Morgunblaðið - 25.05.1954, Page 9
Þriðjudagur 25. maí 1954
MORGVNBLABIB
9
Yfir vígslu úburðurverksmiðjunnur hvíldi blær bjurt-
sýni og trúur ú frumtíðinu
Innlend óburðarframleiðsla mun
auðvelda ræktunlna og skopu
bændum auklð öryggá
Háfíðleg afhðfn í Gufunesi s.l. laugardag.
ÞEGAR vígsla áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi hófst kl. 2 s. 1.
Iaugardag gengu milðar gróðrarskúrir yfir staðinn og um-
hverfið. Fjöldi gesta var samankominn í sekkjunarsal verksmiðj- |
unnar, þar sem vígsluatböfnin fór fram. Þar lagði forseti íslands
homstein að verksmiðjunni með því að múra hólk með sögu bygg- j
ingarmálsins inn i einn vegg hússins. Ennfremur studdi Stein-
grímur Steinþórsson landbúnaðarráðherra á hnapp sekkjunarvél-
ar og fyllti með því fyrsta áburðarpokann, eftir að hann hafði form-
lega lýst því yfir að verksmiðjan væri opinberlega tekin í notkun.
Yfir allri þessari athöfn hvíldi blær bjartsýni og trúar á fram-
tíðina. Ekki reyndist unnt að segja frá henni í sunnudagsblaðinu,
vegna þess að blaðið fór í prentun kl. 4 á laugardaginn. Verða hér
á eftir rakin aðalatriði þess er þar gerðist.
HORNSTEINN LAGÐUR
Vilhjálmur Þór form. áburðar-
verksmiðjustjórnarinnar bauð
gesti velkomna. Voru þarna við-
staddir auk forsetahjónanna, ráð-
herrar, margir þingmenn, sendi-
herra Bandaríkjanna á íslandi,
Edward B. Lawson, borgarstjór-
ínn í Reykjavík, og margir þeirra,
sem unnið hafa á einn eða annan
hátt að byggingu Áburðarverk-
smiðjunnar.
Forseti íslands lagði nú horn-
stein verksmiðjunnar með því að
múra hólk með byggingarsögu
hennar inn í einn vegg hússins.
Að því loknu flutti forsetinn
ávarp. Minntist hann á það í upp-
hafi að allur iðnaður og iðja
hefði farið stórlega vaxandi í
landinu hina síðustu áratugi. En
hér væri í fyrsta sinn stofnað
til stóriðju. Hér hæfist nýr kafli
í iðnaðarsögu landsins. Því fögn-
uðu allir íslendingar af heilum
huga.
Forsetinn lauk máli sínu með
þessum orðum:
ÁRNAÐ HEILLA
„Vér erum fámenn þjóð, og
völdum ekki hinum stærstu verk-
efnum, nema allir leggi saman.
„Sterkur fór um veg, þá var
steini þungum lokuð leið fyrir;
ráð at hann kunni, þó ríkur sé,
og hefðu þrír um þokað.“ Það
eru samtök allrar þjóðarinnar,
sem hafa þokað þessu verksmiðju
máli áfram þangað „þar sem nú
stöndum vér“. Sá sem ekki hefur
komið hér tvö síðustu árin mun
varla þekkja Gufunesið aftur fyr-
ír sama stað. Slík afköst í bygg-
ingariðnaði hafa ekki þekkzt áð-
ur hér á landi.
Að vísu er forsagan löng og
margir ágætir forustumenn, sem
ég skal hvorki nefna né gera upp
á milli, en það eru einhuga sam-
tök þjóðarinnar á Alþingi, sem
hafa reist þessa stofnun til hags-
bóta fyrir landbúnað og þjóðar-
heild. Það sem hér er unnið fyrir
eina stétt kemur öllum að notum.
„Bera bý bagga skoplítinn
hvert að húsi heim, en þaðan
koma ljós hin logaskæru á altari
hins göfuga guðs“. Það finnst
máske einhverjum full hátíðlegt,
að vitna í þetta undurfagra Ijóða-
lagavers í sambandi við áburðar-
verksmiðju, en Jónas orti það um
atkvæðisréttinn og endurreisn
Alþingis, og það á við bæði sam-
kvæmt efni og uppruna, hvenær
sem vér gleðjumst sameiginlega
yfir alþjóðar átaki og afreki.
Áburð er ekki að foragta! Hóf-
uðskepnurnar vatn, loft og orka
hafa hér verið beizlaðar til þjón-
ustu við moldina, gróandann, Bú-
kollu og Ljómalind, landsins börn
og íslenzka menningu.
