Morgunblaðið - 31.07.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.07.1954, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. júlí 1954 Sexiug í dag: GuBrún Friðriksdóltir Ryden GUÐRÚNU frá Mýrum köllum' við hana, frændur hennar og vin- ir að vestan. Foreldrar hennar voru Friðrik Bjarnason og Ingibjörg Guð- j mundsdóttir. Friðrik var sonur Bjarna bónda á Hamralandi í( Reykhólasveit, Eiríkssonar, bónda að Rauðará við Reykjavík, Hjartarsonar. Móðir Friðriks var Sigríður, dóttir Friðriks prófasts á Stað á Reykjanesi, Jónssonar, prests á Breiðabólsstað í Vestur- hópi, Þorvarðssonar. Ingibjörg var dóttir Guðmundar danne- brogsmanns og hreppstjóra á Mýrum í Dýrafirði, Brynjólfsson- ar á Mýrum, Hákonarsonar og Guðrúnar frá Sellátrum í Tálkna firði, dóttur Jóns Halldórssonar, mikils dugnaðarmanns og þjóð- hagá smiðs. Höfðu faðir og afi Ingibjargar búið við ærna rausn á Mýrum og mikil umsvif á sjó og löndi. Þá er Guðmundur Bryn- jólfsson hætti búskap, tók við dóttir hans, Guðný, og bór.di hennar, Guðmundur Sigurðsson skipstjóri. Guðmundur varð skammlífur, og að Mýrum flutt- ist frá Sæbóli á Ingjaldssandi bróðir þeirra Guðnýjar og Ingi- bjargar, Guðmundur Hagalín. Hann bjó á Mýrum við mikla rausn, unz hann drukknaði, haust ið 1894. Vorið 1895 tóku þau svo við búi á Mýrum, Friðrik og Ingibjörg, en höfðu þá búið í sex ár í Meira-Garði, sem er spöl- kom fyrir utan og ofan Mýrar, og á Mýrurn fæddist Guðrún, dóttír þeirra, hinn 31. júlí. Mýrar eru á norðurströnd Dýra fjarðar, innan við hið sérkenni- lega Mýrafell. Það stendur eitt sér, sæbratt og mikið að reisn. Er gróðursælt sléttlendi milli þess og meginfjalla strandarinn- ar. Frá Mýrabænum, sem stend- ur allhátt, er mikið og fagurt út- sýni, til austurs yfir fagurgróna byggð — allt inn að Höíðaodda, og til suðvesturs og suðurs yfir fjörðinn og syðri strönd hans allt frá Sveinseyrarodda, utan við Haukadal, og inn fyrir Hvamm, sem er næsta byggð innan við Þingeyri. Neðan við Mýrabæinn taka við túnbrekkur niður að lygnum Vaðlinum, en neðan við hann er Mýramelur- inn, þar sem innst eru þurrar grasflesjar og melborgir, en ut- ar þurrar grundir, mýrar og mýrasund — og tjarnir með grón- um nesjum á milli. Mýrar eiga mikið land, og Mýrabændur áttu víða ítök. Hefur oftast verið bú- ið á Mýrum af miklum myndar- brag, og ekki var síztur búskap- ur þeirra afa og föður Ingibjarg- ar eða systkinanna, sem þar bjuggu á undan þeim Friðrik. Mýrar eru og miðsveitis og þar mjög gestkvæmt. Það var eng- an veginn auðgsrt fyrir ungu hjónin að taka við þessari jörð og þeirri hefð, sem þar fylgdi um risnu og ýmsa fyrirgreiðslu og forgöngu í sveitinni. En hlut- ur þeirra á Mýrum varð mikill og góður, jafnt um rausn og framkvæmdir að þeirrar tíðar hætti, og ekki skorti forgöngu um almenn mál af hendi Frið- riks. Hann var lengi oddviti og enn lengur hreppstjóri og sýslu- nefndarmaður. Hann var og for- maður sóknarnefndar og organ- leikari í Mýrakirkju, og ofan á þetta bættist bréfhirðing og sím- gæzla. Mýrarkirkja var eign bóndans á Mýrum, og bar hon- um að halda henni við og byggja hana upp, þá er þess gerðist þörf. Friðrik var