Morgunblaðið - 08.05.1954, Page 4
1
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 8. maí 1954.
I dag er 128. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 9,35.
Síðdegisflæði kl. 21,57.
Næturlæknir er í Læknavarð-
#tofunni, sími 5030.
.• Næturvörður er í Laugavegs
Ápóteki, sími 1618.
Dagbók
□-
-□
• Veðrið •
í gær var norðaustan átt um
»111 land.
I Reykjavík var 3 stiga hiti kl.
L5,00, —1 stig á Akureyri, —2
»iig á Galtarvita og — 1 stig á
Dalatanga.
Mestur hiti hér á landi i gær kl.
.15,00 mældist á Loftsölum, 6 stig,
«og minnstur hiti — 5 stig á Gríms-
tfítöðum.
1 London var hiti 12 stig um há-
«degi, 10 stig í Höfn, 16 stig í
•París, 11 stig í Berlín, 8 stig í
Osló, 16 stig í Stokkhólmi, 5 stig
i Þórshöfn og 12 stig í New York.
□--------------------------□
• Messur •
á moi^un:
Dónikirkjan: Messa á morgun
lcl. 5 e. h. Séra Jón Auðuns. Þetta
■verður síðasta guðsþjónusta í
Dómkirkjunni um sinn, vegna þess
uið innan fárra daga verður byrj-
^ið að mála kirkjuna.
Iíúsiaðaprestakall: Messa fellur
■aiiður af sérstökum ástæðum. Séra
Gunnar Árnason.
Nesprestakall: Mesað i Mýrar-
fiúsaskóla kl. 2,30 e. h. Séra Jón
Thorarensen.
Laugarneskirkja: Messa kl. 11
•f. h. (Ath. breyttan messutíma).
Jléra Garðar Svavarsson. — Eng-
in barnaguðsþjónusta.
llallgríniskirkja: Messa kl. 11 f.
h. Séra Sigurjón Þ. Árnason.
Larvgholtsprestakali: Messa í
íjaugarneskirkju kl. 5 e. h. Merki
verða seld fyrir barnaheimilissjóð
þjóðkirkjunnar eftir messu. Séra
Árelíus Níelsson.
Háteigspreslakall: Fermingar-
messa í Dómkirkjunni kl. 11 árd.
Séra Jón Þorvarðarson.
Óhóði fríkirkjusöfnuSurinn:
Messa í Aðventkirkjunni kl. 2 e. h.
(Ath. breyttan messutima). Séra
Emil Björnsson.
Fríkirkjan: Messa kl. 5. Séra
Þorsteinn Björnsson.
Kaþólska kirkjan: Hámessa Og
ferming kl. 10 árdegis; lágmessa
Td. 8,30 árdegis.
Hafnarfjarðarkirkja: Messa kl.
72. Ferming. Séra Garðar Þor-
steinsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði: MeSSa
á morgun kl. 2. Séra Kristinn
■Stefánsson.
Reynivallarestakall: Messað
■verður að Saurbæ á Kjalamesi á
morgun kl. 2. Sóknarprestur.
Útskálaprestakall: Barnaguðs-
l>jónusta í Sandgerði kl. 11, að
títskálum kl. 2. Séra Guðmundur
<»uðmundsson.
Grindavík: Messa kk 2 e. h.
-«éra Jón Á. Sigurðsson.
Keflavík: Barnaguðsþjónusta
kl. 11 f. h. (Síðasta barnaguðs-
þjónusta vetrarins).
