Morgunblaðið - 17.03.1954, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 17. marz 1954
r- —. 1 *St ] SRfSA FOMSYTMMNM í ] - RÍKI MAÐURINN - Eftir John Galsworthy — Magnús Magnusson islenzkaði p r ... ^ 1 : « I _ I Góðir og ódýrir : \ I bútar í 1 i
Framhaldssagan 79
prjón miUi tannanna: ,.Hver er
]jetta? Hver er þetta? Hvað vilj-
*ð þér?“ Og móðir hans sagði:
„Heyrðu, Felice, komdu og
kræktu þessu, maðurinn minn
verður aldrei búinn“.
Soames greip um hálsinn á
sér og sagði hás í róminum:
„Það er ég“.
Honum hlýnaði um hjartaræt-
iir, þegar hann heyrði blíðuna og
u ndrunina í rödd móður sinnar:
„En, elsku drengurinn minn“, og
spurningu James þegar hann
.sleppti k,'óknum: „Ert það þú,
Söames? Hvers vegna kemur þú
hingað? Ertu lasinn?"
Hann svaraði alveg ósjálfrátt:
„Mér líður vel“. Hann horfði
á þau. Honum fannst, að hann
gæti ekki sagt hvernig komið
var.
James, sem þurfti lítið til að
ókyrrast, sagði:
„Þú ert hálf lotlegur. Auðvitað
hefur þér orðið of kalt. Það er
lifrin hugsa ég. Móðir þín gefur
hér —“
Emily tók fram í með hægð.
„Er Irena með þér?“
Soames hrissti höfuðið.
„Nei“, stamaði hann, „hún er
farin frá mér“.
Emily gekk frá speglinum. —
Hinn mikli og holdugi líkami
hennar missti reisn sína. Hún var
mjög blátt áfram, þegar hún
■ liljóp til Roames.
„Elsku drengurinn minn! Elsku
drengurinn minn!“
Hún kyssti hann á ennið og
klappaði honum á hendina.
James hafði líka snúið sér að
syni sinum. Hann hafði eldst á
þessum fáu sekúndum^
„Farin frá mér?“, sagði hann.
„Hvað áttu við? Farin frá þér!
Þú hefur aldrei sagt mér, að hún
hafi haft það í huga“.
„Hvernig átti ég að vita um
það?“ svaraði Soames þver-
rnóðskulega. „Hvað á ég að
gera?“
James fór að spígspora um
gólfið. Hann var nauðalíkur
storki. „Hvað þú átt að gera“,
tautaði hann. „Hverníg á ég að
vita það? Hvaða gagn er að því
að spyrja mig? Enginn segir mér
neitt, og svo kemur þú og spyrð,
hvað þú eigir að gera. Mér þætti
gaman að vita, hvernig ég ætti
að geta leyst úr því. Þarna er
hún móðir þín, þarna stendur
hún, hún segir ekkert. Það sem
cg vildi segja væri það, að þú
aettir að fara á eftir henni“.
Soames brosti. En þetta venju-
3ega sjálfbyrgingsglott hans
hafði aldrei verið aumingjalegt
fyrr en nú.
„Ég veit ekki ,hvert hún hefur
íarið“, svaraði hann.
„Veiztu ekki, hvert hún hefur
farið?" spurði James. „Hvað áttu
við með þessu? Auðvitað er hún
hjá þessum unga Bosinney.
Þangað hefur hún farið. Ég vissi
ívo sem, hvernig þetta mundi
fara“.
Löng þögn fylgdi og Soames
fann að móðir háns hélt innilega
í hönd hans. Og allt það, sem nú
fór á eftir, var óljóst og eins og
í draumi fyrir honum.
Andlitið á faðir hans var
dimmrautt, krampadrættir fóru
um það, eins og honum lægi við
gráti. Geðshræringin var óskap-
leg.
