Morgunblaðið - 24.07.1954, Side 8
8
MORGUNBLAÐ1Ð
Laugardagur 24. júlí 1954
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
UR DAGLEGA LIFINU f
SiiineiniiHj þýiku þjóðarínnar
FYRIR nokkru er lokið hinu
sjötta þingi lúthersku kirkj-
unnar í Þýzkalandi. Slík þing þar
sem lærðir og leikir menn koma
saman til að ræða um vandamál
kristinnar kirkju hafa verið hald-
í Vestur Þýzkalandi og Vestur
Berlín, en það sem sérstaklega
setti svip sinn á þetta þing var,
að það var haldið í Austur Þýzka-
landi.
Yfir Þýzkaland þvert er dregið
strik, sem skiptir landinu milli
austurs og vesturs. Upphaflega
var til þess ætlazt, að þessi deili-
lína væri aðeins til málamynda,
skipting milli hernámssvæða.
Beggja vegna lifði sama þjóðin
— sumsstaðar var línan jafnvel
dregin þvert yfir bæi eða þorp,
og menn ætluðu að þess yrði ekki
langt að bíða að allt landið yrði
sameinað á ný.
En raunin hefur orðið önnur.
Við þessa takmarkalínu hefur
myndazt æ dýpra bil milli austurs
og vesturs. Þegar landshlutarnir
eru bornir saman gæti mönnum
dottið í hug að hér væru tveir
óskyldir og fjarlægir heimar, svo
breitt og óbrúandi hefur bilið
virzt.
í Vestur Þýzkalandi hafa
borgirnar risið úr rústuni,
glaðvær dynur skjótvirkra
verksmiðjuvéla hefur búið
fólkinu betri kjör en nokkru
sinni fyrr. Þetta hefur verið
nefnt töfraverkið í Vestur
Þýzkalandi og umheimurinn
hefur getað fagnað því að hin
gáfaða þýzka þjóð hefur þrosk
azt í birtu frelsis og lýðræðis.
En handan einnar línu er
ástandið því miður annað. Þó
þar búi hin sama þjóð, er það
staðreynd að flestu hefur miðað
þar aftur á bak. Ríkisstjórn tek-
ur þar við völdum með stuðningi
erlendra drottna, hún nýtur ekki
stuðnings fólksins og meðan
blómaöld rennur upp yfir Vestur
Þýzkaland, verða austur-þýzku
valdhafarnir að viðurkenna að í
hinum miklu landbúnaðarhéruð-
um Prússlands sé hungursneyð.
Slíkur er ávöxtur þess að sjálf-
stæðir bændur eru teknir og
smalað saman á samyrkjubú
stjórnarinnar.
Þótt efnahagsmálin séu þýð-
ingarmikil eru það þó ekki þau
sem gera bilið breiðast. Hitt
er verri staðreynd að austur-
þýzka stjórnin hefur í fylgis-
leysi sínu orðið hin versta
kúgunarstjórn. Minnismerki
hennar eru og verða járni
girtar fangabúðir í öllum hér-
uðum. Hún hefur sáð ótta og
öryggisleysi um hverja sveit.
„Öryggis“-lögregla hennar
hefur sótt margan saklausan
mann heim að næturlagi og
flutt á brott með sér. Dóm-
stólarnir eru verkfæri í hönd-
um hennar til að framkvæma
pólitískar ofsóknir. Eðlileg
stjórnmálastarfsemi er bönn-
uð. Við kosningar Iiggur
frammi aðeins einn listi komm
únistaflokksins. Verkalýðnum
er meinað að viðlögðum dauða
refsingum að bera fram rétt-
látar kröfur um kjarabætur.
Uppeldis- og kennslumálum er
komið í það horf að allt miðar
að því að gera æsku landsins
að auðsveipum þjónum vald-
hafanna.
Þannig hafa Austur Þjóðverjar
stöðugt fjariægzt bræður sína í
vestri, þar til erfitt er að sjá
nokkra leið, sem geti sameinað
þá. Lífskjör þeirra og þau forlög,
er þeim hafa skapazt eru svo
andstæð, að það virðist geysilegt
verk að jafna það upp eða bæta
úr neyð nágrannans.
Á kirkjuþinginu í Leipzig sást
það gerla hve mikil trúarvakning
gengur um Austur Þýzkaland.
