Morgunblaðið - 29.09.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.09.1954, Blaðsíða 9
JMiðvikudagur 29. sept. 1954 lttORGVMILAÐIB 9 IÐNSKÓLINN í Reykjavik á hálfrar. aldar 'afmse;li á fcstudaginn kemur. ‘ Þá geta iSnaðarmenji litið ýflr ; mikið og hafipadrjúgt stárf; sem Uníiið hefur verið og munu þeir m. á. min.nast þessa áf ánga með samkomu að potel Borg á föstudagskvöldið. .ðf.þ.eim 50. ár.um, sem.skól- inh hefur starfáð héfur Helgi Hérrhánh: Eiríkssbn : verið skólastjóri í 31 ár. Undir hans stjórn hefur skólinn vaxið og dafnað, þannig að nemenda- fjöldinn hefur margfaldazt og það er einnig mest fyrir hans sleitulausu baráttu, sem þeim merkilega áfanga er náð. að skólinn er nú að byrja að flytja inn í ný húsakynni, hina glæsilegu Iðnskólabyggingu á Skólavörðuholti. Helgi Her- mann mun nú láta af skóla- stjórn og hitti fréttamaður Mbl. hann nýlega að máli og ; fræðslan fyrst í fastara horf, en hefur að sjálfsögðu breytzt með j timanum. I NÆGIR EKKI AÐ VERA |LAGHENTUR | —- Svo mikið er vist, heldur í Helgi Hermann áfram, að nú er ekki hægt að hugsa sér að iðnað- armenn séu starfhæíir eða sam- keppnishæfir, sem ekki kunna teikrfingu o. fl. vel. Nú er af sá timi, sem áður var, nema e.t.v. í einangruðum sveitum að það nægi að maður sé laghentur. Al- menningur krefst orðið víðtækr- ar fagþekkingar iðnaðarmanna. STÆRSTI FRAMHALDSSKÓLI LANDSINS -— Nemendafjöldi í Iðnskólan- um hefur aukizt mikið frá stofn- un hans? — Fæstir hafa nemendur verið árið 1911—12 eða 47 talsins. En flestir hafa þeir verið 987 vetur- inn 1947—48. Helgi Hermann Eiríksson hefur verið skólastjóri Iðnskólans í 31 ^ ár. í því starfi hefur hann hlotið óvenjulegar vinsældir meðan | stórvaxandi þörf hefur tugfaldað tölu iðnnema. Árvekni hans og dugnaðar hefur gætt á öllum sviðum íslenzks iðnaðar. Formaður Iðnráðs Reykjavíkur var hann fyrstu 10 ár þess og forseti Lands- j sambands Iðnaðarmanna fyrstu 20 árin, sem það starfaði og for- ( göngumaður að stofnun þeirra. Hann er verkfræðingur að mennt- aun, tók kandidatspróf við háskólann í Glasgow. Nú er hann banka- Stjóri Iðnaðarbankans. rabbaði við hann um þetta * £ óskabarn hans, Iðnskólann. I JÓN ÞORLÁKSSON j FRUMKVÖÐULL — Hverjir voru stofnendur Iðnskólans? — Það var Iðnaðarmannafélag- ið í Reykjavík. Aðalhvatamaður- inn var Jón Þorláksson, sem þá var ungur verkfræðingur nýkom- inn til landsins. Hann var fyrsti skólastjóri. — Hverjir hafa rekið skólann síðan? — Iðnaðarmannafélagið, sem <er eigandi skólans. Rétt er að taka það fram að fjárhagsgrund- völlur skólans er skólagjöldin, cn auk þess hefur ríkið veitt skól- anum styrk frá byrjun og Reykja vikurbær síðustu 20 ár. NÁMSKEIÐ UNDANFARI IÐNSKÓLANS — Var nokkurri iðnkennslu haldið uppi hér áður en skólinn var stofnaður? -— Iðnnemar fengu áður enga bóklega kennslu, nema hvað Jðnaðarmannafélagið hélt uppi námskeiðum frá árínu 1873. Þau voru fyrst eingöngu í bóklegum fræðum, en árið 1893 var kennslu greinum breytt og þá voru tekin upp námskeið þar sem eingöngu Var kennd teikning. Námskeiðin voru haldin á sunnudögum og þátttaka í þeim ókeypis. Með stofnun Iðnskólans komst iðn- — Hvernig hefur nú gengið að hýsa þennan mikla fjölda nem- enda? — Skólinn hefur átt við hús- næðisvandræði að etja síðustu árin, en nú er það