Morgunblaðið - 24.07.1954, Síða 11

Morgunblaðið - 24.07.1954, Síða 11
Laugardagur 24. júlí 1954 MORGUNBLAÐIÐ 11 Kona ráðherra og hestamaður Andi hans svífur yfir veitingahús ttin sem annnst gesti sína af alúi Dönsku blöðin birtu nýlega þessa mynd af Helgu Petersen fyrrum dómsmálaráðherra Dana, þar sem hún fór nýlega á bak íslenzkum hesti í Grænlandi á ferð sinni þar. Danir eru mjög hrifnir af þessu afreki frúarinnar og telja hana sýna mikla hestamennsku. Hvað skyldu nú íslenzkir hestamenn segja um það? Hvernig virðist þeim frúin sitja hestinn? Vestur í^lendiugar í beimsókn hérlendis KRISTIN Guðnason, verksmiðju- eigandi frá San Francisco, hefur dvalið um tíma hér á Jandi en er nú á förum vestur um haf. Hann er einn þeirra Vestur-íslendinga, sem sýnt hafa í verki að þeir halda órjúfanlegri tryggð við föðurland sitt og jafnframt orðið því til mikils sóma í kjörlandi sínu, Bandaríkjunum. Eftir að Haraldur, elzti sonur Kristins, tók við forstjórastarfi hins stóra fyr- irtækishans, hefur Kristinn sjálf- úr getað tekið sér tíma til að skreppa heim hingað nær því iá hverju sumri síðan 1945, — hingað, fremur en til nokkurs annars staðar, þó að vel hefði hann getað veitt sér að ferðast víða um heim'. Kristinn Guðnason er því orð- inn kunnur maður hér á landi, þótt hann hafi unnið ævistarf sitt og alið aldur sinn, mestan hluta ævinnar, í fjarlægri heimsálfu. Margir íslendingar, sem til Vesturheims hafa farið, hafa not- ið fyrirgreiðslu Kristins á ýmsan hátt, og gestrisni á heimili hans í San Francisco. Hann er kvænt- Ur ágætri konu, sem tekur á móti íslendingum opnum örmum, ekki SÍður en maður hennar sjálfur. í>au hjón eiga þrjú uppkomin, mannvænleg börn, tvo syni og eina dóttur, sem öll starfa við fyrirtækið. i Kristinn hefur verið einlægur trúmaður síðan á unga aldri, og þakkar því alla velgengni sina í lífinu. Einnig í þeim efnum hefur Jconan hans átt samleið með hon- um og verið honum samhent. Einu sinni kom hún með honum hingað til lands og í annað skipti Haraldur sonur þeirra. Síðan Haraldur tók við forstjórastarfinu hefur Kristinn helgað kristilegu sjálfboðastarfi tíma, fé ög krafta að allverulegu leyti. Hér hefur hann víða talað á fjölsóttum sam komum, eins og margir munu minnast. Hann hefur ferðast til ýmsra staða sem fulltrúi Gideon- félagsins íslenzka, enda er hann stofnandi þess. Hingað er einnig von á sölu- manni fyrirtækis Kristins Guðna sonar í Los Angeles, Einar Ander- son. Hann kemur hingað á morg- un og talar þá um kvöldið ásamt Kristni á helgunarsamkomu Gideonfétagsins í húsi K.F.U.M. og K. Einar Anderson er gjörvu- legur maður, duglegur verzlunar- maður og mælskur predikarí. Foreldrar háns voru íslenzk, bú- sett í Utha og þar er hann fædd- ur. Nánasti ættingi hans hér á landi mun vera Jón Gunnarssori, fulltrúi. Hér dvelur Einar aðeins eina viku. Ó. Ó. Dágéð handfæra- veiði í Patreksfirði PATREKSFIRÐI, 21. júlí: — Handfæraveiði í Patreksfirði hef- ur verið mjög sæmileg. Hefur aflinn verið þetta 1—1% tonn á