Morgunblaðið - 03.04.1954, Page 6

Morgunblaðið - 03.04.1954, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. apríl 1954 KlÆÍS'ffö ISIl ■Q"u,QDB Viðgerð á biireið tók 21 mánuð vegna skorts á varahlutum í hana VIÐ yfirlestur á nýdæmdu Hæsta réttarmáli rifjast upp fyrir manni þeir vandræðatímar sem gengu yfir þjóðina fyrir nokkrum ár- um, þegar skortur var á öllum þeim hlutum er til þurfti í menn- ingarþjóðfélagi. í málinu segir frá viðgerð á bifreið sem drógst von úr viti, af því að varahlutir voru ófáanlegir með öllu. Þetta mál er aðeins eitt dæmi af ótrú- lega mörgum, sem sýna hve mik- ið tjón og erfiðleika vöruskort- urinn bakaði hundruðum og þúsundum einstaklinga þjóð- félagsins. MIKILL SEINAGANGUR Á VIÐGERÐ Síðari hluta janúar-mánaðar 1950 kom Jóhannes Bjarnason, verzlunarmaður, Drápuhlíð 19, bifreið sinni R-4209 til viðgerð- ar í bifreiðaverkstæðinu Stilli. Var svo um samið að gera skyldi við það sem þyrfti í bifreiðinni. Bifreiðin var allt árið á verk- stæðinu og var oft fundið að seinaganginum. Jóhannes sneri sér til lögmanns eins og eftir að hann hafði krafizt þess að við- gerð yrði lokið, var bifreiðinni loks skilað þann 3. marx 3 951. GAMLIR IILUTIR í GÍRKASSA Jóhannes greiddi viðgerðar- kostnaðinn nærri 12 þúsund kr. en með fyrirvara um endur- greiðslu, ef hann kynni að hafa ofgreitt. Er farið var að aka bifreiðinni kom í ljós óeðlilegur hávaði í gírkassanum. Fékk Jóhannes tvo menn til að láta í ljósi álit sitt um betta. Þeir töldu að í gírkassann hefðu venð sett- ir gamlir og notaðir vélarhlutar, sumir alveg ónothæfir. OFGREIDDUR VIÐGERÐ- ARKOSTNAÐUR Tók Jóhannes nú að hugsa til hreyfings í málinu. Hann fékk dómkvadda menn til að meta viðgerðarkostnaðinn, sérstnklega að því er varðaði vinnureikn- inga. Töldu þeir að hæfilegur viðgerðartími væri 191 vinnu- stund og gjald fyrir þá vinnu ætti að vera kr. 3,751,24. Þennan lið hafði verkstæðið reiknað sér kr. 5,436. 36. Taldi Jóhanr.es því að hann hefði ofgreitt kr. 1,705,12 og krafðist endurgreiðslu þeirra. Þá lét hann meta hv3 mikið myndi kosta að taka í burtu hina ónothæfu hluti úr gírkassanum og setja nýja í staðinn. Reiknað- ist matsmönnum svo til, að það kostaði kr. 2,738,50. Krafðist Jó- hannes endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar. DRÁTTURINN STAFAÐI AF V ARAHLUTASKORTI Að lokum krafðist Jóhannes skaðabóta fyrir það, að bifreiðin hefði verið óhæfilega lengi til viðgerðar. Afhenti hann Stilli bifreiðina í janúar 1950 en fékk hana ekki fullviðgerða fyrr en í september 1951. Taldi hann að hæfilegur viðgerðartími hefði verið tveir mánuðir. Bifreiðina kvaðst hann nota við akstur í þágu verzlunar sinnar. Telur hann tjón sitt af notkunarmissi nema kr. 20,00 á dag eða sam- tals kr. 9,960 fyrir allt timabil- ið. Bifreiðaverkstæffið Stillir mótmælti þcssari síffustu kröfu. Taldi þaff, aff enginn óefflilegur dráttur hefffi orffiff á viffgerffinni. Ástæðan til þess aff hún hafi dregizt nokkuff !hafi verið sú að ógerlegt hafi veriff aff fá varahluti í bifreiff- ina, en á því geti viffgerffar- verkstæðiff ekki boriff ábyrgff. DÓMUR Undirréttur féllst á þau andmæli Stillis. Hinsvegar taldi undirréttur ljóst að Jó- hannes hefffi misst af notum bifreiffarinnar nokkurn tíma vegna þess að viffgerff á gír- kassa var gölluff. En með hliff- sjón af því að Jóhannes virff- ist lítiff nota bifreiffina taldi rétturinn hæfilegar bætur fyr- ir dráttinn kr. 200,00. Auk þess féllst rétturinn á kröfu Jóhannesar um endurgreiðslu á ofgreiddum viffgerffarkostn- affi og kostnaffi viff endurvið- gerff iá gírkassa, og dæmd verkstæffiff Stilli til aff greiffa Jóhannesi samtals kr. 4,643,62. Hæstiréttur staðfesti þann dóm. Dómari einn í undirrétti fór með málið. Hæstiréttur taldi að í þessu máli hefði verið rétt að héraðsdómari hefði kvatt sér- fróða meðdómsmenn til