Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.1954, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. júlí 1954 Sameiginlegt átok allra íslendinga þarf til að gera Þjóð- garðinn á Þingvöllum þannig ur garði li til sóma verði EINS OG KUNNUGT ER, hefur hinn forni þingstaður landsins Þingvellir, verið friðaður með lögum, er staðurinn jafnframt gerður að Þjóðgarði íslendinga. Höfuðtilgangur laganna, er að vernda frá spillingu og glötun fornminjar og söguminjar stað- arins svo og hina sérstæðu fögru náttúru hans, sem hvergi á sinn líka á landinu. Ennfremur að vernda þar allan gróður, planta nýjum gróðri og prýða staðinn eftir föngum, svo að hann mætti vera allt í senn, griðar og skemmtistaður fyrir almenning, samkomustaður þar sem þjóðin tæki afstöðu til stórmála á hverj- um tíma, og lundur, er ríkis- stjórn, Alþingi og einstaklingar væru hreiknir af að bjóða gest- um sínum að kynnast, einkum þó þeim, er áhuga hafa fyrir sögu landsins og menningu allt frá landnámstíð og fram á vora daga. Þingkjörin nefnd fer með mál- efni Þjóðgarðsins, og eru aðeins þingmenn kjörgengir í hana, en þeir eru þrír að tölu. Hefui nefndin jafnan verið ólaunuð. Kjörtímabil hennar er sama og kjörtímabil til Alþingis. NEFNDIRNAR í fyrstu Þingvallanefnd áttu sæti þeir Jónas Jónsson fyrrv, ráðherra. Var hann form. hennar til ársins 1947, að hann lét af störfum í nefndinni. Magnús Guðmundsson ráðh. og Jón Bildvinsson forseti Alþ. Áttu all- ir þessir menn sæti í nefndinni frá því að hún tók fyrst til starfa 1928 til ársins 1938, eða fyrstu 10 árin. 1938 eru þeir Haraldur Guðmundsson fyrv. ráðh. og Sig- urður Kristjánsson fyrrv. alþm. kjörnir í nefndina og átti hinn fyrri sæti í henni til 1947, en hinn síðari til 1950. Var hann jafnframt form. nefndarinnar frá 1947 til 1950. Á þessu þriggja ára tímabili áttu þeir Hermann Jónas son fyrv. ráðh. og Stefán Jóh. Stefánsson fyrv. ráðh. einnig sæti í nefndinni. Árið 1950 eru þeir Gísli Jónsson alþm., Hermann Jónasson fyrv. ráðh. og Harald- ur Guðmundsson fyrv. ráðherra kjörnir í nefndina og eiga þeir þar sæti enn. Hefur Gísli Jóns- son verið formaður hennar á þessu tímabili. Ráðunautur og framkvæmda- stjóri nefndarinnar var frá upp- hafi til dauðadags Guðjón Samúelsson húsameistari ríkis- ins, en frá 1944 hefur Hörður Bjarnason núverandi húsameist- ®ri ríkisins gegnt því starfi. Fyrsti umsjónarmaður 'Þjóð- garðsins var Guðmundur Davíðs- Son kennari frá 1928 til 1940, næsti umsjónamaður var Thor Brand frá 1940 til 1953 og nú- verandi umsjónarmaður er séra Jóhann Hannesson, er tók við því starfi á s.l ári. Hafa allir þessir menn verið ráðnir af nefnd inni og haft búsetu í Þingvalla- bæ vetur og sumar. 