Morgunblaðið - 06.08.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.08.1954, Blaðsíða 7
[ Föstudagur 6. ágúst 1954 MORGVNBLAÐIÐ 7 Nýlega var síaddur hér á landi Jóhann Sigurðsson, forstjóri íslenzku Ferðaskrifstofunnar Lundúnum. Kom hann heim þeirra erinda að undirbúa land | kynningarsýningu sem opna á innan skamms í Lundúnum. straumiiui til lundsins Verðlagið er helzti þrándiBr i götu * ÞUSUNDIR FYRIRSPURNA Blaðið náði tali af Jóhanni og spurði hann frétta um starfsemi skrifstofunnar í Englandi og hverjar horfur væru á auknum ferðamannastraumi hingað til lands frá Englandi og brezka samveldinu. — Mér er óhætt áð fullyrða,' sagði Jóhann, að aldrei hefur áhugi í Bretlandi verið jafn mik- ill fyrir íslandsferðum sem ein- mitt nú í sumar. Hafa fyrirspurn- ir um íslandsför og dvölina hér heima skipt þúsundum það sem af er ársins og eru þegar orðn- ar jafnmargar og beint var til okkar síðustu þrjú árin. — Landkynningarstarfsemin hefur nú verið rekin viðstöðu- laust nær frá styrjaldarlokum og er nú svo komið, að ekki skortir ferðamenn a. m. k. frá Bretlands- eyjum, er hingað norður vilja sigla og dveljast í landi miðnæt- ursólarinnar um nokkurt skeið. Ég álít, að nú ríði miklu frekar en fyrr á þvi, að við gerum allt, Sem unnt er til þess að taka vel á móti ferðamönnunum Og ráða málum svo, að þeim verði dvölin sem ódýrust og þó sem skemmti- legust. Má þar til margs taka og mörgu þarf að breyta og bæta úr. Landkynningin hefur þegar borið allmikinn árangur og er því skylda okkar að standa við "gefin fyrirheit um skilyrði til ferðalaga hérlendis, því ella spillum við fyrir þeim ábatasama atvinnuvegi, sem ferðamanna- straumurinn getur ella orðið. ★ 100 PUND í HÁLFAN ; MÁNUÐ Er því kominn sá tími, að neyta verður allra fáða til þess að skápa þau skilyrði innanlands, sem eldri ferðamannaþjóðir hafa fyrir áratugum og hundruðum komið á hjá sér til ábata og hags- mun fyrir iand og þjóð. Segja má, að tvö séu þau höfuð atriði ferðamannamálanna, sem mikilvægást er, að vel séð fyrir. Er það verðlagið á þjónustu og gistihúsaskorturinn. Við höf- um kynnst því í Lundúnum, að margir þeir Englendingar, sem ella myndu gjarnan vilja leggja leið sína til íslands í sumarleyf- inu, hætta við það strax og þeir heyra um' hið háa verðlag hér á landi. Er sannarlega leitt til þess að vita og brýnna úrbóta þörf. Brezki ferðamaðurinn eyðir allt að 100 pundum í hálfs mán- aðar ferð til Islands, að fargjöld- um meðtöldum. Ekki er fyrir það að synja, að þetta er há upp- hæð og flestum alþýðumannin- um ofvaxinn. Hann fer heldur til Parísar, baðstrandanna á suður- strönd Frakklands eða til Ítalíu fyrir meir en helmingi minni upp hæð. En það er eftirtektarvert, að ferðámanninum vex ekki í aug- um að greiða fargjöldin með ís- lenzkum skipum, en þau eru talin mjög lág, héldur er það dvalar- kostnaðurinn. sem úrslitum ræð- ur. Tvö ráð mætti koma fram með til úrbóta. ★ Sérstakt íeröamannagengi. ★ Hópferðir, sem greiddar yrðu niður af ríkinu. ENGINN SVARTUR MARKAÐUR Sjálfsagt virðist, að koma hér á sérstöku ferðamannagengi eins og t. d. Finnar og ítalir hafá í framkvæmd og gefst ágætlega. Það myndi hafa í för með sér, að hingað yrði mun fleiri ferða- mönnum kleift að komast, þeir gætu keypt meira af íslenzkum Rabbað við Jóhann Sigurðsson, forsfjóra Ferðaskrifstofunnar í Lundúnnm. Jóhann Sigurðsson. varningi og dvalið hér lengur fyrir sama fé og ella og gjald- eyristekjur ríkissjóðs hlytu einn- ig óhjákvæmilega að vaxa með fjölgandi heimsóknum. Loks myndu ferðamennirnir fara mun ánægðari heim til sín