mál að leysast með hinni nýju Iðnskólabygg- ingu. Fyrstu tvö árin, sem skól- inn starfaði, var hann til húsa í Vinaminni og einnig í svokölluð- um Borgarasal, en haustið 1906 hafði Iðnaðarmannafélagið reist hús það við Vonarstræti, sem skólinn hefur síðan starfað í. Var það mikið þrekvirki að koma upp svo stóru og myndarlegu húsi á þeim tíma. — í fyrstu þurfti skólinn ekki nema eina hæff hússins, en þegar nemendum fjölgaffi varff að taka þaff allt undir og strax áriff 1929 var þaff orffiff of lítiff og þurfti aff taka hús- næ’ði á leigu úti í bæ og alla tíff síffan. Fyrst voru allar kennslustundir á kvöldin, því að iffnnemar vinna sitt sem lærlingar samtímis. En aff því kom aff gera varð 1. og 2. bekk aff dagskóla. 3. og 4 bekkur eru að sjálfsögffu áfram kvöld- skóli, en húsnæffiff hefur alls ekki nægt þeim, sem sjá má af því aff í þessum tveimur bekkjum hafa verið um CÓ0 nemendur. RYGGINGARSAGA NÝJA SKÓLANS — Var þá ekki snemma farið að hyggja að smíði nýs skóla- húss? — Jú, því mun fyrst hafa verið hreyft árið 1928 og var stöðugt unnið að þeim málum, fyrst lengi árangurslaust, þangað til 1944 að tókst að fá framlög á fjárlög ríkisins og fjárhagsáætlun bæjarins um 300 þús. kr. fjárveit- ingu frá hvorum aðilja. Sama ár var skipuð bygginganefnd, sem í áttu sæti Helgi Hermann Eiríks- son, sem formaður, Kristjón Kristjónsson sem ritari, Einar Gíslason máiarameistari, Jónas Sólmundsson húsgagnasmiða- meistari og Guðraundur H. Guð- mundsson. Bygginganefndin efndi til samkeppm um uppdrátt að Iðnskólabyggingu og varð Þór Sandholt arkitekt hlutskarpastur. Hann verður nú skólastjóri í þeirrí byggingu, sem hann er sjálfur höfundur að. Byrjað var á byggingunni árið 1946 og er henni nú svo langt komið að kennsla hefst í henni að ein- hverju leyti einmitt nú á afmæl- inu. HAGNÝT KENNSLA í STAÐ TUNGUMÁLA Er við ræddum nánar um iðn- fræðsluna komst Helgi Hermann Eiriksson að orði á þessa leið: — Fyrstu árin voru auk ís- lenzku, reiknings og teikningu kennd tungumál, danska, enska og þýzka. En sú breyting var gerð skömmu eftir að ég kom að skól- anum að tungumálakennsla var felld niður, nema danska, en það mál hjálpar flestum iðnaðar-1 mönnum til frekara sjálfsnáms og framhaldsnáms. | En í staff málakennslunnar hefur veriff tekin upp síaukin kennsla í hagnýtum fræffum,' svo sem bókfærslu, skrift, raf- magnsfræffi og efnisfræði. Tekin hefur veriff upp bókleg kennsla í sérgreinum en reynt, Iðnskólinn nýi á Skólavörffuholti. - | aff binda bóklega námiff hinu I verklega námi eins og hægt er. Á AÐ SÉRHÆFA NÁMIÐ FREKAR? — Það atriði, sem mikið er búið að ræða um, segir Helgi Hermann, hvort rétt sé að sér- hæfa iðnnámið ennþá meira en nú er.gert m.a. samkv. amerísk- um sið. Við eldri mennirnir að minnsta kosti, teljum það vafa I (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) samt að draga mjög úr hinni al- mennu fræðslu. Ég tel ekki hægt að heimta miðskólapróf til inn- göngu í skólann, nægilegt sé unglingaprófið, því að annað gæti útilokað nemendur sém hafa góða hæfileika til að verða iðnaðar- menn. Að vísu er það æskilegt að nemendur geti komið í skólann sem bezt undirbúnir, þá mætti e.t.v. breyta kennslu nokkuð í ís- Framh. á bls. 12, Samtal við Þór Sandholt ÞAÐ eru eðlilega miklar vonir bundnar við