Morgunblaðið - 03.10.1954, Page 8
8
fl<0KG(J N « L AOI0
Sunnudagur 3. október 1954
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Vinnustaðurinn í ísafold
hefir verið mitt aðaSheimili
Sfyfi samlai við Fríðu á bókbandinu í fiiefni
af 50 ára sfarfsafmæii hennar
Jeppar og skattar
EINS og kunnugt er samþykkti
ríkisstjórnin í samræmi við til-
iögur nefndar beirrar, sem rann-
sakaði hag togaraútgerðarinnar,
að lagður skyldi hár aukaskattur
á innflutning fólksbifreiða til
iandsins. Skyldu tekjurnar af
skattinum ganga til stuðnings
togaraútgerðinni.
Hinsvegar var ákveðið, að þessi
nýi skattur skyidi ekki lagður á
vöruflutningabifreiðar. Mun hafa
verið litið svo á, að þar sem
þessi tæki væru fyrst og fremst
notuð í þágu atvinnulífsins til
lands og sjávar þá bæri síður að
hækka verð þeirra með nýjum
skattaálögum.
Nokkur dráttur varð á því
að ákveðið væri, hvort hinn
nýi skattur skyldi lagður á
jeppabifreiðar. Kom til ágrein
ings um bað innan ríkisstjórn-
arinnar.
Eins og skýrt hefur verið frá
hér í blaðinu töldu þeir Ólafur
Thors forsætisráðherra og Bjarni
Benediktsson dómsmálaráðherra
að ekki væri sanngjarnt að
lækka verð á jeppum til bænda
verulega frá ísraelsverðinu á
sama tíma, sem um verulega
hækkun væri að ræða á fólks-
bifreiðum, sem fólk í kaupstöð-
um og sjávarþorpum keypti.
Bentu þeir jafnframt á, að þeg-
ar nýr skattur væri á lagður til
stuðnings útflutningsframleiðslu
þjóðarinnar þá væri eðlilegt að
öll þjóðin greiddi hann. Ósann-
gjarnt væri að láta t. d. efna-
lítinn mann í kaupstað, sem
þyrfti á bifreið að halda greiða
hinn nýja skatt en láta efnaðan
bónda í sveit, sem keypti jeppa-
bifreið, sleppa við hann.
Ingólfur Jónsson viðskipta-
málaráðherra taldi hinsvegar að
taka bæri fleiri atriði með í reikn
inginn í þessu máli. Jepparnir
væru bændunum meira en venju
legar fólksbifreiðar væru kaup-
staðafólki. Þeir væru fyrst og
fremst tæki, sem notuð væru í
þágu framleiðslunnar, til rækt-
unar, heyskaparstarfa og sam-
gangna í þágu búrekstursins.
Þess vegna bæri að líta á inn-
flutning þeirra svipuðum augum
og á innflutning vörubifreið-
anna, sem talið hafði verið eðli-
legt, að hinn nýi skattur ýrði
ekki lagður á. Það væri þvi sann-
gjarnt og eðlilegt að sleppa jepp-
unum við hinn nýja skatt. Um
það þarf engin launung að rika,
að innan Sjálfstæðisflokksins
munu fuiltrúar sveitakjördæm-
anna yfirleitt hafa aðhyllst sjón-
armið viðskiptamálaráðherrans í
þessu máli. Hinsvegar töldu
þingmenn flokksins í kaupstaða-
kjördæmunum óeðlilegt að láta
ekki eitt yfir alla ganga, hvort
sem þeir bjuggu í sveit eða við
sjó, gagnvart hinum nýja skatti.
Niðurstaðan hefur svo orðið
sú, að tillögur viðskiptamála-
ráðherrans um að jeppunum
yrði sleppt við umræddan
skatt, hafa orðið ofan á. Er,
það enn ein sönnun þess, að
það er satt og rétt, sem Jón
á Reynistað sagði í útvarps-
umræðum fyrir nokkrum ár-
um, að þegar um er að ræða
hagsmunamál sveitanna lætur
Sjálfstæðisflokkurinn sveita-
þingmenn sína marka stefn-
una.