Innri Njarðvíkurkirkja: Messa
W. 2 e. h. Séra Björn Jónsson.
Skeggjagötu 13, Reykjavik, og
Steinn Guðmundsson, iðnnemi, frá
Vestmannaeyjum. Heimili ungu
hjónanna verður að Skeggjagötu
13.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Helga Þórar-
insdóttir, Miðtúni 30, og Donald
M. Sparrów, Cleveland, Ohio.
méá
Hjónaefni
Nýft sport á uppsigtingu
Bruðkaup
t dag verða gefin saman i hjóna-
fband af séra Jóni Thorarensen
'ungfrú Helga Svala Sigurðar-
■<lóttir Jónssonar skólastjóra Mýr-
arhúsaskóla og Þorbjöm Karlson
-verkfræðingur, Víðime! 60. Brúð-
Tijónin fara flugleiðis til Hamborg-
*ar á morgun. Heimili ungu hjón-
tanna verður að Víðimel 60.
1 dag verða gefin saman í hjóna-
Tiand af séia Jóni Auðuns ungfrú
<5uðrún Jónsdóttir og Ingólfur
■Sigurbjörnsson, Bárugötu 23.
Gefin hafa verið saman í hjóna-
l>and af séra Jóni Auðuns ungfrú
Ásgerður Kristín Sigurðardóttir
og Júlíus Óskar Halldóisson,
fitarfsmaður strætisvagnanna,
Hverfisgötu 16.
Ennfremur ungfrú Lilja B.
Guðnadóttir, Bjargarstíg 5, og
"VVilliam Mitchell, undirforingi í
T>andaríoka flughemum.
í dag verða gefin saman í hjóna-
3>and af séra Jakobi Jónsyni ung-
frú Guðbjörg Soffía Petersen,
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Áslaug Guðrún Torfa-
dóttir, Halldórsstöðum í Laxárdal
í Suður-Þingeyjarsýslu, og Þor-
steinn Svanur Jónson húsasmiður,
Álfhólsvegi 58, Kópavogi.
1. maí opinberuðu trúlofun sína
ungfrú Johanna Becher, Sólvalla-
götu 11, og Karl Eldar, bifreiðar-
stjóri hjá Tóbakseinkasölu ríkis-
• Flugferðir •
Loftleiðir h.f.:
Hekla, millilandaflugvél Loft-
leiða, er væntanleg til Reykjavík-
ur kl. 11,00 í fyrramálið frá New
York. Gert er ráð fyrir, að flug-1
vélin fari héðan kl. 13,00 til
Stafangurs, Oslóar, Kaupmanna-
hafnar og Hamborgar.
Flugfélag íslands h.f.:
Innanlandsflug: í dag er áætl-
að að fljúga til Akureyrar (2 ferð-
ir), Blönduóss, Egilsstaða, ísa-
fjarðar, Sauðárkróks, Siglufjarð-
ar, Skógasands og Vestmannaeyja
(2 ferðir). Á morgun eru ráðgerð-
ar flugferðir til Akureyrar (2
ferðir), Skógasands og Vestmanna
eyja.
Millilandaflug: Gullfaxi fór til
Oslóar og Kaupmannahafnar í
morgun og er væntanlegur aftur
til Reykjavíkur kl. 18,00 á morgun.
• Blöð og tímarit •
Tímaritið Samtíðin, maíheftið
er komið út og 'flytur m. a. þetta
efni: Samtal við I. Blicher-Hansen
forstj. í Khöfn um listmiðlun. Sam-
tal við Jón Pál Halldórsson á
Isafirði um flúgmál og hina sí-
vaxandi loftflutningaþorf. Kvenna
þættir eftír Freyju. Dulræn smá-
saga eftir Stefán J. Loðmfjörð og
framhaldssaga, er nefnist: Aðvör-
un frá framliðnum. Þá er upphaf
að samtalsþáttum eftir Sonju, sem
hún kallar: Þriðja víddin. Bridge-
þáttur eftir Árna M. Jónson. Lyft-
urnar 100 ára. Maður og kona
(frægar ástarjátningar). Kjörorð
frægra manna. Skopsögur o. m. fl.
