Morgunblaðið - 08.05.1954, Qupperneq 11
Laugardagur 8. maí 1954.
MORGVNBLAÐIÐ
11
Jón Ólafur Stefánsson ÍÞRÓTTER
S™rfGr rrar I Hinnfnearorð Vatnsholti í Staðarsveit, Jón Ól- afur Stefánsson. hátt kominn á Félaffsheimili Víkings í SmáíbúðahverF
79. aldursárið. Kom andiát hans
éngum á óvart, enda aldurinn
orðinn hár. Síðastliðið "haust kom
hann til Reykjavíkur að leita sér
lækninga og gekk undir skurð-
aðgerð mikla á sjúkrahúsi. Komst
hann heim fyrir jól og var það
meira af vilja en mætti. Bana-
mein hans var krabbamein, sem
ekki varð við ráðið. — Alla ævi
hafði Jón verið heiisugóður og,
— sem betur fór, — þjáðíst hann
áðeins nokkra mánuði af hinum
illa sjúkdómi og var oftast, hægt
að lina kvalir hans, svo að þær
voru ekki óbærilegar.
Jón fæddist á Steiná í Svartár-
dal í Húnavatnssýslu 17. maí 1875.
Foreldrar hans voru Stefán
Magnússon, bóndi þar, og kona
hans Ingibjörg Magnúsdóttir. Var
það mikið myndarheimili. Eru
ættir þeirra kunnar þeim er um
ættfræði hirða og mun ég því
ekki rekja þær hér. — Jón var
um fermingaraldur við nám hjá
móðurbróður sínum, síra Jóni
Magnússyni á Mælifelli, eftir það
aflaði hann sér menntunar í
tungumálum og varð vel mennt-
aður maður, þótt aldrei færi
hann í neinn skóla. Seytján ára
gámall gerðist hann verzlunar-
maður, lengst við Gránufélags-
vérzlun á Sauðárkróki, sem þá
var undir stjórn hins merka
vérzlunarstjóra Stepháns Jóns-
sonar, Hallssonar prófasts. Var
það mikið menningarheimili og
hafði Jón mjög gott af að um-
gangast þá fjölskyldu. — Síðar
varð Jón útgerðarmaður á Sauð-
árkróki og rak þar smáverzlun
um skeið, en um aldamót fór
hann til bróður sins, Magnúsar
kaupmanns og bónda á Blönduósi
(Magnús bjó jafnframt stórbúi
á Flögu í Vatnsdal). Var Jón við
verzlun þessa meira en tug ára.
Eftir það fluttist hann vestur á
Snæfellsnes, fyrst að Bjarnarhöfn
í nokkur ár en keypti Vatnsholt
í Staðarsveit. góða og mikla jörð,
órið 1918 og bjó þar til dauðadags,
hin síðustu árin að nokkru leyti
ásamt sonum sínum eftir að þeir
komust upp.
Árið 1913 kvongaðist Jón eftir-
lifandi konu sinni Jónínu Þor-
steinsdóttur frá Egilsstöðum á
Völlum, mestu ágætiskonu að
dugnaði, skapprýði og öðrum
mannkostum. Varð hún honum
hinn bezti og tryggasti lífsföru-
nautur og stundaði hann nú að
síðustu af einstakri alúð og um-
hyggju.
Börn eignuðust þau átta, öll
mannvænleg. Tvö dóu, hin elztu,
á bezta aldri, en þau voru Kon-
ráð, kvæntur Hjördísi Sigurðar-
dóttur og Ingibjörg ógift. Á lífi
eru: Stefán, múrarameistari í
Vatnsholti, kvæntur Þorbjörgu
Jónsdóttur. Margrét, gift Þórði
Gíslasyni bónda og kennara á
Ölkeldu. Rannveig, heitbundin
Hirti Gíslasyni, bifreiðarstjóra og
bónda á Fossi. Magnús Gunnar,
bóndi í Vatnsholti, heitbundinn
Auði Guðmundsdóttur. Þorsteinn
stúdent, kennari nú í Reykjavík,
Jón Helgi, heima í Vatnsholti.
