Morgunblaðið - 31.07.1954, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.1954, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. júlí 1954 ^ í dag er 212. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 7,17. Síðdegisflæði kl. 19,30. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Apótek: Næturvörður frá kl. 6, «er í Laugavegs Apóteki, síxni 1618. Ennfremur eru Holts Apótek og Apótek Austurbæjar opin alla virka daga til kl. 8, nema laugar-1 «daga til kl. 4. | □-----------------------□ , • Veðrið • 1 gær var norðaustan átt um allt land. Þokusúld norðaustan- -ftands en léttskýjað sunnanlands. 1 Reykjavík var hiti 10 stig kl. 15,00, 5 stig á Akureyri, 5 stig á ■Galtarvita og 8 stig á Dalatanga. Mestur hiti hér á landi í gær kl. '15,00 mældist í Vestmannaeyjum, 15 stig, og minnstur 3 stig, á Möðrudal. 1 London var hiti 12 stig um Ivádegi, 13 stig í Höfn, 14 stig í l’arís, 13 stig í Berlín, 10 stig í -Osló, 13 stig í Stokkh.ólmi, 12 stig •f Þórshöfn og 27 stig í New York. -----------------------U • Messur • á morgun: Dómkirkjan: Messað á morgun 5d. 11 f. h. Séra Óskar J. Þor- íáksson. Hallgrímsprestakail: Messað í Dómkirkjunni kl. 5 e. h. Séra Sig- "urjón Þ. Árnason. Elliheimilið: Messa kl. 10 ár- ins er þar til viðtals við félags-. menn. Minningaspjöld Krabba- 1 meinsfélags íslands fást í öllum lyfjabúðum í RvíK og Hafnarfirði, BlóðbankanunS við Barónsstíg og Remedia. Enn fremur í öllum póstafgreiðslum úti á landi. •degis. Séra Sigurbjörn Á. Gísla- Bon. Lágafellskirkja: Messa kl. 2 e. h. Barnasamkoma að lokinni al- imennri guðsþjónustu. Séra Bjarni Sigurðsson. Bessastaðir: Messa kl. 2. Séra ■Garðar Þorsteinsson. Reynivallakirkja: Messa kl. 2 -e. h. Sóknarprestur. Innri-Njarðvíkurkirkja: Messa 4d. 2 síðd. Stefán Lárusson cand. «theol. predikar. i Keflavíkurkirkja: Messa kl. 5 aíðd. Síðasta guðsþjónusta vegna sumarleyfis sóknarprests. Séra. örn Jónsson. • Afmæli • Sextugur er í dag Ingóifur Þór- arinsson, Melbrún, Fáskrúðsfirði. Sextugsafmæli á í dag Steinunn Ólafsdóttir, húsfreyja í Mörk á Síðu, kona Friðriks Kristófersson- str, bónda þar. Segja má aff Robert Begeman sé prestur Hagenbecks-cirkusins. Hann heldur af og til guðsþjónustur í cirkus-tjaldinu yfir söfnuði sínum, línudönsurum, dyratemjurum, fimleikamönnum o. s. frv. En séra Robert hugsar einnig um dýrin. Hér sést hann bl 3ssa cirkus-fílana. / og Kaupmannahafnar. Flugvélin er væntanleg aftur til Reykjavík- ur kl. 18 á morgun. Innanlundsflug: ' 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, ísafjarðar, Sauðár- króks, Siglufjarðar, Skógasands og Ve&tmannaeyja (2 ferðir). — ! Á morgun eru íáðgerðar flugferð- I ir til Akureyrar (2 ferðir), Skóga- sands og Vestmannaeyja. Flug- ferð verður frá Vestmannaeyjum til Skógasands. Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun Ísína ungfrú Friðsemd Eiríksdótt- ,Jir, Vorsabæ á Skeiðum, og Þor- •kell Björgvinsson, Selfossi. • Brúðkaup • 24. júlí voru gefin saman í Ihjónaband í New York Magnea Elísabet Hannesdóttir og Charles Falke. Heimilisfang þeirra er 43 W. 85 Street, New York City, N.Y. Síðast liðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Bjarna Sigurðssyni ungfrú Svava Steinunn Ingimundardóttir, Hrís- hrú, Mosfellssveit, og Sigurður