Morgunblaðið - 27.06.1954, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIB
Sunnudagur 27. júní 1954 ^
Skugginn og tindurinn
SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON
Fmmhaldssagan 69
„Það er spurt um yður í sím-
ann, herra Lockwood“.
Hann flýtti sér niður eftir.
Hann hafði varað Judy við því að
síminn væri inni á skrifstofu
Pawley og hún ætti því aðeins
að hringja ef mikið lægi við.
iíann bjóst við hinu versta.
Pawley leit upp um leið og
hann kom inn.
„Viljið þér kannske að ég
íæri?“
„Það skiptir ekki máli.“
Hann tók upp tólið.
„Douglas. Ertu einn?“, það var
lödd Judy.
„Nei“; sagði hann.
„Ó, drottinn minn“, sagði hún.
„Getur þú komið niðureftir til
Kingston í kvöld.“
„Nei, ég get það ekki. Hvað
hefur komið fyrir?“
Hún þagði augnablik. Svo sagði
liún:
„Það er ekki eins slæmt eins
og þú kannt að halda. Ein flug-
íreyjan fékk lungnabólgu í gær-
1: veldi svo þeir vilja að ég fari
fyrir hana á morgun. Þeir hafa
reynzt mér svo vel svo ég get
ekki svikig þá þegar þeir eru í
vandræðum. Finnst þér ég geta
það? En um þar næstu helgi er
allt í lagi. Er það erfitt fyrir þig
að koma því við?“
„Ég hugsa að ég gæti fengið
því breytt“, sagði hann.
Henni iétti auðsjáanlega.
„Guði sé lof“, sagði hún. „Mér
fannst þetta svo leiðinlegt . . ég
var svo hrædd um að þú mundir
ekki geta fengið fríinu breytt. En
ég kem aftur á föstudagsmorgun."
„Þetta er löng ferð“, sagði
hann. „Hvert ferðu?“
Hún hikaði.
„Douglas, getur þú ekki komið
í kvöld? Eða get ég ekki komið
til þín?“
„Það er ekki hægt“, sagði
hann.
„Eða í fyrramálið. Ég verð að
liitta þig til að útskýra það fyrir
„Já, þér hafið verið mjög sam-
vizkusamur“, sagði Pawley. „Ég
er sama“, sagði Douglas. Og hann
minnti Pawley á það aftur að
hann hafði aldrei notag sér af
þessu fríi.
Pawley yppti öxlum. „Þér verð
ið auðvitað að hafa það eins. og
yður finnst bezt“, sagði hann.
„Ég vil gjarnan fara, ef yður
hef verið mjög ánægður með
starf yðar og ....“, hann sagði
þetta með minni áherzlu en venju
lega og fór að blaða í bréfum á
borðinu hjá sér. Svo hélt hann
áfram: „En ég vona að þér ætlið
ekki að fára ag eyðileggja hið
góða orð yðar þessar tvær síðustu
vikur sem eftir eru. Ég skil það
vel að við séum öll orðin dálítið
óþolinmóð, en við" verðum að
reyna að halda það út. Og sér-
staklega hvag yður snertir, verð-
um við að vera varkár eins og ég
hef .áður sagt yður. Ekki svo að
skilja að ég vilji setja nokkuð út
á við yður, Lockwood .. þröng-
sýni er ekki einn af mínum
mörgu göllum. En þér eruð
kannske búinn að læra það núna,
að við verðum að taka tillit til
skoðana annarra."
„Já“, sagði Douglas. „Ég er
búinn að læra það.“
—o—
Hann bar töskuna sína yfír að
bílskúrnum eftir hádegisverðinn
og þar sem Morgan hafði spáð
rigningu yfir þá voru allar líkur
til að góða veðrið héldist. Joe
beið eftir honum hjá skólabílnum
til að aka honum niðureftir. Þeir
óku út um hliðið og þegar Doug-
las leit við var skólahúsið komið
úr augsýn. Fríið var byrjað. í
byrjun vikunnar hafði helgin
sýnst óralangt framundan en nú
var augnablikið loks komið.
Hann trúði því varla að hin
langa vika væri gengin um garð.
Hverjir 24 klukkutímar höfðu
virzt eins og heil eilífð. Einu sinni
eða tvisvar hafði hann verið grip-
inn miklum efasemdum. Gat það
verið að Judy hefði gabbað hann.
Gat það verið að hún hefði sjálf
ráðið þessari ferð til Buenos Aries
til að hitta Louis. En þá mundi
hann eftir því hve augu hennar
voru sakleysisleg og hve hún var
hjartahrein. Það var blátt áfram
kjánalegt að efast um heiðarleik
hennar.
Joe skildi við hann niðri í mið-
bænum og hann fékk sér bíl heim
til Judy. Enginn svaraði þegar
hann hringdi bjöllunni. Hann leit 1
á úrið. Klukkan var að verða .
þrjú. Honum datt í hug að flug- j
vélinni hefði kannske seinkáð svo
hann fór aftur út í bílinn og ók (
niður að flugfélaginu, sem hafði,
afgreiðslu við Harbor Street.
„Já, vélin tafðist í Trinidad“,
sagði afgreiðslumaðurinn. „Hún
kemur hingað um fimmleytið.”
Maður sem stóð við hliðina á
Douglas við afgreiðsluborðið,
snéri sér að honum: „Eruð þér að
spyrja um vélina frá Buenos
Aires? Hún átti að koma klukkan
tíu í morgun. Nú er von á henni
klukkan fimm.“
„Mér hefur verið sagt það“,
sagði Douglas.
„Jæja, ég hélt kannske að þér
væruð í einhverjum vandræð-
um.“
Douglas snéri sér aftur að af- '
greiðslumanninum og spurði j
hann hvort ungfrú Waring væri
með vélinni.
