Morgunblaðið - 29.09.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1954, Blaðsíða 14
M MORGUHBLABIB Miðvikudagur 29. sept. 1954 N I C O L E Skáldsaga eftir Katherine Gasin Unglingar óskast til að bera blaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn, — Talið strax við afgreiðsluna. — Sími 1600. Framh'aldssagan 53 í kringum okkur, þínir vinir og minir“. Hann hló með sjálíum sér. „Ég veit ekki hvenær ég var einn með þér svo lengi, að mér ynnist tími til að biðja þín“. Hann hélt áfram að tala. — Nícole handlék hringinn, sem liann hafði gefið henni. Henni leið hálf undarlega. Steinninn í liringnum var blár safír. David l»ótti blátt svo fallegt. „Sumt af þessu“, hélt David áfram og benti inn í trjáþykknið „verður að grisja“. Annars vex hér upp frumskógur". Hún kinkaði kolli. Vegurinn breikkaði og hún hallaði sér fram í sætinu er þau tóku síðustu beygjuna. Þá sást heim. Lynmara kom í Ijós smám saman. Það var blýlegt heim að horfa. Síðdegis- sólin speglaðist í gluggarúðunum mörgu á vesturhliðinni. Hún sat eins og í leiðsíu og horfði — heim. Nicole var annars hugar er David hjálpaði henni út úr bíln- urn og er þau gengu inn í hið mikla anddyri. Allt í einu stóðu jþau frammi fyrir gamalli, hvít- hærðri konu. Greifynjan af Man- stone hafði verið sérstaklega fög- ur kona á yngri árum. Merki þess mátti greinilega sjá. „Svo að hér er Nicole komin“, sagði hún. Rödd gömlu konunn- ar var mjúk og viðfeldin. Nicole þrýsti útrétta hönd liennar, og leit í augu hennar. Þau voru eins og safírbláu aug- un hans Davids og eins hörð. „Þér eruð falleg", sagði greif- ynjan. „Já, ekki síðri en David var búinn að segja okkur í bréf- unum mörgu, þar sem hann varla talaði um annð en fegurð yðar“. David hló og tók undir hand- iegg ömmu sinnar. „Þú virðist ekki hafa mikið traust á dóm- greind minni, amma“. Gamla konan virti Nicole aftur fyrir sér. „Konu finnst það alltaf miður, þegar önnur kona kemur inn i líf þess, sem hún ann. En þegar sú er aðsvífandi kemur er jafn aðlaðandi og fögur og Nicole, þá víkur hún áhyggjulaus". „Þakka þér fyrir, amma“, sagði David. „Ég fyrirgef þér alveg“. Hann leit í kringum sig undrandi á svip. „Hvar er pabbi?" Greifynjan sneri sér að Nicole. „Faðir hans Davids bað mig að afsaka það við ykkur bæði, að hann gat ekki verið hér til að taka á móti ykkur. Hann var kvaddur á brott í morgun í á- kveðnum erindagjörðum, sem ekki var hægt að slá á frest. Hann verður kominn aftur fyrir kvöld- verð; hann iðar í skinninu eftir að hitta ykkur. Trúlofunin kom svo snöggt og óvænt, að við urð- um bæði undrandi. Þó verð ég að viðurkenna að Roger hafði meira traust á dómgreind sonar síns en ég“. Þjónn birtist í dyrunum og til- kynnti að te hefði verið borið fram í viðhafnarstofunni. „Hargreaves er gimsteinn“, sagði David er þau gengu í átt- jna að stofunni, og átti við þjón- inn. „Hann mætti líka kalla ætt- argrip. Hann kom hingað er afi minn var á lífi fyrir nærri fjöru- tíu árum“. Nicole virti viðhafnarstofuna fyrir sér smám saman. Hún rann- sakaði allt, — húsgögnin, glugga- tjöldin, gluggana háu, sem hægt var að opna út á svalirnar og stóra píanóið, sem þó lítið bar á í þessari stóru stofu. Þarna inni var allt í röð og reglu og niður- röðun þannig, að betur gat ekki farið. Sú kona, sem hér hafði höndum um farið, hvort sem það var greifynjan gamla eða móðir Davids, hafði sýnilega lagt sig fram um að fá samræmi milli alls þess, er þarna var inni. „Og hvernig lízt yður svo á Lynmara?" spurði greifynjan. „Hér er dásamlegt, Lady Man- stone“, svaraði hún, „og allt svo stórt. Mér finnst eins og ég gæti týnzt hér auðveldlega". „Ég skal sýna þér allt betur og nákvæmar í fyrramálið“, sagði David. „Við förum þá í útreiðar- túr; þá skaltu fá að sjá garðinn, sem við ókum í gegn um áðan. Ég sagði Jamieson að söðla svörtu merina fyrir þig. Hún er stór- glæsilegt hross, og getur aldeilis sprett úr spori, ef því er að skipta“. Greifynjan brosti. „Hross! Það er allt sem David hugsar um. Ef ég fengi nokkuð ráðið, þá mundi hann nú vera í Oxford. En hann neitar algjörlega að fara þangað“. „Amma vill að ég fari í utan- ríkisþjónustuna", sagði David og hló. „Ég yrði víst dágóður þar!“ „Pabbi þinn....“ byrjaði Nic- ole. „Vill hann að þú farir til Oxford?