Morgunblaðið - 10.02.1954, Page 11
Miðvikudagur 10. febrúar 1954
MORGUNBLAÐIÐ
11
ÆSKULÝÐSSÍÐA
Grein Gunnars G. Schram
Framh. af bls. 9.
Geir Jónasson, flutti aðra fram-
söguræðu.
Fyrir bæjarstjórnarkosning-
arnar 1934 var starfað mjög ötul-
lega og bættust þá margir nýir
félagar í hópinn. Þá varð for-
jnaður Alfreð Jónsson tollvörður,
er stjórnaði félaginu með hinni
mestu prýði þar til hann féll frá.
,Við tók bá Jónas Jensson símrit-
ari frá Seyðisfirði ög stóð félags-
lífið með miklum blóma næstu
árin. Tíu ára afmælisins er
minnst á veglegan hátt í íslend-
ingi og þar raktir höfuðáfangarn-
ir í starfssögu fyrsta áratugsins.
„í DAG ER MARKINU NÁГ
Á styrjaldarárunum var starf-
semi félagsins fremur lítil af
eðlilegum ástæðum, en félagið
var endurvakið 1945. Hinn 18.
jan. 1946 var haldinn fjölmenn-
ur fundur í félaginu og var þá
endurkjörinn formaður Indriði
G. Þorsteinsson. Hófst þá félags-
starfið með miklu fjöri og hefur
ekkert lát orðið á starfseminni
síðan, en hún jafnan farið vax-
andi.
í ávarpi, sem gefið var út fyr-
ir fund þennan segir svo:
„Ungir Sjálfstæðismenn og
konur á Akureyrl!
Nú, er við höfum öðlazt sjálf-
stæði okkar, verðum við eftir
megni að varðveita það, sem
okkur hefur verið gefið. Fylkj-
um okkur því saman strax í dag
og tökum til starfa. Okkur hefir
verið veitt í vöggugjöf sú þraut-
seigja og sá dugnaður, að á einni
öld höfum við hrifið okkur upp
úr hungri og vesaldómi, upp í
það að verða frjáls og fullvalda
þjóð.
Þeir sem mestan og beztan
þátt eiga í þessari haráttu hafa
verið frelsisunnandi feður vorir,
sem hafa virt og elskað frelsið.
Þeir hafa ekki Iátið bugast af
alls konar erfiðleikum, sem að
þeim hafa steðjað, og í dag er
markinu náð, í dag erum við
frjáls þjóð á framfarabraut “
Þessum þróttmiklu hvatningar
orðum lýkur síðan á áskorun-
til allra æskumanna á Akureyri
að styðja og efla stefnu sjálfstæð-
is, frelsis og framfara og auka
hróður og velferð íslands.
Árið 1947 var Magnús Jónsson
kjörinn formaður félagsins. Það
ár bættust 112 nýir félagsmenn
í hópinn og sýnir sú staðreynd
ein glögglega, hve öflugt félagið
var þá þegar orðið og hve vöxt-
ur þess var ör.
Sú nýbreytni var tekin upp á
árinu að halda kvöldvökur fyrir
félagsmenn og gesti þeirra og
urðu þær skjótt mjög vinsæll
þáttur í félagslífinu. Þennan vet-
tir gekkst félagið og fyrir mælsku
námskeiði, sem var mjög vel
sótt, einkum úr framhaldsskól-
um bæjarins, en margir ötulustu
félagsmenn „Varðar“ hafa jafn-
an verið nemendur í hinum
fnörgu skólum, sem hér hafa að-
setur sitt.
FJÓRÐUNGSSAMBAND
UNGRA SJÁI.FSTÆÐIS-
MANNA Á NORÐUR-
LANDI STOFNAÐ
Vorið 1947 var Sambandsþing
ungra Sjálfstæðismanna haldið á
Akureyri og hafði „Vörður“ veg
og vanda að undirbúningi þess.
Þing þetta var hið lángfjölmenn-
asta, sem ungir Sjálfstæðismenn
höfðu nokkru sinni haldið og
varð árangur þingstarfa hinn
bezti. Um þessar mundir var og
etofnað Fjórðungssamband ungra
Sjálfstæðismanna á Norðurlandi
óg formaður þess kjörinn Jónas
G'. Rafnar alþingismaður. Hefir
það með starfi sínu orðið mikil
lyftistöng fyrir starfsemi félag-
anna á Norðurlandi, en „Vörður“
var frá upphafi ein ai meginstoð-
um þessa sambands.
