Morgunblaðið - 10.02.1954, Blaðsíða 16
Ve5urú!!ií í dag;
Austan kaldi. Sums staðar létt-
skýjað.
33. tbl. — Miðvikudagur 10. febrúar 1954.
Heimabrup i Horegi
Sjá grein á bls. 7.
ieð hrossakaupum ú kwnmún-
ista rsða kratar í Hafnarfirði
Fyrsla knattspymu-
keppni ársins er á
fösludag
Aðaifjársöfnun til kirkjusmíði
ligssafnaðar að hefjasf
Kosnmgaloforðin svikin á fyrsía
bæjarstjórnarfundi
HAFNARFIRÐI — Það var vitað mál, og því spáð strax fyrir bæj-
arstjórnarkosningarnar, að ef Kratar misstu meirihlutavald í
bæjarstjórn, myndu þeir ganga til samstarfs með hinum eina
íulltrúa kommúnista. Þessi spá rættist svo í dag, er það var gert
heyrum kunnugt, að þeir hefðu gengið til samstarfs í bæjarstjórn.
• - Bæjarstjóri var kosinn Stefán Gunnlaugsson bæjarfulltrúi. —
J‘t það mál manna, að hann eigi að víkja úr bæjarstjórninni, svo
*að Emil Jónsson geti tekið þar sæti, sem aðalfulltrúi.
VÖLDIN í HÖNDUM
KOMMÚNISTA
Við kjör forseta bæjarstjórnar,
kom það strax í ljós, að sam-
komulag hafði náðst milli krata
■og komma. Var Guðm. Gissurar-
son kosinn forseti, en varafor-
seti kommúnistinn Kristján
Andrésson. Varabæjarstjóri var
kosinn kommúnistinn Geir Gunn-
arsson, — en hann mun eiga að
verða skrifstofustjóri hjá bæn-
tim. — í bæjarráð var Helgi S.
Guðmundsson kosinn af hálfu
Sjálfstæðismanna, en af sam-
bræðsluflokkunum Óskar Jóns-
eon og Kristján Andrésson. —
Var svo um allar nefndakosning-
ar. að kommúnisti var kjörinn
oddamaður, og kom því sam-
starf flokkanna glöggt fram, en
hins vegar var enginn málefna-
samningur birtur.
BLEKKINGAR ALJÞÝÐU-
FLOKKSINS VIÐ
KJÓSENDUR SÍNA
í fundarlok tók Stefán Jóns-
son til máls og benti á þann leik-
araskap Alþýðuflokksins í kosn-
ingabaráttunni, að lýsa því yfir
æ ofan í æ, að hann ætlaði ekki
að vinna með kommúnistum, en
hlaupa svo strax að kosningu
lokinni til þeirra og taka upp
samstarf við þá. Slíkt væri að
blekkja kjósendur til fylgis við
flokk sinn. Væri mikill vafi á
Bæjarstjórimi
á Aknreyri
endurkjörinn
AKUREYRI, 9. febrúar — Steinn
Steinsson, sem verið hefur bæj-
arstjóri Akureyrar fimm kjör-
tímabil, var í dag á fyrsta fundi
bæjarstjórnarinnar, endurkjör-
inn. — Forseti bæjarstjórnar var
kjörinn Þorsteinn M. Jónsson og
fyrsti varaforseti Guðmundur
Guðlaugsson, báðir úr Fram-
sóknarflokknum. — Vinstrifylk-
ingin sameinaðist um kjör Guð-
mundar, en Sjálfstæðismenn áttu
áður fyrsta varaforseta. í bæj-
arráði Akureyrar eiga sæti: Hélgi
Pálsson, Jón G. Sólnes, Jakob
Frímannsson, Tryggvi Helgason
og Steindór Steindórsson. — Að
síðustu var kosið í fastanefndir
bæjarins og ráð. —Vignir.
er
að glæðast
VESTMANNAEYJAR, 9. febr. —
þvi, að Alþýðuflokkurinn hefði ‘ Það munu vera um fimmtíu bát-
fcngið jafnmikið atkvæðamagn, j ar, sem byrjaðir eru með línu.
ef bæjarbúar hefðu vitað hið (Afli hefur verið sáratregur und-
sanna um hug hans í þessum, anfarna aaga, enda ógæftir og
efnum. Væri því mjög vafasamt, | íllt í sjó. En í gær og í dag hefur
að meirihluti kjósenda stæði að
baki þessari sambræðslu, og þeim
áhrifum, sem kommúnistar hefði
í skaut fallið með henni.
