Morgunblaðið - 31.07.1954, Blaðsíða 12
12
MORGL /V BLAÐIÐ
Laugardagur 31. júlí 1954
Kvennasíðan
Framh. af bls. 7
þeirri upphæð er varið til að
styrkja einn íslenzkan stúdent til
náms í Noregi.
Síðan stofnaði ég annan sjóð,
Minningarsjóð norskra stúdenta,
sem nemur 120 þús. ísL krónum
og gefur 5000 ísl. krónur í vexti
árlega en þeim er varið til að
styrkja norska stúdenta, sem
langar til að stunda nám á ís-
landi. Hugmyndina um að stofna
þennan sjóð fékk ég eiginlega eft-
ir að ég hafði hitt landa mína,
íslendinga, úti í Noregi, sem
létu í ljós undrun sína yfir því,
hversvegna Norðmenn höfðu lagt
út í jafn þýðingarlausa og von-
lausa baráttu og mótspyrnan við
Þjóðverja var á stríðsárunum —
þeim hefði verið hollara að sitja
á sér. ,
HÉT MÉR ÞVÍ
Ég lá á sjúkrahúsi um þessar
mundir og ég hét mér, að þegar
ég hresstist, skyldi ég fara til
íslands til að segja og skýra út
fyrir íslendingum, hvernig á-
standið hefði verið í Noregi,
hvernig mótspyrna Norðmanna
var til komin. Og það varð úr,
að ég fór til íslands árið 1946
með myndir, bækur og blöð sem
frætt gætu þá um þetta, sem mér
lá á hjarta. Þetta var upphafið
að kvikmyndasýningum mínum,
sem ég hefi haldið uppi síðan,
víðsvegar um landið til að auka
Olav Brunborg sjóðinn. Það hef-
ir kostað mig mikla vinnu og
töluverða erfiðleika en það gerir
lekkert til. Ég ætlast ekki til
þakklætis frá neinum en ef ein-
hverjum þykir starf mitt þakkar-
vert, launaði hann mér bezt með
því að koma og sjá myndirnar
mínar, sem ég er að sýna og
hjálpa á þann hátt stúdentun
um mínum, sem ég er að berj-
ast fyrir.
10 STÚDENTAHERBERGI
— Og hvað svo um stúdenta
herbergin þín?
— Já, þau hafa verið mitt
helzta hjartans mál undanfarin
ár. Nú eru þau komin upp, 10
eð tölu í stúdentagarðinum Sogni
í Osló. Mér rann til rifja að sjá,
hve íslenzkir stúdentar í Osló
áttu oft erfitt uppdráttar, heim-
ilis- og umhirðulausir. Norð-
menn stefna að því, að allir
íiorskir háskólastúdentar geti
búið á stúdentaheimilum — stú-
tíentabæjum, eins og kallað er og
var hafizt handa um framkvæmd
ir strax eftir styrjöldina. Ein-
Etökum sýslu- og bæjarfélögum
ier gefinn kostur á að borga and-
yirði eins eða fleiri herbergja,
Fallegar hendur þurfa sér-
lega góða hirðingu. — Séu
hendumar blá-rauðar, gróf
ar og þurrar, er bezta ráð-
ið, í hvert sinn þegar hend-
urnar eru þvegnar, að nota
Rósól-Glycerin. Núið því vel
irm 1 hörundið. Rósól-Glyce-
rin hefur þann eiginleika,
að húðin drekkur það í sig
og við það mýkist hún. Rós-
ól-Glycerin fitar ekki og er
því þægiiegt í notkun. Mikil-
vægt er að nota það eftir
hvern handþvott, við það
verða hendurnar hvítar, húð
in mjúk og falleg. Er einnig
gott eftir rakstur,
Rósól-Glyceria
sem þeirra stúdentar hafa svo
forgangsrétt að.
FÓR STRAX Á KREIK
Þegar ég heyrði um þetta fór
ég strax á kreik og leitaði hóf-
anna hjá viðkomandi yfirvöldum-
um um nokkur herbergi handa
íslenzkum stúdentum og fékk
leyfi fyrir 10 herbergjum — eða
tveimur íbúðum, fimm herbergj-
um hvor með tilsvarandi eldhús-
um, þar sem stúdentarnir geta
matreitt fyrir sig. í tvö undanfar-
in ár hafa íslenzkir stúdentar bú-
ið í þessum herbergjum, fyrir
75 norskar krónur á mánuði,
þar með innfalin sængurföt, rúm-
föt og þvottur. Ég er ánægð og
glöð yfir því, hve vel er þar að
þeim búið.