lærður trésmiður, og auk þess sem hann reisti á Mýr- um mikið íbúðarhús, byggði hann Mýrakirkju af einstæðum mynd- arskap. Friðrik var og gildur bóndi. Þau hjón bjuggu á Mýr- um til ársins 1929, að Ingibjörg húsfreyja lézt. Mýrasystkinin, börn Friðriks og Ingibjargar, voru tvö, Jón og \ Guðrún. Þau þóttu efnisbörn að greind og dugnaði, manndómi og mannkostum. Á unglingsárum þeirra var Núpsskóli að rísa og þróast, og ungmennafélag starf- aði í sveitinni af miklu fjöri. Þá var ærið mennta- og félagslíf í Mýrahreppi, og tóku þau öflug- an þátt í því, Mýrasystkin. Þau áttu þess bæði kost að afla sér góðrar uppfræðslu, Jón var í Flensborgarskóla og búnaðar- skólanum á Hólum í Hjaltadal, og Guðrún í Núpsskóla og síðan Kvennaskólanum í Reykjavík, Á þessum árum var bjart yfir Mýr- um og miklar vonir bundnar við framtíðina þar. En haustið 1914 druklcnaði Jón Friðriksson og einnig fósturbróðir hans, mikill efnismaður og þeim Mýrasystkin- um samrýmdum. Hann hét Hall- dór Bjarni, sonur hjónanna Jóns Gunnarssonar og Guðrú lar Hall- dórsdóttur, sem áratugum saman áttu heima á Mýrum. Ég minnist þéss dags, þegar þeir fóstbræð- ur drukknuðu og fréttin barst með símanum. Það var kalt í lofti, fjöll orðin hvít, rosaský yf- ir norðurfjöllum og vörpuðu skugga yfir Mýrar, og það var þungt og ógnandi svarrhljóð haf- öldunnar, sem valt inn fjörðinn og byltist að fjörum. Allir, sem til þekktu, hörmuðu fráfall þeirra Mýramanna, en sár- ast svarf harmurinn að foreldr- um og systrum hinna látnu. Guð- rún er í senn viðkvæm og stór- brotin í lund, og það hafði verið með afbrigðum kært með henni og Jóni — og Halldóri hafði hún einnig unnað sem góðum bróður. Hið hörmulega slys hafði og djúp áhrif á skap hennar, mótun og viðhorf. Árið 1922 giftist Guðrún Carli Ryden, sem um áratugi hefur starfrækt fyrirtækið Rydens- kaffi. Ryden var þá starfsmaður hjá Bræðrunum Proppé á Þing- eyri. Brúðkaup Carls og Guð- rúnar var haldið að Mýrum af fornri rausn og einstæðum mynd- arskap. Næstu sex árin áttu þau hjónin heima á Þingeyri, en fluttust síðan til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan, lengst á Eiríksgötu 29. Til þeirra fluttist Friðrik Bjarnason, þá er hann hætti búskap á Mýrum, en hann lézt haustið 1937. Guðrún er kona myndarleg í sjón og mikillar gerðar. Hún er skapstór og tilfinningaheit eins og hún á kyn til, og hún er ekki hálf eða veil í afstöðu sinni til þess, sem henni þykir nokkurs um vert, en ekki fer sú afstaða síður eftir siðferðilegum og sannannlegum viðhorfum, heldur en eftir þeim stefnum, sem uupi eru þennan eða hinn dintinn og skipta mönnum í illvígar fylk- ingar. Hún er hjartahlý og má ekkert aumt sjá án þess að vilja þar úr bæta, hún er risnukona með afbrigðum og svo rausnar- leg, þegar góða veizlu gera skal eða leggja til þeirra mála, sem henni þykja verð stuðnings, að fáa getur slíka. Hún er ættrækin mjög og ættfróð, ann átthögum sínum og er trygg æskuvinum og sveitungum, og þjóðrækin er hún með ágætum, enda var fað- ir hennar landvarnar- og sjálf- stæðismaður. Góðviljuð er hún og góðfús, leggur þeim gjarnan lið í orði, sem lastaðir eru, jafn- vel þó