Morgunblaðið - 02.07.1954, Blaðsíða 16
Veiiirúfiii í dag:
N kaldi eða stinninsrskaldi. Léttir
til.
Ógnir geislavirks ryks
Sjá grcin á bls. 9.
■læli fyrir drykkjusjnko menn setl
á stoin í Gunnursholti
Ákvörðun heilbrigðismálaréðiineytisins
HEILBRIGÐISMÁLARÁÐHERRA hefur nú í samræmi við lög,
sem sett voru á síðasta Alþingi ákveðið aö.setja á stofn hæli
3'yrir drykkjusjúka menn. Hefur verið ákveðið að það skuli starf-
»>ækt í Gunnarsholti á Rangárvöllum til eins árs í tilraunaskyni.
iKf vel tekst til með rekstur hælisins, mun verða keypt hús af
.«andgræðslu ríkisins til frambúðarreksturs þess þar. — Heilbrigð-
ásmálaráðuneytið gaf út um þetta svohljóðandi fréttatilkynningu
* ’gær:
DbÖGGJOF OG
iNEFNDASKIPUN
„í lögum um meðferð ölvaðra
:jnanna og drykkjusjúkra, nr. 55
'irá 1949, er breytt var með lög-
nm nr. 91 frá 1953, er gert ráð
"íyrir að komið verði á fót hæli
tfyrir drykkjusjúka menn.
Hinn 16. jan. s.l. skipaði heil-
brigðismálaráðherra, Ingólfur
bónsson, nefnd til þess að hafa
Sneð höndum undirbúning að
stofnun hælisins. í nefndina voru
skipaðir Gísli Jónsson, alþingis-
.maður, og með honum Björn
•Magnússon, prófessor, dr. Helgi
’fTómasson yfirlæknir, Oddur Ól-
<ifsson, læknir, Reykjalundi og
■Sigurjón Sigurðsson, lögreglu-
■sijóri.
f tillögum nefndarinnar, er hún
slcilaði 5. apríl s.l., kemur fram,
að af mörgum stöðum, er til
greina komu, taldi hún Gunnars-
holt á Rangárvöllum hentugasta
staðsetningu hælisins með hlið-
sjón af öllum skilyrðum. í sam-
Jjæmi við þetta leigir heilbrigðis-
málaráðuneytið tvö íbúðarhús í
Gunnarsholti af Sandgræðslu rík-
isins, til eins árs, og er ætlast til,
að hælið verði rekið þar í til-
a aunaskyni í eitt ár, með það
ífyrir augum, ef vel tækist með
íekstur hælisins, að geta síðar
keypt þessi hús. Er um það sam-
ið, að Sandgræðslan láti vist-
mönnum í té vinnuskilyrði við
„tarfsemi hennar. Eru þarna því
ákjósanleg skilyrði til þess að
vistmenn geti stundað vinnu við
margs konar störf.
Forstöðumaður hælisins hefir
verið ráðinn Sæmundur Jónsson
frá Austvaðsholti á Landi og tek-
ur hælið til starfa nú um mán-
aðamótin,“______________
Germanía helðrar
dr, Oppe! sendiherra
Togarastöðvunin
rædd á bæjar-
stjórnarfundi
EINN af fulltrúum kommúnista
bar fram tillögu á bæjarstjórnar-
fundi í gær, sem fól í sér mjög
harðorðar vítur til ríkisstjórnar-
innar út af stöðvun allmargra
togara.
Einar Thoroddsen bar fram til-
lögu sem fól í sér að bæjarstjórn
skoraði á ríkisstjórnina og nefnd
þá, sem sett hefði verið til að at-
huga hag togaranna, að hraða
sem mest undirbúninga aðgerða
í þá átt að tryggja rekstur
togaranna og var sú tillaga sam-
þykkt með 9 atkvæðum.
Einar Thoroddsen kvað ekki
ástæðu til að efast um góðan
vilja ríkisstjórnarinnar til að
leysa málið og væri því óþarft að
samþykkja harðorðar vítur í
hennar garð.
Það kom fram í umræðum að
togaraeigendur notuðu nú tímann
til að gera gagngerðar viðgerðir
á skipunum enda væri slíkt bráð-
nauðsynlegt. Ennfremur kom
fram að eins og stæði væri ekk-
ert af fiski að hafa nema karfa,
sem fljótt gengi til þurrðar ef
allur flotinn sækti á þau mið.
