Morgunblaðið - 06.08.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.08.1954, Blaðsíða 6
6 MORGVN BLAÐIÐ Föstudagur 6. ágúst 1954 Fuglafræðingur og skóg Sr. Sigurður Eiðiarsson: ræktarmaður í heimsókn Scgja st'.íllega frá dvöl ristni ttér HÉR á landi hafa um nokkurt skeið dvalizt tveir Bandaríkja- menn. Er annar þeirra prófesor við háskólann í Michigan, dr. Dow Baxter að nafni, prófesor í plöntu- fræði við háskólann, og hinn er tmgur maður, fuglafræðingur, Richard Zusi að nafni. — Hann Baxter. tbýr sig nú undir að semja doktors- ritgei'ð. Hann kvaðst vera hingað ikominn af alþjóðlegum fundi plöntu- og skógarfræðinga, sem íhaldinn var í París. — Maðurinn, sem vakti athygli mína á Islandi, var Fairfield Osbome, höfundur íbókarinnar Heimur á heljarþröm. — Þá bók íslenzkaði Hákon skóg- ræktarstjóri Bjarnason. — Fór Osborne miklum viðurkenningar- orðum um Hákon við próf. Baxter og taldi hann í tölu fremstu skóg- ræktarmanna. Hér hefur hann kynnt sér skógræktarmálin og til- raunir Islendinga til þess að koma upp nytjaskógi í landinu. GÓÐIR KUNNÁTTUME'NN Kvað hann Skógrækt ríkisins hafa unnið hreinasta þrekvirki á þessu sviði. Þekking íslenzkra skógræktarmanna væri mjög mikil og góð. — Sem dæmi nefndi hann frætekjuna í Alaska, þar sem trén vaxa við svipuð skilyrði og hér. — Þá þótti honum skjólbeltin fyrir nytjaskóginn sýna þekkingu á þessum málum hér. — Með skjól- beltunum ættuð þið að geta komið upp nytjaskógi á nokkrum áratug- um. Þið ættuð sjálfir að geta fram- leitt allan þann við, sem þarf til girðinga í sveitum landsins, sagði hann. FRÓÐLEGT AÐ KOMA í STÖÐVARNAR Prófessor Baxter hefur ferðast milli skógræktarstöðvanna í land- inu og kvað þær vera hverri ann- arri betri og fróðlegri að heim- sækja. Þar er unnið markvíst að vísindalegum athugunum á því, hvernig landnemunum vestan frá Alaska eða öðrum löndum vegnar í moldu hér. Þá hafði hann orð á því, að sér þætti merkilegt, hve kynbótum á sviði trjáræktunar virtist miða vel áfram. Evrópa í septemhersól Einhleypur, miðaldra iðn- aðarmaður óskar eftir HlERBERGB sem næst miðbænum. Tilboð, merkt: „Strax — 271“, legg- ist á afgreiðslu Morgunbl. 3—-4 herbergja ÍBÚÐ óskast til leigu 1. sept. eða síðar. Fyrirframgreiðsla. — ; Tilboð, merkt: „Ibúð - 268“, sendist afgr. blaðsins fyrir 8. þ. m. Peircirsgalás! 200 þús. til 300 þús. kr. lán óskast í 2 ár, Góð trygging í fasteigr.um, Tilboð sendist á afgr. Mbl. fyrir hádegi , laugardag, merkt: „Þag- mælska — 267“. Hafrícu*f|érdi?r Mig vantar 2 til 3 herbergi og eldhús sem allra fyrst. Upplýsingar í síma 4939. PENINGALAKf 60 þúsund kr. lán óskast gegn I. veðrétti í íbúðarhúsi á einum bezta stað í Kéfia- vík. Tilboð leggist inn á af- greiðslu Mbl. fyrir hádegi á laugardag, merkt: „K. N. — 270“. , BEZT AÐ AUGLfSA £ ‘ / MORGUISBLAÐINU T R. Zusi. Mjög rómaði hann alla fyrir- greiðslu starfsmanna Skógræktar- innar. -- Hér hefur prófessorinn einnig kynnt.sér sjúkdóma í trjám, en það er sérgrein hans, — Taldi hann sig hafa fundið þrjár skað- legar sveppategundir. Myndi hann senda Skógræktinni skýrslur um það, er hann kæmi heim. En það var skoðun hans, að væntanlegum skógum landsins myndi ekki stafa hætta af sveppum eða annarri sýkingu, þar