að því fari víðs fjarri, að hún eigi með þeim nokkra sam- leið. Hún dæmir í rauninni aidrei hart, nema helzt ef um er að ræða meingerðarmenn þess, sem henni er heilagt. Hún er heit trú- kona og trúir svo sem henni var kennt í bernsku, sér engan fær- an milliveg milli eindreginnar barnatrúar sinnar og hálfvelgju eða jafnvel trúleysis. Hún er sér- lega kirkjurækin og hefur dá- læti á klerkum, sem þjónum kristninnar og vörðum mannúð- ar og menningar með þessari þjóð, bæði fyrr og síðar. Hún hefur lengi starfað í kristniboðs- félagi og í kvenfélagi Hailgríms- kirkju frá því að það var stofn- Framh. á bls. 12 Fyrir miðnætti 20. júií. Mynd þessi er tekin í Genf skömmu fyrir miðnætti 20. júlí, þegar samkomulag hafði náðst um vopnahléssamninga í Indó-Kína. Fulltrúarnir ganga úr fundarsal. Til hægri er Mendes-France. Hann lítur á klukkuna og sér að hann hefur staðið við loforð sitt. Vinsíra megin er Phan Ðong utanríkisráðherra Vietminh. Honn hefur ileiri dýralíf á som- vizku sinni en nokkur uinir JANÚARMORGUN nokkurn ár- ið 1952 var frönskum lækni að nafni Armand Delille, afhentur lítill böggull á pósthúsinu, sem hann var vanur að skipta við. Aldrei hefur nokkur póstböggull fyrr né síðar orsakað jafn mikinn dauða og eyðileggingu i ríki dýr- anna eins og þessi. Dr. Delille bjó á herragarði í grennd við Chartres. Þar lifði hann rólegu og hamingjusömu lífi. Hann elskaði blóm og jurtir og hafði mikla ánægju af að hlúa að þeim. En hann átti einn erki- óvin, sem hann hataði af öllu hjarta. Það voru kanínurnar, sem á hverju vori eyðilögðu fyrir honum heilmikið af ungum gróðri í matjurtagarðinum, rifu niður skrautblóm og nörtuðu í hálfþroskaða ávextina á trjánum. Og hann ákvað að hefna sín eftir- minnilega. « HINN ÓGURLEGI DAUÐI Doktor Delille hafði lesið að áströlsk yfirvöld hefðu gert her- ferð á hendur kanínunum þar sem þær voru uppivöðslusamast- ar þar í álíu, með því að smita þær af sjúkdóm sem nefnist myxomatosis, sem er svo bráður að á tæpu einu ári var hér um bil öllum kanínum útrýmt í allri álfunni. Dr. Delille komst að því að hægt var að fá myxomat í Sviss. Hann skrifaði þegar í stað eftir meðali þessu, og skömmu seinna fékk hann sendinguna. — Hann lagði gildrur á landareign sinni og fékk í þær nokkrar kanínur. Hann sprautaði i myxomat inn í slagæðar kanín- ! anna og sleppti þeim síðan aftur. Seinna meir hélt læknirinn því fram, að það eitt hefði vakað fyrir sér, að útrýma kaníunum á landareign sinni. En það sem hann raunverulega gerði, með þessu tiltæki sínu, var að kveða upp dauðadóm yfir öllum kanín- um í Frakklandi, já, ef til vill í allri Evrópu. JAFNT RÍKIR SEM FÁTÆKIR HÖFÐU TEKJUR AF KANÍNUNUM | Kaninurnar hafa allt frá önd- ■ verðu haft mikla þýðingu fyrir | Frakka. Á hverju ári hafa um * tvær milljónir landsmanna greitt ítenn æflai að íífrýma kanínmm á EandarGÍgn siciEii en ekki í öllu landinu og elv. í ailri Evrópu um 50 kr. hver til þess að fá leyfi til þess að reka kanínubú. Enginn þykist of góður til þess að hagnýta sér ekki þann auð sem kanínurnar gefa í aðra hönd. Forseti Frakklands hefur stund- að kanínuveiðar á sumarsetri sínu við Raumbouillet