Morgunblaðið - 02.07.1954, Side 10
10
MQRGUlSBLAÐIfí
Föstudagur 2. júlí 1954
Bjarni Kristmimdsson
j í DAG verður til moldar borinn
i í Fossvogskirkjugarði, Bjarni
Kristmundsson síðasti bóndi í
i Hafragili í Laxárdal í Skaga-
' fjarðarsýslu. Hann var fæddur 2.
‘ maí 1887 á Ásbjarnarnesi í Húna-
! vatnssýslu. Sonur Kristmundar
j Guðmundssonar síðar bónda í
\ MelrakkadaL Kornungur sveinn
j var hann tekinn til fósturs af
; Marínu Gísladóttur og Bjarna
j manni hennar. Þau bjuggu i Ham
j arsgerði í Lýtingsstaðahreppi.
• Komu þau hjón sunnan úr Norð-
í urárdal með síra Jóni Magnús-
> syni, er hann flutti að Mælifelli
og byggði hann þeim hjáleiguna
Hamarsgerði. Þar missti Marín
mann sinn, en reisti aftur bú
1 með Bjarna fóstursyni sínum í
Stapa í Tungusveit. Þá var hann
14 ára gamall. Mætti því segja
að snemma byrjaði starfsdagur
hans, en með umsjá fóstru sinnar
’ íórst hinum unga sveini búskap-
urinn vel úr hendi, enda var
Marín dugmikil kona, drenglund-
uð og ágæt. Ekki voru efni þeirra
mikil en blómguðust eftir því,
sem Bjarna óx vinnuþrek.
Rúmlega tvítugur að aldri gekk
Bjarni að eiga eftirlifandi konu
sína, Kristínu Sveinsdóttur, dug-
lega og ágæta stúlku.
Ég, sem þessar línur rita kynnt-
. dst þeim nýgiftu hjónum, því að
-• þau bjuggu á móti mér á Nauta-
. • búi í Tungusveit fyrstu tvö bú-
.•skaparár mín. Féll mér ágætlega
. i vel sambýlið við þau og má ég
•lætíð vera Bjarna þakklátur fyr-
ir hans ágætu bendingar og til-
sögn um fjárhirðingu. Ég var ó-
vanur fjármennsku, en hann var
snillingur við það starf og svo
•mikill skepnuvinur, að ég hefi
. • ekki þekkt aðra taka honum fram
•á því sviði. Hann umgekkst allar
rskepnur með ástúð og nærgætni,
enda bjargaði það honum síðar og
hans mikla barnahóp að hann
hafði ávallt góðan arð af búfé
sínu, þótt það væri fremur fátt
• og óhæg aðstaða hans í tvíbýli
'> é Reykjum í Tungusveit, þar
sem hann bjó leiguliði í mörg
• ár, en seinna keypti hann afdala-
• • jörð, Grímsstaði í Svartárdal og
'sflutti þangað frá Reykjum. Sú
•jörð er mjög afskekkt og var hún
’Hiðurnídd og illa hýst og langt
frá vegasambandi. Aðkoman var
því ekki góð fyrir þau hjónin, er
þau komu þangað, enda fór jörð-
• ín í eyði er þau fluttu þaðan að
Hafragili í Laxárdal, en þar
bjuggu þau síðast og hættu bú-
skap 1950 og fluttu til dóttur
sinnar í Reykjavík, útslitin og
uppgefin fyrir aldur fram.
Þetta er ytra boriðið af hrakn- I
ingssögu fátækra hjóna, sem
þösluðu við búskap í meira en
40 ár, án þess að taka nokkurn
tíma nokkra vandalausa mann-
eskju í vinnu. Alltaf tvö ein að
vinna, en eignu.ðust 15 börn. Þar
‘áf eru 13 börn þeirra á lífi nú,
' er bóndinn er hniginn í valinn.
Alltaf voru þau hjónin fremur
veitandi en þurfandi"og borguðu
skilvíslega alla skatta og skyldur
,en fengu aldrei neinn styrk, sem
þjóðfélagið er þó farið að sjá
sóma sinn í að greiða.
Þrjú börn þeirra hjóna voru
rtekin í fóstur af vinafólki þeirra.