eð aðfluttu trén vaxa upp af fræi. KYNNTI SÉR EINKUM ITETTUMÁFINN Fnglafræðingurinn Richard Zusi kvaðst hér hafa notið mikillar og góðrar hjálpar Finns Guðmunds- sonar. Hefur Zusi m. a. brugðið sér norður að Mývatni og út í Vestmannaeyjar. Um nokkra hríð var hann úti í litlum grasi grónum hólma undan landi Korpúlfsstaða. Þar verpir hettumáfurinn. — Kvaðst Richard Zusi hafa reynt að kynna sér lifnaðarháttu hans þar og annað í sambandi við dokt- j orsritgerð í fuglafræði um hettu- . mávinn, sem hann vinnur að und- irbúningi að. Fuglalífið almenpt í landinu kynnti hann sér að sjálf- sögðu. Hann kvaðst vilja nota tækifær- ið til þess að vekja athygli al- mennings á hinu frábæ*-a fugla- safni Kristjáns Geirmundssonar á Akureyri. — Það vrari leitt til þess að vita, ef Akureyringar ekki nota sér þetta safn Kristjáns. Fugla- safn þetta er ómctanlegt, og ættu Aureyringar að forða því frá glötun og evðileggingu, sagði hann. Þeir félagar eru nú á förum heim. — Báðu þeir Morgunblaðið I fyrir kveðjur til þeirra fjölmörgu, sem á einn eða annan hátt hefðu greitt götu þeirra hér. 1 ETTA er í sjálfu sér ekki ann- að en dauð runa af nöfnum úr landafræðinni. Og þó fer það eftir því, í hvaða sambandi þau ber manni fyrir augu. Þegar ég las þau á dögunum í sambandi við fyrirhugað ferðalag Ferða- skrifstofu ríkisins um Evrópu, sem ráðgert er að hefjist frá Reykjavík 4. sept. n.k., þá tóku sýnir og minningar að rísa upp í huga mínum, sumar ógieyman- legar og óendanlega fagrai, aðrar fróðlegar og lærdómsríkar Og ég fór að hugsa um það, að septem- ber er skemmtilegasti ferðamán- uðurinn í Evrópu, hitinn ekki lengur til baga, fegurð náttúr- unnar aldrei auðugri og tilbreyt- ingaríkari í litum lofts, skóga og fjalla, og hið iðandi, alþjóðlega líf á hinum miklu ferðamanna- leiðum aldrei fjörugra né bland- aðra. Evrópa í septembersól er Evrópa í sparifötunum. Og ég fór að huga um það, hvað þeir ættu gott, sem án þess að taka verulega nærri sér, gætu tekið þessar rúmar sex þúsund krón- ur, sem ferðin kostar alla leið frá Reykjavík og heim aftur, og veitt sér tuttugu og sex ógleym- anlega síðsumardaga, áður en veturinn leggst að á Islandi. Ég hefi verið að virða fyrir mér þessa ferðaáætlun Ferða- skrifstofu ríkisins, og gera mér grein fyrir, hvað hún hefur uppá að bjóða. Ég sleppi siglingunni með m/s Gullfossi til Edinborg- ar og Kaupmannahafnar og dvöl- inni í Kaupmannahöfn. Þetta er orðið okkur íslendingum svo skemmtilega gamalkunr.ugt. — Og þó er svona sjóferð dæma- laust góð hressing frá hversdags- arginu. Og engum, sem dvalið hefir í Kaupmannahöfn, getur dulizt, að hún er einn þekkiieg- asti bærinn í norðanverðri Evrópu, ekki stórfengleg, en vinaleg og notaleg og skemmti- lega glaðvær. Frá Kaupmannahöfn verður ekið í stórum, traustum lang- ferðabíl, sem nú um skeið verð- ur annað heimili ferðafólksins. Ekið suður Sjáland og Falstur, ferja til Grossenbrode og síðan ekið um Lubeck til Hamborgar. Liibeck er afar einkenniieg borg með allar sínar kirkjur og sína gömlu, fögru turna. Hamborg er og verður senni- lega alltaf eir þýðingarmesta borgin á nor r+rönd megin- W-. *?