Morgunblaðið - 16.02.1954, Síða 9

Morgunblaðið - 16.02.1954, Síða 9
Þriðjudagur 16. febrúar 11)54 MORGUNBLAÐIÐ I OPIÐ BBÉF TIL MENUHINS ÞAÐ vakti afbygli fyrir nokkru að hinn heimsfrægi fiðlusnillingur Yebudi Menu- hin lýsti því yfir að hann ætl- aði aldrei framar að ferðast með flugválum. Sagði hann þetta eftir að vinir bans, tveir hljómlistarmenn, fórust í flugslysi. í tilefni þessa ritaði brezki blaðamaðurinn Courtenay Ed- wards, flugmálasérfræðingur Daily Mails, opið bréf til Menuhins, þar sem bann sýndi honum fram á hve fávísleg þessi yfirlýsing væri. Fer hið ojtna bréf bér á eftir: ★ ★ ★ Kæri hr. Menuhin, — Mér þótti leitt að heyra, að þér hefðuð ákveðið að hætta að ferðast flug- ieiðis, „þangað til öruggt er orðið að fljúga“. Það hlýtur að hafa verið sár harmur að missa tvo vini og stéttarbræður í flugslysum, en eruð þér annars ekki að spotta sjálfan yður með því að halda því fram, að svo hættulegt sé að fljúga, að þér hafið ákveðið að halda yður við jörðina héðan í frá? ALLSSTAÐAR ERU HÆTTUR Þér vitið reyndar mæta vel hr. Menuhin, að þér eruð hvergi full- komlega öruggrn-. í hvert skipti, sem þér gangið yfir götu, eigið þér á hættu að verða fyrir slysi, já og það jafnvel dauðaslysi. S.l. ár fórust 38.000 manns í um- ferðaslysum í Bandaríkjunum einum, í Bretlandi 4.706, í Vestur- Þýzkalandi 7.590 og 4009 í Frakk- landi. Þér kunnið nú ef til vill að segja, að þetta sanni ekki neitt. Þér verðið að afsaka mig, þó ég haldi hinu gagnstæða fram. Þetta sýnir einmitt fram á, að engin samgöngutæki eru alveg örugg, <og að þér ættuð að halda yður heima við og læsa að yður, ef þér viljið vera fyllilega öruggur um sjálfan yður. Er yður ekki kunnugt um, að 415 manns fórust í járnbrautar- slysum í Bretlandi s.l. ár, þar af 108 í hinu hörmulega slysi í Harrow? ÖRYGGI FLUGSINS Við skulum nú líta sem snöggv- skýrslum Alþjóðasambands flug- íélaga (I.A.T.A.), en í því eru 70 félög, sem flytja um 95% af öll- um farþegum í heiminum, er ferðast á reglubundnum flugleið- um, þá urðu alls 15 dauðaslys árið 1951. I flugslvsum þessum fó.-ust 300 manns, en það sam- svarar, að einn farþegi hafi farizt hverja 93.710.000 farþegakíló- metra, sem flognir voru. Iáturn á þetta frá annarri hlið, hr. Menuhin..... Segjum, að þér fæddust rím borð i flugvél og hélduð áfram að fljúga án við- stöðu alla ævi, þá ætti ekkert slys að henda yður — talfræði- lega séð — fyrr en þér næðuð 78 ára aldri. Ekki get ég ábyrgzt þennan útreikning, en heimild- armaður minn er hr. J D. Profumo, þingritari við flugmála- ráðuneytið. VILTIR ASNAR HÆTTULEGRI Hr. Peter Masefield, fram- kvæmdastjóri British European Airways, vitnar oft í þá stað- revnd, að fleira fólk deyr árlega í Bandaríkjunum af völdum þess að vera slegið af viltum ösnum en í flugslysum. Brezku flugfé- lögin tvö hafa mjög háan öryggis mælikvarða. Árin 1951 og 1952 urðu t. d. engin dauðaslys á áætlunarflugleiðum þeirra. Hjá bandarísku flugfélögunum, sem stunda reglubúndið áætlunarflug urðu færri slys á s.l. ári en nokk- urn tíma áður í sögu flugsam- gangna þar í landi. Á hverja 160.000.000 farþegakílómetra, sem flognir voru, urðu aðeins 0.38 dauðaslys ÞÚSUNDIR MANNA BÍÐA TJÓN AF ÁKVÖRÐUN MENUHINS Það er einlæg von mín, hr. Menuhin, að sú ákvörðun, sem þér hafið tekið um að halda yður eingöngu við jörðina, muni ekki hafa mjög alvarlegar af- Elísabet Englandsdrottning hefur mikið ferffazt meff flugvélum. Þessi mynd var tekin, er hún var nýlega orðin drottning. Var hún stödd í Austur Afríku, er henni barst fregnin um lát föffur síns. Fór hún þá í skyndi heim. aftur og sést hún hér stíga út úr flugvél- ínni í London. leiðingar í för með sér fyrir tón- listarferil yðar. En leiðinlegt er að vita til þess, að tímaeyðsla yðar í járnbrautarlestir, bíla og