Morgunblaðið - 02.07.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.1954, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 2. júlí 1954 ^ Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON FramhaldssQgan 73 „T5g verð ekki hér, þegar skól- jnn byrjar aftur“, sagði Douglas. „'Ég vildi gjarnan fá að segja ílausu starfinu strax“. Þetta kom Pawley auðsjáanlega á óvart. Honum varð mikið um þessa yfirlýsingu. „Ég veit að samningurinn var upp á það að ég yrði hér heilt ár“, sagði Douglas. „En þér jjurfið ekki að hafa neinar áhyggjur. Ég skal skila aftur f irgjaldinu, sem ég fékk“. ICostn- aðurinn við flugferðina var meiri en launin yfir heilt skólatímabil, cn honum fannst það samt vera þess virði að fá að losna. Pawley tók af sér gleraugun og fór aftur að þurrka þau. „Hafið þér tekið þessa ákvörð- un vegna þess hvernig fór með skeytið?" spurði hann. „Að nokkru leyti“, sagði Dou- glas. „En ég hef hugsað um það áður“. „Ég vona að ég hafi ekki gefið yður neina ástæðu til að véra óánægður með stöðu yðar hér“, sagði Pawleý. „Nei“, sagði Douglas. „Én er 'bara óánægður með allt hér yfir- iíeitt. Mér líkar ekki að þurfa alltaf að taka megintillit til þess livað fólk hugsar. Ég er óánægður vegna þess að við höfum ekki ráð á að halda fram sannfæringu okkar“. Um leið og hann sagði þetta, vissi hann að hann hafði cngan rétt til þess. Hann var j nmverulega ekki aðallega óá- nægðu með skólann og Pawley .... heldur með Judy og sjálfan KÍg. Pawley tók þessu vel. „Mé finnst þér vera nokkuð harður, Lockwood“, sagaði hann. „Samt sem áður skal ég viður- kenna að mér þykir leiðinlegt að þér ætlið að fara. Við höfum að vísu ekki alltaf verið sammála | vim hlutina, en mér hefur fundist1 þér standa vel í stöðu yðar. Þér hafið unnið vel í meðferð yðar j á Silvíu og eins og þér vitið var mannorð okkar mjög undir því komið. Við eigum yður mikið að þakka“. „Mér þykir það leitt, en ég hef þegar fastákveðið að fara“. „Þá það“, sagði Pawley. „Samt o.itla ég ekki að taka þessa upp- sögn yðar gilda í kvöld. Á morg- un verðið þér búinn að ná jafn- aðargeði yðar á ný. Ég vildi gjarnan fá að spjalla við yður um það meira þá“. „Ég skal koma aftur í fyrra- málið“, sagði Douglas. „En ég hverf ekki frá þessari ákvörðun minni". Tunglið skein á milli trjánna þegar hann gekk niður að hús- I inu. Það var fullt. Þetta var sama tunglið sem með rét’tu hafði átt; að skína á hann og Judy við j Ocho Rios. Með réttu hefðu þau átt að ganga hlið við hlið á send- inni ströndinni og sandúrinn liefði sýnst hvítur í tunglsljósinu. Hann fór inn og lokaði hurð- inni til að sjá ekki tunglið. Hann setti töskuna á rúmið og fékk sér rommglas. Honum var runnin reiðin. Reyndar hafði hún ekki átt að beinast að Pawley eða ikonu hans. Það var aðeins yfir- • skin til að dylja hinn raunveru- lega sársauka. Hann hafði næst- um kennt frú Pawley um það ■að Judy hafði svikið hann og hvernig hann hafði látið hana Ileika sig grátt. En nú var honum runnin reiðin. Nú hafði harrn gef- ist hreinlega upp. Hann hafði morguninn hafði hann farið frá skólanum, án þess að hafa