Morgunblaðið - 01.05.1954, Síða 16

Morgunblaðið - 01.05.1954, Síða 16
Veðurútlif í dag; NA-kaldi, léttskýjað. 98. tbl. — Laugardagur 1. maí 1954 t.Haí Sjá grein Friðleifs L Friðriks- sonar á bls. 9. Kommúnisfar hindruðu ein- ingu um l.maí háfíðahöldin Æfluðu að beifa andsfæðinga sína skoðanakúgun INOKKUR undanfarin ár hefur orðið mikill ágreiningur í verka- lýðsfélögunum í Reykjavík um 1. maí ávarpið. Þessi ágrein- ingur hefur stafað af því, að kommúnistar og nokkur hluti Alþýðu- flokksins hafa sameinazt um það að gera 1. maí ávarpið að komm- únistísku áróðursplaggi, sem ekkert hefur átt skylt við hagsmuna- kröfur launþega. — En aldrei hafa þó kommúnistar gengið lengra í þessu efni en einmitt að þessu sinni, þar sem ávarp dagsins nú er fyrst og fremst samansafn af slagorðum hins alþjóðlega komm- únisma, og upptuggðum glamuryrðum Þjóðviljans. VtLDU RÁÐA EFNI RÆÐNANNA Kommúnistar kröfðust þess, að allir fulltrúar lýðræðissinna skrifuðu undir þetta ávarp og þeir gengu lengra. Þeir kröfðust þess einnig, að eá fulltrúi Sjálfstæðismanna er ftytti ræðu- 1. maí á útifundin- um, skuldbyndi sig til þess að tala í anda þessa ávarps og þar með "taka undir áróður alþjóðasam- bands kommúnista. Sjálfstæðismenn í 1. maí nefnd og í stjórn verkalýðsfélaganna höfnuðu með öllu þessari frá- leitu kröfu og neituðu að til- nefna ræðumann á þeim grund- velli að kommúnistar fengju að ráða nokkru um efni þeirrar ræðu, er fulltrúar Sjálfstæðis- manna flyttu. „EININGIN“ ER AÐ KOMMAR RÁÐI Niðurstaðan 'varð því sú, að kommúnistum tókst með einræð- isbrölti sínu að hindra einingu ura hátíðahöldin í dag og mun enginn Sjálfstæðismaður tala á útifundinum og margir lýðræð- issinnár í 1. maí nefnd og í stjórn um verkalýðsfélaganna ekki skrifa undir ávarp dagsins. Framkoma kommúnista í öll- um þessum málum er með end- emum og sýnir vel að hverju þeir stefna. Þeir ætlast til þess að þeir ein- ir fái að ráða því sem sagt er og gert, „eining“ þeirra byggist á því að andstæðingar þeirra láti í öllu stjórnast af þeirri stefnu, sem kommúnistar hafa til mál- anna að leggja í það og það skiptið og þjónar bezt þeirra ílokkshagsmunum. SKOÐANAKÚGUN Slíka skoðanakúgun munu launþegar almennt ekki sætta sig við og munu þessar vinnu- aðferðir kommúnista vissulega opna augu enn fleiri launþega fyrir því að hverju kommúnist- ar raunverulega stefna í verka- lýðsfélögum og þjóðfélaginu. Er vissulega leitt til þess að vita að kommúnistum skuli tak- ast margsinnis að hindra sam- starf launþega á þessum hátíðis- degi verkalýðsins vegna póli- tiskrar togstreitu og ofbeldis- kenndar. Það verður í framtíðinni að hindra það að pólitískum ævin- týramönnum takist að svívirða þennan hátíðisdag verkalýðsins með áróðri erlendrar ofbeldis- stefnu, sem vinnur að því að svifta alþýðuna frelsi. Tvær stutiar ferðir Ferðafélagsins Á MORGUN efnir Ferðafélagið til tveggja stuttra ferða. Verður önnur farin suður á Reykjanes, gengið verður um nesið og m. a. farið út í vitann. Lagt verður af stað kl. 9 frá Austurvelli. Hin ferðin verður út í Viðey. í hana verður lagt af stað kl. 1,30 frá Loftsbryggju við gömlu ver- búðirnar. Kvöldvðkum Fóst- bræðra fer fækkandi KARLAKÓRINN Fóstbræður hef ur undanfarið efnt til kvöld- skemmtana í Sjálfstæðishúsinu og hafa þær verið mjög vel sótt- ar. Næstkomandi sunnudag verður næsta kvöldvaka kórsins, í Sjálf stæðishúsinu. — Kvöldvökunum fer nú fækkandi og fer hver að verða síðastur að hlusta á þá félaga syngja og skemmta, en