Ekki var það gert sem ölmusa
heldur af góðvild og hjálpfýsi.
,Tíu börn sín ólu þau upp alein
og má nærri geta að ekki hefur
verið legið á liði sinu, hvorki af
hjónunum sjálfum eða börnun-
,Um, er þau fóru að geta hjálpað
Kennaraskólanem-
endur komnir úr
til við bústörfin. Að vonum
sneiddi ekki fátækt og erfiðleikar
hjá garði á heimili Bjarna og
Kristinar með allan barnahópinn
sinn, en sundurlyndi og úlfúð
kom aldrei við á heimili þeirra.
Þau unnu hvort öðru og studdu
hvort annað í lífsbaráttunni með
ótrúlegu þreki og aldrei mun að
þeim hafa hvarflað að gefast upp.
Og sigur unnu þau og komu öll-
um sínum börnum til góðs þroska
og eru þau hinar mannvænleg-
ustu manneskjur, greind, hraust
og myndarleg, enda ekki alin upp
við sælgætisát, heldur sparsemi
og reglusemi, en hjartahlýju og
ástúðar munu þau hafa notið í
uppvextinum ekki síður en börn
ríkismanna, því að þau hjón voru
öllum góð og velviljuð, bæði
mönnum og málleysingjum, enda
virt og velmetin af öllum, sem
þau þekktu.
Börn Kristínar og Bjarna, sem
nú eru á lífi, eru þessi:
Gislíana, Gautlöndum í Mývatns-
sveit, Páll í Reykjavík. Ingibjörg
í Reykjavík. Baldvin, á Húsavík.
Kristmundur, Sjávarborg. Elín,
í Reykjavík. Sigríður, í Reykja-
vík. Guðmundur í Reykjakoti í
Ölfusi. Sólborg, Skatastöðum í
Austurdal. Sveinn, Hafragili í
Laxárdal. Pétur, Ánastöðum í
Lýtingsstaðahreppi, Sólveig, nú í
Reykjavík og Eyþór; í Reykjavík.
Á síðastliðinu sumri tóku þau
gömlu hjónin sér sitt fyrsta og
eina sumarfrí. Fóru þau norður
í land að finna börn sín, sem
þar búa. Aldrei höfðu þau áður
getað tekið sér eins dags hvíld
frá störfum og ekkert ferðast,
nema stöku sinnum í kaupstað-
inn. Þau voru glöð og ánægð,
er þau kormi heim til sín úr
ferðinni, en ekki mátti hún seinna
farin, því skömmu síðar kenndi
Bjarni þess lasleika, er dró hann
til dauða eftir stutta legu 24. dag
júnímánaðar s.l
Þegar ég renni huga um það,
sem mér er kunnugt af æviferli
Bjarna Kristmundssonar nú að
leiðarlokum, virðist mér að hann
mundi hljóta mjög góða ágætis-
einkunn úr reynsluskóla lífsins
fyrir hegðun, þrek og dugnað,
fyrir kærleika og trúmennsku í
öllu sínu mikla og óeigingjarna
starfi. |
Ég votta sæmdarkonunni Krist-
ínu Sveinsdóttur og börnum
þeirra hjóna innilega samúð mína I
við fráfall og jarðarför hins mæta '
manns. Megi sem flestir afkom-
endur hans verða honum líkir.
Blessuð sé minning hans.
Sigurður Þórðarson.
FYRIR nokkru er kominn heim
úr námsferð til Norðurlanda,
Frakklands, Þýzkalands og Bret-
lands 18 manna hópur nýbraut-
skráðra Kennaraskólanemenda.
Létu þeir vel af ferðinni, sem tók
20 daga.