Hríð á Esjunni
MÖNNUM brá heldur í brún í
gærkvöldi er þcir horfðu til
Esju og ætluðu vart að trúa sín-
um eigin augum. — Þegar hér
ringdi í bænum í gær, setti niður
snjó í efstu fjallseggjar Esjunn-
ar og var hún á köflum alhvít.
Hráslagalcgt veður var og aðeins
sjö stiga hiti kl. scx í gærkvöldi.
Skákmót ísíands
ÍSLANDSMÓT í skák hefst í
kvöld hér í bænum og fer fram
í fundasal Slysavarnafélagsins í
Grófinni 1. — Þátttakendur eru
alls 20 í fjórum flokkum. Meðal
keppenda í landsliðsflokki eru:
Eggert Gilfer, Guðmundur S.
Guðmundsson og Ingi R. Jóhanns
son.
Kona slasast á
Keflavíkiír-
flugvelli
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 1.
júlí. — Rétt fyrir hádegi í gær
varð bílslys hér á Keflavíkur-
flugvelli, á aðalveginum á móts
við skrifstofubygginguna. Full-
orðin kona, Margrét Ketilbjarn-
ardóttir, Hörpugötu 13, Reykja-
vík, sem var í för með eigin-
manni sínum, ætlaði þvert yfir
götuna, en varð þá fyrir stórri
vöruflutningabifreið frá Þunga-
vinnuvélum h.f. í Hafnarfirði.
Margrét var þegar flutt í
sjúkrahús hersins til rannsóknar.
Hún var síðan flutt í Landakots-
spítalann. Hafði Margrét hlotið
mikinn skurð á höfuðið. Líðan
konunnar var eftir atvikum í
gærdag.
Allir stórmeistaramir á
Prag-mótinu atviiimimenn
Sfufi samfaS við Guðmund Pálmason
LÍTJÓRN félagsins Germanía hef-
■ur kjörið þýzka sendiherrann dr.
•Oppler, heiðursforseta félagsins,
en það er í fyrsta sinn, er félagið
heiðrar mann á þennan hátt.
Stjórn félagsins heimsótti sendi
herrann á heimili hans og til-
Jcynnti honum kjörið og afhenti
honum skrautritað ávarp, smekk-
lega innbundið.
Formaður Germaníu, dr. Jón E.
Vestdal, hafði orð fyrir stjórn-
Uini og ræddi m. a. menningar-
3ega samvinnu Þýzkalands og Is-
3ands undanfarið og þann mikla
}ȇtt, er dr. Oppler sendiherra
hefði átt í henni, síðan hann kom
til íslands. í lok ræðu sinnar til-
kynnti hann sendiherranum um
heiðursforsetakjörig og afhenti
honum ávarpið.
Sendiherrann svaraði með
stuttri ræðu og fórust honum m.
a. orð á þá leið, að þáttur hans
í menningarlegri samvinnu þjóð-
anna á milli hefði orðið harla
lítill, ef hann hefði ekki mætt
samúð og skilningi af hálfu fs-
lendinga. Hann þakkaði að lokum
jtá sæmd er Germanía hefði sýnt
sér, meg því að kjósa sig fyrsta
Iieiðursforseta félagsins.
IGÆR kom að utan Guðmundur Pálmason eðlisfræðistúdent,
sem þátt tók í skákmótinu í Prag og átti Mbl. stutt samtal við
hann í gær, um skákmótið. — Sagði Guðmundur að það hefði verið
sanngjarnt að Packman hefði orðið hlutskarpastur.
Varðandi frammistöðu Frið-
riks Ólafssonar, sagði Guðmund-
ur, að árangur hans á mótinu
hefði orðið miklu betri en hann
hefði búizt við í upphafi. Það,
sem Friðrik skorti, en stórmeist-
ararnir hafa, er reynslan. Enda
kom þetta fram einkanlega er
leið á mótið. Þá náðu stórmeist-
ararnir sér verulega á strik, enda
má telja flesta þeirra atvinnu-
menn í skák. — Maður verður
þreyttur að tefla á mótum, sem
standa yfir í nokkrar vikur.,
BEZTU SKÁKIR
— Hvaða skák Friðriks þykir
þér eftirminnilegust?