„Já, hún er með“, sagði hann. I
„Hún fór í þessa ferð fyrir aðra
stúlku sem varð veik af lungna- !
bólgu. Henni var víst ekkert vel
við að fara þetta.“
Hann skammaðist sín fyrir það
núna að hann skyldi nokkru sinni
hafa efast um heilindi hennar. Og
um leið létti honum mjög. Hann
snéri sér við og bjóst til að fara
en um leið gekk maðurinn til
hans, sem hafði vikið sér að hon-
um við afgreiðsluborðið
„Fyrirgefið, en ætli þér að fara j
út á flugvöllinn", sagði hann.
Douglas jánkaði því. „Er ýður
sama þó að ég sláist í för með
yður. Það fer ekki bíll frá flug-
þér.“
„Þú ferð þá til Buenos Aires“,
sagði hann.
„Heyrðu Douglas", sagði hún.
Henni var mikið niðri fyrir. , Ég
get svarið að það er ekki mér að
kenna. Ég vissi ekki einu sinni
hvert þeir ætluðu að senda mig.
Ég veit að þú trúir mér ekki, en
þú getur spurt þá á skrifstoíunni.
Stúlkan er mikið veik.“
„Jæja“, sagði hann. Pawley
reyndi að lát-a eins og hann væri
ekki að hlusta en auðséð var að
hann hlustaði eins og hann gat
og það var mjög erfitt fyrir
Douglas að tala. Það var jafnvel
ennþá erfiðara að leyna tilfinn-
ingum sínum, þegar hann lang-
aði mest til að fara að gráta.
„Ég verð bara nokkra klukku-
tíma í Buenos Aires“, sagði hún.
„Ég ætla ekki að hitta Louis.
Alveg áreiðanlega ekki. Ég gæti
það heldur ekki, því ég brenndi
bréfið frá honum svo ég veit
ckki um heimilisfang hans.“
„Ágætt“, sagði Douglas.
„Er þá ekki allt í lagi með þar
næstu helgi?“
„Auðvitað."
„Ó, þakka þér fyrir, Douglas",
sagði hún. „Þakka þér fyrir.“
Hann vissi að það mundi vera
tilgangslaust að láta við Pawley
eins og samtalið hefði ekki snú-
ist um fríið svo hann talaði strax
við hann um það.
„En það verður næst síðasta
helgin á skólaárinu" sagði Paw-
lsy.
„Gerir það nokkuð til“, sagði
Douglas.
Rósaálf urinn
5
Þegar hún var komin heim, sótti hún stærsta urtapottinn,
sem til var, og lét í hann höfuð hins látna, fyllti ofan yfir
með mold og plantaði í hana jarsmínugreinina.
„Vertu sæl, vertu sæl,“ hvíslaði álfurinn litli. Hann gatj
ekki lengur af borið að horfa á alla þessa sorg og flaug
því út í garð til rósarinnar sinnar, en hún var nú afblómguö,
og héngu aðeins fáein bliknuð blöð við rósberin grænu.
„Æ, að hið fagra og góða skuli svo fljótt líða undir lok,“
sagði álfu'rinn og andvarpaði. Loksins fann hann sér nýja
rós. Hún varð húsið hans, og innan ilmveggja hennar haíði
hann bækistöð sína.
Á hverjum morgni flaug hann að glugganum til vesalings
stúlkunnar, því að alltaf stóð hún þar hjá urtapottinum og
grét. Tárin hrundu á jasmínu-greinina, og eftir því sem
stúlkan varð fölari dag frá degi, að sama skapi varð greinin
grænni og blómlegri. Hver anginn spratt út á fætur öðrum,
og hvítir blómhnappar sprungu út á henni.
Stúlkan kyssti þá blómhnappana, en bróðirinn vondi at-
vrti hana og spurði hana, hvort hún væri orðin vitstola.
Hann sagði sér væri illa við þetta, og sízt gæti hann skilið
í því, hvers vegna hún væri sígrátandi yfir þessum urta-
potti.
Hann vissi ekki, hvers augu þar voru undir, byrgð og
lokuð, — hann vissi ekki hvers rjóðu varir þar voru að
moldu orðnar. — Stúlkan laut með höfuðið niður að urta-
pottinum, og þar hitti rósaálfurinn hana sofnaða út af, og
fór hann þá inn í eyra hennar. Sagði hann frá kvöldinu í
laufskálanum, frá angan rósanna og elsku blómálfanna.
^öáuv Plast j
aðeins hjá i
“dwinnrnason
LÍNDARGÖTU 25 - SÍMI3743
/
/
r r
f " ; í l
r
'
: nj
^_ /
'f ?
’ ’
r— r
r r
r r
r \
STOW ViBRATORAR
Þeim fjölgar óðum, sem nota STOW steinsteypuherðara
(vibratora), þegar steypt er, enda eykur það styrkleika
steypunnar um 20%.
Þ. Þorgrímsson & Co.
Hamarshúsinu. Sími 7385. Reykjavík.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■B^
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
»o
DuroDont tannkremið stöðvar tannskemmdir, og heldur
tönnunum hvítum. Ekkert tannkrem er selt eins mikið
í Evrópu, eins og DuroDont tannkremið.
Reynsla svo margra kaupenda er bezti dómarinn um
gæði DuroDont tannkremsins.
DuroDont tannkremið fæst í litlum og stórum túbum,
(hvítt eða með blaðgrænu) í öllum betri verzlunum.
Munið nafnið DuroDont.
Biðjið um DuroDont tannkremið.
DuroDont er þýzk framleiðsla.
. .Einkaumboð:
ÞORÐLR H. TEITSSON
Grettisgötu 3 — Sími 80360.
•■I
- AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI -