Morgunblaðið - 17.03.1954, Page 16
Yeðurútii) í dag: SA kaldi. Skýjað.
on ir stc índn
1 s knpu hrn
un i mm rkoð
WðiltttMðMfr
63. tbl. — Miðvikudaguc 17. marz 1954
Zahedi
er öruggur í sessi í Persíu. Sjá
grein á bls, 9.
Stutt samtal við Elías Þorsteinsson
formann S. IL
(AÐ SEM af er þessu ári, hefur Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
selt meira magn af fiskiflökum vestur til Bandaríkjanna, en
3-okkurn tíma fyrr á jafnskömmum tíma. — Hafa íslenzk farmskip
íhítt fimm skipsfarma til New York frá áramótum. Þessi hrað-
írysti fiskur er verkaður sérstaklega fyrir Bandaríkjamarkað. —
Hraðfrystihúsaeigendur binda miklar vonir við áframhaldandi
jnarkað þar vestra.
f
Formaður stjórnar Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, Elías
Þorsteinsson, skýrði Mbl. frá
þessu í samtali í gærkvöldi.
FISKURINN f ÍSHELLUM
Elías Þorsteinsson skýrði blað-
inu svo frá, að hinn frysti fiskur
væri framleiddur fyrir Banda-
ríkjamarkað með öðrum hætti en
tíðkast hefði um hraðfrystingu
fiskflaka til sölu erlendis. Þessi
flök eru fryst í allstórum „hell-
um“ 7, 12 eða 19 punda, síðan
er búið um fiskinn í miklu ein-
faldari pappaumbúðum en gert
hefur verið.
LÍKAR AFBRAGÐS VEL
Vestur í Bandaríkjunum er
íiskur þessi seldur beint til mat-
eölustaðanna, en þar er fiskurinn
tekinn úr íshellunni og mat-
reiddur samstundis. Matsölu-
gtaðir, sem eingöngu selja úr-
vals fiskmeti, hafa slíkan fisk á
boðstólum. Sölumiðstöðinni hafa
borizt upplýsingar um að fiskur-
inn liki hvarvetna afbragðs vel,
svo sem vænta inátti um hrað-
írystan ísl. fisk.
Hér er um að ræða eingöngu
þorskflök. Mjög erfiðlega hef-
ur gengið á undanförnum ár-
um að selja þorskflök í Banda-
ríkjunum. Er hér því um mjög
merkilegan áfanga að ræða í
fisksölumálum íslendinga.
EKKI STUNDARFYRIRRRIGÐl
— Við höfuð ástæðu til að
ætla, að hér sé ekki um að ræða
Stundarfyrirbrigði, heldur geti
hér verið um að ræða fiskmark-
•að, sem fara muni vaxandi. Það
«r staðreynd, að Bandaríkjamenn
hafa á síðari árum aukið mjög
fiskneyzlu sína, sagði Elías Þor-
feteinsson.
En fran#íðarmöguleikarnir fyr-
ir öruggum markaði í Banda-
ríkjunum, eru mjög undir okkur
sjálfum komnir hversu okkur
tekst til við vöruvöndunina.
Eldur í húsimi
Crettisgata 52
í GÆRDAG kom upp eldur í
kjallara hússins Grettisgötu 52.
— Var verið að þvo þar þvott í
kolakynntum þvottapotti sem
kviknaði í útfrá. — Nokkrar
skemmdir urðu í kjallaranum og
var slökkviliðið um það bil
klukkustund að fást við eldinn.
Læknaskipii
á Skapströnd
SKAGASTRÖND 16. marz: —
Halldór Arinbjarnar, læknir, sem
hefur sinnt læknisstörfum hér í
rúmlega eitt ár, er nú á förum
héðan til Danmerkur, um mán-
aðarmótin. Annar læknir er tek-
inn við hér og er það Björn Þórð-
arson, en hann hefur áður verið
læknir hjá Hamiltonfélaginu í
Keflavík.
Undanfarnar vikur hefur verið
afbragðs líð hér og hafa bátar
verið á sjó. Afli hefur verið all-
góður og hafa trillubátar verið
með um 1 tonn í róðri. Bátarnir
hafa beitt loðnu síðustu dagana,
en hana fá þeir frá Sauðárkróki.
— Jón.
Afliiin glæddkt
á ný í gær
UNDANFARNA daga hefur afli
bátanna úr verstöðvum hér við
Faxaflóa, á Suðurnesjum og í
Vestmannaeyjum, yfirleitt verið
mjög tregur. — Hafa Reykjavík-
urbátar t. d. verið með aðeins
3—4 tonn.