Svo virðist sem í þrengingum og
neyð undanfarinna ára hafi þjóð-
in tekið að sækja líkn til kristin-
dómsins í æ ríkara mæli. Slíkt
er engin nýung, að þegar á reyn-
ir, þá sæki menn stuðning til
guðdómsins. Og það er athyglis-
vert að þetta hefur gerzt einmitt
á tímum þegar kristin kirkja
hefur verið ofsótt af valdhöfun-
um.
Það varð sem sé ljóst að þó
flest annað bresti, — þótt tengslin
miili þjóðarbrotanna séu rofin á
flestum sviðum hins ytra efnis-
heims og þó sjálfstæður andi sé
hrakinn af opinberu sviði menn-
ingarlífs þjóðarinnar, þá hafa
valdhafarnir ekki megnað að
kveða niður kristindóminn.
Þessvegna er það staðreynd
sem vert er að athuga, að
þýzka þjóðin er enn sameinuð
í kristindómnum. Trú hans og
vonarneisti er bæði austan og
vestan járntjalds. Þar skipta
engar ímyndaðar línur neinu
máli.
Og það er fleira sem þessu
fylgir og einnig sameinar fólk-
ið. Þráin eftir frelsi stefnir því
á sömu leið. Hún verður aldrei
þögguð niður nema um stund-1
arstakir. Þó að ógnarstjórn
leggi höft á starfsemi fólksins
á opinberum sviðum, verður
það seint að henni takist að
kveða niður þá kröfu, sem
hver maður ber í brjósti, að
hann fái að lifa í frelsi, laus 1
undan ógnum lögregluríkisins.'
INÚGILDANDI áfengislögum
Finnlands, segir, í einni
meðal fyrstu greinanna, að eftir-
lit með áfengisneyzlu í landinu
skuli vera með þeim hætti, að
auk þess, sem öll óleyfileg sala
áfengis sé bönnuð, þá skuli „dreg
ið úr neyzlu áfengis, svo sem
unnt er og reynt að hindra hinar
skaðvænlegu afleiðingar, sem
ölvun hefvir í för með sér.“ —
Þessi lög voru gefin út hinn 9.
febrúar 1932, af hinu mjög svo
óvenjulega Ríkisþingi, sem kom
saman hinn 19. janúar að aflok-
inni þjóðáratkvæðagreiðslu, sem
fór fram hinn 29. og 30. desember
1931.
85% Á MÓTI
Úrslit þessarar þjóðaratkvæða-
greiðslu kom mjög mörgum stór-
lega á óvart, og sennilega hafa
þeir, sem allra mest urðu undr-
andi verið meiri hluti þingmanna,
sem sannfærðir þóttust um, að
úrslit atkvæðagreiðslunnar yrðu
algeru vínbanni í vil. En allt ann-
að kom á daginn við talningu at-
kvæðanna, 85% þeirra voru á
móti banninu, sem þá hafði verið
í gildi undanfarin 13 ár að vísu
ekki óbreytt, því að á hverju
þinginu eftir annað kom til end-
urskoðunar á þeim og ýmis kon-
ar breytinga, aukins lögreglueft-
ann
um uínL
ocj. Lindincli
i ddinnlandi
irlits og herðingar á hegningar-
ákvæðum og hvers konar höft-
um. Vanþóknun og óánægja al-
mennings fór jafnt og stöðugt
vaxandi. Almenningur annars
vegar og þingið hins vegar stóðu
á öndverðum meiði.
GAGNGER BREYTING
Lögin frá 9. febrúar 1932 höfðu
í för með sér gagngerða breytingu
á allri áfengislöggjöfinni.
Allt frá því, er þau gengu í
gildi, hefur aðalatriðið verið
þetta: að hinn öruggasti mæli-
kvarði um ástandið í áfengis-
málunum hefur verið talinn, hve
mikils áfengismagns hefur verið
neytt það og það árið. Innihald
laganna var eins og þegar er
sagt það, að draga úr áfengis-
neyzlu, sem leiddi aftur af sjálfu
sér, að komið yrði í veg fyrir
hin skaðlegu áhrif ölvunar. Einn-
VeU andi óhrifar:
Heyrt á tal ungra stúlkna
EG varð heyrnarvottur nú á
dögunum að samtali milli
tveggja ungra stúlkna — sætar
og laglegar voru þær báðar —
sem höfðu heldur en ekki nóg um
að tala. Þær létu móðan mása,
hlógu og hjöluðu, hvískruðu og
pískruðu — svona eins og ungar
stúlkur gera.