Ég órna Áburðarverksmiðjunni
allra heilla í starfi fyrir land og
lýð.“
Að lokinni ræðu forseta Islands
söng tvöfaldur kvartett úr karla-
kórnum Fóstbræður.
SAMEIGINLEGT ATAK
Þá flutti Vilhjálmur Þór, fpr-
maður áburðarverksmiðjustjórn-
arinnar ræðu. Skýrði hann frá
undirbúningi verksmiðjumálsins
og rakti byggingarsögu verksmiðj
unnar. Kvað hann miklar vonir
tengdar við þetta glæsilega mann
Steingrímur Steinþórsson, land-
búnaðarráðherra, flytur vígslu-
ræðuna.
virki, bæði meðal islenzkra
bænda og þjóðarinnar í heild. Þá
minntist hann Marshull-stofnun
arinnar og þeirrar mikilsverðu
aðstoðar, sem hún, alþjóðabank-
inn í Washington, Bandaríkja-
stjórn og ýmsar þjóðir Evrópu,
sem hlut áttu að efnahagssam-
vinnú hinna vestrænu þjóða,
hefðu veitt íslendingum í þessu
mikla framfaramáli þeirra. Aa
þeirrar aðstoðar væri Áburðar-
verksmiðjan í Gufunesi ekki ris-
in. Þakkaði formaður áburðar-
verksmiðjustjórnarinnar öllum
þessurh aðiljum, Alþingi og ríkis-
stjórnum og öllum þeim, sem
unnið hefðu að framkvæmd þessa
mikla mannvirkis. Gaf hann síð-
an landbúnaðarráðherra, Stein-
grími Steinþórssyni orðið og bað
hann að lýsa því yfir að verk-
smiðjan væri formlega opnuð og
tekin til starfa.
RÆÐA
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA
Landbúnaðarráðherra komst
m. a. að orði á þessa leið:
„Það er vor í lofti í dag. Hlýr
vorblær og gróðurangan fyllir
loftið og gróðrarskúrir vekja
frjómögn jarðar til orku og lífs.
Sú athöfn, er hér fer fram í dag
— það er vígsla og opnun Áburð-
arverksmiðjunnar — fyrstu verk-
smiðju á Islandi, er vinnur áburð
úr lofti og vatni og er stærsta
iðnfyrirtæki íslenzku þjóðarinnar
er tengd vori og gróandi lífi. Það
er því mjög vel farið, að þessi
hátíð farl fram að yori til, þegar
gróðúröfl náttúrúnrtar eru að leys
ast úr læðing — nýtt líf að vakna
og þroskast til yndisauka og hagn
aðar fyrir þjóðina alla“.
í lok ræðu sinnar féllust
Vilhjálmur Þór, formaður verk-
smiðjustjórnarinnar flytur ávarp.
Steingrími Steinþórssyni orð ó
þessa leið:
„Ég mun nú ijúka þessum fáu
orðum.
Verksmiðjan hefur undanfarna
mánuði starfað að framleiðslu
köfnunarefnisáburðar —■ og hef-
ur náð fullum afköstum — það
er þess vegna nú þessa dagana
víðsvegar um land, í fyrsta skipti
í sögu þjóðar okkar, verið að
frjóvga íslenzka jörð með alinn-
lendum verksmiðjuáburði. —
Það er hin rétta og um leið virðu-
legasta vígsluathöfn sem fram
getur farið. — Það eru jarðrækt-
armennirnír — bændur íslands,
sem framkvæma þá vígslu —
þeir biðja þess um leið og þeir
dreifa áburðinum um vorhlýja
gróðurmoidina að gróðurstarf
þeirra verði þeim sjálfum og
þjóð sinní til blessunar.
HELG ATHÖFN
Allir þeir er skilja innsta eðli
ræktunar og ræktunarmenningar,
vita að það er helg athöfn sem
þar fer fram. Eða eins og eitt af
góðskáldum okkar orðar það í
ástaróði til ræktunar og ræktun-
arstarfa:
Ef ég mætti yrkja
ýrkja vildi ég jörð.
Sveit er sáðmannskirkja,
sáning bænargjörð.
Vorsins söngvaseiður
sálmalögin hans:
Blómgar akur breiður
blessun skaparans.
Þessi orð vil ég gera að mínum
kynslóð, og þær, sem á eftir
koma.
Ég leyfi mér að lýsa því yfir
að Áburðarverksmiðjan tekur
hér með íil starfa undir stjórn
verksmiðjustjórnarinnar.