í gærkvöldi símaði fréttaritari
Mbl. í Kefiavík, að þá um daginn
hefði aflinn skyndilega glæðst
mjög á ný. — Einn bátanna, Dux,
var með milli 17—-20 tonn. —
Almennt var afli Keflavíkurbáta
um 10 tonn og allmargir með 15
tonn.
á mánudagskvöldið
EINS og skýrt var frá í blaðinu
í gær, var fundi Varðar, sem
haldinn var s.l. mánudagskvöld
um áfengislagafrumvarpið, ekki
lokið, er blaðið fór í prentun.
Auk þeirra, er áður hefir verið
getið urh, tóku þessir til máls á
fundinum: Brynleifur Tobiasson,
yfirkennari, Sigurður Pétursson
gerlafræðingur, Hannes Jónsson,
verkamaður og Ludvig C. Magn-
ússon, skrifstofustjóri.
Skáksvest Vestmannaeyja
Þetta er skáksveit Vestmannaeyja, sem nýlega gekk með sigur af
hólmi í skákeinvígi við Hafnarfjörð, hér í Morgunblaðinu. —
Skákmennirnir eru taldir frá vinstri: Karl Sigurhansson, Vigfús
Ólafsson, Árni Stefánsson og Sigurjón Karl Ólafsson.
ni loftleiia
SAS óitasi einnig að iélagið kimni
að fá leyfi á Austurlandaleiðinni.
OEM KUNNUGT er af fregnum frá fréttaritara Mbl. í Kaup-
^ mannahöfn, hefur mikill ótti gripið um sig í aðalbækistöðvum
hins skandinaviska flugfélags SAS, vegna samkeppninnar við
flugfélagið Loftleiðir.
í öðrum blaðafregnum segir
einnig frá því, að SAS og hið
ameríska stór-flugfélag Pan
American Airways, hafi farið í
hár saman vegna væntanlegrar
flugleiðar milli Skandinavíu og
Ameríku, um Norðurpólinn.
Háfíðahöld KR:
í kvöld bændaglíma
og hnefaleikar
í KVÖLD halda glímumenn K.R.
tipp á afmæli félagsins með því
að hafa glímusýningu og bænda-
glímu.
Við setningarhátíðina á sunnu-
daginn sýndu nokkrir glímumenn
úr félaginu glímu og sýndi sú
sýning að K.R. á ágæta glímu-
menn.
Á eftir glímunni verður hnefa-
leikasýning, er það Hnefaleika-
deild KR. sem þar sýnir og eins
og kunnugt er á K.R. marga góða
Jmefaleikamenn.
Fer þetta frám í íþróttaskála
íélagsins við Kaplaskjólsveg.
tonn af fiski til
og Ifússlands í vor
Aískipunum upp í samninga þá lokið
FEIKNMIKLAR afskipanir á hraðfrystum fiski til Rússlands og
annara Austur-Evrópulanda hafa farið fram að undanförnu
og standa fyrir dyrum. Mun Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna ljúka
fisksendingum til þessara landa, samkvæmt gerðum samningum,
fyrir sumarið.
PAA og SAS TAKAST Á
. -,a Hið skandinaviska félag hef-
Molmæla Ii3ísafnaði,rngl“
væntanlegu flugleið, ená biðlista
hjá félaginu eru nú 10,000 far-
þegar og er það reiðubúið að
hefja þessar ferðir þegar í stað.1
— Pan American Airways gerir
allt, sem í þess valdi stendur til
að koma í veg fyrir að leyfi fá-
ist fyrir Los Angeles sem enda-1
stöð. Hið ameríska félag er ekki
enn undir það búið að hefja sam- 1
keppni á þessari flugleið, við
SAS.
AMMAN, 16. marz. — Stjórn
Jórdaníu hefur mótmælt því að
ísraelsmenn hafa safnað miklu
herliði við jórdönsku landamær-
in. Segja Jórdaníumenn að Gyð-
ingar geri þetta til að ógna ná-
grannaríki sínu til að fallast á
tillögur Sameinuðu þjóðanna um
skiptingu landsins.
11000 TONN TIL RUSSLANDS
I viðskiptasamningunum við
Rússland, var gert ráð fyrir sölu
á 11000 tonnum af hraðfrystum
fiski á fyrstu 3—4 mánuðum
þessa árs. — Nú munu vera kom-
in til Rússlands um 6000 tonn.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
gerir ráð fyrir, að það sem nú
ávantar, um 5000 tonn, verði kom
in til Rússlands í lok aprílmánað-
ar.
TÉKKAR KAUPA 3200 TONN
Um líkt leyti mun verða lokið
við að senda til Tékkóslóvakíu
um 2400 tonn af fiskflökum. Von-
ir standa til að bráðlega takist
samningar við Tékka um kaup á
800 tonnum að auki, sem einnig
verða send þangað fyrir vorið.