dóm- setu. Amarfjarðarvegur - AHiufjasemd frá vegamálaslióra í TILEFNI af samtali í Morgun- blaðinu 1. þ.m. við Lýð Jónsson, umsjónarverkstjóra á Þingeyri, vill vegamálaskrifstofan upplýsa sem hér greinir: Nokkur undanfarin ár hefur verið rætt um ýmsar leiðir til að koma Vestfjörðum í samband við aðalvegakerfi landsins. Hefur verið farið víða um hálendið til athugana. Fyrst var stungið upp á að fara af Þorskafjarðarheiði vestur fjöll og um Glámuhálendið sunnan og vestan við Glámu (aldrei yfir Glámu) vestur á Hrafnseyrarheiði. Er vegamála- skrifstofan tók málið til rann- sóknar og margar leiðir höfðu verið athugaðar, var heppileg- asta leiðin tölin frá Barðastrand- arvegi upp úr Vatnsdal norður til Arnarfjarðar. Er þar styttst yfir fjöll að fara, auk þess lægra yfir sjó og nær byggð heldur en leiðir yfir hálendið, einnig reynd ist vegstæðið miklu betra. Var vegstæði þetta ákveðið í aðal- dráttum í fyrra sumar. Ekki er rétt að telja að ágreiningur um leiðir, hvorki Glámuleið eða aðra, hafi tafið framkvæmd þessara vegabóta, en þarna var í sumar unnið fyrir 125 þús. kr. og fyrir- hugað er að vinna fyrir 250 þús. kr. á næsta sumri. Nýlega var í samráði við verkstjórann gengið frá áætlunum um áframhald vegagerðar í Arnarfjarðarvegi, næstkomandi sumar, frá Hrafns- eyri inn með Dýrafirði. Fram hafði komið sú hugmynd að hefja vegagerðina sunnan fjarðarins og nota þangað bílferju frá Hrafns- eyri, en að athuguðu máli þótti það ekki ráðlegt. Ferjuprammi er nú á Bíldudal og má nota hann til flutnings á bifreiðum yfir Arnarfjörð, þar til fyrirhugaður Arnarfjarðarvegur verðu sumar- fær suður til Barðastrandar, og komast þannig í samband við að- alvegakerfið, þegar síðasti spotti Barðastrandarvegar verður fær, sem jafnvel getur orðið seint í sumar. 100. kappróður milii Oxford og Cambridge Kappróðrabátarnir nálgast mark og lítiff bil á milli þeirra. « IDAG fer fram hundraðasta róðrarkeppni milli háskól- anna í Oxford og Cambridge. Þetta er einn vinsælasti iþrótta- viðburður Breta. Kringum keppn ina er að vísu ekki svo skefjalaus gróðastarfsemi eins og getraun- irnar kringum knattspyrnukeppn ir og engin veðmál eins og á veðreiðurri Keppendurnir eru ungir og lífsglaðir stúdentar, átta á hvorum bát, sem hafa enga fjárhagslega hagsmuni af því að sigra, en leggja sig alla fram fyrir heiður skóla síns. Þessvegna hef- ur þessi keppni yfir sér einhvern hugljúfan og frjálsmannlegan svip sem laðar áhorfendur að. VANDI AÐ SPÁ UM ÚRSLIT í 99 undanförnum kappróðrum hefur Cambridge unnið 54 sinn- um, Oxford 44 og einu sinni voru báðír jafnir. Og hverju spá menn um úrslitin nú? Vandi er um slíkt að spá, því að keppendur eru sitt hverjir sitt hvert ár, þeir leiða hvergi saman hesta sína fyrr en á úrslitastundu og reyna að halda leynd yfir æfingum sínum. I fyrra leyfðu íþróttafréttarit- arar sér að spá sigri Oxford. En úrslitin uðu að Cambridge vann með glæsilegum yfirburðum, það er að segja með átta bátslengd- um. FYRSTU ÁRIN Upphafsmaður róðrarkeppninn ar var Charles Wordsworth, frændi hins fræga ljóðskálds Breta. Hann var Oxford-maður, en fór í páskafrí 1829 til Cam- bridge, kynntist þar nokkrum góð um ræðurum, myndaði með þeim róðrarlið og skoraði síðan á Ox- forð-menn til keppni. Stúdentarnir voru fyrstu árin á hrakhólum með keppnisstað. Það hefur alltaf verið róið á Thames-fljóti, en stundum hafa aðrar skipagöngur orðið til traf- ala. Fyrst íéll keppni niður nokk- ur ór, en síðan 1856 hefur hún farið fram á hverju ári. Nú er róið niður Thames-fljót frá Putney-brú til Chiswick-brúar. Farið er undir tvær brýr — Hammersmith-brú og Barnes-brú og eru tvær allkrappar sveigjur á leiðinni. Vegalengdin, sem ró- in er mælist 414 míla. Borgaryfirvöldin hafa nú grip- ið í taumana, eftir að róðrar- keppnin varð fyrir truflunum af völdum mikils bátafjölda. Eru siglingar