ANNAÐ HL.TÓD I STROKKINN
Ólafur Þ. Kristjánsson, bæjar-
fulitrúi Alþýðuflokksins, tók
næstur til máls, og talaði hann
iíú -í öðrum dúr en fyrir kosn-
ingar. En svo sem kunnugt er,
gekk hann eina lengst í því fyr-
ii kosningar, að lýsa yfir því, að
Alþýðuflokkurinn myndi aldrei
ganga til samstarfs við kommún-
ista. — Að ræðu hans lokinni,
leyfði forseti ekki fleiri umræð-
ur og sleit fundi. Auðsæilega
vildi hinn nýmyndaði meiri-
meirihluti bæjarstjórnarinnar ó-
gjarnan þurfa að standa reikn-
ingsskil gerða sinna frammi fyr-
ir kjósendurn, en áheyrendur
voru eins margir og salurinn
írekast leyfði.
Maður slasast
HVERAGERÐI, 9. febrúar —
Síðastliðinn laugardag fóru tveir
menn héðan, Þráinn Sigurðsson
og Þorvaldur Sæmundsson, og
ætluðu á skotveiðar niður í Ölfus.
Það slys vildi til, að skot hljóp
aftur úr byssu Þorvaldar, sem
er gömul selabyssa, með þeim
afleiðingum, að ónnur augna-
brún hans tættist í sundur og
beinið brákaðist. Var hann þeg-
ar fluttur í Landsspítalann og er
nú úr nættu., —G.
aflinn stórum glæðzt og margir
bátar fengið góðan afla. Tveir
bátar eru byrjaðir netaveiðar og
hefur afli þeirra verið mjög
tregur. Línubátar sækja nú eink-
um vestur fyrir Eyjar.
Mikill fjöldi aðkomufólks er
kominn hingað til Eyja og þótt
svo sé, hefur ekki tekizt að
manna alla bátana að fullu. — Á
marga báta vantar einn til tvo
menn. Ef mikið berst að af fiski
er einnig fyrirsjáanlegur skortur
á verkafóiki. — Bj. Guðm
Á FÖSTUDAGINN efnir knatt-
spyrnufélagið Þróttur til innan-
húss knattspyrnumóts að Há-
logalandi. Tíu lið hafa skráð sig
til keppninnar. Fer képpnin
fram á föstudagskvöld og sunnu-
dag.
Keppni þessi er útsláttarkeppni
og lið sem tapar leik er úr keppn-
inni. — Þetta er í annað sinn,
sem slík innanhússkeppni er háð
hér á landi. Sú fyrsta var háð í
fyrra og sigraði þá lið KR með
nokkrum yfirburðum. Síðan hafa
félögin æft þennan innanhússleik
miklu meira en áður. — Vei-ður
keppni þessi vafalaust vinsæl og
skemmtileg.
Skúr og bí!l skemm-
asf af eldl
SKÚR í porti þvi, sem er við
Arnarhólstúnið, við Kalkofns-
veginn, brann að mestu seint í
gærkvöldi. — Stóð hann í björtu
báli er slökkviliðið kom. Talið
er að kveikt hafi verið í skúrn-
um.
í gær kom upp eldur í bíl, sem
var við benzínsölu Nafta við
Kalkofnsveginn. Bíllinn skemmd
ist mikið, þó slökkviliðinu tæk-
ist fljótt að kæfa eldinn. Þetta
var sendiferðabíll.
