Morgunblaðið - 06.08.1954, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.08.1954, Qupperneq 8
MORGUN BLAÐIÐ Föstudagur 6. ágiist 1954 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. \ UR DAGLEGA LÍFINU í Þeir ganga um í myrkri um miðjan dag ÞAÐ er alkunn staðreynd, að kommúnistar eru í dag áhrifa laus og einangruð klíka í íslenzku þjóðlífi. Við þá vill enginn eiga samvinnu, þeim treystir enginn, og á þá er almennt litið sem kynleg fyrirbrigði í frjálsum menningar þjóðfélögum. En hvað hafast þeir menn þá að, sem þannig er ástatt fyrir í þessu landi? Það er sitt af hverju. Frum- skylda þeirra er að halda uppi áróðri og skrumi í þágu sinnar andlegu fósturjarðar, Sovét- Rússlands. í þeim tilgangi gefa kommúnistar út blað, sem alltaf er fleytifullt af lofgjörðarrollu um „alþýðulýðræðið“ fyrir aust- an járntjaldið, hin góðu lífskjör þar, sætleika rússneskra vína, frjósemi rússneskrar moldar, ágæti rússneskra kartaflna!! Nú skal það engan veginn dregið í efa, að rússneska þjóðin fram- leiði marga góða hluta, og að henni sé margt til lista lagt. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að það er aumt hlutskipti fyrir stjórnmála- flokk á íslandi að helga sig eingöngu gagnrýnislausu skrumi um erlent hernaðar stórveldi, ekki sízt þegar það er staðreynd, sem blasir við ailra augum, að í því ríki hefir persónulegt frelsi verið af- numið og kúgun og ofbeldi leitt í lög. En íslenzkir kommúnistar dunda við ýmislegt fleira í fá- sinni einangrunar sinnar. Þeir hafa heitið sínum austrænu hús- bændum að berjast sífellt gegn hvers konar viðleitni íslenzku þjóðarinnar til þess að tryggja sjálfstæði sitt og öryggi. Fyrir síðustu heimsstyrjöld kröfðust leiðtogar kommúnista á Islandi þess, að íslendingar leituðu vernd ar Bandaríkjanna og tækju þar stór lán til framkvæmda á ís- landi. En þá voru Rússar tiltölu- lega veikir og óttuðust mjög upp- gang nasista. Nú er Rússland sterkt og vofir eins og hrægamm- ur yfir Evrópu. Þá hamast kommúnistar á íslandi gegn því, að íslendingar freisti samvinnu við vestrænar lýðræðisþjóðir um öryggismál sín. Nú telja þeir það einnig höfuð- glæp að nota bandarískt láns- og gjafafé til þess að byggja fyrir raforkuver og stóriðjufyrirtæki hér á landi, enda þótt það hafi í för með sér stóraukið atvinnu- öryggi og fjölþætt lífsþægindi fyrir íslenzkan almenning til sjávar og sveita. Þannig ber allt að sama brunni, athafnir hins einangr- aða og áhrifalausa íslenzka kommúnistaflokks beinast all- ar að þjónustu við Rússa. Enn hafa kommúnistar sér það til dundurs, að láta blað sitt halda uppi ærumeiðandi rógi um flesta þá íslendinga, sem bezt vinna fyrir þjóð sína. Þeir nota hvert tækifæri til þess að flytja upplognar æsifréttir um þing og stjórn. Hártoganir og útúrsnún- ingar er meginviðfangsefni blaðs þeirra. Illgirni og mannhatur skín þar út úr svo að segja hverj- um dálki. Það hlýtur að vera dauflegt starf fyrir blaðamenn kommún- ista að stunda þessa iðju dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Það er held- ur engin furða þótt venjulegt fólk þreytist á slikri málafylgju. Hana skortir alla hugsjónalega undirstöðu. Grundvöllur hennar er fyrst og fremst gagnrýnislaus dýrkun hins rússneska einræðis og sálsýkiskenndur ofsi og hatur gagnvart hinni íslenzku þjóð, sem sífellt verður kommúnism- anum