Morgunblaðið - 02.04.1954, Qupperneq 11
Föstudagur 2. apríl 1954
MORGVNBLAÐIÐ
11 I
Sveinn Yiafússcn
SEXTUGUR er í dag, Sveinn Vig
fússon, verkstjóri, Felli í Breiðu-
víkurhreppi á Snæfellsnesi.
Sveinn er fæddur á Litlabæ á
Álftanesi, sonur hjónanna þar,
Vigfúsar Benediktssonar, sjó-
manns og Gíslínu Jónsdóttur.
Snemma, eða um 14 ára að aldri
fór Sveinn til sjós á skútum með
íöður sínum og hélt því starfi
áfram og lengst af sem yfirmat-
sveinn á togurum þar til 1941
að hann gerðist verkstjóri hjá
'Vikurfélaginu h.f. við námu-
reksturinn á Snæfelisnesi.
Sveinn er hinn traustasti mað-
ur í hvívetna, áhugasamur og
úrræðagóður í verkstjórastarfinu
sem og öllu því, sem til fram-
fara horfir. Giiftur er Sveinn
Sveinínu J. Loftsdóttur, systir
Jóns Loftssonar forstjóra og
beirra systkina, greindri og mynd
arlegri konu. Hafa þau eignast
eitt barn, mjög efnilegan dreng,
sem þau misstu á unga aldri.
Hinir mörgu vinir og kunningj
ar Sveins og_þeh’ra ’njóna á Felli
færa bonum og konu hans hjart-
anlegustu hamingjuóskir á þass-
um afmælisdegi har.s.
Kunnugur.
Lára I. Lárusdéitir
Bræðrabor^arstíg 15
In meniorian
Kæra Lára, leyf mér nú um stund
að leita þín á minninganna grund.
Og þó að dauðinn hafi háð sinn dóm,
um helga minning gróa fögur blóm.
Ég lengi bý að brosi þínu og trú
og blessun þeirri, er sífellt veittir þú.,
Göfugt eðli var þín vöggugjöf
vermt af júnísól við norðurhöf.
Sólu skírð var sál þín ljúf og blíð
og sendi frá sér geisla alla tíð.
Þín ástúð var sem indælt, heiðríkt vor,
sem öllum létti hvers kyns þungbær spor.
Þú óskastundir áttir vinum með
við óð og söng og dýrmætt, Ijóðrænt geð.
Þú skildir vei, að andinn á sinn rétt,
. þótt engin skylda sé til hliðar sett.
Gjöful sál með guðdómseðli sitt
var gullið, fagurt aðalsmerki þitt.
Ég veit ei slíkan ljóma um marga menn
af manngæzku og fórnarlund í senn.
Þó ber þig hæst í hjálp við hruman vin,
hjarnrek lífsins, brotinn, veikan hlyn.
Þar var stór þinn sigur, styrk þín önd,
og stærri en þeirra, er vinna ríki og lönd.
Leifur Eiríksson.
Ljóð þetta birtist í Mbl. s.l. miðvikudag, en þá birtist röng mynd
með því. Eru viðkomendur beðnir afsökunar á þeim mistökum.
2 herbergja
frekar lítil, á góðum stað í Austurbænum (innan Hring-
brautar) til sölu. — Vægt verð, en mikil útborgun
æskileg. — Tilboð, er greini útborgunarmöguleika og
fjölskyldustærð, sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld,
5. þ. m., merkt: „2 herb. íbúð — 233“.
flL LE
í Vogunum 4 herb. og eldhús í haust, ibúðin er í port-
byggðri rishæð. — Sá, sem getur nú þegar greitt fyrir-
fram húsaleigu, eða útvegað lán, sendi tilboð merkt:
,,Nú þegar — 238“, til afgr. blaðsins fyrir 7. anvíl.
Frú Una Einarsdófttr
sexlug
KÆRA vinkona! Er það tilfell-
ið að þú sért að leggja upp í
nýjan áfanga? Jú líklega er það
svo samkvæmt kirkjubókum
Hraungerðissóknar átt þú afmaeli
í dag, 2. apríl.