Góð veiði hjá Hafn-
arfjarðarbálum
HAFNARFIRÐI — Línubátarnir
öfluðu vel í gær. Voru flestir
þeirra með 14—20 skipp. — Ágætt
sjóveður var hjá þeim í gær. —
Togarinn Júlí kom af ísfiskveið-
um í morgun. •—G.
vogtir
if-k'k Sjálfstæðisfólk og stuðn-
ingsmenn D-listans í Kópavogi,
sem vilja vinna á kjördeild, gefi
sig fram við skrifstofuna, Neðstu-
tröð 4, sími 7679.
kkk Þeir, sem vilja Iána bíla á
kjördag, gefi sig fram í síma
7679 og 6774.
★★★ Sjálfstæðismenn i Kópa-
vogi! Gefið upplýsingar um kjós-
endur, sem eru á kjörskrá, en eru
fluttir eða verða fjarverandi á
kjördag. — Ilafið samband við
kosningaskrifstofuna, Neðstutröð
4, sími 7679.
★ ★★ X D-listinn.
Vöruskipiajöfnuðurinn óhag-
sfæður um 405 milij. 1953
VORUSKIPTAJOFNUÐURINN
árið 1953 varð óhagstæður um
rúmlega 405 milljónir króna, seg-
ir í tilkynningu frá Hagstofu Is-
lands, sem blaðinu barst í gær.
Heildar-innflutningur nam 1.111,
3 millj. á móti 706,2 milljón kr.
verðmæti útflutrar vöru.
I desember síðastliðinn nam
innflutningurinn 171,1 millj. kr.,
en útflutningurinn 42 miilj. kr.
SKIPAKAUP, BENZÍN
OG OLÍA
I tilkynningu Hagstofunnar
segir m.a. svo um innflutningin
í desember:
„Allur skipainnflutningur árs-
ins 1953, 26.059 þús. kr„ er tal-
inn með innflutningi desember-
mánaðar.
Olíu- og benzíninnflutningur-
inn í desember 1953 nam 31.289
þús. kr., en 157.976 þús. kr. á
öllu árinu 1953. Um fimmti hluti
olíu- og benzíninnflutningsins
1953 hefur þannig komið á þenn-
an eina mánuð, og á það ásamt
skipainnflutningnum sinn þátt í
hinu háa innflutningsverðmæti
desembermánaðar“.
Árið 1952 varð vöruskiptajöfn-
uðurinn óhagstæður um 270
milljónir króna.
Lóð feagin vestun
við Slémannnskólnnn
HÁTEIGSSÖFNUÐUR hefir nú fengið lóð undir fyrirhugaða
kirkju sína. Er hún á fögrum og áberandi stað á horni Nóatúns
og Háteigsvegar, vestan við Sjómannaskólann. Þarna hyggst söfn-
uðurinn reisa kirkju svo fljótt sem auðið er, en til þess þarf fé.
Sérstök fjáröflunarnefnd hefir starfað um nokkurt skeið í sókn-
inni að ýmsum undirbúningi. Aðalfjársöfnun til kirkjubyggingar-
innar er nú að hefjast. Leitað mun framlaga hjá hverjum safn-
aðarmanni, og verður þar farið eftir manntali 1952.
UNGUR SÖFNUÐUR
Háteigsprestakall er eitt þeirra
nýju prestakalla, sem stofnað var
í Reykjavíkurprófastdæmi árið
1952. Nær það yfir Hlíðarnar og
Holtin að Rauðarárstig og Engi-
hlíð, og munu búa á þessu svæði
um 7000 manns.
í SJÓMANNASKÓLANUM
Frá því hefur verið skýrt í blöð
um bæjarins, að messur hófust í
húsi Sjómannaskólans í febrúar
í fyrra. Var byrjað í einni
kennslustofu, sem reyndist brátt
ófullnægjandi vegna þrengsla —
Seinna fékkst hátíðasalur Sjó-
mannaskólans til messuhalds og
annarar safnaðarstarfsemi fyrir
Háteigssókn, að lokinni nokkurri
viðgerð. Hófust messur þar 13.
des. s.l. Þar fer og fram barna-
starf og spurningar fermingar-
barna.