og hvetja vini og kunningja til íslands- ferðar og eru ekki til betri aug- lýsihgar eða landkynning en ein- mitt slík persónuleg meðmæli. Því hefur verið borið við, að erfitt væri um framkvæmdina á sérstöku ferðamannagengi. Ef- laust gætum við notað okkur reynslu þeirra þjóða, sem þegar háfa tekið það upp með ágætum árangri og ástti engin ókleif hindrun að vera fyrir fram- kvæmdinni. Svo má einnig benda á það, að í rauninni ríkir hér að miklu leyti óopinbert og ólöglegt ferðamannagengi nú þegar. — Flestir ferðamenn komast að því, strax og þeir hafa skipt fyrstu ávísuninni sinni hér í banka, að þe:r geta selt gjaldeyrinn á svört- um markaði fyrir mun hærra verð. Hirða svo braskararnir gróðann og gjaldeyrinn upp frá því. Væri því ekki betra að ríkið ( viðurkenndi viðhorfið eins og, það er í dag, kæmi um leið fyrir ólöglega gjaldeyrisverzl- un og fengi sjálft allan þannj gjaldeyri sem nú er stungið undan? Um það virðist ekkert áhorfs- mál og ætti sérstakt ferðamanna- gengi raunar að hafa komið hér til fyrir löngu. Eg vil loks end- urtaka, að með því er rutt úr vegi stærstu hindruninni fyrir því, að ferðamenn sæki til lands- ins. ★ GISTIHUS OG' SILUNGS- VEIÐI Þá verður e. t. v. þess ekki svo langt að bíða, að þjóðarbúinu bætist nýr og rrhkill tekjuliður, þegar til þess er litið, að tekjur SVisslendinga af ferðamönnúm eru meiri en allar útflutnings- tekjur Svisslands og banderískir ferðamenn koma með meira af Framhlið íslenzku Ferðaskrifstofúnnar í Lundánum í Princes Arcade við Piccadilly. erlendum gjaldeyri inn í Bret- land en allur útflutningur Breta á bifreiðum og viskí nemur, en þessar tvær vörutegundir flytja Bretar helzt út vestur um haf. Varðandi gistihúsin þarf að bæta þau sem fyrir eru og byggja ný hið fyrsta. Sérstaklega mætti vinna meir að því en áður að gera skólahús út um land að vistlegum sumargistihúsum og bæta húsakost skólanna jafnvel nokkuð í þessum tilgangi. Yfirleitt heyrum við ekki kvartanir yfir neinu öðru frá ferðamönnum, er þeir snúa heim aftur að lokínni íslandsdvöl, en verðlaginu. Þjónusta, matur og aðbúð þykir að öðru leyti all góð, enda býzt enginn sanngjarp ferðamaður hér við sömu mót- tökum og t. d. í gömlu ferða- mannalandi svo sem Frakklandi. Eitt atriði er þó mikilvægt, sem nokkur misbrestur hefur og orðið á. Það er laxveiði í íslenzk- um ám. Margir ferðamannanna eru áhugasamir veiðimenn, sér- deilis Bretar, og það er þeirra líl og yndi að fá að renna í góða veiðiá einn eða tvo daga. Hing- að til hefur reynzt mjög erfitt um slík leyfi og er það leitt. — Skipuleggja þyrfti veiðiárnar þannig, að ekki eingöngu íslenzkT ir stangveiðímenn fengju leyfi til þess að veiða í þeim, heldur og þeir ferðamenn, sem hingað koma og hafa yndi af lax- og silr ungsveiði. Hér er ekki eingöngu um Iax- Veiðiárnar að raeða, heldur ekki síður góðar silungsveiði- ár eða vötn, því ekki dregur silungsveiðin síður ferðamenn til fjarlægra Ianda, a. m. k. ekki, ef þeir eru brezkir í húð og hár. — Hvað er um fslandssýning- una í Lundúnum að segja? Hún mun standa frá 11.