kvöldvökurnar eru mjög skemmti legar, og fjölbreyttar. Brennur ofan af fveim heimilum í Laugarnesbúðum Skálinn aklda er fólkiS vaknaði ELDSNEMMA í gærmorgun brann ofan af tveim fjölskyld Um í Laugarnesbúðum, er íbúðar- *káli gjöreyðilagðist af eldi og allt sem í honum var. AIls voru í skála þessum átta manns. Innbú heimilanna og skálinn var vá- tryggt. AIiELDA ER FÓLKIÐ VAKNAÐI Það var klukkan fimm sem fólkið vaknaði við að skálinn virtist alelda. — Allt fólkið bjarg aði sér út um gluggana á skálan- um og mátti ekki tæpara standa um að fólkið kæmist út óskaddað. Allt var það fáklætt upp úr rúm- unum og enginn tími var til að bjatga nokkru með sér. j Á skömmum tíma brann skál- inn allur að innan og allt sem í honum var, en skálabogarnir standa og bárujárnið hangir uppi. TVÆR SYSTUR BJUGGU ÞAR Tvær systur bjuggu í skálan- um, önnur þeirra Jóna Svanhvít Árnadóttir er með þrjú börn sín og hjá henni voru rosknir for- eldrar hennar. Systir hennar Ásta var með eitt barn sitt, en maður hennar Kristófer Kristjánsson, var ekki heima er þetta gerðist. Fólkið hefur orðið fyrir miklu tjóni, þó trygging á innanstokks- munum og skála bæti það að nokkru. Talið er ser.nilegt að kviknað hafi í út frá rafmagni. Magnús Jónsson heldur söngskemmtun á mánud. Hefur stundað söngnám á Italíu síðan 1951 MAGNÚS JÓNSSON tenórsöngvari ætlar að halda söngskemmt- un í Gamla Bíó á mánudaginn kemur. Hann hefur stundað söngnám í Mílanó síðan 1951 og er enda flestum kunnugur al ýmsum hljómplötum, sem hann hefur sungið inn á. Kall í veðri næslu daga Snjókoma norðan og austan lands. EFTIR HLÝINDIN að undan- förnu hefur nú kólnað allmjög hér á landi. f allan gærdag var frost norð-austan-Iands, en næt- urfrost hefur verið um allt Norð- urland og á Vesturlandi. Á Norð- austur-landi var nokkur snjó- koma í gær og föl á jörð. Kl. 6 í gærkvöldi var kaldast á Gríms- stöðum á Fjöllum, 6 stiga frost. Er líða tók á dag í gær tók að kólna meira hér sunnan lands. T. d. var 2 stiga frost á Kirkju- bæjarklaustri kl. 9 í gærkvöidi og hiti aðeins 2 stig hér í Reykjavík, en hafði verið 5 stig kl. 6. Má því búast við að frost hafi verið hér í nótt. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá Veðurstofunni i gærkveldi, var þá ekki sýnilegt að nokkuð hlýnaði hér í veðri næstu daga. „Pressu"-liðið vamt „úrvaiið” f GÆRKVELDI fór fram leikur í handknattleik miiii úrvalsliðs Reykjavíkurfélaganna og ,pressu‘ liðs, þ. e. liðs, sem íþróttafregn- ritarar blaðanna völdu úr hópi þeirra, sem ekki komust í úrvals- liðið. Leikar fóru þannig, að „pressu“ mennirnir reyndust hinum snjall- ari og unnu með 26:24, eftir mjög fjörugan og tvísýnan leik. Iv\ eiuiadeildiii gaf 25.300 kr. afmælisgjöf Á 24 ÁRA afmælisdegi Slysa- varnadeildar kvenna í Reykja- vík s.I. miðvikudag, afhenti frú Guðrún Jónasson, formaður kvennadeildarinnar, Guðbjarti Ólafssyni, forseta Slysavarnafé- lags íslands, samtals kr. 25,300,00 — sem afmælisgjöf frá deildinni og skyldu kr. 20.000,00 ganga tii greiðslu á nýju sjúkraflugvélinni en kr. 5,00,00 til kaupa á útbún- aði handa brimróðrabáti Slysa- varnafélagsins á Vopnafirði. A' SUNNUDAGINN kemur, 2. maí, verður í Háskóla íslands opnuð sýning, sem haldin er í tilefni af tveggja alda afmæli Columbiaháskólans í New York. Mun rektor Háskóla íslands, próf. Alexander Jóhannesson, opna sýninguna. VÍGORÐ SKÓLANS Sýningin á að segja í stórum dráttum sögu þeirrar baráttu, sem þjóðirnar hafa orðið að hefja fyrir þekkingarfrelsi og réttind- um