Morgunblaðið - 25.05.1954, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. maí 1954
; Tónleikar Þjóðleikhússins
1 Verk Emils Thoroddsens.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ efndi til tón-
leika 11. þ. m. í tilefni af 10 ára
ártíð Emils Thoroddsens, tón-
.skálds, sem er nú í sumar. Þessir
tónleikar mega teljast til stór-
■viðburða í íslenzku tónlistarlífi,
<og ber fleira en eitt til þess: í
fyrsta lagi er það fátítt hér á
landi, að efnt sé til tónleika með
jnnlendum tónverkum eingöngu,
•ívað þá þegar um er að ræða
verk eftir eitt og„sama4ónskáld.
í*á var hér flutt í “fyrsta skipti
•cina stórverk Emils, Alþingishá-
tíðarkantatan 1930, eftir að hafa
legið í þagnargildi rétt um aldar-
íjórðung. Loks hefur Þjóðleikhús
ið hingað til að mestu leitt hjá
sér að punta upp á starfsemi sína
með tónleikahaldi, og er ánægju-
legt, ef breyting á því er í vænd-
«m, ekki sízt ef framhaldið yrði
<eftir þessum tónleikum um efnis-
yal.
Það er því miður staðreynd, að
áslenzkt tónlist — hvort sem hún
<er vegin í pundum eða mæld í
metrum — er ekki mikil að vöxt-
wn. Þess er ekki heldur að
vænta, og ástæðulaust að reyna
að hilma yfir það. Þegar fyrsta
tónskáld okkar, sem það nafn
getur borið með réttu, Svein-
björn Sveinbjörnsson, var að
komast til þroska, höfðu tón-
skáld annarra þjóða þegar samið
mestalla þá tónlist, sem enn er í
mestum hávegum höfð. Frá og
með þeim tíma eru varla nema
am 30 íslenzkir menn, sem lagt
hafa stund á tónsmíðar í nokk-
urri alvöru, og ekki nærri allir
þeirra hafa lagt til atlögu við hin
slærri tónlistarform, enda lengst
af engin skilyrði hér á landi til
ílutnings stórra tónverka. Loks
*er þess að geta, að nær allir þess-
ara manna hafa ævilangt orðið
að stunda önnur störf sér til lífs-
iframfæris, og allir vita hve tor-
velt og tímafrekt brauðstritið
•tefur lengt af verið í þessu bless-
aða landi! Nei,, það er ástæðu-
laust að draga fjöður yfir það, að
afköstin eru ekki mikil, enda
munu starfsskilyrði tónskálda ó-
víða á byggðu bóli vera lakari, og
eru þó víða talin bágborin. Það
er þá einnig skiljanlegt, þegar
þessar aðstæður eru hafðar í
huga, að meginhluti afurðanna
verði í smáum formum, naumar
og dreifðar tómstundir leyfa ekki
nnnað.
Einmitt af þessum ástæðum
mtti nýtt stórverk eftir íslenzkan
höfund að vekja eftirvæntingu
meðal þjóðarinnar, og það má
teljast furuðlegt forvitnisleysi, að
stórverk eftir eitt af snjöllustu
tónskáldum okkar, sem ófullgert
hafði hlotið mikið lof hinna dóm-
bærustu manna, skyldi fá að
liggja óáreitt í skúffu, fyrst 15
■ár að höfundinum lifandi og svo
10 ár að honum látnum, án þess
að gangskör væri gerð að því að
koma því fyrir eyru almennings.
Okkur hefur nýlega gefizt til-
<;fni til að íhuga, hvers.virði tón-
list lítillar þjóðar getur verið
henni í skiptum við aðrar þjóðir.