bát, en á hverjum bát eru 1—3 menn. Þeir sem þessar veiðar stunda segja að fiskur sé um all- an fjörðinn, en hann hefur hins vegar verið tregur. — Fréttarit- NAFNIÐ Ritz leiðir hugann al-! veg óafvitandi að einhverju geðþekku og skemmtilegu, og jafnvel í mörgum tungumálum er það orð'ið að samnefni yfir allan munað. En einu sinni bar lítt þekktur einmana og ómennt- aður sveitadrengur þetta nafn. Sagan um César Ritz er samt sem áður saga þess manns sem gerði starf veitingamannsins að fagurri list. Það er andi hans sem nú á okkar dögum svífur yfir hverju einasta veitingahúsi heimsins, sem býður gesti sína velkomna með alúð og umhyggju og sér þeim fyrir því viðurværi og aðbúnaði sem bezt hægt er að láta í té. ÞÁ SÁUST KONUR ALDREI Á VEITINGAHÚSUM Ritz var uppi á því timabili er kvenfólkið fór að láta að sér kveða og heimta jafnrétti á við karlmennina, og tók Ritz virkan þátt í þeirri baráttu þeirra og veitti þeim ómetanlega aðstoð, við að losa þær undan hinu ægi- lega klausturvaldi og gaf þeim sjálfstraust til að koma fram í sinni eiginlegu mynd á frjáls- legri hátt en verið hafði. Þegar hann kom til Lundúna laust fyrir 1890, þorði engin stúlka sem taldi sig af góðum ættum, að láta sjá sig á veitingahúsi, jafnvel ekki í fylgd með nánustu ættingjum sínum. Á þessu sviði varð mikil, bylting þegar Ritz kom til sög-j unnar. Hann gat fengið nokkrar | konur sem mikils álits nutu í Lundúnum til þess að heimsækja veitingahús sitt, þar á meðal her- togaynjuna frá Devonshire og lady Dudley. Aðrar fylgdu eftir og von bráðar þótti það tilheyra samkvæmislífinu að borða ásamt ástmey sinni miðdagsmat á Sa- voy, Carlton, Claridge eða Ritz, en öll þessi hótel stóðu í nánu sambandi við Ritz og var sum- um þeirra veitt forstaða af hon- um. ÞÁ FENGU KONURNAR AÐ NJÓTA SÍN Ritz byrjaði á því fyrstur manna að lýsa veitingasali sína upp með margbreytilegum ljós- um ýmist daufum eða skærum og í öllum litum. Það gerði hann vegna kvenfólksins, svo að hin skrautlegu veizluklæði þeirra gætu notið sín til fulls. Hann lét breyta tröppunum að hótelum sínum í því augnamiði að þær yrðu þægilegri uppgöngu fyrir konurnar, sem þá gengu æfinlega í dragsiðum kjólum. Hann lét blanda ljúffeng vin sem ekki voru mjög sterk, sem voru mjög eftirsótt af veikara kyninu Rann lét hljómsveit leika meðan á máltíðum stóð, og það var al- gjör nýlunda. Hann valdi aldrei skemmtiatriði af verra tæginu handa gestum sínum, og þess vegna byrjaði hann á því að láta leika verk Johanns Strauss i veitingasölum sínum. Allt þetía varð til þess að laða fólk að veitingasölum hans, sérstaklega kvenfólk, enda var það í þeim tilgangi gert. Béntóengur er varð konungur veífingahúsamra Þjóðverjar efla skipasmíðar LONDON, 20. júlí: — Skipabygg- ingar jókust meir í Þýzkalandi á fyrra helming þessa árs en í nokkru öðru landi. Aukning skipa smíða var einnig í Bretlandi og Frakklandi, en hinsvegar dró úr þeim í Bartdaríkjunum, Japan og Noregi. Mesta athygli vekur hve skipasmíðar Þjóðverja hafa farið stórlega í vöxt. — Reuter. SVEITADRENGURINN SEM HVERGI FÉKK VINNU En hver var þá æviferill þessa J merka manns og hvernig byrjaði' hann starf sitt? César Ritz var fæddur í svissneska fjallabæn- um Niederwald. 