„Heyrðu mig annars“ — sagði
önnur þeirra, við getum gjarnan
kallað hana Dísu. — „Hvað ætlar
þú að gera í sumarleyfinu þínu
— eða ertu búin að taka það?“
„Nei“, — svaraði hin, við getum
kallað hanaJslátt áfram Gunnu —
hví ekki það? „Nei — sagði hún,
heldur súr á svipinn — ég er ekk-
ert sumarleyfi búin að taka mér
enn. Ætli ég fari nokkuð burt úr
bænum. í fyrra fór ég til útlanda,
var á ferðalagi í heilar þrjár
vikur — það var hreinasti draum-
Skðmmfun kvödd
STJÓRN brezka íhaldsflokksins
hefur nú afnumið síðustu leif-
arnar af skömmtun á nauðsynja-
vörum. Síðan flokkurinn komst
til valda eftir síðasta kosninga-
sigur sinn, hefur hann lagt mikla
áherzlu á það að draga úr skömmt
unarkerfi því, sem verkamanna-
flokksstjórnin hélt svo fast við
öll eftirstríðsárin.
Hinir brezku sósíalistar hafa
hrokkið við í hvert skipti þegar
hagga skyldi við ástfóstrum
sósíalismans, höftum og skömmt-
unarseðlum. Nú síðast voru þeir
algerlega mótfallnir afnámi kjöt-
skömmtunar. Spáðu þeir að kjöt-
ið myndi hækka tvöfalt eða þre-
falt í verði. Þessvegna kváðu þeir
lífsnauðsyn fyrir þjóðina að við-
halda ennþá kostnaðarsömu
skömmtunarkerfi.
Þrátt fyrir hrakspár sósíal-
ista gerði stjórnin tilraunina
og raunin hefur orðiS sú að
þegar jafnvægi er komið á
milli framboðs og eftirspurn-
ar hefur verðið haldizt líkt
og áður, varan er vandaðri en ]
áður. Og meðan brezku hús-
mæðurnar geta nú ráðið mat-
seðli sínum sjálfar hefur hafta
stefna sósíalismáns beðið enn1
eitt skipbrotið.
Ekki minna til koma.
HVAÐ skyldi maður geta gert
hér — hélt Gunna áfram —,
sem nokkuð er varið í hjá því að
koma til þessara stóru borga í
útlöndum: Kaupmannahafnar,
Londonar eða þá Parísar, þar sem
allt er bókstaflega fullt ag alls-
konar skemmtilegum stöðum —
og svo gasalega smart búðum, þar
sem hægt er að kaupa allt milli
himins og jarðar! —
„Nú, það er aldrei, að þú ert
orðin stór upp á þig — svaraði
Dísa — með ögn af fyrirlitningu
í málrómnum. Ég hefi nú líka
farið í sumarleyfinu mínu til út-
landa góða mín, og það oftar en
þú og líka þó nokkuð víðar um
en þú og þó finnst mér langt í
frá minna til fslands koma eftir
en áður. , , ,
Einkennilega gert fólk.
EG get ómögulega skilið það
fólk, hélt Dísa áfram, sem
ekki getur farig út fyrir lands-
steinana án þess að þykja skítur
og skömm koma til alls, sem það
hefir hér heima. Venjulega er lika
þetta fólk það hið sama, sem í
raun og veru sér minnst af því,
sem merkilegt er og skemmtilegt
til athugunar á þeim stöðum, sem
það fer um erlendis. Það er fólkið
sem eyðir tíma sínum og ferðafé
í búðarráp inni í borgunum og
droll og dubl á næturstöðum og
„búlum“. Mér finnst það líka
meira en lítið skrítið og einkenni
lega gert fólk, sem brennur stöð-
ugt í skinninu eftir því að kom-
ast til útlanda, en virðist ekki
langa vitundar ögn til að sjá og
kynnast sínu eigin landi. Mér
finnst ég aldrei hafa kunnað að
meta það sem ísland á fegurst og
yndislegast betur en eftir að mér
hafa gefizt tækifæri til að sjá mig
um í öðrum löndum."
Hjartanlega sammála, Dísa
litla!
Allar bannaðar börnum.
ER það. ef til vill tilviljun, að
öll kvikmyndahús bæjarins
að einu, einasta undanteknu, sýna
þessa dagana kvikmyndir, sem
bannaðar eru börnum? eða skyldi
það bara vera tilviljun að ég rak
mig á þessa óhugnanlegu stað-
reynd, þegar ég fór yfir kvik-
myndaauglýsingar dagblaðanna.