—24. ágúst og verður hún haldin í sýn ingarsölum hinnar þekktu bóka- verzlunar og útgáfufyrirtækis: Foyles. Einn af forstjórum þess, James Witthaker átti hugmynd- ina að sýningunni og lánar hann sýningarsalinn endurgjaldslaust. Er hann kvæntur islenzkri konu og dvaldist á styrjaldarárunum hér á landi. Fékk hann þá slíkt dálæti á landi og þjóð, að hann er síðan hinn bezti landkynnir og vill öllum íslendingum og ís- lenzku gott gera. Á sýningunni verða ýmsir ís- lenzkir smíðismunir og listamun- ir, leirsmíð og málverk, íslenzk- ar bækur og minjagripir. Þá. verða sýndar íslenzkar kvik- myndir á sýningunni. Fyrir henni standa í sameiningu utanríkis- ráðuneytið og ferðaskrifstofan í Lundúnum og hefi ég á hendi framkvæmd sýningarinnar. Landkynningarstarfsemin er annars helzt fólgin í svörum fyr- irspurna, greinum um land og þjóð í blöðum og tímaritum og hefur m. a. Mr. Harold Champ-- ion ritað mikið um íslenzk efni í brezk blöð undanfarið. Þá hafa og gluggasýningar okkar gefið góða raun og hefúr þeim veriö komið upp í ferðaskrifstofum. víða um Bretland og stærstu. ferðaskrifstofunum í París. — Ég er sannfærður um það, segir Jóhann Sigurðsson að lok- um, að tekjur og gjaldeyrisöflnn frá erlendum ferðamönnum geta orðið drjúgur þáttur í þjóðarbú- skapnum og hinn bezti búbætir. En til þess að svo megi verða þurfa bæði stjórnarvöldin og al mennirfgur að taka höndum saman un að búa svo í haginn, að hingað verði erlendum ferðamönnum Ijúft að sækja og enn ljúfara að korna aftur. SSS. Rselt við Braga Steingrímsson, tff ralæNi. Egilsstöðum, 3. ágúst. BLAÐAMAÐUR Mbl. átfi stutt viðtal við Rraga Steingríinsson, dýralækni hér í kauptúninu og spurði hann frétta af útbreiðslu og lækningatilraunum við garnaveikinni, sem ntjög hefur herjað- á fjárstofn bænda hér Austanlands. FANNST 1937 Það var árið 1937, að Ásgeir Einarsson dýralæknir varð fyrst var við garnaveikisýkilinn og síðan hefur veikin gert mikinn usla og lítt verið lækninga við henni. Mæðiveikin h-fur sem kunnugt er ekki borizt til Aust- urlands og hefur því aldrei fé verið skorið niður í sýsiunum þar. Garnaveikin hefur því verið skæðasti sauðfjársjúkdómurinn þar um slóðir og þótt reynt hafi verið að hefta útbreiðslu veikinn- ar með girðingum, hefur það tek- izt síður en skyldi og er hún nú komin allt suður til Horna- fjarðar. Vildi Ásgeir Einarsson í upp- hafi láta skera niður hið sýkta fé, en því var ekki sinnt og er nú svo komið, að veikin er t. d. í öllum hreppum á Fljótsdals- héraði og á fléstum bæjum. — Hvar gætir veikinnar einna mest? — Eins og þegar er sagt er hún í fjárstofninum um allt Austur- land, en mögnuð er hún m. a. í Hróarstungum, Eiðaþinghá, á Breiðdal og á Fáskrúðsfirði. Má télja, að hún hafi lagzt á um 50% af fjárstofninum, þar sém hennar hefur orðið vart og hefur ástandið víða jafnvel verið svo slæmt, að lambaásetning hefur ,ekki einu sinni dugað til þess að viðhálda stofninum. NÝTT BÓLUEFNI Er nú svo komið, að fjárstofn- inn hefur mjög gengið samun. Áður voru hér sterkir fjárbænd- ur, er áttu um 500 fjár, m. a. á Jökuldal og í Hjaltastaðaþinghá, en nú er svo komið t. d. í Eiða- þinghá, að bændur leggja sumir ekki fleiri en 10 dilka inn tik slátrunar að hausti. — En hvað er að segja iim lækningatilraunir við garnaVeik- inni? — Þær hafa verið mjög árang- urslitlar, þar til fyrir 3—4 árum, að reynt var nýtt bóluefni, sém tilraunastöðin á Keldum fram- leiðir. Eru þá öll lömb bólusétt að haustinu og hefur það haft í för með sér, að færri kindur virðast taka veikina en áður fyrr. Auðvitað er ekki enn hægt að segja um það með neihni vissu hvernig bóluefni þ’etta niuni reynast, þar ‘sem það hefur ekki verið notað nema svo skamman tíma. Hitt er þó Ijóst, að það virðist varna útbreiðslu sjúk- dómsins nokkuð og óhætt er að segja, að bændur virðast almennt bera traust til bóluefnisins og telja það til nokkurra bóta. Aftur á móti hefur því mið- ur boirið meira á því upp á síðkastið, að kindur, sem bólu- settar hafa verið, taka veik- ina þrátt fyrir það. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.