Morgunblaðið - 10.02.1954, Side 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 10. febrúar 1954
uublú
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavflt
Framkv.stj.: Sigfús Jónason.
Ritstjórl: Valtýr Stefánsaon (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, simi 3049.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinaeon.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiOala:
Austurstræti 8. — Sími 1600
Askriítaxgjald kr. 20.00 i mánuði lnnanlands
I lausasölu 1 krónu eintakiO
ÚR DAGLEGA LlFINU
Dúían í dagsljósinu —
— njósnir að næturþeli
í ALLRI Vestur-Evrópu er einn
aðgreindur hópur manna, sem
berst gegn öllum hervarnarráð-
stöfunum lýðræðisþjóðanna. Þar
er sama hvort um er að ræða At-
lantshafsbandalag, Evrópuher,
eða auknar hervarnir einstakra
landa. I
Hvar sem þeir geta komið
máli sínu á framfæri berjast
kommúnistar eins og trylltir
gegn þessum hervarnarráðstöf-
unum sem yfirgnæfandi meiri-
hluti lýðræðisþjóðanna sér að
eru nauðsynlegar og óhjákvæmi-
legar vegna stöðugrar hervalds-
ógnunar Rússa.
Það er athyglisvert að
kynna sér, hvernig kommún-
istar rökstyðja þessa and-
spyrnu sína við hervarnir
vestrænna þjóða. Allt stafar
þetta, að þeirra eigin sögn, af
góðmennsku, allt að því
kristilegum kærleika og þrá
eftir frið. Þegar stofnun At-
lantshafsbandalagsins var til
umræðu, hófu kommúnistar
upp mikil hróp. Þeir héidu
friðarráðstefnu í Stokkhólmi
og út um allan heim gekk
friðardúfuherferð þeirra. Á
hverju ári síðan hafa þeir
haldið friðarráðstefnur, þar
sem aðalumræðuefnið hefur
verið harðvítugar árásir á
varnarsamtök vestrænu þjóð-
anna. j
Hér á landi stofnuðu kommún-
istar félagsskap, sem þeir nefndu
„friðarsamtök kvenna“, sem tók
sér það verkefni helzt fyrir
hendur að gefa út Kóreu-skýrsl-
una, sem hefur hlotið þann sess
í íslenzkum bókmenntum, að
vera ógeðslegasta plagg, sem út
hefur komið.
Meðan kommúnistar halda
uppi þessari harðvítugu „friðar“-
baráttu gegn hervarnarsamtökum
lýðræðisþjóðanna er það athygl-
isvert að í mörgum sömu lýð-
ræðisríkjunum hefur komizt upp
um aðra starfsemi þeirra, sem
þeir láta að vísu ekki bera eins
mikið á.
Fyrir um það bil tveimur ár-
iim varð uppvíst um stórfelldar
njósnir kommúnista í Svíþjóð.
Varð ljóst að kommúnistinn
Niels Enbom og stór klíka ann-
arra kommúnista höfðu haldið
uppi skipulögðum njósnum í
þágu Rússa.
Um miðjan nóvember s. 1.
komst af tilviljun upp um
njósnahring kommúnista í Norð-
ur-Noregi. Kommúnistarnir gerðu
sér mjög tíðförult yfir landamær-
in til Murmansk og afhéntu leyni
þjónustumönnum Rússa upp-
drætti, ljósmyndir og ítarlegar
skýrslur um varnarvirki Norð-
manna.
Ný njósnamál eru enn á döf-
inni í Noregi. Hefur nú verið
Ijóstrað upp um stærsta og
hættulegasta njósnahringinn,
sem starfaði í Ósló og nágrenni
höfuðborgarinnar. Hafa 13 manns
þegar verið handteknir en miklu
fleiri munu vera riðnir við
málið.
Hér hefur verið minnzt á
stærstu njósnamálin á Norður-
lörtdum að undanförnu. Auk
þeijrra mætti telja nokkur smærri
en af öllu þessu er ljóst, að Rúss-
ar ^tanda á bak við víðtækar
hernaðarnjósnir á Norðurlönd-
urn.
Halda menn nú að það sé
nokkur tilviljun að það eru
einmitt sömu hópar kommún-
ista, sem halda uppi íriðar-
dúfutali í dagsljósinu, en læð-
ast að næturlagi kringum
varnarvirki föðurlands síns og
eru reiðubúnir að gerast föð-
urlandssvikarar hvenær sem
kallið kemur?