„Þetta verður hneyksli. Það
sagði ég líka alltaf“, og þegar
hvorugt þeirra svaraði, bætti
liann við: „Og þarna standið þið
tvö, þú og móðir þín“.
Emily sagði hægt og það var
ekki laust við fyrirlitningarkeim
í röddinni- „Stilltu þig nú, James.
Soames mun gera það, sem í
valdi hans stendur".
James starði niður fyrir sig.
„Já, ég get ekkert hjálpað þér.
Ég er að verða gamall. En farðu
nú að engu óðslega, drengur
minn“.
Móðir hans sagði: „Soames
mun gera allt, sem hann getur
til þess að fá hana til að hverfa
heim. Við skulum ekki tala
meira um þetta. Það lagðist allt
saman“.
„Jæja“, sagði James, „ég sé nú
ekki, hvernig þetta getur lagast.
En ef hún er ekki hlaupin á brott
með þessum unga Bosinney, þá
er það mitt ráð, að þú farir til
hennar og fáir hana heim til
þín“.
Soames fann, að móðir hans
klappaði aftur á hendina á hon-
um til þess að sýna, að hún væri
samþykk því, ^em faðir hans
lagði til. Hann sagði með rödd
eins og hann væri að vinna hátíð-
legan eið' „Það vil ég“.
Þau gengu öll inn í dagstofuna.
Þar sátu þrjár stúlkur og Dartie.
James hné niður í hæginda-
stól og steinþagði þangað til mat-
urinn var framreiddur, að því
einu undanskildu, að hann heils-
aði Dartie þurrlega, en þann
mann bæði fyrirleit hann og
hræddist, því að hann var alltaf
í fjárþrör.g. Soames var líka
þögull. En Emily lét á engu bera
og hélt uppi viðræðum við Wini-
fred. Hún hafði aldrei verið jafn
róleg og blátt áfram og nú.
Þau höfðu orðið ásátt um að
minnast ekkert á flótta Irenu, og
því gafst hinum ættingjunum
ekkert færi á því að leggja neitt
til málanna.
Þegjandalegt var við borðið,
enda þótt Emily gerði það sem
hún mátti til þess að halda uppi
samræðum. Dartie var fúll og
sótti fast drykkinn. Stelpurnar
sögðu fátt. James spurði einu
sinni, hvar June væri, og hvað
hún hefðist að, en var annars
þungt hugsandi. Þó glaðnaði
nokkuð yfir honum, þegar Wini- I
fred sagði frá því, að Publius
litli hefði gefið betlara falska
penníið sitt. j
„Já“, sagði hann, „það er nú
smellinn strákur. Það er ekki
gott að vita, hvað úr honum get-
ur orðið, ef hann heldur svona
áfram. Hann hefur nú vit í koll-
inum“.
Hinir mörgu réttir voru bornir
hátíðlega fram í bjarmanum sem
féll á borðið frá ljósahjálminum,
en náði naumast að skína á
mestu prýði stofunnar, sem hékk
hátt upp á vegg: „Sævarmynd
eftir Turner“, sem sýndi fátt ann
að en kaðla og drukknandi menn.
Kampavín var drukkið með
matnum og svo var borin fram
flaska af hinu eldgamla og nafn-
togaða James portvíni, en það
dugði heldur ekki til þess að
hressa upp skapið.
Soames fór klukkan tíu. —
Tvisvar hafði hann verið spurð-
ur um Irenu og hann svarað því,
að hún væri lasin. Hann fann,
að honum var það um megn að
hafa lengur stjórn á sér. Móðir
hans kyssti hann ástúðlega og
hann þrýsti hönd hennar inni-
lega, og blóðið þaut út í kinn-
arnar. Hann gekk heim á leið,
vindurinn var kaldur, stálblár
himinn, blikandi af stjörnum! En
hann fann ekki til kuldans, og
gaf engan gaum að drósum næt-
urinnar, sem flýttu sér fram hjá
honum í snjáðum loðkápunum,
eða þeim heimilislausu, sem stóðu
bláir af kulda á götuhornunum.