— Friðrik tefldi flestar skákir
sínar afbragðsvel, sagði Guð-
mundur. Ef hann hefði ekki orð-
ið svo óheppinn að leika af sér
í gjörunninni skák móti Sliwa,
hefði hann keppt um fjórða sæt-
ið. En þrjár beztu skákir hans
voru á móti Ciocaltea frá Rúm-
eníu, Ungverjanum Barcza og á
móti Tékkanum dr. Filip. —
Lengstu skákir Friðriks voru á
móti þeim Kluger og Sajtar, en
þær stóðu yfir hvorki meira né
minna en í 8—9 klst.
HEFÐI BETUR
AÐSTOÐAÐ FRIÐRIK
Guðmundur varðist allra frétta
af skákum sínum. — Ég hef ekki
tekið þátt í neinu meiri háttar
skákmóti um fimm ára skeið og
skorti mjög æfingu, sagði Guð-
mundur. — Hann var þeirrar
skoðunar, að hann hefði getað
gert meira gagn á mótinu sem
aðstoðarmaður Friðriks, en Aust ■
ur-Evrópumennirnir voru allir
með sérfræðing sér til aðstoðar.
— En varðandi skákir sínar,
kvaðst Guðmundur telja skák'
sína á móti Egyptanum hafa ver-
ið sína beztu skák.
Af eigin högum sagði Guð-
mundur, að hann væri kominn
til dvalar hér sumarlangt. E;i
hann vonast til að ljúka eðlis-
fræðinámi sínu á næsta ári, I
Kirkjubyggingasjóðnr
Reykjavíkur stofnaður '
Hikilsverður sMningur við hina nýju söfnuði
BORGARSTJÓRINN, Gunnar Tlioroddscn, lagði fram á bæjar-
stjórnarfundi í gær frumvarp að skipulagsskrá fyrir Kirkju-
byggingasjóð Reykjavíkur.
Kvað borgarstjóri að frv. þetta
væri þannig til komið, að á síð-
ustu fjárhagsáætlun 1953 og
aítur 1954, hefði verið sam-
þykkt að verja úr bæjar-
sjóði 1 millj. kr. til kirkjubygg-
inga í bænum og væri hugsun-
in sú, að sjóðurinn ætti að
styrkja kirkjubyggingar safnað-
anna í Reykjavík með það fyrir
augum að þeir eignist hver sína
kirkju.
Skv. frumvarpinu eiga tekjur
sjóðsins að vera: Framlag Reykja
víkurbæjar á komandi árum til
kirkjubygginga í Reykjavík,
framlög til kirkjubygginga frá
Kirkjugörðum Reykjavíkur, gjaf-
ir, arfar, áheit og aðrir slíkir
styrkir og framlög, er ánafnaðir
verða sjóðnum.
Stjórn sjóðsins skal skipuð 3
mönnum, og séu 2 þeirra kjörnir
af safnaðarráði Reykjavíkur og
1. af bæjarráði Reykjavíkur, til
fjögurra ára í senn.
Sjóðstjórnin skal hafa forgöngu
um öflun fjár til sjóðsins, varð-
veita hann og gerir rökstuddar
tillögur til bæjarstjórnar Reykja-
víkur um styrkveitingar úr hon-
um.
Bæjarstjórn Reykjavíkur út-
hlutar styrkjum úr sjóðnum, að
jfengnum tillögum sjóðsstjórnar-
innar.
Umsóknir um styrki skulu
sendar sjóðstjórninni, stílaðar
til bæjarstjórnar.
Styrkveitingu skal haga þannig
að hún komi að sem beztum not-
um og leysi hverju sinni fram-
kvæmanlega og nauðsynlega á-
fanga að settu marki.
Úthlutun skal að jafnaði lokið
fyrir 1. júní ár hvert.
Er borgarstjóri hafði fylgt frv.