100 ÞÚS. KR ÁRLEGA TIL UMBÓTA Verkefni Þingvallanefndar er xnargvíslegt, en framkvæmdir allar eru háðar fjárveitingum frá ári til árs. Mörg undanfarin ár hafa 100 þús. krónur verið Setlaðar árlega til allra umbóta, Og nær sú upphæð skammt, enda eru verklegar framkvæmdir tniklu minni en æskilegt væri. Fyrstu aðgerðir til verndar Þjóð- garðinum og til friðunar, var að leggja niður ábúð á tveimur jörð- um innan garðsins, Hrauntúni og Skógarkoti, og banna fjárbúskap á Vatnskoti, sem enn er í byggð innan friðunarsvæðisins, einnig að sjálfsögðu á heimajörðinni Þingvellir, sem Þjóðgarðsvörður býr á. Samfara þessu var allt Nokkrar hugleiðingar um garðinn hið friðaða svæði afgirt. Er girð- ing sú um 20 km. Hefur verið mjög erfitt að verja landið fyrir ágangi sauðfjár frá öllum hliðum, enda girðingar aldrei nægilega traustar til að fyrirbyggja allan ágang. Nærliggjandi jarðir eru háðar ákvæðu.m nefndarinnar um sauðfjárbúskap, að svo miklu leyti, sem nýir ábúendur flytj- ast á þær, og er fyrirhugað, að leyfa þar ekki stærri fjárbú en svo, að engin hætta sé af ágangi sauðfjár á Þjóðgarðinn. SUMARBÚSTADIR Þegar friðunarlögin gengu í gildi voru nokkur hús innan Þjóðgarðsins önnur en jarðar- húsin, svo sem Valhöll, Konungs- húsið og sumarbústaðir. Voru Efíir Gísla iónsson formann Þingvallanefndar árs, síðan landið var friðað. Af þessum ástæðum er þörfin fyrir þjónustu á ýmsum sviðum sívax- andi, og raunverulega ekki vanza laust, að geta ekki sinnt henni betur en gert er vegna fjárskorts. Byggja varð tvær brýr á Öxará, eftir að húsin voru flutt vestur fyrir ána, og leggja varð akveg á milli þeirra austan Þingvalla- túns. Annan akveg varð að leggja um vellina alla leið inn undir Hofmannaflöt. Gangstíg varð að leggja milli Valhallar og Þing- vallabæjar og inn á aðalveginn við Flosagjá, og annan frá Val- höll og alla leið út í Kárastaða- nes vegna sumarbústaða þar, og háður umgengni manna, sem reynst hefur því miður ver en skyldi, og það svo, að nauðsyn- legt hefur þótt, að afgirða með hárri girðingu Furulundinn, sem nú er verið að planta í nýjum gróðri, og má gera ráð fyrir, að það verði eina ráðið til að forð- ast skemmdir á nýgræðingi, að afgirða hvern þann reit, sem plantað er í, og er það til mik- illa iýta fyrir garðinn. En þau svæði, sem þegar eru afgirt sýna, að þetta muni verða óhjákvæmi- legt til öryggis tr'járæktinni. REITIR FÉLAGA OG ANNARRA AÐILA Nokkrir aðilar hafa fengið út- hús þessi flutt vestur fyrir Öxará og jafnframt ákveðið, að leyfa engar byggingar á svæðinu á milli Hrafnagjár og Öxarár, aðr- ar en Þingvallabæ og Þingvalla- kirkju. Var bærinn endurbyggð- ur um þetta leyti, og reistur á ný í fornum bæjarstíl, en úr varanlegu efni. Þá var og sett vönduð girðing um tún staðarins. Þegar eftir stofnun Þjóðgarðs- ins bárust margar beiðnir um lóðir undir sumarbústaði í eða nálægt garðinum. En með því að nefndin vildi ekki leyfa bygging ar innan takmarka garðsins var horfið að því, að leyfa ábúend um nærliggjandi jarða vestan garðsins að leigja lóðir undir sumarbústaði, en allt skyldi það gert í samkomulagi við nefndina. Hefur á þennan hátt verið úthlut- að milli 40 og 50 lóðum vestan Þjóðgarðsins. Síðar var farið að falast eftir lóðum austan Þjóð- garðsins í landi Gjábakka, sem þá var í einkaeign, en sem þó samkvæmt friðunarlögunum mátti ekki gera jarðrask á nema með samþykki nefndarinnar, og með því að ekki tókst um þetta samkomulag milli nefndarinnar og eiganda jarðarinnar, var ákveðið, að beita eignarnáms- heimild laganna og taka jörðina gegn fullri greiðslu samkvæmt mati. Var þá jafnframt