Morgunblaðið - 31.07.1954, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 31. júlí 1954
AKUREVRARBREF
AUÐVITAÐ er það síldin, sem
mest er talag um núna manna
á meðal. Hefurðu frétt nokkuð í
morgun? Nokkuð heyrt um síld
í dag? Þeir voru víst að fá hana
í nótt, veistu nokkuð hvað mikið?
Þannig ganga spurningarnar þeg-
ar menn hittast á förnum vegi, og
meira að segja þó að menn hitt-
ist ékki. Menn kalla þetta hver
til annars á löngu færi, oft yfir
þvera götuna.
Og nú er bræla á miðunum.
Engin síid í dag. Já, svona geng-
ur það. Það er sannkallaður happ-
drættisfisku þessi síld. Einn seg-
ir að það sé síldarlegt í sumar,
en annar segir að ómögulegt sé
að segja hvernig þetta fari og
líklega er það það eina, sem
hægt er að segja með fullri vissu
um síldina í sumar. En samt sém
áður eru skipin komin tugum
saman á miðin og mörg hafa
fengið „slatta“. Við verðum bara
jað vona ag þau fái sem flesta
„slattana“.
Kvenfólkið fer í stórhópum á
síldarsöltunarstöðvarnar. Það er
eitt af æfintýrum sumarsins að
fara í síld. Sumir atvinnurek-
endur, sem þurfa að hafa kven-
fólk í þjónustu sinni, eru komnir
í hreinustu vandræði. Síldin hef-
ir lokkað frá þeim alla starfs-
krafta þeirra. Þag liggur við að
það sé sama þótt þeir bjóði ráð-
herralaun. Æfintýrin á síldar-
planinu eru miklu meira metin.
EKKI ÍSLANDSSÍLD
Ég heyrði á tal tveggja síldar-
skipstjóra hér á dögunum. Annar
var af eldri kynslóðinni og hætt-
ur fyrir nokkru að fara á síld,
en hinn var skipstjóri á norsku
síldveiðiskipi, sem hingað kom
til bæjarins. Þeir ræddu auðvitað
um síldina. Töldu þeir að síldin,
sem nú hefir veiðzt við Norð-
austur-landið, væri ekki hin rétta
Íslandssíld, eins og hún gerðist
hér áður fyrr. Norski skipstjór-
inn sagðist hafa fengið 300 tunn-
ur í kasti hérna um daginn, en
af því gat hann ekki notað til
söltunar nema 145 tunnur, hinu
varð hann að henda í sjóinn. En
sem kunnugt er, salta Norðmenn
um borð í skipum sínum. Þeim
skipstjórunum kom saman um að
hér væri um að ræða samskonar
síld og veiðist við Skotland og
Færeyjar, en ekki hina raun-
verulegu Íslandssíld, eða Norður-
landssíld.
LÉLEG HEYSKAPARTÍÐ
Sumarið kom að þessu sinni
óvenju snemma og byrjaði mjög
vel. Grasspretta hefir verið með
ágætum, og sumarið í þeim efn-
um langt yfir meðallag. En hey-
skapartíðin hérna á Norðurlandi
hefir verið fremur stirð til þessa,
nema rétt fyrst. Júlímánuður hef
ir verið misviðrasamur. Hey hafa
þó ekki hrakizt til stórskemmda.
Sumir byrjuðu að slá snemma í
júnímánuði og það var til að
búið væri með fyrrislátt túna um
mánaðarmótin júní—júlí. En
þetta var aðeins þar sem bænd-
ur hafa súgþurrkun. Það hefir
oftast verið hægt að taka heyið
vel grasþurrt og hálfþurrt inn í
hlöðurnar og síðan hefir blásar-
inn lokið vig þurrkunina. En
hinir, sem ekki hafa súgþurrkun-
ina og litlar votheysgeymslur,
hafa átt í meiri erfiðleikum, sér-
staklega þeir, sem einhverra
hluta vegna gátu ekki byrjað
snemma að slá.