-■ Neuschwansteinkastalinn. landsins, viðskiptadrottningin við hina rpiklu Saxelfi. Hún er nú óðum að rísa úr rústunum, er aftur að fá sinn annríka stór- borgarbrag, og ná sinni gömlu giaðværð. Þegar ég fór frá Ham- borg 1950, var ég undrandi yíir því, hvað búið var að endurreisa þar á fimm árum. Frá Hamborg er ráðgert að fara um Westfalen til Dusseldorf. Þá er komið í hjartastað náma- og þungaiðnaðarins. Viðreisnar- máttur Þýzkalands skilst engum, sem ekki hefur séð „svarta land- ið“, land stáls og kola, háofnana og iðjuverin. Þarna verður dval- izt daglangt og skoðað hið helzta. Þá hefst það, sem ég mundi vilja kalla hinn rómantíska þátt ferðalagsir.s, farið til hinnar fornu nýlenduborgar Rómverja, Köln, með allar sínar gömlu minjar, og suður um Rínardalinn til Heidelberg. Þarna er hver borgin annarri yndislegri með- fram Rín og landslag óviðjafnan- lega fagurt. Farið í gegnum vín- yrkjusvæðin, einmitt á þeim tíma, þegar uppskerunni er að ljúka og glaðværð og hátíðahöld einkenna líf fólksins. „Hast du geliebt am schönen Feneyjar; Gondólar á Stóra-síkinu. í baksýn Ponte Rialto. Rhein, bei Sang und Wein, bei schönen Frauen, dann Bursche stell dein Wandern ein. Die Welt hat schöneres nicht zu schauen.“ Þannig hefur fólkið sungið kyn- slóð eftir kynslóð í uppskerugleði haustdaganna á þessum slóðum. Heidelberg er undrafögur og gamalfræg, þar sem hún teygir sig upp um þrekkurnar upp frá ánni Neckar. Hún slapp við það, sennilega ein allra þýzkra borga, að verða fyrir loftárás í síðasta stríði, geymir allar sínar gömlu menjar. Þar á meðal vínámuna frægu, sem tekur 220 þúsund lítra, háskólann og sínar fögru kirkjur og söfn. Ef ég ætti að rekja þessa fyrir- huguðu leið, eins og mig larigaði, yrði það allt of langt mál. Frá Heidelberg liggur leiðin inn í Sviss um Freiburg og Basel til Luzern. Luzern er miðstöð ferðamannalífsins í Sviss; stend- ur við VierWaldstatter-vatnið, sem af ýmsum er álitið fegurst allra hinna fögru Alpa-vatna. Yfir borginni, sem umgirt er fornum múrum, gnæfir Pílatus, í gegnum hana rennur Reuss- fljótið, og liggja yfir það margar fagrar brýr, sumar reyndar ein- hverjar merkilegustu miðalda- minjar í byggingarlist, eins og t. d. Kappelenbrúcke. Dvölinni í Luzern verður eytt í skemmti- siglingu um Vierwaldstattervatn og til þess að skoða þessa fögru borg og umhverfið. Frá Luzern verður farið um Axenstrasse og St. Gotthardskarð til Lugano, sem liggur á undur- fögrum stað umgirt fjöllum og vötnum. Á næstu grösum eru Como vatnið og Lago Maggiore, S. Salvatore og önnur stórfögur fj.öll gefa allri útsýn hrikalegan tignarsvip, sem þó er mildaður af því, að þarna er komið inn í suðrænan heim. Háalparnir eru að baki og framundan á næstu grösum Ítalía. Þarna er ætlunin að dvelja heilan dag. Frá Lugano verður ekið um hinar fornfrægu borgir Vicenza og Padúa til Feneyja, og dvalizt þar í þrjá daga. Feneyjum er ekki hægt að lýsa í fáum orðum. Menn verða að koma þangað, láta borgina verka á sig með sinni undursamlegu og sérkennilegu fegurð, anda að sér sögu hennar og list. Til þess að komast til Feneyja, sem liggja úti í Adríahafi, verður að aka eftir 5 km. löngum garði, sem er hið stórkostlégasta mann- virki. Svo rís borgin upp úr haf- Framh. ö bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.