¥
Sjálfstæðisflokkurinn á sjö
börn í sjó og sjö á landi. Hánn
á fylgi meðal fólks úr öllum stétt
um hins íslenzka þjóðfélags, í
sveitum og við sjó. Þess vegna
verður hann að freista þess að
samræma hin andstæðu sjónar-
mið, sem stundum koma fram
meðal stéttanna innan flokksins.
Samheldni flokksins og styrkur
nú, er greinilegasta sönnun fyrir
þvi að það hefur tekizt á liðnum
árum.
j Tíminn hefur haldið uppi rætn
um árásum á Sjálfstæðismenn
undanfarið í sambandi við jepp-
1 ana, innflutning þeirra og út-
hlutun. Sá rógur mun engin á-
i hrif hafa í sveitum landsins. —
Bændur vita, að það voru Sjálf-
stæðismenn, sem höfðu forgöngu
um það á sínum tíma, að inn-
flutningur þessara þörfu tækja
var hafinn. Hafa sennilega engin
tæki orðið eins vinsæl í sveitum
landsins og einmitt jepparnir. —
Þeir hafa létt störfin á miklum
fjölda sveitaheimila og munu
halda áfram að gera það.
Sjálfstæðismenn munu
halda áfram að beita sér fyrir
bættri aðstöðu sveitafólksins1
í starfi bess og baráttu. Inn- J
flutningur góðra tækja í þágu
búrekstursins, ræktunar, hey-
skapar og samgangna, er einn
þátturinn í þeirri viðleitni.
Slyðjið S.Í.6.S.
IDAG er berklavarnadagurinn,
dagur Sambands íslenzkra
berklasjúklinga. Þennan dag sel-
ur sámbandið merki sín og kveð-
ur þjóðina til samstarfs og sam-
taka um það merkilega starf, sem
unnið er í Reykjalundi.
Það eru engar ýkjur að Reykja
lundur og vinnuheimili SÍBS sé
ein merkilegasta og þjóðnýtasta
stofnun í þessu landi. Þar hafa
samtök þess fólks, sem orðið
hefur fyrir barði berklaveikinn-
ar einhverntíma á ævinni, byggt
upp starfsemi, sem síðan hefur
átt ríkan þátt í að hjálpa því til
þess að komast til heilsu á ný.
Jafnframt hefur þar verið hag-
nýtt vinnuafl fólksins um leið og
því voru fengin störf við sitt
hæfi.
★
Berklaveikin er á undanhaldi
á íslandi. Það er allri þjóðinni
hið mesta fagnaðarefni. En sókn-
in gegn henni verður að halda
áfram. Þar má aldrei slaka á.
Starf SÍBS er snar þáttur í
þessari baráttu. Þess vegna ber
alþjóð að styðja það og taka þátt
í því.
Við íslendingar tölum oft um
að við séum fáir og lítils megn-
ugir. En reynslan sýnir engu að
síður, að þar sem þessi litla þjóð
leggst á eitt og einbeitir kröftum
sínum, þar getur hún náð undra-
verðum árangri.
★
Reykjalundur er eitt dæmi
þess, hverju góð forysta og i
samhugur þjóðarinnar fær.
áorkað.
Við skulum halda áfram að
treysta samtök okkar um hið,
þjóðnýta og merkilega heil-
brigðis- og mannúðarstarf, J
sem SÍBS viimur.
„OH, allt er nú þetta sami graut-
ur í sömu skál, þegar 50 árunum
og öllu er á botninn hvolft — þó
að reyndar hafi ekki allt borið
upp á sama daginn“ — segir hún
Fríða á bökbandinu, en svo er
hún jafnan kölluð og betur þekkt
meðal Reykvíkinga þannig, held-
ur en með sinu rétta nafni: Ein-
fríður Guðjónsdóttir. Hún hefir
alið allan sinn aldur í Rvík og
bandinu, þegar ég byrjaði, nú
erum við um 20. Þá var allt unnið
í höndum, brotið og saumað, og
vinnudagurinn 10 tímar — og oft
miklu lengri. Til að byrja með
vann ég í prentsmiðjunni, við að
leggja í prentvélina, sem þá var
knúin með steinolíumótor. Stund
um átti hún það til að bila, þegar
verst gegndi og þá varð að fá
verkamenn til að snúa henni með
handafli. Mikil bót var að því,
er benzínmótorinn kom í staðinn
fyrir gamla olíumótorinn.