Hér er haldin finnsk iðnsýning,
og frá Finnlandi kemur hópur
manna til þess að opna sýning-
una með viðeigandi viðhöfn. Það
kemur ráðherra, sendiherra og
xæðismaður, og svo tveir tónlist-
armenn. Það mun vera mál
margra þeirra, sem fylgdust með
þessum hátíðahöldum, að þau
hafi náð hámarki á tónleikum
þeim, sem Pákisútvarpið hélt í
Þjóðleikhúsinu, þar sem þessir
ágætu listamenn túlkuðu tónlist
þjóðar sinnar. Margir munu og
telja, að tónleikarnir hafi gert
meira til að skapa sanna og var-
anlega sambúð og skilning milli
þjóðanna heldur en öll önnur við
höfn í þessu sambandi. „Fin-
landia" er ekki stórbrotnasta tón-
•verk Sibeliusar, en þó hefur ver-
ið sagt, að það hafi haft meiri
áhrif í frelsisbaráttu Finna held-
| ur en þúsund flugrit og hvatn-
I ingarræður. Og víst er um það,
að á þessum finnsku tónleikum
skildi „Finlandia“ eftir djúp og
varanleg áhrif í hjörtum allra
viðstaddra.
Við íslendingar höfum ekki enn
eignazt okkar „Finlandia“ eða
aðra þá tónlist, sem á svipaðan
hátt sameini okkur inn á við og
veki athygli og virðingu út á við.
En vonir standa ti'l þess, að sá
dagur geti komið, þótt síðar
verði, og í voninni um þann dag
ætti í rauninni að hlýða hverju
nýju íslenzku tónverki Alþingis-
hátíðarkantöturnar frá 1930 hafa
kannske komizt næst því að ná
þessu marki, og kaflar úr þeim
eru það, sem jafnan er gripið til,
þegar á þarf að halda íslenzkri
tónlist við hátíðleg tækifæri. —
Gildir þetta fyrst og fremst um
hátíðarkantötuna sjálfa, verk
Páls ísólfssonar, og einnig um
önnur þau verk, sem samin voru
af þessu tilefni. Kantata Emils
Thoroddsens skipar vel sæti sitt
við hlið þessara verka, kaflar úr
henni eru tvímælalaust meðal
þess allra bezta, sem eftir tón-
skáldið liggur, og meðal þess
frumlegaiíta og áhrifamesta, sem
íslenzk tónlist hefur að bjóða.
Verkið í heild er mikill fengur
íslenzkum tónbókmenntum, og
eiga þeir sem stóðu fyrir og stuðl-
uðu að flutningi þess nú, fyllstu
þakkir skildar fyrir það
Allir, sem fram komu á þess-
um tónleikum, skiluðu hlutverk-
um sínum með fyllsta sóma:
Þjóðleikhúskórinn og Sinfóníu-
hljómsveitin undir stjórn dr.
Victors Urbancic; sem einnig
hafði lagt síðustu hönd á kantöt-
una eftir uppkasti tónskáldsins,
einsöngvararnir Guðrún Á. Sím-
onar, Ketill Jensson og Guðmund
ur Jónsson, og þulurinn, Jón Að-
ils, leikari, auk Alþingishátíðar-
kantötunnar lék strengjaflokkur
Sinfóníuhljómsveitarinnar „And-
ante in memoriam“, Ketill Jens-
son söng kafla úr hátíðaljóðum
við háskólavígslu 1940, og Guð-
rún Á. Símonar söng þrjú alkunn
sönglög eftir Emil, sem stjórn-
andinn hafði fært í smekklegan
hlj ómsveitarbúning. Tónleikarnir
voru fluttir í samráði við Tón-
skáldafélag Islands.
J. Þ.
Var vfir Norðnr-
j
pólmim kL 5,30
í o'ær
KLUKKAN 5,30 í gærdag barst
flugumferðarstjórninni á Reykja-
víkurflugvelli skeyti frá Cloud-
masterflugvél frá S.A.S., svo-
hljóðadi: Erum yfir Norðurpóln-
um í 8000 feta hæð á leið til
Fairbanks í Alaska. — Flugvél
þessi er í fyrsta. áætlunarflugi
milli Skandinavíu og Los Angel-
es. Lagði hún af stað frá Bodö
í Noregi kl. 10,55 í gærmorgun
með 50 farþega innanborðs og var
áætlað að lenda í Fairbanks kl.