Fljótur er tíminn að snúa
snældu sinni, eða finnst þér ekki
tiltölulega stutt síðan við iékum
okkur saman að legg og skel á
Arnarstaðatúninu. Ekki voru leik
föngin mörg né kostbær, en þrátt
'yrir það vorum við ánægð með
tilveruna, og hugðum gott. til
ókominna ára, að hætti bernsk-
unnar.
Og tilfellið er, að lífiö hefur
farið vel með okkur. Hafa von-
ir þínar ekki ræst að miklu leyti?
Ég held að heimilið á Vatnsstíg
10 beri þess ljósan vott í dag, þar
hefur framtak og myndarskapur
húsfreyjunnar og húsbóndans
haldist í hendur. Þar hefur vinur
minn Magnús Jónsson hú„asmíða
meistari byggt upp hlýtt og yndis
legt heimili, og afmælisbarnið
hefir lagt til sinn hlut að prýða
og fegra þetta hlýja og skemmti-
lega inni, og skapað manni sín-
um og börnum þar þeiira há-
borg á þessari jörð.
Þá hafa gestir og gangandi
fengið þar góðar móttökur, um
það get ég og mitt fólk best
borið, við höfum átt þar okkar
annað heimili, um margra ára
bil.
Fyrir þetta höfum við hjónin
og synir okkar svo ipikið að
þakka, því við höfum aldrei haft
tækifæri til að veita ykkur neitt
það, er heitið geti’r endurgjald,
enda er ekki hægt að endurgjalda
svo mikla elskusemi og hlýhug,
sem ávalt auðkennir mottökur
er gestir verða aðnjótandi hjá
þeim hjónum Unu Einarsdóttur
og Magnúsi Jónssyni.
Guð blessi afmælisbarnið, og
allt hennar heimilisfólk og ást-
vini. — Liðið heil.
J. B. G. & S. K. S.
HARMONIKA
og CLARINETT
Vel með farin Hohner har-
monika, 120 bassa; verð kr.
1500,00. Einnig Selmer
klarinett, nýuppgert; verð
kr. 2000,00. Til sölu og sýn-
is í Músikbúðinni, Hafnar-
stræti 8.
IMiðsltöðvar-
ofr&ar
Hreinsum miðstöðvarofna.
Hreinsunin er framkvæmd
með sérstakri efnablöndu
undir eftirliti efnaverkfræð-
ingsins Svavars Hermanns-
sonar. Hringið í síma 6060.
¥
Fæst
hjá
okkur
með
afborgun-
arskil-
málum
Véla- og
raftækja-
verzlunin
Bankastræti
10.
Sími 2852.
íumm |
TIL SÖLIJ I
Tvær sjö herbergja íbúðir ásamt stórri ■
risíbúð til sölu á góðum stað í bænum, ■
milliliðalaust.
Þeir, sem hefðu áhuga á einstakri ,búð eða ölium, :
sendi tilboð til afgr. Morgunbl. fyrir n. k. fimmtu- j
dag, merkt: X —- 239. ■
Köfum fengið
#
nokkur stvkki af Termókönnuhylkjum (Plastic), sem við
munum afgreiða meðan birgðir endast til fólks, et á sín-
um tíma keypti Plastic-Termókönnur hjá okkur, en hafa
sprungið.
Fólk verður að hafa með sér sprungnu könnurnar.
Verzlun B. H. Bjarnason.
Til fermingargjafa:
Kommóður, saumaborð, skrifborð, lestrarborð og >
margskonar önnur húsgögn í fjölbreyttu úrvali.
Húsgagnaverzlun
Guðmundar Guðmundssonar.
Laugaveg 166
Ungur maður
óskast til afgreiðslustarfa í bílaverzlun. — Uppl.
gefur Gunnar Vilhjálmsson, Laugavcg 118. — Uppl.
ekki géfnar í síma.
Rafsuðumaður og
rennrjmiður
óskast nú þegar til starfa á verkstæði voru.
Vélasjóður. Sími 7343.
4 BEZT AÐ AUGLYSA
í MORGUNBLAÐINU
■» ■ Ll »HJJ ■A14JL1M.I , A Wi/M1-1 A A MAMAMJAW.UM'JL'AM.** * * M1 •