í heimsstyrjöldinni síðustu
voru vinnubrögð hjá fylgismönn-
um annarrar ofbeldisstefnu ákaf-
lega áþekk þessu. Allar aðgerð-
ir nazistanna miðuðu að því að
veikja varnaraðstöðu lýðræðis-
þjóðanna. Fyrst var haldið uppi
látlausum áróðri fyrir afvopnun
og vitnað til kristilegra lögmála
um að aldrei skyldi draga sverð
úr slíðrum. Síðar þegar stormur-
inn skall yfir kom hinn sanni til-
gangur fram, þegar nazistarnir
opnuðu hliðin innan frá að næt-
urlagi fyrir árásarliðinu.
Njósnamálin á Norðurlönd-
um bregða alveg nýju ljósi
yfir starfsemi kommúnista-
flokkanna. Þau varpa sterkri
grunsemd yfir þá, þannig að
hver borgari hlýtur að krefj-
ast svars um það, hvort komm-
únistar séu á sama hátt og
nazistarnir reiðubúnir að
gegna hlutverki svikaranna.
Þau bregða einnig ljósi yfir
friðardúfna áróður þeirra,
því að hann er sömu ættar,
ætlaður til þess eins að veikja
hervarnir lýðræðisþjóðanna
gegn hinni rússnesku her-
veldisógn, en á ekkert skylt
við mannkærleika.
★★ *VLLT frá því að ábóti
einn, islamtrúar, fyrst reyndi
undramátt kaffisins hefur á-
hrifum þess og undramætti
verið lýst í sögum, sögnum og
kvæðum. Það hefur borið
mörg nöfn, allt frá arabíska
nafninu „kawah“ (þ.e. það
sem örvar) til „vín Islams“.
Kaffi er eftirlæti þjórdrykkju
manna — manna, sem stöðugt
vilja vera í vímu. Það er
drykkur náttúrunnar og á sér
marglita sögu.
O-----□-----O
★★ ÞAÐ var ábótinn í Sjehod-
et-klaustrinu í Yemen, sem af
forvitni sauð súpu úr hinum
JCf'fi
uppntvii ocý óacja
beisku ávöxtum kaffijurtarinnar
— og hann komst í gott skap,
einkennilega vímu og glaðvakn-
aði. Munkarnir í klaustrinu tóku
upp kaffidrykkju og kölluðu
drykkinn „kawah“. Ábótinn
hafði heyrt sagnir um það hjá
geitahirðunum, að geiturnar ætl-
uðu vitlausar að verða þegar þær
Farnir í fýlu
31. JANÚAR fóru fram bæjar-
og sveitarstjórnarkosningar víða
um land. Það var dagur hinna
almennu kjósenda, þegar þcir
kveða upp dóm yfir störfum bæj-
arfulltrúa sinna. Og þau urðu úr-
slitin almennt un? land allt, að
kjósendur lýstu ranþóknun sinni
á bæjarmálapó’.xtik kommúnista
og krata. — Fylgistap þessara
flokka var r.okkuð jafnt um allt
land. Að morgni sáu broddar
þessara flokka hvert stefndi. Og
að sjálfsögðu var gert ráð fyrir
því að þeir sættu sig við dóm
kjósendanna.
En, nei, annað hefur nú komið
í ljós.
Það er oft sagt um óþægðar-
krakka, þegar þeim gengur illa í
leik, að þeir fari í fýlu, setji á
sig skeifu og fari heim.
Alveg eins ferst þeim "tjórn-
málaflokkum nú, sem biðu ósig-
ur. Þessu höfðu þeir ekki reikn-
að með.
Hér i Reykjavík greiddu yfir
30,000 manns atkvæði og þús-
undir manna í kaupstöðum út
um land. Er það eðlilegt að í svo
miklum aragrúa atkvæða verði
eitt eða tvö mistök. Við talningu
atkvæða voru fulltrúar þessara
rauðu flokka viðstaddir og sáu
þessi örfáu mistök, sem urðu eins
og venjulega. Þá hreyfðu þeir
ekki mótmælum. Mótmælin koma
hvergi fyrr en eftir ó, þegar þeir
sjá að þeim hefur gengið illa.
Alveg eins og óþægu krakkarnir
fara þeir í fýlu.
Þetta verður vonandi ekki í
síðasta sinn sem íslenzkir kjós-
endur láta þessa fugla fara í fýlu.
íslenzk alþýða mun héðan í frá
sem hingað til sýna þeim að hér
á landi gildir ekki hin rússneska
regla um „viss“ 99% atkvæða.
ULÁ andi ólrij-ar:
Kaffisala kvenstúdenta.