Veturinn var genginn í garð. En
Soames flýtti ,sér heim og tók
ekki eftir neinu. Hendur hans
skulfu, þegar hann tók síðasta
seldir í dacj
\Jerzlvm JlncýLljarcfar J°k nbon.
I
Bilar - Bílleyii
Höfum kaupendur að 4ra—5 og 6 manna bifreiðum.
Ennfremur bíileyfum á Evrópu og Ameríku.
Bílasalan
Klapparstíg 37 — Sími 82032
Bögglasmjör
Nýtt norðlenzkt bögglasmjör kom í gær. — Þeir við-
skiptavinir, sem lagt hafa inn pantanir, vitji þeirra í dag.
• 4
5
m
5
3
í
■
■
3
\Jerzlumi
\do
unm t/-J>ianaa
Bergstaðastræti 15.
5
■•i
R. C. A. Victor
UTILEGIilHAÐURIIMIM
Eftir þetta fór ég til næsta bæjar. Þar var lausamaður,
sem ég þekkti. Hann var smiður góður og atorkumaður
mikill. ,
Ég kallaði hann á eintal og sagði honum vandræði mín.
Ég beiddi hann að kaupa timbur fyrir mig á rekunum þar í
kring og saga það niður í borð. Líka beiddi ég hann að hafa
1 gát á ef skip kæmi, og reyna að fá skipstjórann til að flytja
mig til Hafnarfjarðar.
E beiddi hann að koma þangað með mér og smíða bæ
fyrir mig. Líka beiddi ég hann að reka fé mkt suður næsta
haust, sem voru fjörutíu ær. Ég sagði honum, að hann skyldi
íá tíu ær með lömbum fyrir hjálpina.
Hann lofaði að gera þetta, enda vissi hann, að ég átti
þetta fé. — Éaðir minn var ríkur, og því lét hann mig eign-
ast fé þetta. Líka átti ég talsverða peninga.
Um vorið seint í maí átti ég barnið. Mér heilsaðist vel, —
eftir viku var ég komin á fætur. Það var drengur, sem ég
átti. — Þegar ég var nýkomin á fætur, kemur piltur. Hann
sagðist vera sendur frá Birni. Hafði hann meðferðis klút.
Ég skoðaði í klútinn, og voru í honum 150 dalir.
Einu sinni kom skip upp á víkina að taka snjó. Þegar
skipið var búið að liggja nokkra klukkutíma, kom Jón lausa-
maður, sem ég hafði beðið að hjálpa mér.
Hann sagði, að skipherra hefði lofað að sigla með mig til
Hafnarfjarðar. Ég bjó mig í snatri og kvaddi allt fólkið, og
síðast föður minn. Um leið og hann kvaddi mig, fær hann
mér hundrað dali, og gengur síðan inn.
Þegar ég kom um borð í skipið, tók skipstjóri mynd af
mér, og er það þessi, sem ég sýndi þér í kvöld. Nú er ósk
mín, að þú verðir hjá mér svo lengi, sem þú vilt. En héðan
fer ég aldrei meðan ég lifi,“
nýjasta og stærri gerðin, er til sölu. — Upp!. I
síma 81242.
■••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••■■•••■■■■••■■■■■«■■■■■«
■■••■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■]
: 3
Matreiðslukona
■
■
5 Vön matreiðslukona óskast á stórt heimili í ná-
■
grenni Reykjavíkur. — Hátt kaup. — Uppl. á
Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurbæjar.
S Sími 4966.
Biðjið kaupmann yður um
Spanstor BLÓDAPPELSÍIVUR
Ljúffengar — Ódýrar — Safamiklar
Þungaflutningasambandið
Höfum ávallt til leigu kranabíla — dráttarbíla og vagna
til þungaflutninga.
Agúst Finnsson — Gunnar Guðmundsson
sími 80900 sími 3790.
Sigurjón Magnússon
sími 80676.
■ 4