F. -Jóhannsson, sama stað. Gefin verða saman í hjónaband í dag af séra Jóni Auðuns ungfú Magnea Katrín Þórðardóttir og Bragi Ásbjörnsson. Heimili ungu lijónanna verður að Hagamel 24. Á morgun verða gefin saman í ihjónaband af séra Jóni Auðuns ungfrú Helga Svala Nielsen og Kristmundur Anton Jónsson veit- ingamaður. Heimili ungu hjón- anna verður að Blönduhlíð 23. Flugferðii Millilandaflug: Eoftleiðir h.f.: Edda, millilandaflugvél Loft- leiða, er væntanleg til Reykjavfkur kl. 11,00 í dag frá New York. Flugvélin fer héðan kl. 13,00 til Hamborgar og Gautaborgar. Flugfélag íslands h.f.: Gullfaxi fór í morgun til Oslóar • Skipairéttix * Eiinskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss fór frá Reykjavík 26. þ. m. austur og norður um land. Dettifoss fer frá Antwerpen í dag til Rotterdam, Hull og Reykjavík- ! ur. Fjallfoss fór frá Rótterdam í I fyrradag til Bremen og Hamborg- ; ar. Goðafoss fer frá Helsingör í . dag til Leningrad. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn á hádegi í dag til Leith og Reykjavíkur, Lagar- foss kom til Reykjavíkur í gær frá Súgandafirði. Reykjafoss fór frá Egersund í fyrradag til austur- og norður-landsins. Selfoss fór væntanlega frá Hull í gær til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá New York 21. þ. m.; væntanlegUr til Reykjavíkur árdegis í dag. Tungufoss fór væntanlega frá Hornafirði í gær til Aberdeen, Hamina og Kotka. Skipaútgerð rikisins: Hekla fer frá Reykjavik kl. 18 í dag til Norðurlanda. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðu- breið var væntanleg til Reykjavík- ur seint í gærkvöldi frá Austfjörð- um. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill er í Laugarnesi. Skaftfell- ingur fór frá Reykjavík í gær- kvöldi til Vestmannaey.ja. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fer frá Hamina í dag áleiðis til íslands. Arnarfell fer frá Keflavík í dag áleiðis til Ála- borgar. Jökulfell fór 28. þ. m. frá Reykjavík áleiðis til New York. j Dísarfell er í Amsterdam. Bláfell fer frá Borgarnesi í dag áleiðis til Póllands. Litlafell lestar og losar á Faxaflóahöfnum. Sine Boye fór 19. þ. m. áleiðis til ísiands. Wil- helm Nubel lestar sement í Ála- borg. Jan lestar sement i Rostock um 3. ágúst. Skanseodde lestar kol í Stettin. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla fór fram hjá Kaupmanna- höfn í gær áleiðis til Kotka. • Söfnin • Safn Einars Jónssonar er opið sumarmánuðina daglega frá kl. 13,30 til 15,30. Bæ j arbókasaf nið verður lokað til 3. ágúst vegnu sumarleyfa. Listasafn ríkisins er opið þriðjudaga, fimmtu daga og laugardaga frá kl. 1—i e. h. og sunnudaga frá kl. 1—4 síðdegis. Þjóðminjasafnið er opið sunnudaga kl. 1—4 og þriðjudaga, fimmtudaga og laug- ardaga kl. 1—3. Hvað kostar undir brcfin? Einföld fiugpóstbréf (20 gr.): Danmörk, Noregur, Svíþjóð kr 2,05; Finnland kr. 2,50; England og N.-írland kr. 2,45: Austurríki, Þýzkaland, Frakkland og Sviss kr 3,00; Rússland, Italía, Spánn og Júgóslavía kr. 3,25. — Bandaríkin (10 gr.) kr.í 3,15; Canada (10 gr.) kr. 3,35. — Sjópóstur til Norður- landa (20 gr.) kr. 1,25 og til ann arra landa kr. 1,75. Sólheimadrengurinn, Afhent Morgunblaðinu: D. H. 100,00; G. R. 100,00; frá konu 50,00; Garðar og Toni 100,00. • Gengisskrdnmg • (Sölugengi): 1 sterlingspund .... kr. 45,70 1 bandarískur dollar .. — 16,32 1 Kanada-dollar ...... — 16.70 100 danskar krónur .. — 236,30 100 norskar krónur .. — 228,50 100 sænskar krónur .. — 315,50 100 finnsk mörk.....