ÞAÐ var margt um mannxnn
um kaffileytið í Sjálfstæðis-
húsinu s.l. sunnudag, enda er þar
ekki á hverjum degi annað eins
um að vera. Félag kvenstúdenta
hafði efnt þar til almennrar kaffi
sölu til ágóða fyrir eitt stefnu-
mál sitt, sem tekin hafði verið
ákvörðun um á fundi þess s.l.
haust, að stofnaður skyldi sjóð-
ur til styrktar erlendum mennta-
konum til að stunda nám í nor-
rænum fræðum hér á íslandi,
einni í senn. Þetta er ágæt hug-
mynd, sem óskandi væri, að kom-
ast megi í framkvæmd sem fyrst,
og bera ríkulegan ávöxt í fram-
tíðinni. Einmitt slík menningar-
mál eiga að vera verkefni og
markmið þessa félagsskapar. Er
ekki að efa, að hinn fjölmenni
hópur kvenstúdenta muni geta
fengið miklu áorkað ef einhugur
og röggsamleg forysta er fyrir
hendi.
Láu ekki á liði sínu.
OG það var auðséð, að þeir —
það er að segja þær! — höfðu
ekki legið á liði sínu á sunnu-
daginn og jafn auðséð var það
og auðfundið að latínulærdómur
og æðri menntun kvenna sem
samnefnari við brennda grauta
og klesstar kökur eiga sér enga
stoð í veruleikanum. Allt sem
þarna var borið fram, höfðu stúd
entarnir búið til sjálfir, hver
þeirra lagði fram sína heima-
bökuðu köku eða tertu, hverja
annarri girnilegri og gómsætari
og hver gestanna fékk eins og
hann vildi of öllum kræsingun-
um fyrir 12 krónurnar, sem sett
var upp fyrir kaffið. — Ég held,
að engum hafi fundizt það of
hátt gjald. Eldri og yngri „stúd-
ínur“ lögðu þarna hönd á plóg-
inn, við undirbúning og fram-
reiðslu veitinganna, þær yngstu
gengu um beina, hvikar og léttar
upp á fótinn.
Var kaffisalan í eitt og allt
með mesta myndarskap og kven-
stúdentunum til sóma.
M'
Til athugunar fyrir
verðlaunaskeggja.
OSASKEGGUR hefir orðið:
„Velvakandi sæll!
Ég las fyrir nokkrum dögum
í einu víðlesnu heimsblaði —
þetta blað er hið vandaðasta í
öllum sínum skrifum — nokkuð
sem ég vildi gjarnan, að komið
gæti fyrir augu þátttakenda í
skegg-keppni þeirri, sem stofnað
var til hér um jólaleytið. Ég
hygg nefnilega, að hér sé um að
ræða merkilegt athugunarefni
fyrir þá og íslenzka verðlauna
skeggja í i'ramtíðinni.
En svo að ég komi mér nú að
efninu: Blaðið greinir frá því að
hans háVirðulegheit, sendiherra
Pakistans í París hafi fyrir
skömmu mætt í embættislegu
samkvæmi með skegg sitt, sem
kvað vera mikið og fagurt, al-
skreytt demöntum og öðrum eðal
steinum. Þeim var komið fyrir í
þar til gerðu neti, sem fest var
haglega í skegg hans.
Skeggskreytingin
eigi sinn þátt.
EKKI verður ráðið af fréttinni,
hvort sérlegir sendimenn
annarra ríkja í París hafi þegar
farið að dæmi kollega síns frá
Pakistan, en mér, fyrir mitt leyti,
datt í hug, hvort ekki færi vel á,
að íslenzku verðlaunaskeggjarnir
tækju upp einhvern svipaðan sið,
úr því að þeir eru að reyna að
hressa eitthvað upp á skegghirð-
ingu og skeggtízku okkar hér
norður frá. Væri þá vel til at-
hugunar, að verðlaunin verði
veitt með hliðsjón af glæsileg-
ustu skeggskreytingunni, jafn-
framt fegurð og rækt skeggsins
sjálfs. Eða hvað finnst öðrum? —
Mosaskeggur".
Skessan í Víkur-
skarðsmúla.
AMILLI Svalbarðsstrandar við
Eyjafjörð og Fnjóskadal er
skarð, sem nefnt er Víkurskarð,
og er bæði stutt leið og góð um
það milli sveitanna. Austan til í
skarðinu norðanverðu er múli
allmikill, en vestan til í múlan-
um eru eins og dyr inn í bergið,
og sjást þær glöggt, þegar um
veginn er farið. Fyrir innan dyr
þessar á að vera hellir, og hefst
þar við skessa ein. Það eru munn
mæli í Fnjóskadal, að ef einhver
opnar dyrnar, þá eigi allar kirkj-
urnar í Fnjóskadal að standa í
ljósum loga, en kirkjurnar eru
þrjár: Aðalkirkja að Hálsi, en
útkirkjur að Illugastöðum og
Draflastöðum.
