Morgunblaðið - 02.04.1954, Síða 2

Morgunblaðið - 02.04.1954, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 2 apríl Í954 Áfhugasemd frá hagfræðingi bæjarins í sambandi við fil- beð í brunatrygsingar húsa í*VÍ er haldið fram'af þeim, er *tanda að Samvinnutryggingum, að ég hafi sýnt villandi og rangar niðurstöður við athugun mína á tilboði þeirra og tilboði Ásgeirs I>orsteinssonar. Ég leyfi mér að vísa þeim ásökunum heim til föðurhúsanna sem röngum, hvort sem þær byggjast á misskilningi ■eða einhverjum öðrum ástæðum «ða hvötum. f máli eins og þessu verður að teljast eðlilegt og sjálfsagt að liyggja á þróun undangenginna -ára, og þar sem grundvöllur þeirrar þróunar hefir tekið mikl- urn breytingum einmitt á síðustu árum, ér einsýnt, að aðallega ber ■að miða við þau. Samanburður tilboðanna var gerður á þann hátt, að sýnt var, liver hefði orðið hlutur bæjarins af tryggingunum á árunum 1944/45 — 1952/53, ef um trygg- ingarnar hefði farið eftir fram- ■angreindum tveimur tilboðum og jafnframt tekið fram að telja anætti rétt að miða aðallega við .síðustu 5 árin, vegna þess að í byrjun þess tímabils var tekinn "upp sá , háttur við ákvörðun "brunabótaverðsins, er breytti grundvelli trygginganna til veru legra muna, frá því sem var, auk þess sem hann hafði og breytzt af öðrum ástæðum. Tímabilið á xmdan er því lítt sambærilegt við þetta 5-ára tímabil, en einnig á sjálfu 5-ára tímabilinu hafa orð- ið áframhaldandi breytingar í eömu átt, sem einnig ber að taka dillit til. Aðalásökunin á hendur mér «r sú, að ég hafi ekki tekið tillit *til verðlagsbreytinganna, sem urðu á umræddu 5-ára tímabili. í>ví er til að svara, að þær verð- lagsbreytingar hafa haft jafn- mikið gildi fyrir mat tjónanna og brunabótaverðið, svo að þar er ekki um neina innbyrðis rösk- un að ræða. Hins vegar ber ekki að líta á það sem tilviljun eina, sem gan'ga eigi framhjá, að hlut- fallstala tjónanna er lægri síðari ár þessa tímabils en þau fyrri. Þvert á móti. Það væri einmitt rangt og villandi að leggja hlut- fallstölur tjónanna á þessum ár- um alveg að jöfnu, vegna þess að aðstæðurnar hafa breytzt, og sú aðstöðubreyting hefir ótvíræð áhrif á áhættuna og mat hennar. Tilboð Samvinnutrygginga sjálft ber því ljósast vitni. Félagið hefði ekki boðið neitt svipaða lækkun iðgjalda fyrir 5—6 árum og það býður nú. í athugun minni á tilboðunum spái ég engu um framtíðina að öðru leyti en því, að fremur megi vænta, að aðstaða trygginganna geti haldið áfram að breytast, afkomu þeirra í vil. Tilboð Sam- vinnutrygginga sýnir ljóslega, að félagið reiknar einnig með þvi. Ef félagið byggist við versn- andi afkomu frá því, sem t. d. meðaltal umræddra 5-ára sýnir, hefði það jafnframt ákveðið að gefa með þessari starfsemi, en það er óefað ekki tilætlunin. Tilboð Samvinnutrygginga er þannig sjálft hvort tveggja í senn staðfesting á því, að umrædd að- ferð við samanburð á tilboðunum er hvorki villandi né röng, (auk þess sem félagið viðurkennir, að allar tölur séu þar réttar), og um leið ótvíræður dómur um hitt tilboðið, samhljóða þeim, er sam- anburðurinn leiðir í ljós. Björn Björnsson. Skólabörn hvött til sparnaðar Frá bæjarsfjórnarftind! í gær. AFTJNDI bæjarstjórnar í gær bar Magnús Ástmarsson fram til- lögu um það að skólabörn yrðu hvött til sparnaðar. Var lagt lil í tillögunni að kannaðar yrðu þær leiðir sem farnar hefðu verið 4 nágrannalöndunum í þessum efnum, og fræðslufulltrúa falin forganga í málinu. MERKILEGT