Iðnskólann, er hann flytur í hið nýja veglega hús á Skólavörðuholti, því þrengslin í gamla skólanum hafa orðið starfinu þar fjötur um fót. 1 — Þar hafa stundum nær 7-—800 j nemendur verið við nám í 10 kennslustofum, en í nýja skói- anum verða stofurnar 30 þegar hann er full búinn, auk vinnu- stofa, og hver um sig stærri en stofur gamla skólans. — Á þessa leið fórust hinum nýja skóla- ' stjóra Iðnskólans, Þór Sandholt, ' orð er tíðindamaður Mbl. hitti hann að máli litla stund fyrir nokkrum dögum. FRAMHALDSNÁM SVEINA Meðal þess sem margir iðnað- armenn tengja vonir sínar við eru möguleikar til framhaldsnáms fyrir iðnsveina, sem ætla sér að verða meistarar í iðn sinni. Er slíkt framhaldsnám mjög gagn- legt fyrir væntanlega meistara. Það auðveldar þeim starfið, gerir þá hæfari og samkeppnisfærari. SÉRSKÓLAR Þá er hugmyndin um sérskóla í ýmsum iðngreinum ekki síður merkileg, sagði Þór Sandholt. Fyrsti sérskólinn sem settur verð Þór Sandholt er arkitekt að menníun. — Lærffi hann húsagerffar- list í Liverpool og skipuíag bæja á sama staff. — Frá þvi á árinu 1942 hefur hann veiiff starfsmaður Reykjavíkurbæjar, bygginga- fuiltrúa og hjá húsameistara bæjarins og veitt hefur hann for- stöffu skipulagsdeild Reykjavíkurbaéjar. — Kona hans er frú Guðbjörg H. Sandholt. ur á stofn í Iffnskólanum, mun liklega verffa prentaraskóli. Hafa prentarar iengi verið aff undir- búa þetta mál og keypt til skól- ans margt véla og áhalda til prentunar. Fleiri munu hafa í huga aff koma upp sérskólum í iðn sinni. Þeir létta mjög undir verklegu kennsluna hjá meisturunum og eiga að tryggja að nýjungum í iðngreininni verði miðiað meðal iðnnemanna. Sérskólarnir út- heimta menn með fullkomna vél- þekkingu og yfirleitt fullkomn- ustu þekkingu i iðngreininni á hverjum tíma. \ KENNSLUKVIKMYNDIR Annar veigamikill þáttur í starfi Iðnskólans, er hann nú kemst í gott húsnæði, er að taka upp notkun kennslukvikmynda. Hvar vetna er nú farið að nota kennslu kvikmyndir í iðnskólum erlendis með miklum árangri. í gamla skólanum við Tjörnina var ekki hægt að koma slíku við vegna þrengsla. FLUTT í NÝJA HÚSIÐ — Nær verður skólinn tekinn í notkun? — í vetur munu verffa milli 700—800 nemendur í Iffnskólan um og er skólastarfið hefst nú í október mun skólinn þegar flytja í þrjár kennslustofur. — Þar mun teiknikennsla fara fram m. a. fyrir húsasmiði_Ég geri mér vonir um, aff geta fiutt alveg i nýja skólann um áramótin. Er nú verið að vinna við að standsetja ' 14 kennslustofur. Þó- við flytjum inn í nýja húsið. er það ekki fullklárað sagði Þór Sandholt. — Gangagólf eru dúk- iaus, hurðir vantar víða fvrir stof urnar, ljóstæki vantar svo og húsgögn. — Ég vonast til að fjár- veitingar til skólabyggingarinnar haldi jafnt og þétt áfram unz skólinn er fullgerður, en á því er mjög knýjandi nauðsyn. — Viff skulum t. d. hafa það í huga, að frá því að skólinn tók til starfa munu fast að 16000 iðnaðarmenn hafa stundað nám í skólanum. Svo framlag Iðnskólans til þjóð- arbúsins er ekki orðið svo lítið. — Miðað við núverandi tölu bæj- arbúa jafngiidir þetta því, að þriðji til fjórði hver Reykvíking- Framh. á bls. 12, Iðrisiiélliiii 5 Hinn vinsæli skólastjóri Helgi Hermann lætur af stjórn eftir 31 árs starf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.