sett voldug sauðfjárgirðing um nokk- urn hluta af landi jarðarinnar, til þess að fyrirbyggja ágang fjárs að austan, og bá einnig lagður niður fjárbúskapur á jörðinni. GESTKVÆMT Á ÞINGVÖLLUM Ferðastraumurinn til Þingvalla hefur farið sívaxandi frá ári til Frá Þingvöllum þaðan á aðalbraut við Kárastaði. Fjöldi manna kemur jafnan til Þingvalla með tjöld. Hafa því verið afmörkuð sárstök svæði fyrir tjaldborgarstæði milli Kaldadalsvegar og hraunsins inn í Hvannagjá. Á öðrum stöðum er ekki leyft að reisa tjöld, m. a. vegna eldhættu, sem reynzt hef- ur mikil fyrir óvarkárni gesta og hirðuleysi þeirra. Útisamkomur ýmissa félaga hafa mjög farið í vöxt. Var umgengni slík að banna varð þær að fullu, og eru nú ekki leyfðar þar aðrar fjölda- samkomur en þær, er ríkisstjórn- in kynni að vilja halda, og verða þá settar um þær sérstakar regl- ur. íþróttasambana íslands hefur fengið leyfi til að gera leikvang á Neðrivöllum fyrir íþróttamót og golfbraut á Efrivöllunum og verða þessir staðir opnaðir fyrir almenning. Miklu fé er varið árlega til að bæta þær skemmdir, sem allar þessar umferðir um Þjóðgarðinn valda, oft vegna þess, að fólk gengur ekki um garðinn eins og vera ætti, eða sýnir þar nægi- lega nærgætni í umgengni. Mest- ur skaðinn er þó jafnan frá þeim aðilum, sem eru þar með allskon- ar drykkjulæti, en af þeim koma árlega til Þingvalla of margir, og er sárt til þess að vita, að þeir skuli ekki geta lært að meta svo helgi Þjóðgarðsins, að drykkju- siðir lúti þar í lægra haldi. UM 200 ÞÚS. PLÖNTUR GRÓÐURSETTAIT All mikið hefur verið gert að því, að auka gróður á Þingvöll- um. Mun haf-i verið gróðursett- ar þar alls um 200 þús. plöntur. En vöxtur þeirra er all mjög mælda sérstaka reiti til gróður- setninga í garðinum, svo sem Jón skáld Magnússon og Eyfirðinga- félagið, sem báðir plöntuðu all- miklum fjölda trjáa þar á sínum tíma, en sem vegna umgengni manna um óafgirt svæði hefur heppnast minna en vonir stóðu til. Þá hefur Þjóðræknisfélag Vestur-íslendinga gefið nokkra upphæð til skógræktar þar og fengið afmælt svæði í garðinum, og sér Skógrækt ríkisins um þær framkvæmdir. Afmarkaður hefur verið reitur til minningar um Jón sál. Jónsson frá Skógarkoti, og Árnesingafélagið hefur einnig fengið afmælt svæði til skógrækt ar. Ýmsir fleiri hafa mælzt til að fá svæði til ræktunar, er leyfð munu verða, en allir verða þessir aðilar að lúta ákveðnum reglum. Væri mjög æskilegt, að sem flest átthagafélög, svo og skólar lands- ins og aðrir aðilar, legðu hönd á plóginn og hjálpuðu til að græða og gróðursetja sem flesta og fegursta reiti í Þjóðgarðinum. Jón Guðmundsson gestgjafi frá Brúsastöðum hefur stofnað 300 þúsund króna sjóð sem verja skal vöxtum af til trjágræðslu á Þing- völlum. Hefur hann sjálfur ann- ast þá græðslu síðan hann af- hennti sjóðinn, og mun svo verða á meðan hans nýtur við, en eftir það mun Skógrækt ríkisins verða falið framkvæmdir. Ef margir bæru sama hug til Þingvalla, myndi skjótt skípast um gróður þar. Skógrækt ríkisins hefur og plantað mörgum tugum þúsunda plantna í Þjóðgarðinn, einkum þó í seinni tíð umhverfis Skógar- kot, með tilliti til þess, að