Æskan, 3.—4. tbl., er nýkomin
út. Efni er m. a. grein um biskup-
inn yfir Islandi, herra Ásmund
Guðmundsson, grein um það,
hvernig aprílverðið varð til, fram-
haldssagan, Falinn fjársjóður,
ÞESSA dagana er kartöflum ekið í sjóinn í tonnatali. Þykir það
nýstárlegt sport, enda áður óþekkt, að kartöflur hafi verið
ræktaðar hér á landi til annars en manneldis.
Menn reyndu hér forðum að rækta það, sem þeir gátu,
og ræktuðu til dæmis grænmeti — sem þeir átu!
Og mörgum þóttu þá kartöflur kostafæða.
Um kartöflurækt sem sport heyrðist enginn ræða.
En nú er vor menning í miklu glæstari sniðum,
og metin þúsundfölduð á öllum sviðum.
Því áður lét fólkið einungis pund sitt grafið.
Nú aka menn þúsund kartöflutunnum í hafið.
B-r.
sagan Hann sat kyrr, þá er bréf
frá Snata, úr endurminningum
Steingríms Arasonar, og margt
fleira er í ritinu.
Bláa ritið, 4. hefti, er nýkomið
út. Efni er m. a. smásagan 3
rauðar rósir, Lifandi periskop,
saga úr stríðinu, Hliðargatan,
smásaga, Tvær andstæður, smá-
saga, verðlaunagetraun o. fl.
Haukur. Maíhefti heimilisblaðs-
ins Hauks er komið út. Blaðið
birtir forsíðumynd af forseta ís-
lands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni,
og grein um forsetann sextugan.
Þá eru einnig myndir frá forseta-
förinni. Smásaga, Sáttasemjarinn,
gamlar selvisur, kvæði eftír Guð-
mund Frímann. Ég ók yfir barn í
ölæði, frásögn eftir erl. höf. Kerl-
ingin og fiskurinn, sænskt ævin-
týri. Yfirlæknirinn, smásaga,
grein um frægustu dansmey ald-
arinnar, listamannaþáttur Hauks,
Orðan, smásaga, Baujuvaktin, Ijóð
við, vinsælt dægurlag, Úr víðri ver-
öld, Gaman og alvara og ýmislegt
fleira skemmtilegt lestrarefni.
Ljósberinn. Maíblað Ljósberans
er komið út. Efni blaðsins er:
Kirkjuklukkurnar í Heiðarbæ,
smásaga, Þrátt fyrir ofsóknir, bál
og brand, frásögn um William
Tyndale, Sekur eða saklaus, fram-
haldssaga frá Afríku. Sögurnar
hennar mömmu og ýmislegt fleira.
Skinfaxi, tímarit Ungmennafé-
Iags Islands, er kominn út. Efni
er m. a. grein um norrælit æsku-
Iýðsmót á Laugarvatni, viðtal við
Helga Guðmundson um hópferð
U.M.F.Í. til Norðurlanda næsta
sumar, íþróttagreinar og margt
fleira.
Lokadagurinn
í Hafnarfirði.
Eins og undanfarin ár ætla
Hraunprýðiskonur í Hafnarfirði
að efna til kaffisölu á lokadaginn,
11. maí, í Sjálfstæðishúsinu og
Alþýðuhúsinu. — Félagskonur og
aðrir velunnarar félagsins eru vin-
samlega beðnir að koma kökum
og öðrum gjöfum í Sjálfstæðis-
húsið á mánudagskvöld, eftir kl. 8
síðdegis.
K.F.U.K.
Kristniboðsflokkur K.F.U.K.
hefur kristniboðsamkomu í húsi
félaganna kl. 8,30 í kvöld, til á-
góða fyrir kristniboðið.
Hraunprýðiskonur
í Hafnarfirði
halda dansleik í Alþýðuhúsinú í
kvöld kl. 9.
Með Gullfossi
Meðal farþega með Gullfossi
hingað til lands í gær var frú
Bodil Begtrup, sendiherra Dana.
Keflvíkingar! —
Njarðvíkingar!