14, 13 klst. síðar.
Fjölsóttsr leiksýn-
ingar hjá Leikiél.
LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýndi
bæði leikrit sín á sunnudaginn
og var húsfyllir á báðum sýn-
ingunum, k! 3 á Frænku Char-
leys og um kvöldið á Gimbli.
í þessri viku verða sýningar
hjá Leikfélaginu á hverju kvöldi
nema laugardagskvöld og skipt-
ast á sýningar á Frænku Chab-
leys og Gimbli. f kvöld verður
Frænkan sýnd í 22. sinn, en næsta
sýning á Gimbli er annað kvöld.
Fengu 10 þús.
kr. hlut á rúm-
um miáiiuði
AKRANESI, 24. maí. — Á sunnu-
daginn reru héðan 4 trillubátar.
Var afli þeirra frá 500—1700 kg. í
dag, mánudag, voru allir trillu-
bátar héðan á sjó. Afli var frá
700 kg. og upp í 2 smál.
Trillubáturinn Höfrungur er bú
inn að afla 31 smálest, síðan hann
byrjaði í vor. Hefir hann ein-
göngu notað færi, eins og aðrir
trillubátar, sem róið hafa héðan.
A Höfrungi eru 3 menn, Ágúst
Ásbjörnsson, sem er formaður, og
eigendur trillunnar, Ársæll Ey-
leifsson og Gunnar Erlendsson.
Hafa þeir nú hver um sig fengið
á einum mánuði og 5 dögum bet-
ur, 10 þús. kr. í hlut. — Oddur.
Fyrsfi fúnMefturinn
sleginn 20. maí
SAUÐÁRKRÓKI, 24. maí. — Svo
mikill gróður er orðinn hér á
Sauðárkróki, að einsdæmi má
telja. Er það í frásögur færandi,
að fyrsti túnbletturinn var sleg-.
inn hér hinn 20. maí, sem er 200
fermetra spylda, eign Óskars
Stefánssonar verkstjóra. — Var
á engan hátt borið meira á tún-
blett þennan í vor en undangeng-
in ár, en allt að einu var vel
sprottið á honum.
Þá er einnig almennt farið að
taka upp kálmeti, sem rækað hef-
ur verið í görðum hér í vor, til
dæmis spínat, og salat og ýmissar
fleiri tegundir eru vel á veg
komnar. Rabarbara var farið að
taka upp fyrir nokkru síðan. Má
gera sér vonir um margfalda kál-
uppskeru ef þessi einmuna tíð
helzt. — Guðjón.
Leikfélag Sigluij.
á SauSárkróhi
SAUÐÁRKRÓKI, 24. maí. Síðast
liðinn laugardag kom Leikfélag
Siglufjarðar hingað og sýndi
sjónleikinn Hamingjuf jölskyld-
an. Leikstjóri var Björn Davíðs-
son. Var leiknum prýðisvel tekið
og var hann endurtekinn á sunnu
daginn. Að lokinni þeirri sýningu
hafði Leikfélag SauðárkrókS boð
inni fyrir gestina, en að því búnu
hélt leikfélagið áleiðis til Siglu-
fjarðar. — Guðjón.
Broltflufningi fanga
’angl komið
HANOI, 24. maí. — Franski
flugherinn vonar að Ijúka brott-
flutningi fanga frá Dien Bien
Phu eftir 4 daga, en kommún-
istar hafa leyft að flytja þaðan
um 860 fanga. Um helgi höfðu
420 manns verið fluttir burt frá
virkisbænum.
Innlenf lyftMisif er
sízt laknra en erlent
- og auk þess allmikhi ódýrara.