16 ára gamall fékk hann vinnu í veitingasal á hóteli í bænum Brieg, sem lá skammt frá heimili hans í sveit- inni. En það stóð ekki lengi, hann var rekinn eftir tvo mán- uði, vegna þess að hóteleigand- inn gaf honum þann vitnisburð að hann hefði hvorki upplag né áhuga fyrir þjónsstarfinu. Ritz' réð sig þá í eldhús á öðru veit- | ingahúsi, en var einnig rekinn þaðan fyrir ódugnað. Hann lagði leið sína til Parísar, réð sig þar á tvö veitingahús, en var rekinn af báðum stöðunum. Framgang- Cesar Ritz ur hans byrjaði loks á fimmta veitingastaðnum sem hann réð sig á. Það var lítið, snoturt veit- ingahús í grennd við Madelien- kirkju. Þar byrjaði hann sem vikadrengur, seinna varð hann eldhúsaðstoðarmaður og að lok- um yfirþjónn. Þá var hann 19 ára að aldri. Það ár bauð eigandi veitingahússins honum að gerast meðeigandi fyrirtækisins, og það var boð sem erfitt var að neita. En Ritz gerði það nú samt sem áður. Hann vildi eiga veitinga- hús sjálfur, og ráða þar öilu fyrirkomulagi, og sá draumur rættist fyrr en varði. Hann sagði upp vinnu sinni í fyrsta skipti á ævinni, réð sig síðan á stærsta veitingahús bæjarins Voisin og og vann þar bæði í eldhúsi og þjónsstörf. Þar lær.ði hann bæði að búa til mat og bera hann fram. 1871 yfirgaf Ritz París og vann í þrjú ár á ferðamanna- hótelum í Þýzkalandi og í Sviss. Á þessum árum kom atvik fyrir sem varð til þess að Ritz varð heimsfrægur maður. ÞEGAR MIÐSTOÐIN BILAÐI Það var einn kaldan vetrardag þegar hann var framkvæmda- stjóri veitingahússins Rigi-Kulm í Alpafjöllunum, sem er vel þekkt af ferðamönnum vegna ágætrar. fyrirgreiðslu, að 40 Ameríkanar gerðu boð á undan sér til veitingahússins og kváð- ust mundu borða þar miðdegis- mat þennan sama dag. Rétt eftir að þessar fréttir bárust, vildi það óhapp til að miðstöðvarupphitun hússins bilaði. Nú voru góð ráð dýr. Hitinn í borðsalnum var í frostmarki, og Ritz gekk um húsið klæddur vetrarfrakka og skipaði fyrir verkum. Hann lét leggja á borð fyrir ferðafólkið og útbúa góðan mat. Hann lét taka blóm úr 4 stórum blóma- keröldum, hellti í þau spíritus og kveikti í. Tígulsteina lét hann hita á eldhúsvélinni. Þegar gest- irnir komu, var maturinn tilbú- inn, rommið vel heitt og undir fæturna á hverjum gesti var lagður brennheitur tígulsteinn vafinn í ullarteppi. Gestirnir voru hitaðir upp bæði utan og innan, og lofuðu mikið hinar góðu viðtökur, og snjallræði hins unga framkvæmdastjóra. Sagan um tígulsteinana og spíritusker- in flaug frá manni til manns og barst loks til eyrna veitingahús- eiganda nokkurs í Luzern sem átti stórt og veglegt veitingahús, en reksturinn gekk heldur illa. Hann gerði boð eftir Ritz og bauð honum forstjórastöðu fyrirtækis- ins. Á tveim árum var Ritz bú- inn að koma rekstri veitingahúss- ins á réttan kjöl og var