Þetta sýnir að enn þarf mikið
að gera til þess að fullkomna að-
stöðu baenda til heyverkunar.
Það vantar enn mikið á að allir
hafi getað aflað sér þeirra ný-
tízku tækja, sem þörf er til þess
að hægt sé að reka sem hag-
kvæmastan búskap. Vissulega
eru þessi tæki dýr og sjálfsagt
nálægt því að vera fjárhagsleg
ofraun mörgum bóndanum, sem
hefir orðið að gera svo mikið á
Happdrættisfiskurinn — Kona fyrirfinnst engin — Ekki Íslandssí'd —
Léleg heyskapartíð — Hin mikla þörf framhaldandi nýsköpunar — Á
heilbrigðri skemmtun í sveit — Tryggingin í höndum almennings —
Fremmri-Kotum verður að halda í byggð
Pokahlaup á héraðsmóti ungmennafélaga í Eyjaf-rði. — Ljósm. V. Guðm.
svo skömmum tíma. En þessi
nýju tæki eru fljót að borga sig,
þegar aðstæður frá náttúrunnar
hendi eru óhagstæðastar svo sem
t. d. heyskapartíðin nú síðasta
mánuð.
MILLJÓNATAP
Því verður ekki á móti mælt,
þótt nýsköpun atvinnuveganna
hafi verið bæði hröð og stórstíg
á undanförnum árum, að enn eru
gifurleg verkefni óleyst á þessu
sviði. Og ef til vill hefir aldrei
verið þörf hraðari nýsköpunar en
einmitt nú, til þess að fullkomin
nýting verði þeirra dýrmætu
tækja og þeirra miklu verklegu
framkvæmda, sem þegar hafa
verið unnar.
Það er t. d. enginn vafi á því,
að þáð mun vera hægt a® sanna
það tölulega, að við verðum ár-
lega fyrir milljónatjóni af því að
ekki er hægt að hagnýta fisk
þann er hér berst á land svo
sem skyldi. Okkur vantar hrað-
frystihús og fiskþurrkunarhús og
okkur vantar hafnarmannvirki.
Þannig mætti lengi telja. Og okk-
ur vantar vélar til landbúnaðar-
ins, rafmagn, vélar og byggingar
fyrir iðnaðinn, skip til flutninga
o. s. frv. Og auðvitað stafar þetta
af skorti á aflgjafa þeirra hluta,
sem gera skal, peningunum. Alls-
staðar vantar peninga og alla
vantar peninga. Og ekki verður
því neitað að: stundum er þeim
misviturlega ráðstafað.
En við verðum að bera .traust
til þeirra manna, sem með stjórn
þessara mála fara. Hið eilífa nag,
rógur og metingur um heiffur og
lof fyrir unnin afrek er ekki til
þess fallinn að leysa þann vanda,
sem við er að stríða. Grundvöllur
þess að einhver geti leyst starf
sitt vel af hendi, er að hann hafi
traust þess er hann vinnur verkið
fyrir og að hann hafi friff til þess
að leysa verkefni sitt. Þe>- sem
fara með æðstu stjórn efnahags-
og atvinnumála þjóðarinnar eru
þarna engin undantekning.
Á IIÁTÍÐ UNGMENNAFÉLAGA
Um og laust fyrir síðustu alda-
mót, þegar íslenzka þjóðin tók
aftur að roðna í vöngum og þlómi
heilbrigðis og sjálfstæðis fór aft-
ur að sjást á yfirliti hennar, leit
ungmennafélagsskapurinn í
fyrsta sinni dagsins ljós. Félags-
þroski fæddist með æsku þessa
lands. Eftir margra alda niður-
lægingu og kúgun fann æskan að
hún gat og mátti fleira en þræla
þrautpínd fyrir vesölu lífsviður-
væri.