Um haustið gekkst félagið fyrir
öðr.u stjórnmála- og mælskunám-
skeiði og sóttu það ekki einungis
ungir menn héðan úr bænum
heldur einnig gestir frá allmörg-
um nágrannafélögunum.
Árið 1949 var Eggert Jónsson
ritstjóri kjörinn formaður. Höf-
uðþáttur félagsstarfseminnar það
ár var fólginn í undirbúningi al-
þingiskosninganna, en Jónas G.
Rafnar var þá í fyrsta sinn í
kjöri. Hafði hann ásamt Magnúsi
Jónssyni átt drýgstan þátt í hinni
miklu eflingu „Varðar“. Hinn
glæsilegi kosningasigur, sem
Sjálfstæðismenn unnu þá, var
ekki hvað sízt að þakka ötulu
starfi og áhuga Varðarfélaga, sem
unnu mikið undirbúningsstarf
fyrir kosningar þessar.
Félagið hélt almennan æsku-
lýðsfund og útbreiðslufund, marg
ar kvöldvökur og fundi, sem jafn-
an voru fjölsóttir, enda bættust
tugir nýrra félaga í hópinn í
hvert sinn. Þá hafði einnig verið
tekinn upp nýr, vinsæll þáttur
í félagsstarfseminni, spilakvöldin,
sem jafnan hafa tíðkazt síðan.
★
Árið 1950 var Gunnar G.
Schram kjörinn formaður. Á að-
alfundinum bættist hálft hundr-
að nýrra félaga í hópinn og tvö-
faldaðist sú tala skömmu seinna,
enda hafði félagsstarfsemin verið
með afbrigðum mikil árin áður.
Við bæjarstjórnarkosningarn-
ar, sem fram fóru í byrjun ársins
lögðu Varðarfélagar fram mikið
starf og bætti flokkurinn við sig
einum fulltrúa í bæjarstjórn. Þá
gekkst félagið fyrir stjórnmála-
námskeiði undir forustu Gunnars
Helgasonar og Friðriks Sigur-
björnssonar og almennum út-
breiðslufundi, þar sem fjölmargir
ræðumenn komu fram, auk ai-
mennra félagsfunda, kvöldvaka
og spilakvölda.
Tómas Tómasson ritstióri
gegndi formannsstörfum 1951 og
var félagsstarfsemin með svipuð-
um hætti og verið hafði. Síðast
á árinu tók Vignir Guðmundsson
við formannsstörfum og hefur
hann gegnt þeim síðan.
Sumarið 1951 var Sambands-
þing ungra Sjálfstæðismanna
haldið á Akureyri og sá „Vörður“
að mestu um þinghaldið, en full-
trúar sóttu þingið frá flestum fé-
lögum ungra Sjálfstæðismanna á
landinu.
Síðustu árin hefur „Vörður“
haldið áfram að eflast og þrosk-
ast og stendur nú traustari fót-
um en nokkru sinni fyrr. Félags-
starfsemin hefur verið með svip-
uðu sniði sem fyrr. í janúar 1953
var haldið stjórnmála- og mælsku
námskeið á vegum félagsins og
sóttu það um 30 þátttakendur.
Leiðbeinendur voru þeir Magnús
Óskarsson og Gunnar G. Schram.
Félagið hefur lagt fram sinn
skerf til undirbúnings þeirra
kosninga, sem fram hafa farið,
sent fulltrúa á þing og fulltrúa-
ráðsfundi ungra Sjálfstæðis-
manna, staðið fyrir útgáfu á síðu
í fslendingi, þar sem Varðarfé-
lagar ræða áhugamál sín, farið
í lengri og skemmri ferðir, og
auk þess haldið fjölda félags-
funda, kvöldvökur og aðrar sam-
komur.
zAldrei frá stofnun sinni hefur
félagið talið stærri hluta akur-
eyrskrar æsku innan vébanda
sinni en í dag. Aldrei hefur fé-
lagið heldur átt á að skipa jafn
ötulli og dugmikilli sveit ungra
áhugasamra Sjálfstæðismanna
sem nú.