nokkra ljósa hugmynd um hvað fram- tíðin kynni að bera í skauti sér, en samt hafði honum fundizt að nú hefði hann tekið mikilvæga ákvörðun og hann mundi halda áfram á þeirri braut. Nú voru allar borgir hrundar. Lífið sem hann hafði skapað sér, þegar hann yfirgaf England, var kom- ið í rúst. Hann var aleinn með litla fex-ðatösku, litla peningaupp hæð og engan ákvörðunarstað. Ef hann hefði verið félaus, hefði málum hans kannske verið bet- ur komið. Ef til vill hafði hann þá haldið ákveðinn til læknisins og fengið hjá honum vænan skammt af svefnlyfum, ef hann hefði þá hugrekki Judy. En hvernig var með hugrekki henn- ar? Gat ekki verið að honum hefði skjátlast um það eins og hreinleikann í augum hennar? — Honum var illt við tilhugsunina. Hann minntist þess hve hrifinn hann hafði verið af henni . . . hvernig hann hafði haldið sér dauðahaldi i hana til að sann- færa sig um tilveru sjálfs sín . . . hvernig hann hafði talið sér sjálfum trú um að draumar hans frá æskuárunum væru nú rætast . . . . og hér var hann við þá iðju að leiðbeina börnum á lífsbraut- nni. Hann fékk sér aftur í glasið. Nú skildi hann, hvers vegna menn yrðu ofdrykkjumenn. Það er óþægileg tilfinning að finn- ast eins og maður væri ekki til. Og sú tilfinning hvarf ef maður fékk sér vel neðan í því. Vínið gerði það að verkum að manni fannst maður geta haldið áfram að vona og ef betur var á haldið, fannst manni jafnvel heimurinn vera til aðeins fyrir sig. En hann hafði ekki hæfileika til að viðhalda bessari tilfinningu í einverunni. Hann sneri sér frá glasinu og fór að tína upp úr töskunni. Neðst í töskunni var litli fillinn. Hann tók hann upp og minntist þess um leið hve vel hann hafði gætt þess alla vikuna að Játa ranann snúa út að glugg- anum. Mest langaði hann til að fleygja honum á gólfið. En þá datt honum betra ráð í hug til að sýna fyrirlitningu sína á honum. Hann setti hann á borðið og sneri rananum fram að dyrunum. — Um leið var barið að dyrum. „Kom inn“, sagði hann. Það var frú Pawley. „Douglas", sagði hún. „Má ég tala við yður augnatílik". — Á svipnum á henni var helzt að sjá eins og hún hefði ákveðið að jafna ágreininginn, sem orðið hafði á milli þeirra og væri kom- in til að segja honum að Pawley hefði hengt sig í einhverjum bitanum í þakinu. En þetta var þó ekki tilfellið. „Við verðum að jafna þetta“, sagði hún. „Maðurinn minn sagði mér að þér hefðuð sagt upp stöðu yðar hér vegna skeytisins, Ég veit ekSi hvað kom fyrir það, ég afhenti þjónustu stúlkunni minni það og bað hana að færa yður það. Ég spurði hana um það áðan. Hún segist hafa látið það á borðið hjá yður“. „Ég fékk það ekki“, sagði hann. „Kannske hefur það ruglast saman við önnur bréf á borð- inu. Það getur líka verið að Ivy hafi flutt það eitthvað úr stað þegar hún var að þurrka af“. Hann gekk að borðinu. Það var þakið bréfum og blöðum, vegna þess að hann hafði verið allt of niðursokkinn í fagra drauma alla vikuna og hafði varla gert ærlegt handtak nema það allra! nauðsynlegasta. Hann blaðaði í hrúgunni og bjóst alls ekki við að finna skeytið. En í einkum bunk-! anum var það innan um enska stíla. „Mér þykir það leitt“, sagði hann og fannst hann vera eins og fífl. „Mér hefði átt að detta þetta í hug fyrr. Ivy hefur gert þetta áður. En ég átti ekki von á neinu skeyti". ekki hugmynd um, hvað hann •ætti nú til bragðs að taka. Um Vor&di kóngurinn Danskt ævintýri. 