FRÁ ÞVÍ er skýrt í „Neytendablaðinu", að gæðamatsnefnd Neyt-
endasamtaka Reykjavíkur hafi látið fara fram samanburðai-
rannsókn á erlendu og innlendu lyftidufti. Var þar bæði um
efnafræðilegar og tæknilegar rannsóknir að ræða. Iðnaðardeild
Atvinnudeildar Háskólans rannsakaði loftmyndanir lyftiduftsins,
en Húsmæðrakennaraskóli íslands annaðist bakstur á brauðum og
kökum í tilraunaskyni.
Niðurstaðan var sú að öll is-(
lenzku lyftiduftin voru sæmileg
eða góð, en þó reyndist eitt er-
lent lyftiduft lítið eitt betra en
það bezta íslenzka. Langlakasta
lyftiduftið var aftur á móti er-
lent.
Þegar á verðið er litið, eru
innlendu lyftiduftin yfirleitt tals-
vert ódýrari en þau erlendu, enda
vel skiljanlegt, þar sem tollar á
innfluttu lyftidufti er 55% af inn
flutningsverðmæti þeirra, en að-
eins 13—14% #f hráefnum í þau.
Þessi samanburðarrannsókn á
lyftiduftum var gerð m. a. vegna
þess, að það var tæknilega og
fjárhagslega framkvæmanlegt. „í
sambandi við mat á þessu verk-
efni er rétt að hafa það hug-
fast,“ segir í Neytendablaðinu,
„að enda þótt lyftiduft séu þó
nókkur kostnaðarliður við bakst-
ur, þá er þó hitt enn mikilvæg-
ara, hversu dýr önnur efni eru,
sem bakað er úr, sérstaklega við
hátíðabakstur, en lyftiduftið hef-
ir mjög mikil áhrif á árangurinn,
kökugæðin."
6óð mynd í Auilur-
bæjarbíói
AUSTURBÆJARBÍÓ sýnir um
þessar mundir þýzka mynd, sem
nefnist Holl læknir. Er þetta bæði
áhrifamikil og vel leikin mynd,
sem er byggð á sannri sögu
eftir dr. H. O. Meissner. Sú saga
var fyrir nokkru framhaidssaga
í danska vikublaðinu Familie
Journal. Hefur engin þýzk mynd,
sem sýnd hefur verið á Norður-
löndum eftir stríð, gengið jafn
lengi og Holl læknir.
Kvikmyndir um líf og starf
lækna hafa oft yfir sér sérstakan
blæ. Starf læknisins og hjúkrunar
konunnar er mannúðarstarf, sem
krefst fórna og ósérhlífni. Mynd
um slíkt efni knýr því á dyr í
rúmi hins góða í áhorfandanum
á þann hátt að hann hlýtur að
hrífast með og fylgjast með sög-
unni af athygli allt til loka.
Myndin um dr. Holl fjallar um
ástir hans, sjúklingsins og hjúkr-
unarkonunnar og sigri læknisins
yfir illræmdum sjúklingi. Er
myndin í alla staði þess verð að
sjá hana.
—Spectator.
Fékk I6Ö kg láðu
STYKKISHÓLMI, 24. maí. — í
dag kom úr róðri, eftir um sólar-
hrings útivist, trillubáturinn Gísli
Gunnarsson, en á honum eru fjór
ir menn. -— Bátsmenn höfðu
dregið um hálft annað tonn af
fiski, en þar að auki dró einn
þeirra, Sigvaldi Indriðason, feikn
stóra lúðu, sem var álíka löng og
fullvaxinn maður. Lúðan vóg um
160 kg. og mun Indriði fá fyrir
lúðuna um 4 kr. fyrir kg., eða
640 krónur.