MÁL JÞEGAR UNDIRBÚIÐ Gunnar Thoroddsen borgarstj. kvað hér mjög merkilegt mál um •að ræða, og tók undir það með diltögumanni að æskilegt væri að loma á sparnaði meðal skóla- barna. Borgarstjóri kvaðst þó vilja gcta þess. að mikil undirbúningur befði farið fram > þessum efnum. Bankaranir hafi haft málið til athugunar og einn merkasti skóla 3i\aður landsins Snorri Sigfússon námsstjóri hefði verið mikill áhugamaður í þessu máli. í ná- gannalöndunum væri lögð mikil Skólanefndarfull- fróar endurkjömir Á FUNDI bæjarstjórnarinnar í /gæt lá fyrir kosning tveggja manna í skólanefnd Skóla Isaks Jónssonar. Hafði ísak Jónsson skriifað borgarstjóra og lagt til Æið fulltrúar þeir er bæjarstjórn- in ;kaus síðast í skólanefndina, þatji Gunnar E. Benediktsson og Aðplbjörg Sigurðardóttir, yrðu «ndurkjörin. Bæjarstjórnin samþykkti þessa dillögu samhljóða. áherzla á þetta og hefðu þar Sví- ar forgöngu og tímabært væri að taka málið upp hér á landi. TÍÐKAÐIST ÁÐUR Það kom fram á fundinum að slíkur sparnaður meðai skóla- barna hefði áður tíðkast hér á landi. Hefðu skólabörnin þá getað keypt „peninga merki“, sem límd hefðu verið inn í bók, en skólarnir geymt fé barnanna. Vill fjarlægja Reykja víkurflugvöl! FYRIR bæjarstjórnarfundinum í gær lá tillaga frá Alfreð Gísla- syni um að bæjarstjórnin vinni að því að núverandi Reykjavík- urflugvöllur verði lagður niður. Flutningsmaður flutti all langa greinargerð með tillögunni, þar sem hann taldi að Keflavíkur- flugvöllur nægði Reykvíkingum. Guðmundur H. Guðmundsson taldi mál þetta flóknara en svo að bæjarstjófn gæti með einfaldri samþykkt fjarlægt flugvöllinn. Margt fleira kæmi til og lagði hann því til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs. Var sú til- laga samþykkt með 8 atkvæðum gegn 5. - Orfeisfeg Rússa Framh. af bls. 1. ríkisráðuneytisins birti í gær- kyöldi eftirfarandi yfirlýsingu um tillögu Rússa. ,,Á Berlínarráðstefnunni tók Molotov, utanríkisráðherra Ráð- stjórnarríkjanna, upp tvíþætta baráttu gegn því, að áform til eflingar öryggi Vestur-Evrópu næðu fram að ganga. Þar segir í fyrsta lagi, að Atlantshafs- bandalagið sé árásarbandalag, sem verði að uppræta. I annan stað lagði hann til, að í stað At- lantshafsbandalagsins yrði stofn- að öryggisbandalag Evrópu með þátttöku 32 þjóða, en Bandaríkin áttu ekki að fá aðild að því, nema til „áheyrnar“, á sama hátt og hið kommúniska Kínaveldi. Tillögur þessar voru þegar dauðadæmdar bæði af undirtekf- um fulltrúa á Berlínarráðstefn- unni og undirtektum frjálsra þjóða heims. NÝR BÚNINGUR Til þess að breiða yfir þetta fá- læti hefur Molotov nú borið fram nýjar tillögur, er miða í sömu átt, en eru klæddar öðrum bún- ingi. í stað þess að uppræta At- lantshafsbandalagið, mælist hann nú til þess ,að Ráðstjórnarríkin fái aðild að því. Ennfremur vill hann nú, að Bandaríkin verði þátttakandi í væntanlegu „örygg- isbandalagi Evrópuþjóða“, í stað þess að meina þeim aðild að því. Öryggi Vestur-Evrópu snert ir fyrst og fremst Vestur- Evrópuþjóðirnar sjálfar. En úr því að Ráðstjórnin virðist nú fremur hallast að því að Bandaríkin skuli vera aðili að þessu fyrirhugaða bandalagi, heldur en standa utan við það, þykir Bandaríkjunum tilhlýðilegt að benda á, að þessar nýju tillögur Ráðstjórn arinnar eru í eðli sínu þær sömu og fram komu á BerJín- arráðstefnunni, og þær hljóta að verða fyrir hinum sömu andmælum og þar komu fram. S. Þ. EKKI TRYGGING Þar var bent á, að öryggisleysið í heiminum