Héðan var farið til Bretlands,
höfð þar viðdvöl í Edinborg og
Lundúnum, síðan farið til París-
ar. Og 1 Versölum var hópurinn
um hvítasunnuna. Síðan var
haladið norður á bógðinn til Ham
borgar, þaðan til Kaupmanna-
hafnar og dvalizt þar í um viku-
tíma. Hafði sendiherra Dana hér,
Bodil Begtrup, haft forgöngu um
að Norrænafélagið í Danmörku
bauð hópnum í heimsókn í kenn-
araskólann 1 Emdrupborg og
marga barnaskóla í Danmörku,
bæði nýtízkuskóla og elzta barna
skólann í Kaupmannahöfn. Þá
voru Kennaraskólanemendurnir
gestir danska kennslumálaráðu-
neytisins í samsæti í Studenter
kiilden. Aðfaranótt þjóðhátíðar-
dagsins var haldið til Gautaborg-
ar og komið þangað snemma
morguns. Tóku þar á móti hópn-
um á brautarstöðinni þrír stjórn-
armenn Sænsk-íslenzka félagsins.
Einn þeirra, frú Sigrún Jónsdótt-
ir, bauð löndum sínum heim í
morgunkaffi og síðan bauð félag-
ið kennurunum að skoða sjóferða
safnið og í hringferð um borg-
ina. Helzta blað Gautaborgar,
Göteborgs handels ock sjöfarts-
tidning, sagði frá komu íslend-
inganna. Fararstjóri var Ámi
Böðvarsson cand. mag.
Hamlet í síðasia sinn
KAUPMANNAHÖFN, 29. júní: —
Á sunnudagskvöldið var leikritið
Hamlet eftir enska skáldið
William Shakespear leikið í
síðasta sinn í hinni fornu höll
Krónborg, þar sem skáldið læt-
ur leikinn gerast. Hamletsýningar
hafa Tarið þar fram á hverju
sumri og hafa leikflokkar frá
frægustu leikhúsum álfunnar far-
ið með hlutverkin.
Nú neyðist félag það, sem að
sýningunum hefur staðið í Dan-
mörku „Frilufts-Scenen:: til þess
að hætta þeim sökum fjárskorts
og vegna þess að tæknileg skil-
yrði þykja hin erfiðustu við sýn-
ingarnar, sem fara fram undir
beru lofti í hallargarðinum. f
sumar hefur Old Vic félagið frá
Lundúnum leikið Hamlet og lék
Richard Burton Hamlet en Clairé
Bloom Ófelíu. — Reuter-NTB
★★★★★★★★★★★★★
★ ★
★ Morgunblaðið ★
★ ★
★ MEÐ *
★ Morgunkaffinu ★
★ ★★★★★★★★★★★★:
KaupmeiHi — Kaupfélög
Við höfum fjölbreytt úr-
val af
brjósthöldurum
úr nælon og satíni.
Slankbelti, 3 breiddir.
Mjaðmabelti 4 teg.
Sokkabandabelti
fyrir unglinga.
Heildsala:
LADY K.F.
lífstykkjaverksmiðja.
Barmahlíð 56 — sími 2841
líveiikápur
vandaðar — fallegar — ódýrar.
Peysufatafrakkar
í þrem litum — ávallt fyrirliggjandi.
Verð frá kr. 790.00.
Kápuverzlunin,
Laugavegi 12 (efri hæ>3).
ÞELPLOTIIR - KROSSVIÐIiR
Nýkomið:
Birki-krossviður
3—4—5—6 10 mm
Gaboon-krossviður
205 x 80 cm.
Þilplötur Vs” olíusoðnar og
óolíusoðnar.
Þilplötur: texgerð %”
Mahogni-krossviður, hurðarstærðir, kemur næstu daga.
HANNES ÞORSTEINSSSON & CO. — Laugaveg 15.
Byggingafélag verkamanna í Reykjavík
Aðalfundur
verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 5. þ. m.
klukkan 3,30 e. h.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf. — Önnur mál.
Ath:. Sýnið skírteini við innganginn.
Stjórnin.
H U S
Hús, húshelmingur eða góð 5—6 herbergja ibúð óskast
keypt. — Upplýsingar í síma 82945 um hádegið
og 81175 eftir kl. 6 í dag og næstu daga.
HAPPDRÆTTI
KARLAKORINN
FOSTBRÆDUR"
Happdrætti
Fóstbræðra
VINNJNGAR:
Nýtt, vandað sumarhús
og norskur bátur.
Gjörið svo vel að skoða húsið og bát-
ijnn við Arnarhól, gegnt Fcrðaskrif-
stofunni.
rf’
% ■■