Héðan stunda nú róðra tveir
dekkbátar og þrjár trillur. Há-
setar á þilfarsbátunum hafa dreg
ið upp í hálf tonn í róðri. Afli
trillubátanna hefur verið sæmi-
legur. — Árni,
Monn Keys
Á LAUGARDAGINN kom hingað
til Reykjavíkur hinn vinsæli
norski dægurlagakvartett Monm
Keys, með flugvél Lofleiða.. — í
kvartettinum eru auk stjórnand-
ans, Egils Monn Iversens, þrír
ungir menn og tvær ungar stúlk-
ur. Allt eru þetta einsöngvarar
og vel þekkt í Noregi. Þau munu
dvelja hér þar til á miðvikudag,
og alls halda 5 söngskemmtanir,
Fyrstu söngskemmtunina hélt
Monn Keys kvartettinn á laugar-
dagskvöldið og var mjög vel fagns
að. Þá hélt kvartettinn einnig
aðra sÖngskemmtun á sunnudag-
inn kl. 5 og 11 síðd. — Þá söng
kvartettinn einnig í gær og í
kvöld verður síðasta skemmtun-
in. Allar skemmtanirnar hafa ver
ið í Austurbæjarbíói.
HEFUR SUNGIÐ SAMAN
í ÞIÍJÚ ÁR
Þetta unga fólk, sem er frá
Osló og Tönsberg, hefur sungið
saman í þrjú ár. Eins og áður
hefur verið sagt, eru þetta allt
einsöngvarar og hafa hvert í sínus
lagi sungið inn á hljómplötur,
bæði í Noregi og Danmörku. Þá
hefur kvartettinn einnig verið í
Danmörku og fengið góða dóma.
Sagði Egil IVÍonn Iversen í stuttu
viðtali við Morgunblaðið, að
kvartettinn ætti mjög erfitt um
utanfarir, þar sem meðlimir hans
er allt fólk sem sinnir daglegum
störfum og á ekki heimangengt,
allt á sama tíma.
Söngmót kirkjukóra Eyja-
fjarðarprófastsdæmis
SIGLUFIRÐI, 24. maí. — Næst-
komandi sunnudag, hinn 30. maí,
halda kirkjukórar Eyjafjarðar-
prófastsumdæmis söngmót á
Siglufirði. Eru kórarnir 9 talsins
og eru í þeim 140 manns. Mun
þetta verða stærsta söngmót, sem
haldið hefur verið hér á Siglu-
firði til þessa.
HÁTÍÐGUÐSÞJÓNUSTA
ÁSUNNUDAG
Kórarnir munu koma árdegis á
sunnudaginn með skipi til Siglu-
fjarðar og fer fram í tilefni að
komu þeifra hátíðaguðsþjónustá
í Siglufjarðarkirkju á sunnudag-
inn. Þá mun bæjarstjórn Siglu-
fjarðar einnig hafa inni kaffiboð
fyrir kórana að Hótel Hvanneyri
og mun þangað einnig boðið
sóknarnefnd Siglufjarðar.
MESTA ÞÁTTTAKA
SEM VERIÐ HEFUR
Kórarnir munu hafa samsöng
í Siglufjarðarkirkju, og einnig
syngja hver í sínu lagi. Nánara
fyrirkomulag mótsins hefur ekki
enn verið ákveðið. Þetta er í ann-
að sinn sem kirkjukórasamband-
ið hefur söngmót, en þag var
stofnað 1950. — Stefán.
ER AÐEINS 26 ÁRA GAMALL
Stjórnandi Monn Keys kvart-
ettsins, Egil Monn Iversen, er
ungur að aldri, aðeins 26 ára gam-
all. Hann er fæddur og uppalinn
í Osló. Aðrir í kvartettinum eru;
Erik Diesen, Sölvi Wang, Nora
Brockstedt, Pcr Aspil, Frederik
Cornandi og Oddvar Sörensen.
SKÓLASYSTKINI
Þótt kvartettinn sé aðeins tal-
inn þriggja ára gamall, varð hann
samt sem áður upphaflega til,
þegar þetta unga fólk gekk í
skóla. Þá æfði það saman, en kom
ekki opinbcrlega fram. Þá köll-
uðu þau sig „fimm geðvond“. —
Seinna leystist svo hópurinn upp
og hver fór sína leið. En vorið
1950 var þráðurinn tekinn upp að
nýju og þá varð til hinn vinsæli
Monn Keys kvartett, sem nú er
staddur hér í Reykjavík.
— M, Th.