skip skuli eiga eítir að útiloka margar þúsundir manna frá því að hlusta á töfratóna fiðlunnar yðar! Þegar þér eruð að hossast í gömlum leigubílum, sem aka eft- ir holóttum vegum á leið til hljómleikahalds, er þá ekki hugs anlegt, að þér lítið öfundaraug- um til þess trausts, sem flugsam- göngum er synt af slíku fólki sem drottningu Bretlands og for- sætisráðherra hennar? Yðar einlægur, Courtenay Edwards. Heiðunfélagi Tafi- félagsÍRs gefur bikar Á SUNNUDAGINN, er verið var að tefla 4. umferð á Skákþingi Reykjavikur, kom þangað einn hinna fáu heiðursfélaga Taflfé- lags Reykjavíkur, Þorsteinn Gíslason, fiskmatsmaður, Vestur- götu 19. Kom hann færandi hendi, er hann gaf félaginu fallegan bikar til keppni meðal meistaraflokks- manna á Skákþingi. Þrisvar áður hefur Þorsteinn gefið félaginu bikara. Hann bað formann fé- lagsins, Svein Kristinsson, að taka við bikarnum og félagsstjórn að semja reglur um hann. Bik- arinn skal unninn til eignar. For- maður Taflfélagsins þakkaði Þorsteini hina góðu gjöf, en ein- mitt á Skákþingi því, sem nú stendur yfir, verður keppt um bikarinn í fyrsta skipti. Eftir 4 umferð eru efstir í meist araflokki Eggert Gilfer og Ingi R. Jóhannesson með 3 vinhing af fjórum mögulegum. Fimmta umferð verður tefld á fimmtuadgskvöld í samkomu- salnum í Aðalstræti 12. Nýliðarnir sigursælir í fyrsíu umferð FYRSTA umferðin í sveitakeppni meistaraflokks Bridgefélag Reykjavíkur var spiluð á sunnu- daginn, og urðu úrslit þar nokk- uð óvænt, þar sem nýliðunum gekk mjög vel. Úrslit urðu þessi: Sveif Olafs Þorsteinssonar vann sveit Eijiars Guðjohnsens, sveít Stefáns J. Guðjohnsens vann sveit Harðar Þórðarsonar, sveit Ásbjörns Jónssonar vann sveit Ragnars Jóhannessonar, sveit Hilmars Olafssonar vann sveit Róberts Sigmundssonar, sveit Einars B. Guðmundssonar vann sveít Olafs Einarssonar og sveit Gunngeirs Péturssonar gerði jafntefli við sveit Her- manns Jónssonar. Onnur umferð var spiluð í gær kveldi, en var ekki lokið, er blað- ið fór í prent'un. Togaramenn eim luirðir NÝIÆGA var haldinn affal- fnndnr í skipstjórafélagi Grlmsby. Kom þar til umræffu fiskveiffideilan viff ísland. Var ákvcffið að félagiff skyldi í engu láta undan Islendingum, heldur standa fast saman um löndunarbanniff, meffan íslend Ingar hirtu ekki um tillögur brezkra togaramanna um vikkun íslenzku Iandhelginn- ar. Virffast brezku togaramenn irnir enn vera harðir á því að beita smáþjóffina ofríki, I Imferðabúnaðarfræðsl- ! i an mælist vel fyrir | Fundunum lokið í HunaYatnssýíta. Ráðunaufamir á Ausfurlandi komnir frá Oræíum fil Sföðvarfjarðaf UMFERÐARÁÐUNAUTARNIR íjórir, er halda fræðslufyrirlestra um Austur- og Norðurland, mið- ar samkvæmt fyrirframgerðri áætlun. Agnar Guðnason og Sig- fús Þorsíeinsson er starfa á Norð urlandi eru um það þil að ljúka fyrirlestrum í Húnavatnssýslu, en Örnólfur Örnólfsson og Egill Jónsson er þyrjuðu ferð sína í Öræfum héldu fyrirlestra á Stöðv arfirði um helgina. Morgunblaðið átti í gær tal við Guðmund Jósafatsson sýslubú- fræðing í Austurhlíð í Blöndudal, en hann starfaði með þeim Agn- ari og Sigfúsi í Húnavatnssýslu. Hann skýrði m. a. svo frá: MIKIL YFIRFERÐ Eftir Blönduósfundinn er hald- inn var fyrir þrjá hreppa héldu ráðunautarnir til Sólheirpa í Svínavatnshreppi. Þangað fóru líka Halldór Pálsson og Björn Bjarnarson áður en þeir sneru heimleiðis til Reykjavíkur. Flutti þar hver sinn fyrirlestur, Björn um jarðrækt og Halldór um sauð- fjárrækt, ásamt þeim Agnari og Sigfúsi er hafa með höndum hver sitt fag, Agnar jarðræktina og Sigfús búfjárræktina. Síðan var haldið til Steinsstaða, þaðan að Marðarnúpi, Efri-Þverár í Vest- urhópi, Hvammstanga, Ásbyrgi í Miðfirði, Núpsdalstungu og Þór- oddsstaða. I gær voru þeir að Syðri-Ey á Skagaströnd. En á morgun fara þeir