Megi góðvættir íslands —
Lands vor Guð — vernda þau
störf er hér verða unnin til
hagsbóta fyrir land og lýð“.
Er Steingrímur Steinþórsson
hafði lokið máli sínu gekk hann'
að sekkjunarvél í verksmiðju-
salnum, studdi þar á hnapp og
fyllti þar með fyrsta áburðarpok-
ann, eftir að verksmiðjan hafði
formlega tekið til starfa.
Þá söng tvöfaldur kvartett
Fóstbræðra að nýju og lúðrasveit
Reykjavíkur lék.
RÆÐA INGÓLFS JÓNSSONAR
Þá flutti Ingólfur Jónsson iðn-
aðarmálaráðherra ræðu. Kvað
hann Áburðarverksmiðjuna vera
hvatningu til frekari fram-
kvæmda á sviði stóriðnaðar í
landinu. Bygging mannvirkjanna
í Gufunesi gæfi þjóðinni aukna
trú á landið og hina miklu mögn-
leika þess. Bað hann þess að lok-
um að Áburðarverksmiðjan
mætti alltaf uppfylla vonir land-
búnaðarins og iðnaðarins í land-
inu og verða allri þjóðinni til
blessunar og hagsældar. Hefur
ræðu ráðherrans áður verið getið
hér í blaðinu.
Fulltrúi efnahagssamvinnustofn-
unarinnar, Matthías Þorfinnsson,
flytur ávarp.
um leið og Áburðarverksmiðjan
er vígð og tekur til starfa. Bænd-
ur íslands — ræktunarmennirnir
— eru nú daglega að vígja þetta
mikla og glæsilega atvinnutajki
til starfa fyrir komandi kvn-
slóðir. — Til þess að létta ok eþf-
iðis af þreyttum herðum þeirrar
stéttar er sinnir því mikia og göf-
uga verkefni að rækta íslenzka
mold — vekja gróðurmagn henn-
ar til lífs fyrir þig, núverandi
Ingólfur Jónsson, iðnaðarmálaráð
herra, flytur ávarp.
ÁVÖRP OG KVEÐJUR
Þá lýsti framkvæmdastjóri
verksmiðjunnar Hjálmar Finns-
son því yfir að nokkrir aðilar
myndu flytja kveðjur og árnaðar
óskir. Tók þá fyrstur til máis
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri
og komst m. a. að orði á þessa
leið:
„Árnaðaróskir vil ég flytja
Áburðarverksmiðjunni á þessum
degi frá bæjarstjórn Reykjavikur
og stjórn Sogsvirkjunar. Um*Ieið
eru það hamingjuóskir til allrar
íslenzku þjóðarinnar með þetta
langþráða framleiðslutæki, sem
verða skal lyftistöng landbúnað-
ar á íslandi og öndvegisfyrirtæki
íslenzks iðnaðar.“
„Undirstaða áburðarframleiðsl-
unnar er ódýr raforka. Samn-
ingar hófust því snemma milli
stjórnar Sogsvirkjunar og Áburð -
arverksmiðju um sölu raforku til
fyrirtækisins. Ég ætla, að í því
efni hafi niðurstaðan einnig orðið
hagstæð báðum aðiljum. Áburð-
arverksmiðjan fær næga raforku
með hagkvæmum kjörum og
sleppur við stofnkostnað eigin
aflstöðvar. Á hinn bóginn selur
Sogsvirkjunin verksmiðjunni
mikið af afgangsorku utan mestu
álagstíma. Það grunnafl, sem
Áburðarverksmiðjan fær frá
Sogi, er allt að 4000 kw. af 56.000
kw., sem Sogsvirkjunin og Raf-
magnsveita Reykjavíkur hafa nú
yfir að ráða. Svara þessi 4 þús.
kw. grunnafls til 30 milljóna
kílówattstunda á ári, en auk þess
fær verksmiðjan þrefalt meira,
eða 90 millj. kílówattstunda af-
gángsorku, aðallega næturorku,
sem ekki væri hægt, a. m. k. fyrst
um sinn, að nýta á annan hátt.
