Morgunblaðið - 24.03.1954, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.03.1954, Qupperneq 12
%2 MORGUISBLAÐIB MiS> ikudagur 24. 'narz 1954 Biskup Islands berast kveðjur erlendis irá HERRA Ásmundi Guðmundssyni biskupi íslands hafa enn borizc fjöldi kveðja og árnaðaróska í tilefni þess að hann var kjörinn biskup. Meðal kveðja, sem honum hafa borizt nýlega eru: FRA ALHEIMS-KIRKJURÁBINU Ég óska að senda yður beztu óskir Alheims-kirkjuráðsins í til- efni þess að þér voruð valinn biskup íslands og vildi ég mega vænta þess að náið samband og vinátta megi komast á milli yðar og kirkjuráðsins. í bréfinu er síðan minnzt sér- staklega á það að koma á nán- ari samskiptum milli íslenzkrar kristilegrar æsku og erlendrar og er m. a. minnzt á það að svo kunni að fara að erlend kristileg æskulýðsfélög kunni í náinni ftamtíð að efna til ferða til ís- lands. Bréfið er undirritað af W. A. Vissert Hooft framkvæmdastjóra Alheims-kirkjuráðsins. FRÁ ALHEIMSSAMBANDI LÚTERSTRÚ ARM ANN A: Sambandið vill hér með senda yður innilegustu árnaðaróskir í tilefni þess að þér voruð kjörinn biskup íslands. Sendum vér yður hamingjuóskir fyrir hönd þess 51 kirkjufélags, sem er aðili að sam- bandinu. Bræðralagsband yðar við Aiheims-sáttmála Lúterstrú- armanna og síðan 1947 við Al- heims-samband Lúterstrúar- manna hefur verið mikilsvert fyrir málstað Lúterstrúarinnar. Það er bæn vor, að Guð megi blessa yður í embætti sem biskup íslands. Vér vonum ennfremur að bræðralagsböndin milli yðar og annarra kirkjufélaga í Alheims- sambandi Lúterstrúarmanna megi styrkjast. — Áfengismálið Framh. af bls. 2. ir því sé að finna í því, hvernig aldarandinn er. Gegn þessu dugir aðeins eitt þ. e. sterkt almenningsálit er fyrirlítur og fordæmir alla misnotkun áfengis. Slíkt al- menningsálit verður ekki vak- ið nema með sterkri þjóðlegri hreyfingu — og ef af henni yrði þyrfti ekki að setja flókin lagaákvæði um þessi mál. DRYKKJUSKÓLI UNGLINGA Pétur Ottesen kvað vín hættu- legan hlut og vínnautn þjóð- félagslega ógæfu. Reynslan sýn- ir að mikill hluti þjóðarinnar fer þannig með vín að ógæfa stafar af. Pétur fór lofsamlegum orðum um Góðtemplararegluna og starfs menn hennar, sem hann sagði að hefðu helgað lífskrafta sina því starfi að hjálpa þeim er afengið knésetti. Pétur kvað vínveitingar á veitingahúsum vera diykkju- skóla ungs fólks og því legði Hann til að 12 grein frurnvarps- ihs um vínveitingar á veitinga- húsum yrði felld niður. — Kvaðst Pétur vona að Alþingi bæri gæfu til þess að fara að ráðum Góð- templarareglunnar. HERÐA VERÐUR EFTIRLIT Síðastur talaði Magnús Jóns- son. Hann ítrekaði þau ummæli Björns Ólafssonar framsögu- manns nefndarinnar um að hér væri fjallað um hvernig haga skyldi sölu áfengis, en ekki það hvort vín ætti að leyfa í land- inu eða ekki. Kvað hann ekki hægt að banna vínveitingar á veitingahúsum, en um þær yrði að gera skýrar og strangar regl- ur og tryggja það að þeim yrði framfylgt. Samfara því að sala áfengis er gerð frjálsari verður að efla áfengisvarnir. Ræddi hann siðan nokkuð um sterkt öl og lagðist mjög gegn framkominni tillögu um heimild til að framleiða það. Umræðum var síðan frestað. Undirritað af Carl E. Quist. Lund- FRA HINNI SAMEINUÐU LÚTERSKIRKJU BANDARÍKJANNA Vér sendum yður