Það er þvi fullvíst, að félagið
mun ekki láta sitt eftir liggja í
fjölþættum og gifturíkum störf-
um á komandi árum, leggja
hverju góðu máli lið og láta anda
framfara og umbóta ráða störf-
um sínum og stefnu í hvívetna.
Það er von mín, að þegar
„Vörður“ á hálfa öld að baki sér
muni sú spá hafa ræzt, og félagið
hafa markað sér enn dýpri spor
í félagsmálasögu Sjálfstæðis-
flokksins og Akureyrar.
Grein Vipis Guðmundssonar
Framh. af bls. 8
Margur ungur maðurinn hefir
þar í fyrsta sinn stigið í ræðu-
stól og hlotið undirstöðu þá, er
síðar hefir fært hann að því
marki að verða snjall ræðumað-
ur. Undirstaða þess að fá hugðar-
málum sínum framgengt er að
geta flutt þau áheyrilega. Engir
hafa gert sér þetta jafn ljóst og
Sjálfstæðismenn. Enda gefur það
auga leið. þar sem þeir flytja ekki
mál sitt eftir gefnum forskrift-
um. Þeir verða á hverjum tíma
að marka stefnu mála sinna á
grundvelli frelsishugsjónar sinn-
ar. Aðra forskrift hafa þeir ekki.
Enn er ógetið eins þáttar í
starfsemi þessa félagsskapar. En
það eru afskipti hans af stofnun
félaga ungra Sjálfstæðismanna
hér víðs vegar á Norðurlandi og
forustuhlutverks þess, er hann
hefir gegnt innan fjórðungssam-
bands ungra Sjálfstæðismanna á
Norðurlandi. í þeim efnum ber
fyrst og fremst að þakka þeim
alþingismönnunum Jónasi G.
Rafnar fráfarandi formanni S. U.
N. og Magnúsi Jónssyni formanni
S. U. S. Báðir hafa þeir unnið
frábært starf í þágu þessara sam-
taka og ávallt mun þeirra verða
minnst í sögu félagsins sem ein- j
hverra hinna ötulustu og farsæl-
ustu forustumanna þess.
Við minnumst nú tuttugu og
fimm ára starfs þessa fjölmenn-
asta stjórnmálafélags utan
Reykjavíkur. Þessar linur hafa |
ekki verið nein heildarmynd af
sögu félagsins, heldur aðeins fá- :
ar svipmyndir úr glæsilegri bar-
áttusögu þess. Við minnumst
þess, að í tuttugu og fimm ár hef-
ir unga fólkið á Akureyri staðið
vörð við dýrmætustu verðmæti
þjóðmálabaráttu okkar íslend-
inga, sjálfstæðisstefnuna. Stöð-
ugt fjölgar þeim mönnum, er
bera vilja stefnu þessa fram til
sigurs. Það er ekki hvað minnst
að þakka þeim mörgu ungu
körlum og konum, sem lagt hafa
stefnunni lið. í þeirri trú og með
þá einu afmælisósk „Verði“ til
hanða, höldum við sigurglaðir
áfram baráttu okkar, að nú, sem
jafnan áður, megum við enn
vinna stefnunni ný lönd í hug-
um þjóðarinnar, og að svo megi
fara, að á grundvelli hennar einn
Laust starf
Ákveðið hefur verið að ráða húsameistara (arkitekt)
að skipulagsdeild skrifstofunnar hér. Umsóknum sé skil-
að til skrifstofunnar í Ingólfsstræti 5 fyrir 20. þ. m.
Bæjarverkfræðingurinn í Reykjavík
Morgunblaðið með morguDkaííinu — l
NÝJA BÍÓ: hinna póliíísku fiokka. Taka
SÉRA CAMILLO OG
KOMMÚNISTINN
Nýja bíó sýnir nú bráðskemmti
lega franska mynd: Séra Camillo
og kommúnistinn, sem byggð er
á skáldsögunni Heimur í hnot-
skurn, sem kom út hér í ísl. þýð-
ingu árið 1952, og er eftir ítalska
rithöfundinn Giovanni Guareschi.
Er myndin gerð eftir handriti
Julien Duvivier’s og René Barja-
vel og hefur Duvivier einnig haft
á hendi leikstjórnina.