hann þá 27 ára gamall. Á þessu hóteli byrjaði hann að leggja drög að þeirri veitingahússmenningu sem enn þann dag í dag loðir við nafnið Ritz. HVERT SEM RITZ FER, ]\ FVLGJUM VIÐ Á EFTIR Árið 1892 fór Ritz til London og tók þar við forstjórastöðunni á hinu nafnkunna veitingahúsi Hótel Savoy. Þar breytti haon ýmsu til betri vegar, til dæmis tók hann sig einu sinni til og Ict taka alla stóra iampa sem báru mikla birtu, úr svefnherbergjum hússins, en setja upp í þeirra stað litla lampa með skermum sera báru daufa eða skæra birtu eftir vild í öllum regnbogans litum. Þessi svefnherbergja lýsing hef- ur haldizt þar síðan. Hann vaið brátt vel þekktur í London gegn- um starf sitt við Savoy, og gest- um veitingahússins fjölgaði stcð- ugt. En þessi dýrð stóð ekki, nema nokkur ár. Honum varð sundurorða við eiganda Savoý, og tók hatt sinn og fór. Miklar æsingar urðu út af brottför hans í London og meðal annars féklc hann bréf frá prinsinum af Walrs svohljóðandi: „Hvert sem Rits fer, fylgjum við á eftir.“ Á einni viku fékk hann yfir 200 bréf af sama tægi. AFTUR TIL PARÍSAR Hann fór nú aftur til Parítar, og nú rættist það se_m hann haíöi lengi dreymt um. Á Place Ven- dome lét hann reisa glæsilegasta veitingahús allra Ritz-veitinga- húsa. Þar var ekkert til sparað. Öll húsgögn voru af bezta tagi sem til var, maturinn var fyrsta flokks og þjónustuliðið þjálfað eftir hans höfði. Á skömmum tíma var Ritzveitingahúsið orði«\ aðalmiðstöð skemmtana aðalbor- ins fólks í París. Þegar hér var komið sögu var Ritz orðinn vcl stæður fjárhagslega og um aldn- mótin lét hann reisa CharHor, Hótel í London og fáum árum. seinna veitingahús á Piccadillý sem ennþá ber rtafn hans. Ritz dó árið 1918 og var þá orðinn mjög bilaður á taugum. Síðustu orð hans á banasænginni voru: „Gætið dóttur minnar vel“. Þar átti hann við Ritz Hótel 4 París, því það kallaði hann dótt- ur sína, en raunverulega dóttiur átti hann enga, heldur tvo syni. _ Spánverjar selja Egyplum vopn BILBAO, 22. júlí: — Óstaðfestar fregnir herma að forstjórar spánskra vopnaverksmiðja hér t borg hafi undirritað samninga við egypzk stjórnarvöld um sölir- á verulegu magni af hergögnum ti\ EgyptalandS. Herma fregnir <«4 m. a. ein stærsta vopnaverk- smiðja Spánar vinni nú nótt 01? dag að því að framleiða mikið magn af þungum sprengjuvörp: um fyrir egypska herinn. Fregnii þessar munu koma Bretum illa. Verkföll í Þýzkalandi BONN, 22. júlí: — Aldrei hafa svo margir starfandi menn verið í Vestur Þýzkalandi sem í sum ■ ar. Verkamálaráðuneytið skýrii frá því að 16% milljón manna hafi haft fulla vinnu í landinu og er þremur milljónum fleirji starfandi menn en árið 1949 Með síaukinni atvinnu er nú far - ið að bera á því að verkalýðs- félög setja fram láfcfur um veru- lega hækkuð laun. T. d. fengu 300 þúsund verkamenn í málm iðnaðinum í Baden nýlega 6% launahækkun og málmiðnaðar- menn í Bayern krefjast nú 15% launahækkunar. BEZT AÐ AVGIÍSA 1 MORGVNBLAÐim

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.