— En hvað um fjölskyldu þína
í Noregi? Finnst ekki bónda þín-
um og börnum fullmikið um
fjarvistir þínar að heiman?
— Ójú, þeim finnst það í öðru
og mér reyndar líka en sætta
sig samt við það, þar sem þau
vita, að ég er að berjast fyrir
góðu málefni og vinn ekki til
ónýtis. Báðir synir mínir hafa
stutt mig í starfi mínu með ráð-
um og dáð. — Ég verð bara að
gera því meira áður en ég fer
að heiman og því meira, þegar
ég kem heim. — En nú sé ég líka
hilla undir að takmarkinu sé
náð, þegar stúdentaherbergin
mín eru komin upp. Þau hafa
kostað mikið átak og mikið fé.
Mikið af andvirði þeirra er enn
ógreitt — þegar þeim lýkur, býst
ég við að draga mig í hlé og
setjast að heima á ný, enda leyfir
heilsa mín ekki ferðalögin öllu
lengur.
BÆÐI 100% FÖÐURLÖND
— Er ekki Noregur orðinn sem
þitt föðurland?
— Jú, mér finnst eiginlega, að
hvort landið fyrir sig sé mitt
100% föðurland. En samt — Nor-
egur getur aldrei orðið ísland. —
sib.
BEZT AÐ AVGLÝSA
1 MORGUJSBLAÐim
- Afmæli
Framh. af bls. 3 0
að, og í nokkur ár hefur hún
verið formaður þsss. Hún hefur
og verið eindregið fylgjandi bar-
áttunni fyrir jafnrétti kvenna við
karla, þó að ekki hafi hún kært
sig um, að svo langt yrði geng-
ið á sviði kvenréttinda, að þess
gerðist þörf, að karlmenn stofn-
uðu félög til verndar almennum
mannréttindum sínum.
Guðrún er glaðvær og skemmt-
in í hóp vina og náinna kunn-
ingja, fróð um sitthvað og hefur
margt hugsað og athugað. Hún
getur verið mjög fyndin, og mein-
leg er hún með afbrigðum, þá er
hún vill það við hafa. Hún hef-
ur ekki, frekar en flestar kon-
ur á hennar aldri, tamið sér að
vera sítalandi á mannfundum,
en ekki hikar hún samt við að
taka til máls í heyranda hljóði,
þá er henni þykir ástæða til að
mæra góðan dreng og nýtan,
mæla fyrir gagnlegu málefni eða
snúast gegn einhverju, sem hún
telur til óþurftar, og er hún þá
oft bæði gagnorð og málsnjöll.
Carl Ryden, bóndi hennar, er
mikill mannkostamaður. Hann
er stilltur og fáskiptinn, en glað-
vær, skopskyggn og listelskur,
skemmtilegur heima fyrir og á-
gætur gestgjafi. Hann skilur og
metur konu sína, skapgerð henn-
ar og skoðanir, og heldur hvort
sínu, svo sem vera ber, þegar
því er að skipta, en mjög eru þau
hjón samhent um að gera heim-
ili sitt að setri manndóms og
rausnar.
Frændur, vinii- og kunningj-
ar, hér og vestra, óska Guðrúnu
frá Mýrum allra heilla og þeim
hjónum langra lífdaga.
Guðm. Gíslason Hagalín.
Rydens-hjónin taka á móti
gestum að Hótel Röðli í dag
milli kl. 3 og 6.
íþróttir
Whn
ninfyarApfö
mötd
Geir Hallgrímsson
héraSsdómslögmaSur,
Hafnarhvoii — Reykjavflt.
Símar 1228 og 1164.
PAIMSLEIKUR
i kvöld kl. 9.
Hljómsveit Svavars Gesta.
Aðgöngumiðasala frá kl. 6—7.
Framh. af bls. 5
leik Vals og Fram. Og ég verð
að segja sem er, að mér fannst
það ekki mikil knattspyrna. Æf-
ingin sem knattspyrnumennirnir
búa yfir virðist ekki mikil og þá
kunnáttan og getan eftir því.
Strangur agi er nauðsynlegur í
knáttspyrnuliði. Ef leikmennirn-
ir eru agaðir, geta þeir þjálfað
sig upp í það að verða meistarar.
Án agans skeður ekkert. Það er
slegið slöku við æfingar, en æf-
ingarnar eru undirstaða getunn-
ar. Þó að ég hefði komið heim
nú, hefði ég ekki snúið mér að
knattspyrnunni, því að á knatt-
spyrnunni úti og hér er svo mik-
ill munur, að maður sem að utan
kemur, nennir ekki að eyða tíma
sínum í agaleysi knattspyrnunn-
ar hér.