Munið aðalfund karladeildar
Slysavarnafélagsins í Keflavík
og Njarðvik, sem er á morgun kl.
5 e. h. í félagsheimili kvenfélags-
ins í Keflavík.
Garðræktendur í Reykjavík.
Útsæðis- og áburðarsalan í
Skúlatúni 1 er opin daglega kl.
3—6 e. h.
Húsmæðrafél. Reykjavíkur.
Síðasta saumanámskeið félags-
ins byrjar mánudagirm 10. maí
kí. 8 e. h. í Borgartúni 7. Þær
konur, sem ætla að sauma, fá all-
ar frekari upplýsingar í símum
1810 og 5236.
Sólheimadrengurinn.
Afhent Morgunblaðinu: G. S.
50 krónur.
Fólkið, sem brann hjá
í Laugarnescamp.
Afhent Morgunblaðinu: G. S.
100 krónur; Guðrún 50 kr.
tJtvarp
12,50 Óskalög sjúklinga (Ingi-
björg Þorbergs). 18,30 Útvarps-
saga barnanna: „Vetrardvöl í
sveit“ eftir Arthur Ransome;
XVII. (Frú Sólveig Eggerz Pét-
ursdóttir þýðir og flytur). 19,30
Tónleikar: Samsöngur (plötur).
20,20 Leikrit: „Melkorka“ eftir
Kristínu Sigfúsdóttur, með söng-
lögum eftir Björgvin Guðmundson.
Leikfélag Akureyrar flytur.
Leikstjóri: Ágúst Kvaran. 22,20
Danslög (plötur). 24,00 Dagskrár-
lok.
Nýkomnir
hjélbarðar
í stærðunum 6.00x16 — 6.50x16
Hjdlbarðinn h.f.
Hverfisgötu 89
á •joi hddoh •
■livni
SVEFIMSÓFI
til sölu.
Uppl. í síma 4898.
Túnþökur
til sölu. — Uppl.
í sáma 82359.
Austin 12
model ’39, í góðu lagi, til
sölu. Uppl. í Boston, Lauga-
vegi 8, eftir kl. 2 í dag.
Spíraðar
úisæðis-
kartöflur
til sölu í kössum. Hringið í
síma 6035 kl. 6—8 í kvöld
og annað kvöld.
Hreingeirninga
kona
óskast til að gera hreinar
skrifstofur í miðbænum. —
Upplýsingar í sima 82885
eða 82975.
Sumarbústaður
Til sölu er gott hús og part-
ur úr jörð á fallegum stað.
Mætti nota fyrir sumarbú-
stað. Veiðiréttur getur fylgt.
Umsóknir skulu sendar til
Mbl. fyrir sunnudagskvöld,
merktar: „Sumarbústaður
— 996“.
Vantar vinnu
Ungan reglusaman mann
með bílpróf vantar vinnu.
Langur vinnutími og gott
kaup æskilegt. Margt kem-
ur til greina. Tilboðum sé
skilað til Mbl. fyrir sunnu-
dagskvöld, merktum: „Bíl-
stjóri — 967“.
Röskur og áreiðanlcgur
sendisvoinn
óskast.
Uppl. í síma 2761.
Akurnesingar
IbúS óskast sem fyrst, 1—2
herbergi og eldhús. Fyrir-
framgreiðsla, ef óskað er.
Uppl. í síma 74, Akranesi.
TRILI.A
, 6—7 tonna, í góðu ásig-
komulagi, er til sölu í Báta-
smíðastöð Breiðfirðinga. —
Sími 9520.
HERBERGI
Reglusöm og prúð stúlka í
fastri atvinnu óskar eftir
herbergi. Æskilegast með
eldunarplássi eða eldhúsað-
gangi. Helzt í mið- eða aust-
urbænum. Upplýsingar í
síma 9278.
AnDerísk hjón
óska eftir íbúð júní—ágúst.
Tilboð sendist afgr. Mbl.,
merkt: „Amerísk — 965“.