NÝ KIRKJA TAKMARKIÐ
Allt eru þetta bráðabirgðaráð-
stafanir. Takmarkið er ný kirkja,
er hæfi söfnuði sínum sem bezt
má verða, og sé hún jafnframt
bæjarprýði. Fjársöfnun þeirri,
sem nú stendur fyrir dyrum, er
ætlað að þoka því máli drjúgan
spöl áleiðik
Þess má geta, að margar mynd-
arlegar gjáfir hafa borizt söfnuð-
inum að úndanförnu. Auk þess
hefur kvenfélag safnaðarins eitt
safnað yfir 40 þús. krónum.
^AKP
FJÁRSÖFNUNARNEFNDAR
Ávarp fjársöfnunarnefndar er
birt á bls. 2 í blaðinu í dag, og
sést þar, hvemig nefndin hugs-
ar sér að fjársöfnuninni verði
háttað og hverjir skipa nefnd
þessa, ef einhverjir safnaðar-
menn vildu snúa sér beint til
einhvers þeirra eða sóknarprests-
ins með framlög til kirkjubygg-
ingarinnar eða annað henni við-
komandi.
Ávarpinu verður þessa dagana
dreift til safnaðarmanna. Það er
ósk og von' nefndarinnar, að safn-
aðarmenn taki höndum saman
við hana og taki þessu nauðsynja-
máli safnaðarins með vinsemd
og sKilningi.
Leil Hansen sigraði
á teknisku rothöggi
HNEFALEIKAMÓT Ármanns fór fram að Hálogalandi í gærkvöldi
og voru áhorfendur svo margir sem húsrúm leyfði. Ávarpaði Jens
Guðbjörnsson gestina og kynnti Norðmanninn leif Hansen og ritara
norska hnefaleikasambandsins, Johny Haby.
Á BYRJUNARSTIGI
Aðalkeppni kvöldsins var á
milli íslandsmeistarans Björns
Eyþórssonar) og norska meist-
arans (Leif Hansen) í velter-
vigt. Strax í fyrstu lotu sýndi
Norðmaðurinn geysilega yfir-
burði og sló Björn í gólfið. Eftir
það bar Björn ekki sitt barr og
dómarinn stöðvaði leikinn í
þriðju umferð — Norðmaðurinrs
hafði sigrað á teknisku rothöggi.
— Sýndi þessi leikur svo ekki
verður um villzt að íslenzkir
hnefaleikamenn eru að segja má
á byrjunarstigi á sviði hnefa-
leika.
Liðsfliitrangar til
vaniariiðsins
með skipi
ÁKVEÐIÐ hefur verið að her-
flutningaskipið USNS Pvt. E. H.
Johnson verði í förum milli New
York og Reykjavíkur. Mun skip-
ið annazt liðs- og birgðaflutninga
íyrir varnarliðið á Keflavíkur-
flugvelli. Fyrsti áætlaði komu-
dagur skipsins hingað til lands
er í dag 10. febrúar og burtför
daginn eftir þann 11. Síðan mun
skipið koma hingað reglulega á
h. u. b. 23 daga fresti.
Flutningar þeir, sem skipið
mun annazt eru venjulegir liðs-
flutningar og hafa þessir flutning
ar áður farið fram loftleiðis. —
Skipið flytur varnarliðsmenn
hingað, sem leysa af jafnmarga
liðsmenn, sem fara með skipinu
til baka og mun þetta þyí að
sjálfsögðu ekki hafa nein áhrif
á tölu varnarliðsmanna hér á
landi.
ONNUR ÚRSLIT
Úrslit í öðrum þyngdarflokk-
um urðu: I.éttvig1: Jóhannes
Halldórsson. Léttveltervigt: Sig-
urður H. Jóhannesson. Millivigt:
Leifur Ingólfsson. Léttveltivigt:
Arnkell Guðmundsson. Létt-
þungavigt: Óskar Ingvarsson og
þungavigt: Jens Þórðarson.
Skákeinvígið
HAFNARFJÖRÐUR
15. lelkur Vestmannaeyja:
Dd2xíl J