Sigfús og Agnar austur yfir Vatnsskarð og byrja úti í Skefils- staðahreppi á föstudag. FUNDARSÓKN ALLS STAÐAR GÓÐ Sagði Guðmundur að aðsókn- in að fyrirlestrum þessum og umræðufundum hafi verið ágæt allt frá því fundirnir byrjuðu á Blönduósi. Hið hagstæða tíðarfar hefur létt fyrir bændum að sækja fundina. Ekki hafa allir bændur átt þess kost á umræddu svæði að njóta þessarar fræðslu, er Guð mundur telur að hafi reyhzt hin hagnýtasta. Sjálfur hélt hann fyrirlestra í Húnavatnssýslum á öllum fundarstöðum, einkum um nýrækt og framkvæmdir á þessu sviði á síðustu árum, eins og þær hafa verið meðal Húnvetninga. Ráðunautarnir sýndu alls stað- ar skuggamyndir samhliða fyrir- lestrunum, eins þar sem ekki voru tök á að nota rafmagn Þeir hafa meðferðis útbúnað til mynda sýningu undir þess háttar kring- umstæðum Myndirnar hefðU gjarnan mátt vera fleiri, sagði Guðmundur, en vonandi verðuf* bætt úr því. RÆKTUNARÁHUGI “ | Á umræðufundunum hefur þaíl komið greinilega í ljós hve mikiil hugur er í húnvetneskum bænd- um að auka túnrækt sína í stór- um stíl og afla sér aðstöðu til þess,.að hún geti orðið sem vönd- uðust og varanlegust. Fyrirspurnir þær sem bændur hafa gert á fundum þessum snerta aðaliega ýms atriði ný- ræktarinnar, aðferðir og verk- færi, sem notuð eru, val á fræ- stofnum og þess háttar. Auk þess hefur votheysgerð mikið verið rædd á fundunum, því Húnvetningum leikur mikill hugur á að auka við sig votheys- gerðina sem mest að föng eru á. En þá vakir það fyrir þeim, að nauðsynlegt er að forðast óholl- ustu af votheysgjöfinni. Bændur þar nyrðra hugsa einnig vel til súgþurrkunarinnar, en telja að hætt sé við að hún komist ekki á öruggan rekspöl meðan héraðið er að mestu leyti rafmagnslaust. Umræðurnar um bætta hús- dýrarækt hafa aðallega fjallað um hvernig tiltækilegast er að koma fyrir félagssamtökum S þessu efni og hvernig þau séu vænlegust til árangurs. UMRÆÐUFUNDIR BETRI EN UTVARPSERINDI Það hefur komið greinilega I ijós, sagði Guðmundur Jósafats- son að slíkir fræðslufundir meðal bænda um hagnýt efni og áhuga- og framfaramál þeirra, koma að meiri notum en ailsherjar út- varpserindi, þó bændur eigi þess kost að hlýða á slík erindi sem flutt eru fyrir þjóðina í heild. Á fundunum getur hver einstakur bóndi komið fram með fyrir- spurnir frá eigin brjósti, og feng- ið hagnýta beina fræðslu um hvað eir.a. Leiðbeiningarnar verða á þann hátt meira lifandi og hagnýtari en útvarpsfræðslan enda þótt ég hafi ekkert nema gott um þann fræðsluflutning að segja, bætir Guðmundur við. Isleiidingar ætla að brjóta löndunarbannið líka í ár ISLENDINGARNIR eru hættir við koma upp fiskverkunarstöð í Grimsby, segir síðasta eintak Fishing News. Segir blaðið a<5 þeir F. Huntley Woodcock fiskimálaráðunautur íslendinga og Þór- arinn Olgeirsson hafi fyrir nokkru komið að máli við hafnarstjórn Grimsby-borgar og óskað eftir lóðum undir fullkomna fiskverkun- arstöð, þar sem séð verði m. a. um afgreiðslu á íslenzkum togurum. HAFA ÞEIR GLÚPNAÐ < Síðan segir blaðið að ekkert frekar hafi gerzt í málinu. Telur það að íslendingar hafi glúpnað á fyrirtækinu m. a. vegna þess hve fréttin . um fyrirætlanir þeirra barst fljótt út og m. a. að Fishing News sagði frá þeim öllum í iangri grein. ÆTLUN ÍSLENDINGA Blaðið segist hafa talað við F. Huntley Woodcock og hafi hann sagt: — Það er vissulega ætlun íslendinga að brjóta löndunar- bannið líka haustið 1954. Flofi ÞjóSverja HAMBORG, 9. febrúar — I flota Vestur-Þjóðverja voru hinn 1. jan. s. 1. 1968 skip, sem að stærð eru samtals yfir 2 millj. brúttó- lestir. Mótorskip eru samtals 1,2 mill,j. brúttólestir og gufuskip 730 þús. lestir. Þriðjungur mótor- skipanna eru í stærðarflokknum milli 3000 og 6000 lestir. —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.