“ „Honum fannst það“, svaraði David, „þar til ég minnti hann á, að hann var þar ekki nema eitt misseri". „Roger var alveg eins slæmur og David“, sagði greifynjan. „Hann fór þangað aðeins vegna þess, að ég lagði svo hart að hon- um“. „Hann elskaði Lynmara", sagði David, „svo hann hélzt ekki í burtu. Af sömu ástæðu fer ég ekki héðan. Ég veit, að ég yrði kominn heim aftur, áður en fyrsta misserinu yrði lokið. Á sumum sviðum erum við pabbi mjög líkir“. o—O—o Nicole heyrði karlmannsraddir neðan úr anddyrinu. Hún hall- aði sér út yfir handrið stigans, en gat samt ekki séð hver var þar niðri. Hún lagði við hlust- irnar. Hún þekkti rödd Davids; og gat sér til að hitt væri Roger, faðir hans. Hún gekk að stiga- skörinni og hægt niður. Það var David, sefn varð fyrri til að koma auga á hana. Augu hans ljómuðu áf aðdáun, en nú hafði hún engan áhuga á hon- um. Það var Roger, sem hún virti fyrir sér. Hann hafði snúið sér við, svo hún sá andlit hans. Hún beið þess að hann sýndi undrun- arsvip — einhver merki þess, að honum fyndist hún lík einhverri, 1 j er hann hefði áður séð. En slík merki sáust engin. Hann brosti og gekk á móti henni. David kynnti þau. Hann hafði roðnað í andliti og hárlokkur hrokkið fram á enni hans. Hversu barnalegur var David ekki, hugsaði Nicole með sjálfri sér, eins og skóladrengur, sem með ákefð sýnir §inhvern gim- stein í fiðrildasafni sínu. I Hendi Rogers var heit. Hann bauð hana velkomna með mörg- um orðum. En hún tók varla eft- ir orðum hans, en virti hann vel fyrir sér. Hann var hár vexti — eins hár og David og virðulegur. „Ég verð að óska þér aftur til hamingju, David“, sagði hann. „Þú hefur afbragðsgóðan smekk og prýðilega dómgreind". Nicole hnyklaði brýrnar. Ör- yggi hans fór í taugar hennar. Hann þurfti ekki að vera svona öruggur með sjálfan sig. Hún 1 horfði á hann rannsakandi augna , ráði. Hann var dökkhærður, skarpeygður og svipaði mjög til greifynjunnar. Lady Manstone kom fram á stigapallinn. David bað þau af- saka sig og hljóp upp stigann til að styðja ömmu sína niður. Röskur sendisveinn óskast þegar í stað. Rannsóknostofa Háskólans við Barónsstíg. Sendisvein vantar okkur frá 1. október. H. Ólofsson & Bernhöft Sendisveinn Röskur og áreiðanlegur sendisveinn óskast. Uppl. í skrifstofunni. Vélsmiðian Héðinn h.f. Sendisvein vantar frá 1. október. Upplýsingar í skrifstofunni. ATVINNUMÁLARÁÐUNEYTIÐ Arnarhvoli. >•■*■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■<•■■■■■■■■■■»«■•■■■■■ ■■JúiUiaaalÍUI Jóhann handfasti ENSK SAGA 28. á eftir þeim. Þessir herir voru skipaðir barónum og riddur- um ásamt sveinum þeirra, göfugasta hetjuliði kristninnar, einnig löngum röðum bogmanna. Og ég, Jóhann de la Lande, var liðsmaður í þessum fríða her. Að vísu var ég ekki annað en auðvirðilegur riddara- sveinn. Samt hafði ég þá stöðu, sem margur riddarinn hefði haft ástæðu til að öfunda mig af, því að ég reið á eftir Rík- arði konungi, hinum göfuga, hugumstóra herra mínum. Ég veitti hinum tveimur konungum athygli þegar þeir voru að tala saman. Filippus Frakkakonungur brosti stundum en hló sjaldan, en hlátur konungs okkar glumdi eins og margar hljómþungar bjöllur. Hann kastaði höfðinu aftur um leið og hann hló, svo að hið rauðgyllta hár hans glampaði í sólskininu. Konungarnir skildu í Lyonsborg, því að hin mikla stævð 1 hinna tveggja herja gerði förina erfiða. Svo að sagt sé eins J og er, þá fóru þessir göfugu herir, sem ég hefi áður sagt! frá, ekki einir síns liðs, því að þeim fylgdi mikill sægur af i alls konar lausingjaskríl, þar sem voru flakkarar, fjárhættu- j spilarar, dansmeyjar og þjófar — og alltaf bættist eitthvað i í hópinn úr hverju þorpi, sem við fórum í gegn um, svo öð alltaf Jókst og fjölgaði þessi óþjóðalýður. Það var engu líKata ©D að þessir vanheilögu pílagrímar ætluðu sér líka j í Pið heilaga stríð. Frakkakonungur var svo sjóhræddur, að hann þorði aldrei ! að hætta sínum dýrmæta líkama út á skipsfjöl. Þess vegna j fór hann landleiðina til Genúa. Konungur okkar hélt sem j leið liggur suður til Marseilles. Hann reið fyrir hinum fríða her sínum, sem var skipaður mönnum frá Englandi, Nor- mandíi, Akvítaníu, Poitou og Gaskogne. Þar bjóst hann við DISPEL Hinn ódýri og góði lykteyðari fæst nú í mörgum verzlunum. DIS-PEL heldur hreinsunarm- ætti sínum frá fyrsta dropa til síðustu stundar. DIS-PEL flöskunni með kveikn um á ekki að fleygja heldur fylla aftur, Jiessvegna kaupið þér ennþá ódýrari flösku til áfyllingar. DIS-PEL hefir engin heilsu- 1 spillandi áhrif. DIS-PEL er viðurkennt af „Good Housekeeping“ stofnuninni. ’rniTnminnrmiuimuiuigi ¥ , iiiiiimiiiinmmnmmini V i»m«ihiih«ihiiiihiiiíiw , TUiinirnnnTTmrmniiiiini; Jnuiniiiiiimmiui!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.