EKKI FREKARI SÖLUR í BILI
Eins og stendur eru ekki fyrir-
liggjandi frekari fisksölur til
Rússlands eða annara Austur-
Evrópulanda. En vonandi verður
þess ekki langt að bíða, að áfram
haldandi viðskipti verði tekin
upp.
Að lokum er svo þess að geta,
að Ungverjar hafa fyrir nokkru
fest kaup á 350 tonnum af hrað-
frystum fiski.
TIL ÍSRAEL
I næsta mánuði verða seld til
fsrael um 750 tonn af frystum
flökum. Ýmsir erfiðleikar eru ú
viðskiptum við ísrael og eins og
stendur óvíst um hvernig áfram-
haldandi viðskiptum verður
háttað.
BAÐIR SÆKJA AÐ
LOFTLEIÐUM
í norska blaðinu „Bergen
Tidende“, segir frá þessu, en
blaðið getur þess og að hinn
sameiginlegi óvinur fyrrnefndra
tveggja félaga sé hið íslenzka
flugfélag Loftleiðir, sem haldi
uppi ferðum yfir Atlantshafið til
Bandaríkjanna fyrir lægra verð
en önnur flugfélög, sem eru inn-
an vébanda flugmálastofnunar-
innar IATA. — Hafa bæði félög-
in borið fram mótmæli við Banda
ríkjastjórn, og kröfu um að fé-
lagið fái ekki leyfi til slíkrar
samkeppni við önnur félög.
Hið norska blað ræðir nokkuð
þetta atriði og telur að um sé
að ræða atriði í landvanrarsamn-
ingi íslands og Bandaríkjanna,
sem erfitt verði að fást við. —
Slikt er þó algjör misskilningur.
Að lokum segir blaðið frá því
að forráðamenn SAS óttist mjög
að íslendingar kunni að fá leyfi
til farþegaflugs á Austurlanda-
leiðinni til Tokíó.
SJÓNARMIÐ LOFTLEIÐA
Stjórnendur Loftleiða h.f. hafa
skýrt Morgunblaðinu svo frá i
þessu sambandi að þeim sé ó-
kunnugt um aðgerðir SAS í þessu
efni. Millirikjasamningur hefur
verið gerður um loftflutninga af
islenzkum stjórnarvöldum og
bandariskum, og samkvæmt hon-
um hefir Loftleiðir fengið leyfi
til áætlunarflugs til Bandarikj-
anna. i framhaldi af samningn-
um var Loftleiðir útnefnt til að
halda uppi ferðum milli íslands
og Bandaríkjanna, en af bandar-
ískri hálfu fyrst AOA, en síðar
PAA, sem keypti hið fyrnefnda
félag. - Fargjöld Loftleiða voru
samþykkt af flugráði Bandaríkj-
anna, og væntanlega myndi PAA
njóta sama réttar, ef það félag
notaði „Skymaster-flugvélar“ til
þessara ferða. Hinsvegar verður
ekki séð, að SAS sé aðili þessa
máls, og dregur stjórn Loftleiða
í efa, að það félag geti talað í
nafni ameriskra flugfélaga. SAS
heldur ekki uppi ferðura milli
Reykjavíkur og New York. Rétt
er jafnframt að vekja athygli á,
að Loftleiðir fljúga með IATA-
milli íslands og Norður-Erópu,
og hefur SAS væntanlega ekki
við það að athuga.
Mikil hrlfning á tón-
leikum Sinfóníu-
r
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN hélt
tónleika í Þjóðleikhúsinu í gær-
kvöldi fyrir fullu húsi áheyr-
enda og gífurlegum fögnuði. —
Stjórnandi var Olav Kielland, en
einleikari Árni Kristjánsson. Lék
hljómsveitin fyrst sinfónín nr. 6
í F-dúr, op 68 eftir Beethoven, Og
þar næst píanókonesrt nr. 4 í G-
dúr, op. 58. Lék Árni Kiistjáns-
son einleik í þeim konser t. Var
honum ákaft fagnað af áheyrend-
um, enda að verðleikum. Barst
honum og stjórnandanum Olav
Kielland, blóm að lokum.
Næstu tónleikar Sinfóníuhljóra
sveitarinnar verða væntanlega
haldnir í Þjóðleikhúsinu þriðju-
daginn 6. apríl næstkomandi. —
Stjórnandi verður þá Olav Kiel-
land, en einleikari Einar Vigfús-
son, sem er fyrsti cellóleikarj
hljómsveitarinnar. Meðal við-
fangsefna þá, verður cellókonsert
eftir Saint-Saens Og sinfónía nr.
5 í e-moll, op. 64 eftir Tschai-
kowskyL ___