Af þessum ástæðum gengur hin
mikla rafmagnsnotkun verk-
smiðjunnar ekki út yfir almem-
ingsnotkun á orkuveitúsvæði
Sogsins,
SAMSTARF SVEITA OG
KAUPSTAÐA
Áburðarverksmiðjan er ánægjn
legt tákn um vinsamlegt samstatf
milli sveita og kaupstaða. Reykja
víkurborg er aðaleigandi Sogs-
virkjunarinnar, sem nú er sarti-
eign Reykjavíkur og ríkisins. í
virkjun Irafoss var ráðizt
ágætum atbeina og fulltingi rík-
isstjórnarinnar. En Reykjavíkur-
kaupstaður telur sér Ijúft og skylt
að geta stuðlað að því með sökt
ódýrrar raforku, að Áburðar-
verksmiðjan, þetta mikla nauð-
synja fyrirtæki íslenzks landbún-
aðar, geti komizt upp sem fyrst.
Fyrir Reykjavíkurborg er hið
öra aðstreymi hið mesta vanda-
mál. Bezta ráðið til að draga úi*
því er að bæta lífsskilyrðin úli
á landi. Þannig fara saman hags-
munir fólksins í sveit og við sæ,
í borg og í strjálum byggðum.
Gæfa fylgi starfi Áburðarverk-
smiðjunnar um aldurdaga.“
FULLTRÚI EFNAHAGSSAM-
VINNUSTOFNUNARINNAR
Þá tók til máls Vestur-íslend-
ingurinn Matthías Þorfinnsso-n,
sem flutti kveðjur og árnaðar-
óskir frá efnahagssamvinnustofn-
uninni í Washington og Harolrl
Stassen yfirmanni hennar. Lét
hann í ljósi ánægju sína yfir þvi
að Bandaríkin hefðu fengið tæki-
færi til þess að styðja íslending’a
í því að reisa áburðarverksmiðju
og kVaðst vona að hún yrði ís-
lenzkum bændum og þjóðinni
allri til hins mesta gagns.
Þá talaði fulltrúi erlendra
verkfræðinga, sem að verksmiðju
byggingunni hafa unnið, dr.
Charles O. Brown. Kvað hann
þetta vera hinn mesta gleðidag.
Áburðarverksmiðjan væri aðeins
byrjunin að stórfelldri iðnþróun
á íslandi. íslendingar ættu óþrjót-
andi vatnsafl og myndu hagnýta
það til eflingar atvinnulífi sínu.
BRAUTRYÐJANDI
ÍSLENZKRAR STÓRIÐJU
Þá tók til máls Árni Snævarr
verkfræðingur og mælti fyrir
hönd íslenzkra verkfræðinga, sem
að verksmiðjubyggingunni hafa
unnið. Kvað hann það öllum
gleðiefni að sjá og kynnast þeim
miklu mannvirkjum, sem risin
væru í Gufunesi, ekki sízt þeim,
sem á einn eða annan veg hefðu
lagt þar hönd á plóginn. Síðan
komst hann að orði á þessa leið:
„Að vísu er hér í Gufunesi
fórnað grænum grundum og
blómlegum bölum, en kyngi-
kraftur þess efnis, sem verk-
sfniðjan hér framleiðir, mun á
ókomnum árum skapa nýjar
grundir, nýjar fagrar sléttur
þúsund og aftur þúsundfalt
stærri þeim, sem í sölurnar voru
lagðar. Þannig verður gagns og
gæða notið og náttúrufegurð end-
urheimt.
Ég_ gat um það áðan, að bygg-
ing Áburðarverksmiðjunnar hef-
ur verið þeim, sem að henni hafa
starfað, mikið gleðiefni. Þeir vilja
nú í dag flytja þessu fyrirtækj,
brautryðjanda íslenzkrar stór-
iðju, sínar beztu heilla- og ham-
ingjuóskir. Þeir vilja og flytja
þakkir fyrir það, að hafa átt þess
kost að starfa hér, og fyrir ágæta
samvinnu.
í riafni þeirra íslenzkra verk-
fræðinga, iðnaðarmanna og verka
manna, sem með hug og hönd
hafa lagt stein í þessa miklu
byggingu, vil ég leyfa mér að
flytja Áburðarverksmiðjunni þær
heillaóskir, að héðan frá Gufu-
nesi megi á komandi árum í sí-
auknum mæli berast íslenzkri
mold sá gróðurmáttur er breyti
hverjum örfoka mel og hverri
óræktar mýri í frjósama jörð,
hverjum erjandi bónda til bjarg-
ráða og hverjum vökulum veg-
faranda til yndis og ánægju,
Gangi svo Áburðarverksmiðjan
allt til tírs og tima.“
HEILLAÓSKIR
ALÞJÓÐABANKANS
OG ÞAKKIR BÆNDA
Þegar hér var komið las fram-i
Framh. á bis. 12