2 „Hvílíkur konungur, mikill konungur og voldugur — en ég vil meira, miklu meira. Ekkert vald má vera, sem teljist jafnt mínu, því síður meira.“ Hóf hann svo ófrið við alla nágranna sína og sigraðist á þeim öllum. Sigruðu konungana lét hann binda við vagn sinn með gullkeðjum, þegar hann ók um strætin, og þegar hann sat til borðs, urðu þeir að liggja fyrir fótum hans og hirðmanna hans og tína upp mola þá, er til þeirra var kastað. Nú lét hann reisa líkneski sitt á torgunum og í höllum sínum. Hann vildi, meira að segja, láta það standa í kirkj- unum fyrir framan altari drottins, en prestarnir sögðu: „Herra konungur, mikill ert þú að vísu, en guð er meiri. Vér þorum það ekki.“ „Gott og vel,“ sagði konungurinn. „Ég skal þá líka vinna sigur á guði.“ Og í fásinnu og ofmetnaði hjarta síns lét hann smíða forkostulegt skip, sem sigla mátti á í loftinu. Það var marglitt eins og stél á fáfugli og sýndust vera á því þúsund augu, en hvert auga var byssuhlaup. Konungurinn sat miðskips og þurfti ekki annað en þrýsta á dálitla fjöður, þá flugu út þúsund skot, og voru byssurnat hlaðnar eftir sem áður. Hríðefldir ernir, hundruðum saman, ] voru spenntir fyrir skipið, og flaug nú konungur og stefndi á sólina. Jörðin lá langt fyrir neðan, og var hún fyrst á að sjá með fjöllum sínum og skógum eins og plægður akur, þar sem glyttir í hið græna á uppristum svarðarstrengjunum, en þar á eftir var hún líkust landsuppdrætti, og því næst hulin þoku og skýjum. i Hvor tvíburinn notar TONI og hvor notar dýra hárliðun?* y «5 Þér hafið dvallt efni d að kaupa Toni fjecjar jér farfliiót Ldr (ik anar Enginn er fær um að sjá mismuninn á dýrri hárlið- un og Toni. Með Torú getið bér sjálfar liðað hár yðar heima hjá yður Og Toni er svo ódýrt að þér getið ávalt veitt yður það þegar þér þarfnist hárliðunar. — Toni gefur háriru fallegan blæ og gerir hárið sem sjálf- liðað, Tom má nota við hvaða hár sem er Og er mjög auðvelt í notkun. — Þess vegna nota flexri Toni en nokkurt annað perma- nent. * Josephine Milton, sú til vinstri notcr Toni. Hárliðanarvökvi kr. 23,0* Spólur .......... — 32,25 Gerið hdrið sem sjálfliðað HEKLA H. F., Austurstræti 14 — Sími 1687 ■ j Lax- og silungastengur eru ennþá til í nokkru úrvali. H E L L A S, Laugavegi 26. •■•••••••••••■•••••••■■■■•■■•■••••••••■■••••■■••■■•■■•■*» LM Mikið úrval af nýtízku lömpum. Lítið í gluggann. Skermakúðin Laugavegi 15. Sími 82635. \ ! Tvær dugiegar stúlkur : á aldrinum 14—16 ára óskast til innheimtustarfa og snún- ■ ■ inga í 1—2 mánuði. ; Upplýsingar á skrifstofu Verzlunarmannafélags ■ : Reykjavíkur, Vonarstræti 4. uuiiiiniiniiniiiniiinurniunuwiiini J * ■»• ■ • ■ ................. ■■■ ■ ■ ■ ■ ■■■•■■■■■■■■■■>■■■■■■■ ■•■■■■> » m■•>■■■•• ■■■•■■■■■•■•■•■•■■ *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.