Aðalhlutverkið í myndinni,
séra Camillo, leikur hinn heims-
allir þcrpsbúar meiri og minni
þátt í þessum deilum og skifta
þær mönnum í tvo fjandsamlega
flokka, jafnvel á knattspyrnu-
vellinum. En foringjarnir, —■
presturinn og borgarstjórinn gera
oftast upp reikningana með bnrf-
unum og hrósa þá sigri á víxl.
Margt fleira skemmtilegt ber
þarna á góma, svo sem eintal
prestsins við Kristslíkneskið sem
segir honum óspart til syndanna.
Fernandel er frábær snillingur
og svipbrigði hans og hreyfingr.r
eru svo óumræðilega skringilcg-
frægi og bráðsnjalli franski leik- i ar að það er dauður maður sem
ari Farnandel en annað veiga- ekki hlær að honum. — Myndin
mesta hlutverkið, Peppone, borg- ' í heild er prýðilega vel gerð cg
arstjóra, — kommúnistann, leik- . full af skemmtilegum atvikum
ur Gino Cervi, sem einnig er af- j og góðlátlegri kímni. Og auðvitað
burðaleikari. Efni myndarinnar hefur Fransmaðurinn kryddaA
verður hér ekki rakið, en hún hana sorgum og gleði ungra cg
lýsir á fyndinn og skemmtilegan geðþekkra elskenda.
hátt lífinu í smáþorpi í Ítalíu og j Það er gaman og hressandi að
togstreytunni í bæjarmálum milli' sjá þessa mynd. Ego.
GAMLA BÍÓ:
QUO VADIS
GAMLA BÍÓ sýnir um þessar
mundir kvikmyndina, Quö Vadis,
frá Metro Goidwin Meyer félag-
inu. Myndin, sem er í eðlilegum
litum, er gerð eftir hinni heims-
frægu og stórbrotnu skáldsögu
pólska rithöfundarins Henryks
Sienkiewicz, sem margir hér
munu kannast við. Hefur saga
þessi verið kvikmynduð áður, og
var sú mynd sýnd hér fyrir nokkr
um áratugum. Handritið að þess-
ari nýju mynd hafa samið John
Lee Martin, S. N. Behrman og
Sonya Levien, en tónlistin er
eftir Niklos Rozsa. Hinn þekkti
leikstjóri Mervyn LeRoy hefur
sett leikinn á svið og annast alla
leikstjórn, en auk þess var ráð-
inn til myndatökunnar sérstakur
sagnfræðilegur leiðbeinandi,
Hugh Gray, til þess að tryggja
það, að myndin bæri á sér réttan
sögulegan blæ um búninga, vopn,
húsagerð og annan útbúnað.
Mynd þessi er sögð sú stórfeng-
legasta og kostnaðarsamasta, sem
nokkurn tíma hefur verið gerð,
og er það ekki ótrúlegt eftir öll-
um þeim mikla íburði og geisi-
lega mannf jölda og mannvirkjum
um sem bar er að sjá.
Myndin gerist á dögum Neros
keisara um 65 árum eftir Krist-
burð. Sýnir hún hina geisilegu
spillingu og hið taumlausa óhóf,
er ríkti og þróaðist innan róm-
verska heimsveldigins í skjóli
nautnasjúkra og hálfvitskertra
keisara og gæðinga þeirra, en
náði hámarki sínu á valdatímum
Nerós. Allt laut boði og banni
þessa siðspilta mannhraks, er í
senn var grimdarseggur og heig-
u31. Réttaröryggi var ekkert til,
en alþjóð manna var ofurseld
geðþótta og dutlungum valdhaí-
anna. Harðast kom þetta þó nið-
ur á þeim, sem minnst máttu sín
svo sem ánauðugir menn og ját-
endur hinnar nýju trúar, kristn-
innar. Er sá þáttur myndarinnar
áhrifarikur og hrífandi er sýnir
baráttu og þjáningu, en jafnframt
festu og trúarþrek hins fyrsta
kristna safnaðar í Rómaborg und
ir forystu þeirra postulanna,
Péturs og Páls.
Leikstjórinn, Mervyn Le Roy,
hefur með mynd þessari unnið
stórkostlegt afrek. Öll múgatriðia
í’i-amh. á bls. 12