Jón Olafur Stefánsson var
mikill hugsjónarmaður sem ætíð
hafði margt á prjónunum, sem til
framfara og menningar mætti
verða bæði í einkamálum sínum
og til almenningsheilla. Hann
hafði brennandi áhuga fyrir því,
að kippa því í lag sem honum
fannst miður fara bæði í einka-
lífi manna og í stjórn sveita og
lands. Hann kom jafnan djarf-
lega fram við alla og óttaðist
aldrei að láta skoðanir sínar. í
Ijós við hvern þann er hann
mælti við og þá helzf við þá er
mest höfðu völdin. Ætíð var hug-
ur hans fullur af alls konar áætl-
unum og uppástungum um marg-
vísleggi; frapifarir, Sjálfur var
Jón jafnan fremur fátækur, enda
Ómegð mikil, auk þess varð hann
fyrir tjónum sem eríitt var að
bæta. En duglegur var hann til
verka, meðan kraftar entust, og
það var lengi. Laghentur var
I hann og útsjó.iarsamur með vél-
ar, t. d. smiðaói hanrí, er hann var
{ unglingur heima á Steiná, hjól er
! hann setti í læk þar og lét snúa
1 hverfisteini, þotti þetta vel gert
af barni, er enga fyrirmynd hafði
aðra en þá, að hann hafði séð
vatnsmyllu. En sökum fjárskorts
kom hann mörgu af því, er hug-
urinn stóð til, aldrei í verk og
tókst ekki að vinna það stórvirki
í ræktun er hann jafnan hafði í
huga, allt fram á efstu ár.
Aidrei skorti Jón kjark né
áræði á hverju sem gekk. Er hann
var unglingur um tvítugt á Sauð-
árkróki bjargaði hann eitt sinn
manni frá drukknun með snar-
ræði og áræði. Bát hafði hvolft
undir manninum í stormi, frosti
og vondum sjó. Jón varpaði sér
til sunds og tókst að ná mannin-
um. Var þetta hið mesta þrek-
virki. Á Blönduósi tókst honum,
einnig með áræði og lífshættu að
bjarga mönnum úr sjá ^arháska.
Þótt Jón væn engin iv^aita-jötun
var hann harosterkur og mjog
liougur og snar í snúningum,
hlífði sér ekki er á þurfti að taka
og var fljótur að framkvæma það
sem hann sá að þurfti. Hann var
vissulega aldrei að tvítóna við
það, sem hann ætlaði að gera,
hvort sem það var að vinna eitt-
hvert verk, halda ræðu á mann-
íundum eða fara í ferðalag.
Ég held að Jón hafi fyrstur
manna stungið upp á því í blaða-
grein um aldamót eða áður að ull
yrði metin eftir gæðum, þótt aðr-
ir kæmu því máii auðvitað í fram
kvæmd. Það var margt sem hon-
um datt í hug á undan öðrum
mörínum er til framfara horfði og
nú er talið sjálfsagt til almenn-
ings heilla. Þessum fátæka en
hugsjónaríka bónda verður aldrei
getið í sambandi við þau mál,
þegar sumt af því, sem kallaðir
voru loftkastalar hjá honum
verður orðið að bjargföstum
veruleika.
Það var alltaf eitlhvað hressi-
legt og bráðlifandi í fari Jóns Ó.
Stefánssonar. Aldrei svefn né
drungi. Ætíð nýjar áætlanir, ætíð
sami ódrepandi áhuginn.
En svo kom endirinn, eins og
ætíð. — Hann var jarðaður í
heimagrafreit og fylgdu honum
margir til moldar. — Hvíli hann
í Guðs friði.
Þorsteinn Jónsson.