fráhverfari. Einhverjum kann að finnast þetta harður dómur, og víst er hann það. En hver sá, sem les t. d. hin glóru- lausu ofstækisskrif Hofteigs- Bjarna og margra annarra skrif- finna kommúnista, hlýtur að sannfærast um, að hann er réttur. Það er eins og þessir menn gangi í eilífu myrkri um miðj- an dag í sínu eigin landi. Að áliti þeirra, skín sólin aðeins fyrir austan járntjald, þar sem menn eru hengdir eða skotnir fyrir að segja skoðun sína og fylgja henni. f því skipulagi fellst hin æðsta fullkomnun, hið mesta frelsi, að áliti Hof- teigs-Bjarna og sálufélaga harrs!! Fyllsta ástæða er til þess, að íslendingar fyllist meðaumkv- un gagnvart þeim löndum sínum, sem svo herfilega hafa verið blekktir og ginntir. En kommúnistar hafa sjálfir tek- ið sér stöðu utangarðs í ís- lenzku þjóðlífi. Þar syngja 1 þeir hinum „mikla“ Malenkov dýrð og lof. Þar eru þeir ' smám saman að daga uppi, * eins og nátttröll fyrir vaxandi ' skilningi fólksins á hinu menningarf jandsamlega eðli VÍSINDAMENN við háskóla í Pennslyvaníu í USA veltu því lengi fyrir sér, hvernig þeir ættu að fara að því að flæma á brott geysifjölda starra, sem hrjá sumar borgir þar. Eftir langvar- andi athuganir varðandi þetta komust þeir loks niður á gott ráð. Þegar maður heldur starra ann- að hvort á vængjunum eða fót- unum, þá rekur hann upp hroll- vekjandi neyðarvein, sem aðrir starrar óttast svo mjög, að þeir leggja nær undantekningarlaust allir á flótta. Það, sem vísinda- mennirnir gerðu svo, var bara að taka slíkt neyðarvein upp á hljómplötur og siðan spiluðu þeir þær hingað og þangað um borgirnar. I einni smáborg hurfu allir starar nema um 200 stk. eftir IV2 klst. spilamennsku. Þar XJíóLnck — cýömuil ocý ný hafði áætlaður fjöldi þeirra ver- ið 12.000 stk. ★★ NYTT ráð hefur verið fund ■ ið upp til þess að geta sagt fyrir- fram um það, hvort fóstur konu er svein- eða stúlkubarn. Konan er látin væta 1 munnvatni sínu pappírsmiða, sem meðhöndlaður hefurverið á efnafræðilegan hátt. Ef fóstrið er karlkyns, þá á þessi pappírsmiði að taka á 'sig purpuralit, en að öðrum kosti ekki að láta á sjá. — Gamalt VeU aruii áhrifar: heimskommúnismans. Síðasta dæmið SÍÐASTA dæmið um tómstunda- iðju utangarðsflokksins er frétt, sem kommúnistablaðið birtir í gær um að Ismay lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, hafi lagt fast að ‘Ólafi Thors og ríkisstjórninni í heild að slíta viðskiptum við Sovét- ríkin. Auðvitað er hér um hrein- an uppspuna að ræða. Viðskipti íslendinga við aðrar þjóðir eru að sjálfsögðu mál, sem þeir einir taka ákvörun um. Almenningur á Tslandi veit líka, að islenzk stjórnarvöld hafa jafnan lagt áherzlu á að brjóta íslenzkum af- urðum braut, hvar sem þess er kostur. Það hefur aldrei skipt máli, hverskonar stjórnskipulag viðskiptaþjóðirnar hafa búið við. Þessvegna hafa íslendingar ekki síður talið sér hagkvæmt að eiga viðskipti við Rússa en hinar vest- rænu lýðræðisþjóðir. Kjarni viðskiptastefnu okkar er sá, að við viljum skipta við hverja þá þjóð, sem við okkur vill skipta. Við viljum selja af- urðir okkar sem víðast og teljum okkur öryggi í því að vera ekki bundnir við markaði í örfáum löndum. Þessari stefnu munu fsiend- ingar fylgja, hvaða lygasögur, sem utangarðslýðurinn spinnur upp í blaði sínu á hverjum tíma. Rabbað við veitinga- mann. IBRÉFI frá „hálffertugum“ segir: „Velvakandi góður! Ég brá mér eins og fleiri úr bænum yfir verzlunarmanna- helgina og sá og heyrði ýmislegt eins og gerist og gengur á ferða- lögum, ekki sízt á slíkum tylli- dögum, þegar allir keppast við að ferðast og gistihús og veit- ingastaðir við þjóðvegina eru ið- andi af ferðafólki — af öllu tagi, af öllum stéttum. Ég kom á einn slíkan fjölfarinn stað, síðla næt- ur og hlaut þar hvíld og góðan beina. Ég gaf mig á tal við veitinga- manninn og spurði hann frétta: Hvernig hafði verið yfir helg- ina? — hafði verið margt um manninn, hafði fólkið hagað sér sæmilega? — Þetta eru spurning- ar, sem maður er orðinn vanur að spyrja í sambandi við verzl- unarmannahelgina. Erum við orðnir of gamlir. Æ-NEI, svaraði veitingamað- urinn, heldur súr í bragði og leiður — þetta er skelfilega leiðinlegt allt saman, ég skil það ekki. Mér hefur ailtaf þótt vænt um að fá í heimsókn glaðlynt æskufólk, sem hefur sungið kátt og hressilega — þá finnst mér ég verða unglingur í annað sinn. En nú syngur unga fólkið ekki lengur, þar sem það er saman komið, það rekur upp rof, einhver tryllingsleg og ó- kennileg hróp og hví, sem minna einna helzt á frumstæða menn, sem vita ekki hvað siðmenning er. — Nei, hélt veitingamaðurinn áfram, ég var ekki ánægður með unga fólkið sem kom til mín yfir helgina — eða er þetta kannski vegna þess, hvað ég er orðinn gamall sjálfur — að ég fylgist ekki með — eða hvers vegna getur. ekki íslenzkt æsku- fóik, þessi fallega og þróttmikla æska, látið lífsgleði sína og fjör í ljós á hugnanlegri hátt?“ Þetta sagði nú veitingamaður- inn, og mér varð á að spyrja með honum: erum við orðnir of ■ gamlir — eða hvað er það þá? 1 Hálffertugur". Ungur nemur, gamall temur. TOBBI hefur orðið: Það er mikið skrafað og skrifað um umferðina hér í höf- uðborginni, um umferðarreglur — og umferðarslys og víst er um það, að ekki verður ofbrýnt fyrir fólki að gæta varúðar og gætni þar sem þessir hlutir eru annars vegar. Ég skrifa þessar línur annars vegna dálítils atviks, sem ég varð sjónarvottur að hér á dög- unum niðri í Miðbæ, þar sem um- ferðin er skæðust. Kona með lít- inn barnhnokka sér við hönd kom gangandi eftir Pósthússtræt inu — og sú var nú ekki að velta vöngum yfir hlutunum. Hvað varðaði hana . . .? HÚN gat fyrir það fyrsta hreint ekki lagt sig niður við að ganga á gangstéttinni, heldur, sem ekkert væri, utan við járn- grindina — á sjálfri akbrautinni. Svo kom að því, að hún þurfti að komast yfir Austurstrætið. Þá hirti hún auðvitað ekki hið minnsta um hina afmörkuðu gangbraut, gekk meðfram henni og síðan í kyrfilega sveigmynd- aðan skáa yfir götuna. — Hvað varðaði hana um umferðina og bílaþvöguna allt í kring? Ábyrgð mæðra VARAÐU þig nú á bílunum í bænum, mundu að fara aldrei út af gangstéttinni og svo að fara rétt yfir götuna“. Hversu oft minna ekki mæður börn sín á þetta sama — og víst er það rétt og sjálfsagt, að þær geri það. En mér datt í hug, þegar ég varð áhorfandi að atvikinu, sem ég sagði frá hér að ofan — hvernig getur ein móðir, sem gefur barni sínu jafn hörmulegt fordæmi ætlazt til þess, að það virði allar umferðarreglur og áminningar hennar, þegar það er eitt síns liðs á ferð? Nei, góðar mæður, hlutverk ykkar á þessu sviði er of ábyrgaðrmikið til þess að þið megið bregðast því. Þess vegna — það er ekki