiskaffinu, kl. 3—5. Drekkið
kaffi í Sjálfstæðishúsinu og njótið
um leið góðrar hljómlistar.
Silfurbrúðkaup.
Silfurbrúðkaup áttu í gær (9.
febr.) frú María Stefanía SigUrð-
ardóttir og Karl Ásgeirsson mál-
arameitari, Stýrimannastíg 10.
Kópavogsbúar!
Kjósið D-listann og tryggið ykk-
nr frjálslynda umbótastjórn!
Franski sendikennarinn
við háskólann hér, frk. Delaheye,
flytur fyrirlestur í 1. kennslu-
stofu háskólans á morgun,
fimmtudaginn 11. febr. kl. 6,15
e. h. um málarann Henri de Tou-
louse-Lautrec. Öllum er heimill að-
gangur.
Frá höfninni:
Brezkt eftirlitsskip, Virago,' kom
til að taka hér olíu. — Fylkir fór
á veiðar og Geir kom af veiðum.
— Tröllafos kom frá Bandaríkj-
unum.
Þingeyingafélagið
í Reykjavík heldur árshátið
sína og Þorrablót í Sjálfstæðis-
húsinu n. k. sunnudag kl. 6,30 e. h.
Aðgöngumiðasalan hefst í dag í
Últíma, Laugavegi 20.
Leiðrétting.
1 frásögn af ráðningu færeyskra
sjómanna á íslenzk skip hér í blað-
inu í gær var sú missögn, að Lúð-
vík Jósefsson hefði haft forgöngu
um ráðningu þeirra á fiskibáta í
Neskaustað. Samkvæmt upplýsing-
um, sem Mbl. fékk í gær, voru það
útgerðarmenn í kaupstaðnum, sem
forgöngu höfðu um þessar ráðn-
ingar færeyskra sjómanna á skip
sín vegna skorts á íslenzkum sjó-
mönnum á skipin.
Sænska farmskipið Hanön,
sem strandaði um jólin í Engey
og bjargað var aftur á flot, er nú
komið hér inn á Reykjavíkurhöfn.
Skipið, sem enn er lekt og haldið
er á floti .með öflugum dælum,
verður þéttað og síðan dregið út
til Svíþjóðar. Ekki er þó vitað,
hvenær það muni verða. Skipið
liggur við Ægisgarð.
Hvöt, Sjálfstæðiskvenna-
félagið,
heldur fund í S.jálfstæðishúsimS
í kvöld kl. 8,30 til þess að fagna
sigri flokksins í bæjarstjórnar-
kosningunum. — Frú Auður Auð-
uns flytur ávarp. — Þá verður
leikþáttur. — Spilað verður á
spil. — Kafidrykkja og dans. —-
Allar Sjálfstæðiskonur eru veL
komnar á fundinn. — Ókeypis að-
gangur.
• Flugferðir •
Flugfélag íslands b.f.:
Innanlandsflug: 1 dag er ráð-
gert að fljúga til Akureyrár,
Hólmavíkur, Isafjarðar, Sands og
Vestmannaeyja. Á morgun eru á-
ætlaðar flugferðir til Akureyrar,
Egilstaða, Kópaskers og Vest-
mannaeyja.
Millilandaflug: Gullfaxi er
væntanlegur til Reykjavíkur frá
Prestvík og Kaupmannahöfn kl.
19,15 í kvöld.
w |
Fyrsta samkoman,
sem æskulýðsíeiðtogi Hjálpræð-
ishersins í Noregi hcldur hér í
Reykjavík, verður í kvöld kl. 8,30
í samkomusal hersins, Kirkju-
stræti 2.
f síðustu skilagrein
til Strandarkirkju
féll eftirfarandi nlður: Sigrún
100 krónur. G.B. 40. N.N. 50.
Leiðrétting.
1 frétt um að bæjarstjórnarkosn-
ingarnar á Akureyri hefðu verið
kærðar, var einu orði ofaukið í
kaflanum, sem birtur var úr
kærubréfinu: „Við svona mikla ó-
nákvæmni verður ekki unað, þó
ekki geti orðið um neina breytingu
á fulltrúatölu flokkanna að ræða.“
— Orðið neina á að falla niður.
á
Fólkið á Heiði.
Afhent Morgunblaðinu: Spila-
kvöld 22 krónur. Á. D. 30 kr.
Sólheimad rengurinn.
Afhent Morgunblaðinu: B. 50
krónur.
• Ú t v a r p •
18,00 íslenzkukennsla; I. fl. 18,30
Þýzkukennsla; II. fj. 18,55 Tóm-
stundaþóttur barna og unglinga
(Jón Pálson). . 19,15 Þingfréttir.
Tónleikar. 20,20 Upplestur: Frá
Eiríki á Þurstöðum (Páll Líndal
lögfræðingur). 20,45 Islenzk tón-
list: Lög eftir Árna Thorsteinson
(plötur). 21,10 Islenzkt mál (Bj.
Vilhjálmson ccand. mag.). 21,25
Tónleikar (plötur): Cellósónata í
a-moll eftir Schubert (Emanuel
Feuermann og * George Moore
leika). 21,45 Erindi: Um húsbygg-
ingar og félagslíf í sveitum (Anna
Bjarnadóttir húsfreyja á Botna-
stöðum í Svartárdal). 22,10 Út-
varpsagan: „Salka Valka“ eftir
Halldór Kiljan Laxness; IV. (Höf-
undur les). 22,35 Dans- og dægur-
lög: Tommy Dorsey og hljómsveit
hans leika (plötur). 23,00 Dag-
skrárlok.
ZURICH — Einkaritari Chaplins
hefur látið orð falla í þá átt, að
Chaplin muni gera aðra mynd í
Englandi að vori. Er hún var
spurð um efni hennar, kvaðst
hún ekkert geta um það sagt að
svo stöddu. Chaplin einn vissi
um það.
Fjölskylda, sem dvalist hefur erlendis
y vcantar íbúð
3—4 herbergi frá næstu mánaðamótum. — Fyrirfram-
greiðsla eftir samkomulagi. Tilboð sendist blaðinu fyrir
laugardag merkt: ,,H. S. —424“.
Sölumaður
Þekkt heildverzlun óskar eftir að ráða sölumann. Laun
eftir samkomulagi. Tilboð merkt: Framtíð —423, með
uppl. um fyrri störf, sendist afgr. Morgbl. fyrir laugardag.
• Brúðkaup •