BarnlaLic eidri hjón
óska eftir 1 herbergi og eld-
liúsi, helzt í risi á rólegum
stað, helzt í austurbænum.
Standsetning eða fyrirfram-
greiðsla, ef óskað'er.' Uppl.
í síma 5G94 á morgun eftir
kl. í og næstu daga fyrir
hádegi.
BEZT .40 AVOL2SA
I MORGVNULAÐINU
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Vík-
ingur heldur um þessar mundir
hátíðlegan 46 ára afmælisdag
sinn. í deyfð og dimmu vetrai-
ins hefur átt sér stað undravert
framtak í Víkíng. Frá því í haust
hefur fámennur hópur dugmik-
illa Víkinga unníð í kyrrþey að
reisa stórt og fallegt félagsheim-
ili, sem þegar er að komast und-
ir þak á svæðí félagsins, sem
liggur hjá hitaveitustokkunum
milli Bústaðahverfis og Smá-
I húsahverfis.
Með komu sumarsins er rétt
! að minnast á starfsemi þessa,
sem er heillavænleg öllu íþrótta-
lífi í höfuðstaðnum.
Þessvegna höfum við snúið
okkur til formanns félagsins,
Gunnars Más Péturssonar, og
beðið hann að greina frá starf-
semi þessari.
— Víkingur var kallað „Suðui -
götufélagið“, er það ekki?
— Jú, það er rétt, og margir
eldri meðlimir félagsins óskuðu
þess vegna, að við reyndum að
hafa félagið í námunda við Suð-
urgötu, þ. e. a. s. í Vatnsmýr-
inni.
— En hvers vegna, fluttuð þið
þá starfsemi félagsins í úthverfi
bæjarins. Hvenær átti það sér
stað?
— Til þess liggja ýmiss kon-
ar ástæður. Við áttum í brösum
við bæjaryfirvöldin vegna um-
sóknar okkar um svæði í Vatns-
mýrinni, þessvegna ákvað stjórn
félagsins vegna hvatningar ýmsra
ágætra félaga, að athuga nánar,
hvort heppilegt væri að hafa fé-
lagssvæði í Vatnsmýrinni eða
ekki. Við litum á kortið yfir
Reykjavík’ og sáum, að þegar
Valur á sínum tíma notfærði sér
svæði við Hliðarenda, var það
í úthverfi bæjarins og í dag teyg-
ir bærinn sig allt inn að Gelgju-
fanga að Elliðaám og Kópavogi,
í stuttu máli vex bærinn hröð-
um skrefum í austurátt. Hér var
vert að gefa því gætur, að það
var ekkert knattspyrnufélag
handa unglingum þessara hverfa.
Og árangurinn var sá, að Vík-
ingur sótti 3. sept. 1952 til bæj-
arráðs um svæðið við Hæðar-
garð.
Á TVEIMUR. STÖDUM
— Hvernig litu bæjaryfirvöld-
in á mál þetta?
— Þrátt fyrir það að einstakir
aðilar höfðu vissulega ekki gert
sér fyllilega ljóst gildi íþróttar-
innar nýju bæjarhverfunum,
sættum við þó fullum skilningi
frá hendi bæjaryfirvaldanna,
sem vissulega ber að þakka, enda
er þessi starfsemi okkur ekki
einvörðungu til gagns fyrir Vík-
ing, heldur og einnig fyrir bæj-
arfélagið í heild.
— Hvenær var ykkur úthlut-
að hinu nýja svæði?
— í febrúarmánuði 1953.
Þrátt fyrir ánægju okkar og
gleði, er við höfðum hlotið svæði
handa félaginu, gerðum við okk-
ur fyllilega ljóst, að þá hóist
aðal verkið. Augljóst er, að fé-
lögin í dag eru háð því, hvar
meðlimir þeirra búa, að minnsta
kosti yngri meðlimirnir.