úr hlaði tók Þorbjörn Jóhannes-
son til máls. Kvað hann það fagn-
aðarefni að sjóðurinn yrði nú
stofnaður. Örðugleikar hinna
nýju safnaða væru miklir. Þeim
hefði verið skift út úr eldri söfn-
uðum og yrðu að byggja allt frá
grunni. Vöntun á kirkjum stæði
eðlilegu kirkjulífi innan safnað-
anna fyrir þrifum og væri stofn-
un sjóðsins hinn mesti greiði við
söfnuðina. Þorbjörn bar fram þá
tillögu til breytinga að fellt yrði
niður það ákvæði frumvarpsins
að styrkur verði að mestu eða
öllu leyti notaður til bygginga-
framkvæmda á því ári, sem hann
væri veittur, með því að söfnuð-
irnir væru enn ungir og ekki
tilbúnir til framkvæmda en
þyrftu þó á þeirri viðurkenningu
að halda, sem felst í styrkveit-
ingum úr sjóðnum.
Borgarstjóri lýsti sig samþykk-
an tillögu Þorbjöms og var frv,
samþykkt með þeirri breytingu.
Fulltrúar Framsóknar og komm
únista sátu hjá við afgreiðslu
málsins.
Á AuslurvelSi
LÚÐRASVEIT REYK.JAVÍKUR
mun leika á Austurvelli í kvöld
klukkan átta, ef veður leyfir.
Lúðrasveit Reykjavíkur hefur
nýlega fengið mikið af nýjum
útsetningum, sem hún hefur ver-
ið að æfa undanfarið. Verða
nokkrar þeirra á efnisskránni,
Má þar m. a. nefna „Toy-trompet“
og leikur Jónas DagbjartssOU
einleik á trompet í því. Ennfrem-
ur má nefna lag í skopútsetn-
ingu og er þar dúett fyrir piccaló-
flautu og túbu. Að lokum m&
nefna hið kunna „Lassus Trom-
bone“, sem og verður með á efnia
skránni.
Er ekki að efa, að Reykvíking-
ar eiga von á góðri skemmtun,
þar sem er leikur Lúðrasveitar
Reykjavíkur í kvöld.
Niðurstaða ekki
fengin í viðræðum
við verkfræð-
mgana
FYRIRSPURN var gerð til borg-
arstjóra á bæjarstjórnarfundi I
gær út af því hvað liði samn-
ingum við verkfræðinga þá, sem
hafa sagt lausum störfum hjá ríkí
og bæ.
Borgarstjóri svaraði því til, a9
kosnir hefðu verið tveir merrn
af hálfu ríkis og tveir af hálfu
bæjarins til að athuga þetta máí
og ræða við verkfræðingana. —-
Hefðu viðræður farið fram eis
ekki enn leitt til niðurstöðu.
Borgarstjóri kvað augljóst aJJ
fjarvera verkfræðinganna værii
til margs konar vandræða og
væri þcss óskandi að þetta máS
leystist sem fyrst.
Gæti Viðey orðið skemmti
garður og staður fyrir
byggðasafn Reykjavðkur?
NOKKUÐ var rætt um verndun
gamalla minja í Reykjavik á
bæjarstjórnarfundi í gær.
Borgarstjóri tók fram, að hann
hefði falið skjalaverði bæjarins,
Lárusi Sigurbjörnssyni að at-
huga ýmislegt í sambandi við
þetta mál, enda væri hann mik-
ill áhugamaður um þessi efni.
Hefði Lárus þegar komið fram
með ýmsar ábendingar í þessu
máli, sem væri stöðugt í athug-
un. Borgarstjóri kvað ýmsa staði
koma til mála, þegar rætt væri
um hvert flytja ætti gömul hús,
sem varðveita ætti. Gat hann
þess að hann hefði gert tilraunir
til að fá Viðey keypta hands
bænum í því skyni, að bærinn
varðveitti þar dýrmætar minjar,
sem verða sögu Reykjavíkur og
alls landsins og eru á eyjunnf
eða yrðu fluttar þangað. Eigandi
hefði hins vegar ekki viljað láta
eyjuna fala. Kvað borgarstjóri
það einnig hafa verið liaft í huga,
að Viðey gæti orðið skemmti-
garður og útivistarstaður fyrir
Reykvíkinga.
Borgarstjóri kvað verndun
gamalla minja í Reykjavík þurfa
mikinn undirbúning og sennilega
þyrfti á fá sérstaka löggjöf til
að styðjast við í þessu efni. j