um þennan spöl af fljót- inu bannaðar meðan á róðrar- keppni stendur. Þó hefur aðilum keppninnar verið heimilað að sigla á eftir ræðurunum í mótor- bátum. Sama leyfi hafa blaða- menn og bátur fljótalögreglunn- ar fylgist og með. ÞJÓÐSÖGUR UM FLOKKA- DRÆTTI Ýmsir skringilegir atburðir hafa gerzt í.sambandi við róðrar- keppnina. Heilar þjóðsögur hafa myndazt um flokkadrætti í sam- bandi vi^ jafntefiið 1877. En sann leikurinn er sá að þó mikið væri rifizt um úrslitin komu kepp- endur saman um kvöldið á há- skólasamkomu og föðmuðust í fulJkominni vináttu. Um tíma bar Oxford af í keppn inni. Sérstaklega var það undir lok síðustu aldar, þá unnu Oxford menn 9 keppnir í röð. Þessu undu Cambridge-menn sárilla. Og árið 1899 skáru þeir upp herör í há- skólum sínum og tókst með óskap iegum erfiðismunum að vinna, þó litlu munaði. HINIR GÖMLU GÓÐU DAGAR Á 20. öldinni hafa Cambridge- menn náð sér á strik, svo að þeir eiga nú fleiri vinninga. Er það harmað í Oxford og birtast að jafnaði á hverju ári fjöldi greina í skólablöðum Öxnafurðumanna, þar sem grátin er gömul tíð. ÞEGAR BÁTURINN SÖKK Síðustu ár hafa verið mjög söguleg í róðrarkeppninni. Það er nú t. d. árið 1951. Þá sökk Oxford-báturinn. Veðrið var svo vont, að menn voru mjög í vafa um hvort hægt væri að keppa. Og þó töldu menn ekki hægt að fresta því, vegna þess að mikill undirbúningur ræðara, lög reglu, borgaryfirvalda, naust tekin að láni, pantað húsnæði og veizlumatur til hátíðahaldsins um kvöldið. Svo að áhafnirnar ýttu bátunum á flot. Það sást greini- lega að áður en startmerkið var gefið kom allmikið vatn í bát Öxnafurðumanna og tveimur mínútum eftir að merki var gefið og bátarnir þeystu niður eftir fljótinu tók báturinn að síg^a hægt og hægt niður í kaldar voðir fljótsins. En ræðararnir gáfust ekki upp, fyrr en þeir hættu að geta lyft árunum upp úr vatninu og samstundis lágu þeir í vatn- inu upp að öxlum. Merki var gefið um að stöðva róðurinn og tveimur dögum síðar fór keppni fram að nýju. Sigraði Cambridge með 12 bátslengdum. Áhöfnin sem þá sigraði fór í keppnisferð til Ameríku og stóð sig frábærlega vel. Hún keppti við Harvard, Yale og Massachus- etts háskólana og sigraði þá alla. Árið eftir tókst Oxford þó að hremma sigurinn en misstu hann aftur síðastliðið vor. ÞÚSUNDIR ÁHORFENDA Kappróðurinn er orðinn fastur og ómissandi liður í ensku þjóð- lífi. Meðfram báðum bökkum Thames-fljóts safnast mikill manngrúi og starir á bátkænurn- ar tvær, sem fleyta kerlingar eft- ir vatninu. Og flestir áhorfendur hafa myndað sér skoðun um það hvorir þeir vilja að sigri. BrunaírygsÍRpr- frumvafpiS aftnr í NeSri deiid FRUMVARP það er þingmenn Reykvíkinga í Neðri deild flytja að beiðni 14 bæjarfulltrúa í Reykjavík af 15, um brunatrvgg- ingar húsa í Reykjavík hefur nú farið í gegnum Efri deild. Eins og kunnugt er gátu Framsóknar- menn, er hafa mjög lagst gegn hagsmunum Reykvíkinga í þessu máli, rekið fleyg inn í það í Neðri deild, þannig að blandað var saman óskyldum atriðum er gerðu málið flókið. Efri deild hefur nú fært það aftur í sitt fyrra horf, að við- bættri grein er tryggir á ótví- ræðan hátt hagsmuni alls al- mennings í Reykjavík í þessum efnum. Gerðu Framsóknarmenn í Efri deild tvívegis lævísa til- raun til að tryggja SÍS-hagsmuni í málinu. En þeim atlögum var hrundið. Nú fer málið til einnar um- ræðu í Neðri deild, og vonandi verða þingmenn þar við ósk 14 bæjarfulltrúa Reykvíkinga. Spænskir fangar látnir lausir. MADRID — Rússneska stjórnin hefir látið lausa 286 spænska stríðsfanga þar á meðal hermenn úr „bláa herfylkinu", sem barð- ist með Þjóðverjum 1941—1843. Aiþjóða rauði krossinn hefir iengi unnið að lausn þessara mannp. Mikiff er vandaff til smíffi kappróðrabátanna, enda heill og heiður háskóla undir því kominn að vel takizt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.