_____
Þegar ástin fær
sjónina, sér
hún að jafnaði
of vel.
átu dökkbrúna ávexti ákveðinn-
ar jurtar. Það voru þessar geitur
sem með athæfi sínu urðu þess
valdandi að mannkynið tók upp
kaffidrykkju.
O-----□----O
★ ★ FYRIR hina heittrúuðu
muhamedstrúarmenn, sem urðu
að afneita vínanda, var kaffið
„guðaveigar", sem gerði þeim
kleift að komast í vímu — en
vera þó ódrukknir. Og kaffið
ruddi sér til rúms. Kaffihús risu
upp í Austurlöndum eins og
gorkúiur á haug. Sum þeirra
hlutu nafnið „skóli vizkunnar“,
því oft þótti mönnum segjast vit-
urlega, er þeir sátu í vímu yfir
svörtu og beizku kaffinu.
O-----□----O
★★ POLACKEN KOLSJITZKY
hét maðurinn, sem kom kaffinu á
borð Vesturlandabúa. Þegar Tyrk
ir herjuðu á Vínarborg hertóku
A usturríkismenn nokkra sekki,
sem voru fullir af fíngerðu dufti.
Þeir tóku einnig h’öndum mann
að nafni Kolsjitsky og hann
ijóstraði upp um það til hvers
duftið væri notað. Hann setti og
á fót fyrsta kaffihúsið í Vín, en
fékk Vínarbúa ekki til kaffi-
drykkju fyrr en hann setti mjólk
og hunang í hinn beizka di’ykk.
O-----□----O
★★ Heimurinn tók sín viðbrögð,
menn vildu fá sitt kaffi og engar
refjar. Smyglarar mökuðu krók-
inn — en síðar varð kaffið stór
liður í heimsverzlUninni og Suð-
ur-Ameríka tók við af Austur-
löndum sem kaffiforðabúr heims-
ins. Þetta svarta duft er nú gull
Suður-Ameríku.
Coffeinið, eitur kaffisins, eyk-
ur mjög hjartastarfsemina. Hinir
sönnu kaffidrykkj umenn þekkja
og hver áhrif það hefur á hug-
myndaflugið og talandann — og
þreytan hverfur.
O-----□----O
★★ FYRIR allan fjölda manna
er kaffið „guðaveigar“, drykkur,
sem veitir fjöldanum gleði og
ánægju undir ýmsum kringum-
stæðum. Enginn rannsókn hefur
leitt það afgerandi í ljós að kaff-
ið sé verulega óhollt. Sumir vís-
indamenn segja að vísu að það
sljóvgi kynhvöt manna — aðrir
bera á móti því. Að minnsta kosti
er ósönnuð sagan um Mohamet
Kos-Win Persakonung, sem var
sagður hafa drukkið svo mikið
kaffi, að hann missti alla löngun
til kvenna.
Kaffið er í dag sá drykkur sem
flestir sækja til uppörfun og
styrk. — f landi hins kalda og
langa vetrar hefur það mikil-
vægu hlutverki að gegna.
Bikarglíma Ái«
maims er í kvöld
í SAMBANDI við 65 ára aimælis
hátíðahöld Glímufélagsins Ár-
manns fer fram Bikarglíma Ár-
manns í íþrcttahúsi Jóns Þor-
steinssonar í kvöld kl. 8,30.
Glímumót þetta er innanfélags-
mót og dregur nafn sitt af veg-
legum bikar, sem þeir bræðurn-
ir, Kristinn og Bjarni Péturs-
synir, gáfu. Á þessu glímumóti
er dæmt samkvæmt hæfni glímu-
manna, þ. e. hver glíma stendur
í 2. mín. og er ekki hætt, þó að
bylta verði, en hver glímumað-
ur fær að lokinni hverri lotu
stig, sem reiknast út samkv. þvi,
hve margskonar brögð hann tek-
ur, hve oft hann veldur andstæð-
ingi byltu og ennfremur eru
varnir taldar, en kraftur, lipurð
og framkoma metið til stiga.
Ætlunin er að bjóða skóla-
drengjum til mótsins, 10—16 ára,
til þess að kynna þeim glimu.
Verða þeim afhentir aðgöngu-
miðar við innganginn. j