þar hefur umferð verið minni, og því vænlegra til gróðurs. Er furu- lundurinn einnig í umsjá Skóg- ræktar ríkisins. UPPBLÁSTUR All mikill uppblástur hefur orðið innan Þjóðgarðsins, einkum meðfram þjóðveginum, sem stafar frá jarðraski vegna vegagerðar. Liggja brekkurnar austan Vell- ankötlu undir stórskemmdum og er verið að reyna að verja þær, en til þess þarf allmikið fé, enda er umferð um þær mikil og því vafasamt hvort ekki reynist óhjá- kvæmilegt, að girða þær af um einhvern tíma á meðan landið er aftur að gróa. Er raunalegt fyrir alla þá, sem um veginn fara, að sjá hvað gróðrinum hnignar hér árlega. Annars eru skógrækt- armálin öll í samráði við Skóg- rækt ríkisins, og skógræktar- stjóri ráðunautur nefndarinnar um þau atriði, en það er ljóst, að útbreiðsla trjágróðursins er lyrst og fremst háð umgengni manna og öruggri vörzlu. •’ý.M VEIÐI í ÞINGVALLAVATNI Um verndun fiskistofnsins i Þingvallavatni hefur verið rætt margt. Hafa komið ítrekaðar kröf ur frá bændum umhverfis vatnið, að banna stangarveiði frá landi í Þjóðgarðinum, nefndin hefur ekki séð sér fært að verða við þeirri ósk, nema að um leið yrði öll veiði bönnuð í vatninu um eitthvert árabil, en um það hef- ur ekki fengizt samkomulag.Ann ars hefur nefndm haft fulla sam- vinnu við veiðimálastjóra um þessi mál. Um það. hefur einnig verið rætt, að dýpka ósa Öxarár svo að fiskiganga gæti aftur orð- ið upp í ána, svo sem áður var. ÞJÓÐARRAFREITURINN Árið 1944 var gamii kirkju- garðurinn hlaðinn upp og endur- bættur. Verður hann enn notaður sem grafreitur sóknarinnar, en leiðum og minnismerkjum skal koma fyrir samkvæmt fyrirmæl- um nefndarinnar. Veturinn 1939 —1940 var ákveðinn þjóðargraf- reitur á Þingvóllum í samráði við ríkisstjórnina, og hann síðan gerður kórmeginn við núverandi kirkju staðarins. Þann sama vet- ur var fyrstur' manna grafinn þar Einar Benediktsson skáld, sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnar- innar. Árið 1945 á 100 ára dán- arafmæli Jónasar Hallgrímsson- ar skáldsvoru jarðneskar leifar hans fluttar í Þjóðgarðinn á Þing- völlum. Eru þessi tvö höfuðskáld þjóðarinnar þeir einu sem hvíla þar. NÝ KIRKJA SEM MINNIS- MERKI UM KRISTNITÖKUNA Nefndin hefur oft rætt um það, að endurbyggja kirkjuhúsið á Þingvöllum. Er húsið nú nærri aldargamalt og staðnum á eng- an hátt samboðið. Svo að segja hver útlendur gestur, sem heim- sækir staðinn, vill skoða kirkj- una, og margir ljósmynda hana utan og innan, og hafa síðan myndirnar með, sem sýnilegt tákn um ræktarleysi þjóðarinn- ar við kirkju staðarins. Hefur nefndin samþykkt að beita sér fyrir almennri fjársöfnun til þess að koma upp nýrri kirkju á Þing- völlum, er jafnframt sé fagurt minnismerki um kristnitökuna þar, sem var einn af áhrifarík- ustu viðburðum síns tíma. GISTIHÚS Á ÞINGVÖLLUM Gistihús á Þingvöllum hefur jafnan verið rekið sem einkafyr- irtæki, og hefur ríkissjóður þó oft orðið að hlaupa u rdir bagga með endurfcætur á því. Samt sem áður er lar.gt fró því, að húsakostur sé samboðinn staðnum eða upp- fylli þær kröfur, sem gerðar eru til staða, er jafnmargir menn Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.