stafaði ekki af þvi, að fögur loforð og fyrirheit skorti, þar eð þau væru þegar grundvölluð í sáttmála S. Þ. Sameiginleg öryggisbandalög, eins og Atlantshafsbandalagið, hafa orðið til sökum þess, að eng- in trygging hefur fengizt fyrir því, að öll aðildarríki S. Þ. virtu sáttmála samtakanna. GAGNKVÆMT TRAUST Á Berlínarráðstefnunni sagði Dulles utanríkisráðherra, að í þessum sérstöku öryggisráðstöí- unum fælist ekkert, sem ekki væri þegar í sáttmála S. Þ. Eini munurinn væri sá, að þær fela í sér viðbótarsamkomulag millum þjóða, sem um langt árabil hafa öðlazt aukið traust og trú hver á annarri. Þessir sérsamningar fælu í sér það gagnkvæma traust, sem því miður hefði enn ekki tekizt að skapa á alþjóðavett- vangi. Þær tillögur Ráðstjórnar- innar, sem nú hafa komið fram, auka ekki traust né trú á meðan hún heldur milljóna- þjóðum í járngreipum valds og yfirgangs. Þetta er einungis bragð til þess að komast inn í raðir Vesturveldanna og geta á þann hátt grafið undan öryggi þeirra. — Formælandi ráðuneytisins var spurður að því, hvort farið hefði fram viðræður millum þríveld- anna, Englands, Frakklands og Bandaríkjanna, um orðsendingu Rússa ,en hanrt svaraði því til, að þessi yfirlýsing túlkaði afstöðu Bandaríkjastjórnar. Er spurt var að því, hvort yfir- lýsing formælanda ráðuneytisins fæli í sér synjun Bandaríkjanna, svaraði hann: „Hún gerir það.“ LUNDÚNUM — Sá orðrómur kemur allt af upp öðru hverju, að Churchill sé í þann veginn að segja af sér. Staðfesting hefir þó engin fengizt. Gamli maðurinn er 79 ára. Húseigendur mótmæla þvingunar- ákvæðum húsaleigufrumvarpsins FASTEIGNAEIGENDAFÉLAG Reykjavíkur efndi til almenns fundar húseigenda s. 1. þriðjudagskvöld. Var fundurinn fjöl- sóttur. Rætt var um húsaleigufrumvarpið og brunatryggingarnar í Reykjavík. — Um húsaleigufrumvarpið var einróma gerð svo- felld ályktun: „Almennur fundur húseigenda í Reykjavík, haldinn 30. marz 1954, skorar á Alþingi að lög'- festa ekki þvingunarákvæði þau, sem felast í 10. og 11. kafla frv. til laga um húsaleigu, sem nú er til meðferðar á Alþingi. Jafn- framt vekur fundurinn athygli á því, að í hinum almennu ákvæð- um frv. eru einnig ýms varhuga- verð ákvæði, svo sem um úttekt húsnæðis. Fundurinn bendir á þá ánægju- legu staðreynd, að siðustu árin hafa ýmsar ráðstafanir verið gerð ar til aukningar íbúðarhúsnæðis, Ræll utn sfaðseln- inp lögregliistöðvar NOKKRAR umræður urðu um það á bæjarstjórnarfundinum í gær hvar staðsetja ætti nýju lög- reglustöðina. Eins og áður er kunnugt hefur hafnarstjórn fall- izt á að lóð hafnarsjóðs norðan Arnarhvols að Sölvhólsgötu verði látin í té til byggingar stöðvar- innar. Kommúnistar fluttu nú tillögu um að þessi lóð yrði ekki látin undir hina nýju lögreglustöð. Borgarstjóri kvað rrwrgar rann sóknir hafa verið gerðar um það hvar staðsetja ætti hina nýju lögreglustöð. Niðurstaðan hefði ávallt verið sú að þessi umrædda lóð hefði veri talin heppilegust. Borgarstjóri kvað lögregluna búa við óviðunandi vinnuaðstæður og „kjallarinn“ væri óviðunandi. Málið hefði nú svo gaumgæfilega verið athugað að frekari frestur um endanlega afgreiðslu þess væri ástæðulaus, fyrst hafnar- stjórn nú féllist á. að láta þessa lóð undir lögreglustöðina. Tillaga kommúnista var felld með 6 atkv. gegn 8. Rýr afli síðasta FRÉTTIR úr nokkrum verstöðv- um 16.