til frjálsrar notkunar þekk- ingarinnar. Einmitt þetta hefur frá öndverðu verið vígorð Col- umbíaháskólans, sem er í tölu mestu háskóla Bandaríkjanna. — Um 9—10,000 stúdentar stunda árlega nám við háskólann, þar af er venjulega um tíundi hlutinn nemendur frá öðrum löndum. Á 27 MYNDASPJÖLDUM Sýningin er í fyrstu kennslu- FYRSTA SÖNGNÁM IIJÁ PÉTRI JÓNSSYNI Magnús skýrði Mbl. svo frá, að hann hefði byrjað 18 ára að læra Magnús Jónsson söng hjá Pétri Jónssyni og eftir nokkurra ára nám var hann einn þriggja nemenda Péturs, ásamt Guðmundi Jónssyni og Bjarna Bjarnasyni, sem héldu söng- Þessi bók Hösts hefir hvar- vetna vakið mikla og verðskuld- aða athygli, en hún hefir nú ver- ið gefin út í 13 þjóðlöndum og þýdd á 12 tungumál. stofu háskólans og samanstendur af 27 myndaspjöldum með skýr- ingartextum á íslenzku og auk þess liggur frammi fyrir gesti smá rit til enn frekari skýringar á sýningunni og efni hennar. Sýningin mun standa hér yfir í hálfan mánuð. — En samtímis eru slíkar sýningar, sem þessi haldnar í flestum löndum Vestur Evrópu og víðar út um heim. Sýningin verður opin daglega frá kl. 4—9 og á sunnudögum kl. 2—9 og er aðgangur ókeypis. Múrarar sagja upp MÚRARAFÉLAG Reykjavíkur hefur samþykkt að segja upp gild andi kjarasamningum við Múrara meistarafélag Rvk. að undan- genginni allsherjar atkvæða- greiðslu í félaginu í gær og i fyrradag. skemmtun sameiginlega með Pétri. Minnast menn hér í bæ3 enn þeirrar söngskemmtunar. í MÍLANÓ Magnús söng síðan um skeið I útvarpskórnum meðan hann var starfandi og í byrjun ársins 1951 fór hann til söngnáms á ítalíu, Þar hefur hann verið síðan að undanteknum stuttum sumarleyf- um, er hann hefur komið heim. Lengst af hefur Magnús verið í Mílanó. Hefur hann haft þrjá söngkennara og nú síðast kunnais söngvara að nafni Primo Mont- anari. Hefur Magnúsi líkað mjög vel við kennslu hans og hefur i hyggju að fara aftur til hans I haust. Meðan hann dvaldist á Ítalíu söng hann m. a. á einum stað hlutverk hertogans í Rigo- letto. I SÖNGSKEMMTUN ÁMÁNUDAG Á söngskrá Magnúsar í Gamla Bíó á mánudag kl. 7,15 eru m. a. gömul ítölsk lög (Cansonur), íslenzk lög m. a. eftir Kaldalóns3 Pál fsólfsson og Emil Thorodd- sen og aríur úr óperunum Louise Miller eftir Verdi og Cavalleria Rusticana eftir Mascagni. Það er Guðrún Brunborg, sem gefur þessa bók út, en Hjörtur Halldórsson hefir íslenzkað og búið undir prentun. Ágóðinta af sölu bókarinnar rennur til kaupa á tíu herbergjum fyrir ís- lenzka stúdenta í Stúdentaheim- ilinu að Sogni, en fyrir því mál- efni berst frú Brunborg nú. Per Höst hefir einnig tekið kvikmynd í ferðum sínum, og mun Guðrún Bunborg sýna hana hér í sumar. Fjallar myndin ura sama efni og bókin. Gafst blaða- mönnum kostur á að sjá þá kvik- mynd í gær og er hún mjög fróðleg og skemmtileg, ekki síz® dýralífsmyndirnar, sem eru að vissu leyti einstæðar í sinni röð. Skákeinvígið | KSISTNES VfFILSSTAÐIR 14. leikur Kristness: Dd8—Í6 J Columbíaháskóli efnir ti! sýningar í háskólanum Stórmerk bók eftir Per Höst komin út á íslenzku KOMIN er út á íslenzku hin stórmerka bók norska dýrafræð- ingsins og landkönnuðarins Per Hösts, „Frumskógar og íshaf“. en þar sem höfundurinn m. a. frá ferð sinni með selföngurum f Vesturísnum og kynnum sínum af indíánakynþáttum í landmæra- héruðum Panama og Colombla, sem voru því nær með öllu ósnortn- ir af menningu hvítra manna. í bókinni er mikill fjöldi ágætra mynda efninu til skýringar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.