nóg, að þið segið börnum ykkar hvernig þau eigi að haga sér í umferðinni, þið verðið að sýna þeim það í verki. — Með þökk fyrir birtinguna. Tobbi“. Margir smíða hamingju sína þannig, að þeir nota meðbræð- ur sína fyrir steðja. húsráð hérlendis er það, að þeg- ar húsfreyjan ætlaði að leggja egg undir hænu, þá rannsakaði hún þau á sérstakan hátt með tilliti til þess að vita hvort úr þeim myndi koma hani eða hæna. Húsfreyjan náði sér í skæri og tvinna. Batt hún tvinn- an um bæði eyrun á skærunum og hélt þeim þannig hreyfinga- iausum yfir egginu. Svo fóru skærin að hreyfast. Ef þau snérust í hringi, þá var hæna í egginu, en ef þau sveifluðust fram og aftur eins og pendúll þá var í þeim hani. Þessa sömu aðferð mætti ef til vill nota til spádóma um kyn fósturs konu með því að halda skærunum fyr- ir ofan höfuð þeirra. Nokkuð er víst að skærin hrevfast á alveg sama hátt yfir höfðum fólks eins og yfir eggi. Annars eru skæri alls staðar nálæg og þú skalt bara reyna þetta sjálfur, lesandi góður, yfir höfði einhvers kunn- ingja. o—®—o ★ ★ VÍSINDAMENN við háskól- ann í Michigan í Bandaríkjun- um, hafa fundið upp ákaflega heppilegan tannbor til notkunar fyrir hermenn á vígvöllunum. — Borinn er eins og alúminíum , kúlupenni í laginu og inni í hon- um er örlítil vél, sem er eftir- líking af rafmagnsvélum í barna- járnbrautarlestum. Tannborinn er svo bara settur í samband við | rafmagnsgeymi á jeppabíl. Gefur auga leið að þetta er til mikilla þæginda. 10—•—o ★ ★ í BANDARÍKJUNUM er nú i farið að nota sérstaka tegund paþpírs, þegar gera þarf afrit af bréfum og öðru slíku og þarf þá engan kalkipappír. Pappír sá, sem notaður er, hefur verið úð- aður sérstökum efnum. Bakhlið efsta blaðsins hefur verið úðuð með sérstöku efni, en afritsblað- ið er með þunnri, gulri himnu úr einhverju öðru efni. Þegar vélritað er á efsta blaðið verkar það á afritin þannig að stafirnir koma fram á þessari gulu himnu og er þá blár. Það er hægt að afrita allt að sjö afritum í einu með þessari aðferð á rafmagns- ritvél. o—•—o ★★ ÍBÚAR Costa Rica og nær- liggjandi landshluta S.-Ameríku drekka hvítan vökva, sem rennur úr tré, sem þeir kalla „kýrtré". Vísindamenn, sem dreypt hafa á vökva þessum segja, að hann sé mjög áþekkur mjólk á bragðið. Þeir reyndu jafnvel að skilja ( vökvann og síðan að þeyta hann (eins og rjóma. Ekki segir þó hvernig sú tilraun tókst. íbúarn- (ir þarna í S.-Ameríku drekka þessa „mjólk“, sem fyrst eftir að hún hefur runnið út um skurð í berki trésins. o—•—o ★★ SÉRFRÆÐINGAR þykjast nú geta skýrt það hvers vegna stundum rignir „blóði" á Ítaiíu, Suður-Frakklandi og Balkah- iöndunum. Segja þeir að í sand- stormum á Sahara-eyðimörkinni feykist upp örfínt rautt ryk og þyriist það upp í gufuhvolfið, síðan hrekjist það norður á bóg- inn og falli hægt niður unz það samlagist regni, sem það liti rautt og falli til jarðar með. — Siíkar rigningar hafa iðulega vakið mikinn ugg hjá hjátrúar- fullu fólki og verið taldar illur fyrirboði og fleira þess háttar. o—•—0 ★★ NOKKRIR VÍSINDALEGA þenkjandi leynilögreglumenn hafa fundið upp nýja aðferð við ! að þekkja fólk. Með nýjum, ná- I kvæmúm taékjum geta þeir á- kveðið nokkurn veginn örugg- iega aldur og kyn. fólks eftir hári þéss. Til þess að geta þetta Framh. á bls. 12 j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.