Það er einnig athyglisvert, að
hvað sem bærinn stækkar og
þenst út koma ekki ný knatt-
spyrnulið. Ég teldi ráð, að knatt-
spyrnuforustan bannaði að í
meistaraflokki hvers félags væru
fieiri en 14—16 menn. Hinir yrðu
að fara og mynda ný lið. Þá
ykist samkeppnin, baráttan
harðnaði og knattspyrnan yrði
betri og skemmtilegri.
• BOMBUR OG ÆSINGAR
— Hvað er þér minnisstæðast
úr þínum knattspyrnuferli?
— Það er svo margs að minn-
ast að erfitt er að finna það
minnisstæðasta. En líklega er
það einkum tvennt. Brasilíuförin
með Arsenal og úrslitaleikurinn
í frönsku bikarkeppninni er Rac-
ing Club tapaði 2:0 eftir svo eftir-
minnilegan sóknarleik. Það eru
kannski minnisstæðustu von-
brigðin. En Brasilíuförin var æs-
ingakennd og skemmtileg. T. d.
jhljóðin frá áhorfendabekkjunum.
( Þegar Brasilíumenn skoruðu, ætl
aði allt um koll að keyra, bomb-
| ur voru sprengdar og alls konar
(æsingar hafðar í frammi. Þegar
Arsenal skoraði, sat þessi blóð-
heiti áhorfendaskari grafkyrr, og
það heyrðist ekki stuna, ekki
' andvarp. Okkur hafði verið ráð-
lagt að ef til æsinga kæmi, þá
j ættum við að fara inn í hringinn
, á miðjum vellinum og snúa bök-
um saman. Við héldum að til
þessa kæmi ekki, en við kom-
umst að raun um að við urðum
alltaf af og til að hlaupa inn í
hringinn og vera viðbúnir áráS.
Slíkum leik getur enginn Ncrð-
ur-Evrópumaður gleymt.
©
Þannig fórust bessum fræg-
asta íþróttamanni íslands orð —
Hann hefur frá mörgu að segja,
sem ekki er hægt að minnast á
í einni stuttri blaðagrein. Hann
kann sögu um vonbrigði og sigra.
Hann hóf af frjálsum vilja að
leika krtattspyrnu sem atvinnu-
maður, tók starfinu með ágöllum
þess s. s. pilluinntökum, spraut-
um o. fl., og með kostum þess,
s. s. peningunum er það veitti í
aðra hönd og frægð. — Innan
skamms hverfur hann af gras-
völlum meginlandsins, og mörg-
um mun einkennilegt finnast, að
einstrengingslegar leyfisveiting-
ar og hömlur, geti komið í veg
fyrir það, að hann geti flutt með
búslóð sína heim til ættlandsins
til starfa fyrir það, að loknum
löngum frægðarferli meðal mill-
jónaþjóða.
A. St.
BEZT AÐ AVGLÝSA
t MORGUNBLAÐVW
Ingólfscafé Ingólfscafé
Eldri dansarnir
í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. — Sími 2826.
VETRARGAROURINN
VETRARGARÐURINN
DANSLEIKUR
í Vetrargarðinum í kvöld klukkan 9.
Aðgöngumiðasala frá kl. 3—4. — Sími 6710.
V G.
M Föxunum á Þjóðhátíðina
FLUGFÉLAG ÍSLANDS vfi
MARKÚS Eftir Ed Dodd
■'áfC '■Vi-'AMO, KRABLDOSIAk,
1 must hot even
THNWfOP tai.
L& D!S TOMWY
/'í HE'S vzms
SLJPERSTiTIOUS
FELLA, EH,
MARK? M
' ð _ V.
YE3, JOHNUV.t;
VE&Y Sl/Pffí- |
st;t;ous. .. j
AND THATS i
OUR ONE >
hcpe; m!
, : AT< TRAIL IS
íPxkSUA:C3 romv AMCTOkTUK
j *,D t’JI&S HI/A ANC JCHNNV
/ViALOTTt- TO MARIE'S BUND
I he:;ri lafitte
1) Markús reynir að þröngva
Tomma til þess að vísa þeim leið-
ina til Hinriks,
2) — Nei, ég má ekki einu
sinni hugsa til þess að fara með
ykkur ti lblinda mannsins, segir
Tommi.
3) — Ég má alls ekki tala um
það, svo að sál mín yfirgefi ekki
vesalan líkama minn og frost-
kaldur vindurinn éti ekki börnin
mín og....
4) — Tommi er afar hjátrúar-
fullur, segir Jói. — Já, hann er
það, segir Markús. Og hann er
okkar eina von.