Lengi var ungmennafélags-
skapurinn eini félagsskapur æsk-
unnar í landinu. En brátt fjölgaði
félögum æskunnar og nú er svo
komið að vart verður tölu á þau
komið. Hin síðari ár hafa því ung
mennafélögin þokað í skuggann
fyrir öðrum meira áþerandi fé-
lögum, og er þar fyrst að nefna
hin fjölmörgu íþróttafélög, sem
að einum þræði yfirtóku starf
ungmennafélaganna.
Það var því nokkur viðburður
að vera staddur á héraðsmóti
nokkurra ungmennafélag'a hér í
Eyjafirði. Félögin voru fjögur
talsins og voru öll innan presta-
kalla eins sóknarprests, séra Sig-
urðar Stefánssonar á Möðruvöll-
um í Hörgárdal. Voru þetta ung-
mennafélögin í Glæsibæjar-,
Arnarnes-, Skriðu- og Öxnadals-
hreppum. Mót þetta var haldið,
þar sem skerast Hörgárdalur og
Öxnadalur, sumpart að Bægisá
og sumpart að Melum í Skriðu-
hreppi- í hinu ný-viðbyggða fé-
lagsheimili þeirra Hörgdælinga.
Hófst það með guðsþjónustu í
Bægisárkirkju. Síðan voru þreytt
ar íþróttir á túninu á Syðri-Bæg-
isá og loks var sameiginleg kaffi-
drykkja og dans að Melum.
Það er fagur siður, þar sem
æskufólk kemur saman til leiks
og mannfagnaðar að hann hefj-
ist með kirkjugöngu þar sem
hlítt er guðsþjónustu. Einmitt
það er mönnum áminning um að
þreyta drengilegan leik, en því
miður vill það stundum bregða
við, að hin harða keppni leiði
menn út fyrir takmörk þess, sem
nefnt er drengilegur leikur.
Ekkert slíkt sást á Bægisár-
túninu, enda var þar ekki keppt
til þess að slá nein met. Það voru
hraustir ög heilbrigðir sveita-
drengir, útiteknir og veðurbarð-
ir, þjálfaðir í striti búverkanna,
sem þarna háðu keppni. Vitan-
lega kepptu þeir til þess að sigra
hver um sig, en ánægja þeirra
sem biðu lægri hlut var ekki að
sjá neitt minni en hinna, er
fóru með sigur af hólmi. Þarna
háðu menn knattspyrnu, reiptog,
tunnuboðhlaup og pokahlaup,
iþróttir, sem ekki eru til á meta-
skrám íþróttafrömuðanna. Síðan
var haldið heim að Melum og
sezt að krásum hlöðnu kaffiborði,
þar sem étið var og drukkið af
hjartans lyst, ræður fluttar og
sungið milli kaffibollanna og að
síðustu þveittust menn og sveitt-
ust í dunandi dansi. Það var fög-
ur og sönn gleffi, sem einkenndi
þetta skemmtanahald unga fólks
ins. Þar ríkti hirspursleysi og
heilbrigð kátína, þar sem-æsku-
fjörið var eini aflgjafinn.
HJÁLPARSTARFSEMI
ALMENNINGS
Það ber vott um rikan skiln-
ing og samúð alls þofra fólks,
hve oft gengur vel fjársöfnun til
þeirra, sem hart hafa orðið úti
af slysum, eldsvoðum og náttúru-
hamförum. í mörgum tilfellum
verða raunir þessa óhamingju-
sama fólks aðeins að litlu bættar
með fégjöfum. Ástvinamissi fær(
aðeins læknishendi tímans grætt.
En það fer oft saman er menn
missa ástvini sína og hin verald-
legu verðmæti. Þá er eina bóta-
greiðslan, sem þetta fólk hlýtur,
samskotafé samúðarfulls almenn
ings.