Hinir þrír opinberu knatt-
spyrnuvellir bæjarins, sem félög-
in hafa fengið afnot af,' eru hjá
Háskólanum, og við getum ekki
vænzt þess ,að drengirnir sæki
svo langt æfingar. Hins vegar
vilja eldri félagarnir ekki breyta
til og æfa á ójöfnum grasvelli á
svæðinu.
Þess vegna urðum við að halda
| áfram æfingu eldri drengjanna
á Melavellinum og um leið að
gera völl handa yngri drengjum,
sem eiga heima í hverfum um-
hverfis völlinn.
Þetta var gert í lok maí 1953
og með aðstoð stjórnar ÍSÍ fékk
félágið Axel Ándfésson, sendi-
kehnará, tií að æfa ýrígsfú dreng-
ina'. Vár 'Hann uríá fnánaðartfrha
og vegna frábærra starfa hans
*
inu er nú orðið íokhel
Reynt er nú að afla fjár til að fiEllgera húsið
Myndin sýnir félagsheimili Víkings eins og það á að verða. Nn
er fokheld orðin aðalbyggingin, tveggja hæða húsið. Víkingar er«
staðráðnir i að halda byggingunni áfram hvildarlaust.
gerðust um 100 drengir meðlim-
ir í félaginu á þessum stutta
tíma. En eins og kunnugt er, var
Axel Andrésson einn af stofnend-
um Vikings og forrríaður þess í
16 ár eða 1908—1924.
Sem dæmi um vinsældir Ax-
els má nefna ,að á morgnana kl.
9 sanfaðist ávallt hópur smá-
drengja við dyr hans, enda þótt
æfingin ætti ekki að byrja fyrr
en kl. 10.
HAFIZT HANDA
— En Rvenær byrjuðuð þið að
reisa félagsheimilið?
— Mikil vandamál voru aftur
á vegi okkar. Hvort áttum við
að þurrka jarðveginn og gera
velli eða hefjast handa um bygg-
ingu félagsheimilis? Félag, sem
flyzt í úthverfi, mætir meiri erf-
iðleikum en önnur félög. Enn-
fremur má ef til vill segja, að
Víkingar hafi átt að sæta tölu-
verðri torgtryggni meðal út-
hverfisbúa, sem eru flestir ungir
að árum. Við komumst að þeirri
niðurstöðu, að ef við byggðum
strax félagsheimili óg gerðum
það nothæft, myndu íbúar hverf-
isins lita á starf okkar af meiri
skilningi og að líkindum styðja
okkur, enda má segja, að þörf
sé mikil fyrir félagsheimili hjá
fólki þvi, er býr í úthverfunum.
Sjálft verkið hófst 2. sept. í
fyrra og Axel Andrésson stakk
fyrstu skóflustunguna — en lítt
var haldið á loft þessum merkis-
atburði. Húsið er teiknað af Gísla
Halldórssyni arkitekt og bygging-
armeistari er Jón Bergsteinsson,
sem er gamall og góður Víkingur.
Þakkir okkar til hans eru miklar.
— Hversu stórt er húsið?
— 418 m2 eða 1800 m:!. Þar er
forstofa, fatageymsla, stjórnar-
herbergi, 100 m2 salur, eldhús,
húsvarðaríbúð, 2 búningsher-
bergi, böð, salerni, geymslu-
herbergi o. fl. Það er erfitt fyrir
eitt félag að koma upp slíku húsi.
En ég vil minnast hér á ómet-
anlegt gildi þess, að Bæjarsjóður
Reykjavíkur, íþróttasjóður ríkis-
ins og Félagsheimilissjóður styð-
ur okkur allt að því 60% af by'gg-
ingarkostnaðinum. Að vísu greið-
ist þetta síðar, en við höfum not-
ið ómetanlegrar hjálpar og skiln-
ings þeirra fyrirtækja, sem vrí>
höfum skipt við. Byggingarkostn-
aðurinn verður um það bil 1
millj. króna.