Má vera, að hugsað sé sem svo,
að börnin hafi annað að gera nú
um hásumartímann en að fara í
bíó, þeim sé nokkuð hollara að
vera úti í góða veðrinu. En svip-
að mætti nú ef til vill segja um
fullorðna fólkið, og anzi virðist
þetta samt neyðarlega aum
frammistaða hjá kvikmyndahús-
um höfuðborgarinnar og lítili
áhugi á að gegna sæmilega því
menningarhlutverki sem þeim er
ætlað.
5—
Hollt er
heima hvat.
ig hafa hin ýmsu bindindisfélög
unnið á sama grundvelli frá því
er bindindishreyfingin var stofn-
uð fyrir mörgum áratugum síðan.
EKKI UNDIR
LÍTRAFJÖLDA KOMIÐ
Samt sem áður hefur einokun
ríkisins á áfengi smám saman
skapað annan mælikvarða, sem
ekki setur ástandið í áfengismál-
um í bsint samband við neyzlu-
magn áfengis. Það er ekki lítra-
fjöldinn af neyttu áfengi, né held
ur fjöldi yfirlýstra bindindis-
manna, sem gefur svarið við
spurningunni um, hvort ástandið
er slæmt eða gott í áfengismál-
unum. .
Rannsóknir, sem framkvæmd-
ar hafa verið af starfsmönnum
í vín- og áfengisráði ríkisins hafa
leitt til ýmissa athugana, sem eru
langt frá því að vera hinni stað-
festu bindindisstefnu í vil.
NIÐURSTÖÐUR
RANNSÓKNANNA
Niðurstaðan af rannsóknum
þessum var fyrir skömmu látin
uppi af einum stjórnarmeðlim of-
angreindrar stofnunar, fil. mag.
Pekka Kuusi, en hún var á þá
leið, að fjöldi ölvaðra manna
hefur farið minnkandi jafnframt
því, sem áfengisneyzla hefur farið
vaxandi, ástandið í áfengismál-
um þjóðarinnar hefur farið batn-
andi á sama tíma, sem tala bind-
indismanna hefur farið minnk-
andi, svo að þeir hafa aldrei
verið færri, í Finnlandi en nú.
Bindindismenn kvarta yfir að
ástandið hafi farið versnandi eft-
ir að bannlögunum var aflétt, en
áfengisráðið staðhæfir, að það
hafi farið greinilega batnandi á
síðustu tveimur áratugum. Að
vísu hefur neyzla áfengis aukizt
um 40%, en slys af völdum
áfengisneyzlu hafa hins vegar
minnkað um næstum 30%.
BÆTT LÍFSKJÖR
Síðan árið 1935 hefur hand-
tökum vegna ölvunar fækkað um
10—20% og fangelsishegningum
um 40—50%.
Á grundvelli ofangreindra
rannsókna, dregur magister
Kuusi þá ályktun, að það séu
bætt lifskjör þjóðarinnar — eink-
um eftir að styrjöldinni lauk, og
aukin alþýðumenntun, sem vald-
ið hefur breytingum á lífsvenj-
um fólks. Fylking bindindis-
manna meðal æskulýðsins virðist
vera fámennari nú en nokkurn
tíma fyrr, en skýrslur sýna, að
drykkj uskapur unglinga hefur
minnkað um 50—60% frá því árið
1935.
VERST í AFSKEKKTUM
HÉRUÐUM
Athyglisvert er, að ástandið í
áfengismálunum er verst í hinum
eyðilegu skógarhéruðum og af-
skekktum þorpum úti um landið,
þar sem möguleikarnir á leyfi-
legum áfengiskaupum eru mjög
litlir. í Helsingfors og annars
staðar í'borgum og þéttbýli, þar
sem kaup og sala áfengis er eng-
um erfiðleikum háð, er ástandið
hins vegar mun betra.
Draga má ýmsar ályktanir af
tölum þeim, sem hér hafa verið
tilgreindar, en ekki er ósennilegt,
að niðurstaðan: aukin áfengis-
neyzla — bætt ástand í áfengis-
málum muni í framtíðinni vekja
nokkra athygli og umræður.
Bræðslusíldin
á Raufarhöfn
35000 mál
RAUFARIIÖFN, 23. júlí: — Síld-
arverksmiðjan hér hefur nú unn-
ið úr 35,000 málum síldar. — Mið-
að vij framleiðsluna á sama tíma
í fyrra, þá hefur verksmiðjan nú
tekið á móti 10,000 málum meiri
síld. — Einar. - 1 i