Mér kemur þetta í hug vegna
þess að með tiltölulega skömmu
millibili hafa slys og eyðilegging
af völdum náttúruhamfara herj-
að tvö sveitabýli hér norðan
lands. Annað var þegar eldur
eyddi bæinn að Sandhólum í
Eyjafirði og varð þremur dætr-
um hjónanna þar að bana og hitt
var þegar skriðurnar í Norður-
árdal í Skagafirði eyðilögðu að
mestu jörðina að Fremri-Kotum.
Það mun þegar hafa safnazt nokk
urt fé til handa Sandhólafólkinu,
þótt það að sönnu bæti aðeins að
litlu einu þann sorglega missi
er það fólk varð fyrir.
ALMENNINGSÞÖRF AÐ
KOTUM SÉ HALDIÐ í BYGGÐ
Fyrir skömmu er svo hafin,
söfnun handa fólkinu að Kotum.
Svo sem kunnugt er, eru Fremri-
Kot afskekkt jörð. Ræktanlegt
undirlendi var lítið, og jörðin að
öðru leyti grýtt og brött fjalls-
hlíð. Nú hafa skriðurnar lagst
yfir svo til allt þetta litla ræk|-
aða og ræktanlega land. Lífstarf
bóndans er í einu vettvangi
þurrkað út og framtíðarmögu-
leikarnir gereyddir. Eftir stendúr
íbúðarhúsið í miðri urðinni. Það
mun ekki hafa verið kannað
hvort mogulegt er að ryðja burt
aurnum og gr'jótinu af túninu og
því landi, sem búi& hafði verið
undir ræktun. En þó að það væri
hægt er það víst að stórfé þarf
til þess að vinna það verk. Ég er
þess fullviss að enginn skattgreið
andi þessa lands myndi fárast
út af því þótt hið opinbera legði
fram nokkurt fé til þessa verks,
ef framkvæmanlegt reynist. Þýí
auk þess að bæta bóndanum það
gífurlega tjón, sem hann hefir
orðið fyrir, er það almennings-
þörf að einmitt þessu býli sé
haldið í byggð. Þess er skemmst
að minnast er bílslysið varð í
Giljareit á Öxnadalsheiði og
annar hinna ungu manna, er
hrapaði í gilið, komst við illan
leik niður að Fremri-Kotum og
gat þannig orðið sér og félaga
sínum til bjargar. Það er mjög
vafasamt að maðurinn hefði haft
sig norður í Bakkasel, því að
þangað er mun lengri leið, jafn
illa og hann var á sig kominn.
Ekki er líklegt að undrast hefði
verið um mennina fyi’r en næsta
dag, er þeir komu ekki fram í
Reykjavík og á þessum tíma átti
enginn bíll erindi yfir heiðina í
nærfellt sólarhring eftir að þeir
félagar fóru þar um. Það eru því
miklar líkur til þess að báðir
þessir menn hefðu látið lífið ef
Fremri-Kot hefðu verið í eyði.
Enn er svo ógetið gestrisninnar
á Fremri-Kotum, þegar menn eru
í erfiðum vetrarferðum að berj-
ast yfir Öxnadalsheiði.
Að þessu athuguðu má mönn-
um ljóst vera, hve mikil þörf er
að því að Fremri-Kot séu byggð
áfram, ef þess er nokkur kostur.
Vignir.
POTAX
SÚPUKRAFTUR - SÚPUTENINGAR
Ml)) HmFwa i Olse^ %CliM
Sími 1—2—3—4
x&l Svejnéáorf
verkfrceðingur cand.polyt. f(ársnesbraut 22 simi 2290
/V[tá4l^</aJj2Íkn.LrigaA ^ÓArxitiáJaúriqaA ÚtboÓóHjóinqaA
uMkjjAxEÁinquA i. bqqquhqauEAk|yLGi6ú
Frá Laugarvatni
Gistihúsið á Laugarvatni verður ekki starf-
rækt í sumar.
Óheimilt er að tjalda í Laugarvatnslandi
án leyfis.
Fólki undir áhrifum áfengis er stranglega
bannað að dvelja á Laugarvatni.
Bjaini Bjarnason