— 7.09 1000 franskir frankar . — 46,63 100 belgiskir frankar . — 32,67 100 svissn. frankar .. — 374,50 100 gyllini ........— 430,3c 00 tékkneskar kr....— 226,67 100 vestur-þýzk mörk . — 390,6E 1000 lírur............- ■ 26,1? Gullverð íslenzkrar krónu: 100 gullkrónur jafngilda 738,9! pappírskrónum. Málfundafélagið Óðinn. Skrifstofa félagsins í Sjálfstæð ishúsinu er opin á föstudagskvöld- um frá kl. 8—10. Sími 7104. — Gjaldkeri tekur þar við ársgjöld um félagsmanna, og stjórn félags • Ú t v a r p • 12,50 Óskalög sjúklinga (Ingis hjörg Þorbergs). 19,30 Tónleikara Samsöngur (plötur). 20,30 Tón- leikar: Norskir dansar, op. 35, eftir Grieg (Symfóníuhljómsveitiii í London leikur, — Leo Blech stjórnar). 20,45 Frá 25 ára afmæli Neskaupstaðar: Oddur A. Sigur« jónsson skólastjóri, Jón Lundi Baldursson og séra Ingi Jónsson flytja minningaþætti gamalla Norðfivðinga. (Hljóðritað á segul-i hand í Neskaupstað). 21,25 Tón-i leikar: Söngkvintettinn Monri Keys syngur. (Hljóðritað á miðy næturskemmtun í Austurbæjar* bíói 25. maí s. 1.). 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. — Og svo ætlar María að halda því fram, að mér hafi ekki tekizt enn að finna upp sprengiefnið!! ★ AFSAKIÐ! — Fyrír skömmu kom það fyr- ir í utanrikisráðuneytinu, að símastúlkan svaraði, er síminn hringdi, og sagði vingjarnlega, eins og hennar er vandi: — Ut- anríkisráðuneytið! — Ha; hvað segið þér? spurði konurödd. — Þetta er í untanríkisráðu- neytinu, svaraði símastúlkan. — Ó, afsakið! sagði konu- röddin í símanum. — Ég fann þetta símanúmer á miða í vasa mannsins míns og ætlaði aðeins að komast að því, hvar..... k EKKI FRAMSÝNN Þegar rithöfundurinn frægi, Ernst Hemmingway, var fyrir skömmu staddur á Spáni, var hann spurður að því, hvernig hann héldi að heim'urinn myndi líta út eftir 100 ár. —• Hvernig í ó&köpunum haldið það, svaraði Hemmingway, — að ég hafi myndað mér skoðun umj það, hvernig heimurinn muni líta úr eftir 100 ár, þegar ég veit ekki einu sinni, hvernig hann lítur úti næstu vikur!! TIL KAUPMANNAHÁFNAR OG — /*«ð er sagt, a'S eiginmenn í París hóti konum sínum meS eftir- farandi, ef þwr eru lausar í rás- inni: — Ef þú verSur ekki stillt, góSa mín! þá fer ég bara til Kaup- inannahafnar og skipti um kynf Og þá geturSu fengiS aS leika lausum hala! DYRASAGAN Páfagaukur nokkur, sem skil- inn lialði verið eftir einni heima, var eitthvað lasinn og datt í hug að hringja í Hansen lækni. — Er þetta Hansen Iæknir? spurði hann, er svaraS var í símann. — Nei; þetta er páfagaukur Hansens læknis, var svarið. ★ NÚTÍMASLÚÐUR Emmet Wirrick frá Kokomo í Indíana í Bandaríkjunum átti ný- lega 100 ára afmæli, og í því til- efni kom blaðamaður að máli við hann. — Og hvernig er svo heilsan? spurði blaðamaðurinn. — Alveg prýðileg, svaraði sá 100 ára. —■ Mér finnst bara nú í seinni tíð, að heyrnin sé nokkuð farin að bila. — Er það ekki slæmt? — O-nei; ekfci finnst mér það. Eða finnst yður virkilega þetta nútímaslúður þe.ss virði, að hlust- að sé á það?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.