FJÁRÖFLUN
— En hvernig aflið þið þcirra
400 þús. kr., sem hér þurfa
bætast við?
Félagið átti í sjóði kr. 80.000.00
og var hafizt handa með þá upp-
hæð, en okkur er það fyllilega
ljóst að stjórn félagsins og ungir.
knattspyrnumenn geta ekki einir
lyft þessu Grettistaki, en það (r.
von okkar að allir þeir mörgu.
Víkingar, sem minnast mtð
ánægju gömlu daganna, þegar
þeir störfuðu í félaginu, skilji
vandamál okkar og styðji okkur
fjárhagslega.
Til þess að afla fjár hefur ver-
ið stofnað til happdrættis. Miðar-
eru samtals tvö þúsund og kostar
hver miði kr. 100.00. Vinningar
eru 20 farmiðar til Kaupmanna-
hafnar og til baka (10 með skipi
og 10 með flugvél), samtals að
verðmæti kr. 55.000.00. 'Konur
því einn vinningur á hverja
hundrað miða sem út eru gefnir.
Happdrætti eru óvinsæl um
þessar mundir, en við vonum, að
fólk hjálpi okkur, því að kostn-
aðurinn við félagsheimilið er ó-
kljúfanlegur án aðstoðar þess.
— Hvað geturðu sagt mér um
framtið félagsins?
— Hversu fljótt það heppnast
okkur að reisa félagsheimilið og
knattspyrnuvellina, er auðvitað
fjárhagslegt atriði, en það get ég
sagt með vissu, að í dag er eng-
inn efi á, að Víkingur hefur öll
skilyrði til að verða öflugt knatt-
spyrnufélag innan fárra ára.
Að lokum vil ég segja ykkur,
ungu Víkingum, að snjall kratt-
spyrnumaður treystir á samleik,
samleikurinn skapar samheldni
og samheldnin góða félagsborg-
ara.
F V.
Frjálsíþróttanámskeið
S.R. hefst á merguzi
ASUNNUDAGSMORGUNINN kl. 10 hefst námskeið það í frjáls-
íþróttum, sem íþróttafélag Reykjavíkur efnir til. Stendur
námskeið þetta í mánaðartíma, en kennara verða Guðmundur
Þórarinsson þjálfari í. R. og hinir gömlu íþróttamenn félagsins
Finnbjörn Þorvaldsson og Haukur og Örn Clausen.
KVIKMYNDIR
Æfingar verða þrisvar í viku
á íþróttavellinum og á sunnudög-
um verða sýndar íþróttakvik-
myndir. Sýningarnar fara fram
endurgjaldslaust í Trípólíbíói. —
í námskeiðslok verður efnt til
móts fyrir þátttakendur og keppt
í öllum aldursflokkum. — Nám-
skeiðið er opið öllum sem náð
hafa 12 ára aldri.
GOTT TÆIÍIFÆRI
ÍR vill benda þeim utanbæjar-
mönnum, sem ekki hafa tæki-
fsériTil &ð sáékjk' ríárríákéiðið; 'að’
þeir geta fengið sendar þjálfunar-
leiðbeiningar í pósti, ef þeir
æskja þess og senda beiðni um
það bréflega, merkta: íþrótta-
námskeið ÍR, box 13. — Þátttak-
endur fá starfsskrá yfir hóm-
skeiðið en allar upplýsingar gef-
ur íþróttavallarvörður, Baldur
Jónsson.
Óhætt er að hvetja alla áhuga-
sama menn um íþróttir til þátt-
töku í námskéiðinu og sérstak-
lega vill félagið benda foreldr-
um á að senda unga syni sína á
námskeiðið og með því nota þc tta
sérstaka tækifæri til að vekja
'áhtfga' þeirra* á likamsþjálfun og
íþróttum.