Morgunblaðið - 16.02.1954, Side 14

Morgunblaðið - 16.02.1954, Side 14
14 MORGVNBLAÐSÐ Þriðjudagur 16. febrúar 1954 SMCJi FORSYTRNNM - RÍKI MAÐURINN - Eítir John Galsworthy — Magnus Magnusson íslenzkaði Framhaldssagan 54 jæja —, þér vitið hvað ég á við. Ég vil ekki ráða neinum til þess að feta í mín fótspor," bætti hann yið lágt, og það hljómaði eins og ógnun. „Það krefst styrks.“ Blóðið þaut út í kinnarnar á Bosinney, en hvarf strax aftur og ándlitið varð fölt sem fyrr. Hann hló kuldalega og leit hæðnislega á Jolyon. „Kæra þökk. Þetta var mjög elskulegt af yður. En þér eruð ékki sá eini, sem getið þreytt <jrustuna.“ Svo stóð hann upp og gekk út. Jolyon ungi horfði lengi á eftir honum, stundi og hrissti höfuðið. í molluheitum og þvínær auð- um .salnum barst ekkert hljóð að eyrum nema skrjáf í dagblöðum eg snark þegar kveikt var á eld- spýtu. Hann sat lengi kyrr og ininntist fyrri daga þegar hann líka hafði setið tímunum saman og litið á úrið, bíðandi eftir því að mínúturnar liðu — óralangur tími, þrunginn af kvöl óvissunn- ar og ákafri, sársaukafullri þrá — allur þessi tími var nú svo ijós lifandi í endurminningunni. — Minningin um Bosinney torkenni legan og eirðarlausan, sem alltaf var að líta á klukkuna, vakti hjá honum djúpa samúð, blandaðri öfund, sem hann gat ekki losað sig við. Hann þekkti þessi einkenni svo vel. Hvert var örlagastraumur- inn að bera Bosinney? Hvers konar kona var það, sem dró hann að sér með svo miklu afli, að hann r.keytti ekkert um heið- nr sinn né áhugamál? Hugur hans hvarflaði til Irenu. Hann þekkti hana ekki, en aðal- drættina í sögu hennar kannað- ist hann við. Óhamingjusamt hjónaband. — Ekki rifrildi, heldur þessi ólýs- anlega andúð, þessi hjartans kuldi sem frystir alla gleði. Og svo vitundin um það að svona muni það verða dag eftir dag, nótt eftir nótt, viku eftir viku, ár eftir ár, unz dauðinn bindur endi á það. En Jolyon yngri reyndi líka að setja sig í fótspor Soames. Hvernig átti sá maður, sem var persónugervingur allra skoðana og hleypidóma stéttar sinnar, að ,geta öðlast þá innsýn ög glögg- •skyggni, sem nauðsynleg var til þess að geta slitið þessari áam- búð. Til þess þurfti ímyndunar- jafl. Hann varð að bregða upp fyrir sér mynd af afleiðingunum, sjá hvernig hann gæti látið sér ; íátt um finnast allt slúður, allan róginn og allar hæðnislegu augna goturnar, sem ávallt eru samfara hjónaskilnaðarmálum. En fáir menn og sízt stéttarbræður Soa- ! més eru gæddir þessari gáfu. Jolyon ungi treysti ekki til fulls dómgreind sinni. Sjálfur hafði hann reynt þetta allt, sogið hinn beizka kaleik ógæfusams hjónabands til botns. Hvernig gat hann litið jafn óhlutdrægt á þetta eins og þeir, sem álengdar stóðu, en aldrei í eldraunina komizt? Flestir myndu telja hjónaband Irenu og Soames fyrir mynd. Hann var auðugur, hún fögur. Engin ástæða var sjáanleg til þess, að hjónaband þeirra yrði óhamingjusamt, enda þótt þau ættu ekki skap saman. Enginn mundi áfella þau, þótt hvort þeirra færi sínar eigin götur, meðan þau héldu sér innan tak- marka velsæmisins. Flest hjóna- bönd efri stéttanna voru byggð á þessari meginreglu: Vek ekki hneyksli. Til þess að komast hjá því var öllum persónulegum til- finningum fórnað. Auk þess voru hagsmunirnir við það að halda saman heimilinu svo auðsæir, að engum gat dulist. Status que fylgir engin áhætta. En að leysa upp heimili er þegar bezt lætur áhættusamt og ávallt er þar eig- ingirnin að verki. Jolyon ungi stundi þungan. Allt stendur þetta og fellur með „virðingunni fyrir eignar- réttinum“, hugsaði hann, „en það eru margir, sem vilja ekki skýra það svo. í augum þeirra er það „friðhelgi hjónabandsins“. En „friðhelgi hjónabandsins“ er kom in undir „friðhelgi heimilisins", og friðhelgi hjónabandsins er undir friðhelgi eignarréttarins. Og þó þykjast allir þessir menn vera lærisveinar þess, sem aldrei átti neitt. Þetta er einkennilegt. Aður en hann kom til Westar- in Avenue tók hann bréf Jolyons gamla upp úr vasa sínum og reif það í tætlur. Og Jolyon ungi stundi aftur, stóð upp og gekk út. Hann opnaði dyrnar og kallaði á konu sína. Hún hafði gengið út og tekið Holly og Jolly með sér. Húsið var mannlaust. En úti í garðinum lá hundurinn Balt- hazar og veiddi flugur. Jolyon ungi settist í skugga perutrésins, sem enga ávexti bar. ELLEFTI KAFLI Reynt á drengskap Bosinneys Daginn eftir ferðina til Rich- mond sneri Soames heimleiðis frá Hentley með morgunlestinni. — Hann hafði verið gestur hjá ein- um af efnaðri viðskiptavinum sínum, sem hann vildi ógjarnan móðga með því að hafa boðinu. Annars var hann lítt hneigður fyrir veiðar eða aðrar skemmt- anir. Hann fór rakleitt til City, en þegar hann sá að dauft var yfir viðskiptunum, fór hann af skrif- stofunni um þrjú leytið, glaður yfir því að koma heim óvænt, því að Irena hafði ekki búist við hon- um. Og þótt það væri ekki löng- un hans ?