og það sama gera fátækir bændur á ökrum sínum. Á hverju ári eru lagðar að velli á slíkan hátt um 20 milljón kanínur, og það er gott búsíiag fyrir alþýðufólkið. Þó eru tömdu kanínurnar ennþá mikiivægari en þær villtu fyrir afkomu fólksins. í sveitum landsins stundar svo að segja hver einasti bóndi kanínu- rækt. Fóðrið handa þeim kostar mjög lítið, aðeins venjulegt gras og eitthvað smávegis af græn- meti. Það er algeng sjón í Frakk- landi að sjá börn og gamalt fólk með heyvisk í fanginu handa kanínunum. Dýrunum er slátrað 6—8 mánaða gömlum og hvert um sig vegur þá að meðaltali 4 kíló. ERAUÐKISTA LANDSINS í síðustu styrjöld var það mik- ið að þakka kanínunum, að fólk- ið í Frakklandi þurfti ekki að liða hungursneyð eins og fjöldi annarra þjóða. Þrátt fyrir hinn mikla fjölda þýzkra hermanna, sem dvöldu í Frakklandi yfir stríðsárin, fengu landsmenn þó nærri því einir að sitja að þess- ari lífsbjörg sinni, þar sem Þjóð- verjum hefur aldrei verið mikið gefið um kanínukjöt til matar. Þeir kusu heldur kjöt annarra húsdýra, og voru stórtækir á það. Á þessum árum borðaði fátækt fólk í Frakklandi næstum ein- göngu kanínukjöt, og lengi eftir að stríðinu lauk. En að meðaltali var slátrað í Frakklandi á styrj- aldarárunum um 85 milljónum af tömdum kanínum á ári. Þá voru skinnin einnig í talsverðu verði. Á hverju ári áður en hinn mikli kanínudauði geisaði, voru flutt út úr landinu 33 milljónir kanínuskinna. ÞJÁNINGARFULLUR DAUÐI Það voru auðvitað fleiri en dr. Delille, sem höfðu horn í síðu kanínanna. Þær gerðu bændum ýmsar skráveifur, með. því að naga grænmeti og í skógunum voru nýgræðingar trjánna í bráðri hættu vegna þeirra. En yfirleitt eru Frakkar sammála um það að kanínurnar hafi gert meiri not en skaða. Það sem skeði þegar Delille hafði sleppt hinum sýktu kanínum lausum var þetta. Nokkrum dögum seinna byrjuðu augnalok þeirra og nasaholur að bólgna, síðan hljóp allur líkami þeirra í þrymla og kýli. Kanín- urnar urðu máttlausar og gátu ekki hoppað, seinna urðu þær blindar. Eftir um það bil 6 daga voru þær dauðar. Sjúkdómurinn var bráðsmitandi og hverri kan- ínu sem kom í námunda við hin- ar sýktu var bróður bani búinn. Ekki þurfti annað til en þær nög- uðu gras þar sem hinar sýktu höfðu átt leið um, og jafnvel mýbit og skordýr voru einna hættulegustu sýklaberarnir. EINS OG ELDUR í SINU 99% af þeim kanínum sem smit ast af sjúkdómnum eru dauðan- um ofurseldar. Sjúkdómurinn er svo bráður að hann breiðist út eins og eldur í sinu. í Ástralíu gjöreyddi hann 90% af kanínu- stofninum á tveim árum, og það sama virðist nú vera að eiga sér stað í Frakklandi. Það var í jan,- úar 1952, sem dr. Delille sýkti kaninurnar og nú er plágan um það bil að ná hámarki sínu. Veik- in breiðist ekki eins ört út að vetrinum, eins og þegar heitt er í veðri, en samt sem áður hjó hún það djúp skörð í kanínustofninn þann fyrsta vetur að engin kan- ína sást um vorið í nágrenni við búgarð Delille. BÆNDURNIR VORU í VITORÐI MED DR. DELILLE Nokkrir bændur í nágrenni við dr. Ðelille voru svo skammsýnir að þeir fóru á veiðar eftir sýkt- Framh á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.