bróðurlegar kveðjur í nafni Jesú Krists. — Fregnirnar af kjöri yðar til bisk- ups íslands hafa borizt okkur til Ameríku og gleður það vini yðar. Ég minnist þeirra viðburðaríku og vinátturíku daga, er við sátum saman fyrir nokkrum árum ís- lenzka kirkjuþingið í Winnipeg. Með þær minningar í huga, verða kveðjur mínar þeim mun hjart- anlegri. Með bróðurlegri kveðju. Franklin Clark Frey. Aðallundur Hlífar í Hafnarfirðf HAFNARFIRÐI. — Aðalfundur Verkamannafélagsins Hlífar var haldinn síðastliðinn sunnudag. — Á fundinum var skýrt frá stjórn- arkjöri, og voru eftirtaldir menn kosnir í stjórnina: Hermann Guð- mundsson formaður, Marteinn Marteinsson ritari, Sigurður Guð- mundsson gjaldkeri. — Þeir Þor- steinn Auðunsson, Bjarni Erlends son og Sigurður Einarsson, sem allir hafa átt sæti í stjórn Hlífar um langt árabil, báðust eindregið undan endurkosningu. Ýmsar lagabreytingar voru samþykktar, m. a. að allsherjar- atkvæðagreiðsla skuli viðhöfð um kjör stjórnar. Geta má þess, að í ráði er að árshátíð Hlífar verði haldin laug- ardaginn 3. apríl næstkomandi. — G. E. Ární Pálsson bygg- ingemeislari 50 ára FIMMTUGUR er í dag Arni Páls- son, byggingameistari Vífilsgötu 5 hér í bæ. Hann er fæddur á Seyðisfirði 24. marz 1904, sonur hjónanna Guðrúnar Erlendsdótt- ur og Páls Árnasonar sem lengi var útgerðarmaður þar. Árni sleit barnsskónum á Seyðisfirði utan þess að ungur stundaði hann nám við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar, byrjaði hann að nema tré- smíðaiðn þar á Seyðisfirði, og lauk því hér í Reykjavík kring- um 1930. Síðan hefur Árni óslitið unnið við húsabyggingar, bæði stórar og smáar og eru það nú eigi allfá hús, sem hann hefur reist hér í bæ. I dag sendum við vinir hans og kunningjar honum, konu hans frú Þóru Eiríksdóttir og börnum þeirra hlýjar kveðjur, og vænt- um þess að hans megi njóta vel og lengi. Og ennfremur að hann megi oft njóta þeirrar ánægju, í sumarfríum sínum, hér eftir sem hingað til, að standa við vötnin ströng, með veiðistöngina sína. Steingr. Þórðarson. X liEZT AÐ AUGIASA X T í MORGUmLAÐITSU T PAPPIRSSERVIETTDR hvítar, nýkomnar. ^Qaeut ^JJrióti CjanóioLi Co. Lf. ADALFUMDUS Náttúrulækningafélags Reykj avíkur verður í húsi Guðspekifélagsins, Ingólfsstræti 22, fimmtudaginn 25. marz kl. 20,30. D a g s k r á : Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Þorscafé DANSLEIKUR að Þórscafé í kvöld kl 9. Björn R. Einarsson og hljómsveit. Sigrún Jónsdóttir syngur. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7. TOIEETTPAPPIR Fyrirliggjandi. clcfCj-ert ~JJriótjánóóoi% CsC (Jo. h.j. N ý k o m i ð enskor dragtir í fjölbreyttu úrvali. 3Mu,- /,./ Laugavegi 116 Austurstradi 6 Nýkomið Enskar kápur GULLFOSS Aðalstræti CXD M A R K Ú * MRto H ftwi' 1) — Þetta er Finnur bruna- málafulltrúi. — Komið þér sælar, ungfrú Gyða. 2) — Ég hef ti] rannsóknar hvernig eldurinn kom upp í hest- húsinu. Hafið þér nokkra hug- mynd um eldsupptökin? — Það er svo ægilegt að hugsa um það, en.... 3‘ Haidið þér áfyam, við verðum : ' fa allar upplýsingar. — Sú ema, sem var þarna nær- stödd var Hanna Vilhjálmsdóttir. 4) — Haldið þér þá að Hanna hafi kveikt í hesthúsinu? — Ég veit það ekki, þó trúi ég því tæplega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.