—31. marz: ÞORLÁKSHÖFN Frá Þorlákshöfn róa 7 bátar meg net, gæftir hafa verið stirð- ar, en þó hafa almennt verið farn ir 13 róðrar á þessu tímabili. Afli hefir verið 480 smál. í 93 róðr- um eða fremur rýr og mun lak- ari en fyrri hluta mánaðarins. Heildarafli bátanna það sem af er vertíðinni er 1501 smál. í 232 róðrum. Á sama tíma í fyrra nam heildaraflinn 1267 smál. í 245 róðrum. Aflahæsti bátur hefir um 280 smál. EYRARBAKKI Þaðan róa 4 bátar með net. Gæftir hafa verið mjög slæmar og afli rýr. Flest hafa verið farn- ir 10 róðrar. Afli bátanna á tíma- bilinu er 84 smál. í 33 róðrum. Heildarafli bátanna á vertíðinni er um 304 smál. í 99 róðrum. Á sama tíma í fyrra nam heildar- aflinn 455 smál. í 138 róðrum. STOKKSEYRI Þaðan róa 5 bátar með net, hafa gæftir verið slæmar og afli rýr. Flest hafa verið farnir 11 róðrar. Afli bátanna á tímabilinu er 112 smál. í 46 róðrum. Heildar- aflinn á vertíðinni er 319 smál. í 104 róðrum. Á sama tíma í fyrra nam heildaraflinn 571 smál. í 169 róðrum. byggingar íbúða hafa nú verið gefnar frjálsar og ríkisstjórnin hefir í undirbúningi víðtækar til- lögur um frambúðarlausn á fjár- öflun til íbúðabygginga. Það verður því fjarstæðara með ári hverju að lögfesta heim- ild til jafn víðtækra réttarskerð- inga og felast í nefndu frv. um húsaleigu. Lögfesting slíkra á- kvæða getur leitt til þess eins að draga úr framboði leiguhús- næðis og auka þannig húsnæðis- vandæðin." BRUN ATR YGGING ARN A R Dr. Björn Björnsson flutti mjög fróðlegt erindi um þróun bruna- varna og brunatrygginga í Reykjavík. Urðu um málið all- miklar umræður, en engin álykt- un gerð, heldur ákveðið að halda annan fund um málið. Nýi! safn a! velnaiar og úlsaumigerBum NÝLEGA er komin í nokkrar bóka- og hannyrðaverzlanir hér í bænum mappa með 10 gömlum vefnaðar- og útsaumsgerðum sem frk. Halldóra Bjarnadóttir, rit- stjóri Hlínar hefir safnað saman á ferðum sínum víðsvegar um landið. Þarna er um að ræða glitsaum- og glitvefnaðargerðir, á stólsessum, gólfábreiðum o. fl. Þar eru og nokkur smámunstur úr hundrað ára gamalli munstra bók frá Fjarðarhorni í Hrútafirði. Er mikill fengur að munstrasafni þessu, þar eð mjög er sennilegt að sum þeirra kynnu að hafa glatazt, ef frk. Halldóra hefðí ekki haldið þeim til haga. Mappan kostar 10 krónur og er til sölu í bókaverzlunum Isa- foldar í Austurstræti og Norðra í Hafnarstræti og hannyrðaverzl- ununum Refill í Aðalstræti og Baldursbrá á Skólavörðustíg. hálfan mámiðiim STYKKISHÓLMUR Frá Stykkishólmi róa 7 bátar með línu. Gæftir hafa verið góð- ar og afli allgóður. Flest hafa ver ið farnir 13 róðrar. Aflinn á tíma bilinu nemur 615 smál. í 71 róðri. Beitt hefir verið ýmist með loðnu eða síld. Heildaraflinn á vertíð- inni er 1571 smálest í 241 róðri. A sama tíma í fyrra nam heildar- alfinn 782 smál. Aflahæsti bátur á vertíðinni hefir um 290 smál. ÓLAFSVÍK Þaðan róa 8 bátar með línu. Gæftir hafa verið góðar, en afli tregari síðari hluta mánaðarins. Flest hafa verið farnir 12 róðr- ar. Á tímabilinu er afli bátanna 824 smál. í 83 róðrum. Heildar- afli á vertíðinni er 2695 smál. í 328 róðrum. Á sama tíma í fyrra nam heildaraflinn 1095 smál. s 281 róðri. Aflahæsti bátur hefir 474 smál. í 52 róðrum. GRUNDARFJÖRÐUR Þaðan róa 4 bátar með línu. Gæftir hafa verið góðar og afli allgóður, nema síðustu viku mjög rýr. Afli bátanna á tímabilinu ér 430 smál. í 48 róðrum. Heildar áflinri á vértiðinni er 1628 smál. í 102 róðrum. Á sama.tíma í fyrra nam heildaraflinn 681 smál. í 191. róðri. Aflahæsti bátur hefir 471 smál. í 52 róðrum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.