ða ætlun að njósna um hana, þá var þó ekkert athuga- vert við það, að hann kæmi að óvörum og sæi, hvernig allt gekk til. Er hann hafið haft fataskifti, gekk hann niður í dagstofuna. Hún sat eins o'4 hennar var vandi á legubekknum. Dökkir baugar voru undir augunum, eins og hún hefði sofið illa. „Hvernig stendur á, að þú ert heima, bíðurðu eftir einhverj- um?“ „Já — ef til vill“. „Hverjum?" M „Hr Bosinney sagði, að það gæti verið að hann kæmi“. „Bosinney! Hann á nú að vera við vinnu sína“. Hún svaraði þessu engu. „Jæja“, sagði Soames, „ég ætlaði að biðja þig, að koma með mér til „The Stores“, svo gætum við á eftir fengið okkur skemmtigöngu í Garðinum". „Eg vil ekki fara út. Mér er illt í höfðinu". „Þú hefur alltaf höfuðverk, ef ég bið þig um eitthvað. Þú hefðir gott af því að fá þér ferska loft“. Hún svaraði ekki. Soames þagði andartak, og sagði svo: „Ég hef aldrei getað gert mér grein fyrir því, hvernig þú lítur á skyldur eiginkonunnar". Hann bjóst ekki við svari, en það kom samt. „Ég hef alltaf reynt að svo miklu leyti ,sem ég hef getað, að gera þér til geðs. Það er ekki min sök, ef það hefur ekki tek- izt“. „Hver á þá sökina?“ spurði hann, og leit á hana frá hlið. „Aður en við giftumst lofaðir þú mér, að ég mætti fara, ef hjónaband okkar yrði ekki ham- ingjusamt. Finnst þér, að það hafi verið hamingjusamt?“ Soames hnykklaði brýrnar. „Hamingjusamt“, stamaði hann — „það mundi það vera, ef þú hagaðir þér eins og vera ber“. „Ég hef reynt að gera skyldu mína“, sagði Irena. „Viltu lofá mér að fara?“ Hildur álfadrottning 2. Ekki þurftu þeir að vísu að gæta bæjarins, sem ávallt var venja að einhver gerði aðfanganætur jóla og nýárs, meðan bæjarfólkið væri við tíðir, því að frá því Hildur kom til bónda, hafði hún ávallt orðið til þess sjálfboðin, um leið og hún annaðist það, sem gera þurfti fyrir hátíðirnar. Hugsa um matseld og annað, sem þar að lítur og vakti hún yfir því alla jafna langt á nótt fram, svo að kirkjufólkið var oft komið aftur frá tíðum, háttað og sofnað, áður en hún íór í rúmið. Þegar svo hafði gengið langa hríð, að sauðamenn bónda höfðu allir orðið bráðkvaddir jólanóttina, fór þetta að verða héraðsfleygt, og gekk bónda af því alltreglega að ráða menn til starfa þessa, og því verr, sem fleiri dóu. Lá þó alls engirin grunur á honum, né öðrum heima- mönnum hans, að þeir væru valdir að dauða sauðamanna, sem allir höfðu dáið áverkalaust. Loksins kvaðst bóndi ekki geta lagt það lengur á sam- vizku sína að ráða til sín smala út í opinn dauðann. Og hljóti nú auðna að ráða, hversu fari um fjárhöld sín og fjárhag. Þegar bóndi hafði staðráðið þetta, og hann var með öllu afhuga að vista nokkurn til sín í því skyni, kemur eitt sinn til hans maður, vaskur og harðlegur, og býður honum þjón- ustu sína. Bóndi segir: „Ekki þarfnast ég þjónustu þinnar, svo að ég vilji við þér taka.“ Kæliskápar nýkomnir. — 7 cub. feta kr. 7.195.00. 5 ára ábyrgð á frystikerfi Greiðsluskilmálar: % verðs við afhendingu og eftir stöðvar á 4—6 mánuðum. Hekla h.f. Austurstræti 14 — Simi 1687 Ivær samliggjandi jarðir Rútsstaðir og Kambsnes í Laxárdalshreppi, Dalasýslu, fást til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Jarðirnar eru í þjóðbraut. — Tilboð óskast fyrir lok marzmánaðar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. — Allar nánari upplýsingar gefur Ásgeir Bjarna- son, alþingismaður. Sama verð Gillctte Handhægu liylkin ERU HENTUGUSTU UMBÚÐIRNAR BLÖÐIN ERU ALGERLEGA OLÍUVARIN Engin tímatöf að taka * blöðin í notkun. ®ngin gömul blöð á flækingi. 3érstakt hólf fyrir notuð blöð. 1« BLÁ GILLETTE BLÖÐ í HYLKJUM KR. 13.25 Dagurinn byrjar vel með GILLETTE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.