KUNNI VEL VIí) SIG
í AUSTURSTF.ÆTI 8
— Er ekki mikill munur á
vinnuskilyrðunum síðan þið flutt
uð í þetta nýja og rúmgóða hús-
næði?
— Jú, víst er hér bjartara og
skemmtilegra — víðara til
veggja, en alltaf kunni ég nú samt
vel við mig í holunni niðri
frá í Austurstræti 8. Þar var oft
skemmtilegt, þó að þröngt væri
um okkur — og svo var maður
þarna hreint í miðjunni á öllu,
sem var að gerast í bænum, með
Austurvöll á aðra hönd og AustT
urstræti á hina — það var hægt
um vik að kíkja út á lífið, svo
Framh. á bls. 12.
UU andi áhrijar:
— — Ég hef alltaf kunnað hér
prýðilega við mig-----
síðan hún var 16 ára gömul hefir
hún verið starfandi í ísaföldar-
prentsmiðju — lengst af í bók-
bandinu enda er hún fyrsta •— og
eina íslenzka konan hingað til,
sem hefir sveinsréttindi í þeirri
grein. Á morgun eru sem sé 50
ár liðin, síðan hún hóf starf sitt
í ísafold og áreiðanlegá hefir
henni ekki leiðst það starf, eða
það er að minnsta kosti ekki
sjáanlegt, því að hún leikur enn
við hvern sinn fingur, hvik og
létt upp á fótinn sem tvítug væri.
STUNDUM HFFIR ROKIÐ
— Já, ísafold — vinnustaður-
inn — hefir verið mitt annað —
og aðalheimili, segir hún, er hún
lítur yfir liðna tíð — og víst man
ég tímana tvenna. Fjóra hefi ég
haft húsbændurna, fyrst Björn
Jónsson ráðherra, síðan Ólaf son
hans, þá Herbert Sigmundsson
og nú síðast hann Gunnar.-----
Jú, þeir hafa allir verið prýði-
legir, bara svona stundum — •—
hefir rokið dálítið — og stundum
rækilega, enda gildir það líka
einu, því að lítið væri varið í
það, að lífið væri ein eilifðar
lognmolla.
BETRA AÐ LIFA í DAG
— Var nú Revkjavík ekki fullt
eins skemmtileg í gamla daga og
hún er nú?
— Ekki tvil ég nú segja það,
mér finnst. hún miklu betri og
skemmtilegri eins og hún er nú
og ég vildi ekki með nokkru
móti skipta. Þetta var hálfgerð
kuldakröm, sultur og ræfildóm-
ur á manni í gamla daga, vatns-
burður, .köld og léleg húsakynni
— nei það er ekki sambærilegt,
ég vildi nokkru heldur getað lif-
að mína æsku núna, heldur en
þá sem ég átti fyrir 50—60 árum.
Það er líka auðséð á unga fólk-
inu í dag, hvað því líður miklu
betur en í þá daga, bæði frjáls-
legra og glaðlyndara, betur íætt
og betur klætt
ÍSAFOLD FYRR OG NÚ
— En hvað um ísafold, áður
fyrr og nú?
— Ekki er munurinn ógreini-
legri þar. Við vorum fjögur í bók
Góða vorið tekið
út í reikning.
JÁ, svona er þetta — nú erum
við að borga fyrir góða vorið,
maí og júní, sem við fengum í
vor — það hefur svo greinilega
verið tekið út í reikning! Ýmsa
grunaði það og sögðu fyrir hart
haust og langan vetur. Jú, þetta
með harða haustið er að vísu
komið fram, að minnsta kosti
muna elztu menn ekki mörg
dæmi þess, að hann hafi lagzt að
með kulda og hretum svo
snemma haustsins.
Fréttir berast af margháttuð-
um erfiðleikum bænda um allt
land, vegna illveðranna: lang
hrakin hey liggja undir snjósköfl
unum, gangnamenn lenda í stór-
V &
hríðum á afréttinni og fá ekki
athafnað sig við fjárleitirnar —
hljóta vosbúð og verstu útreið.
Vænleiki dilka til frálags reynist
víða verulega miklu minni en
venjulega og er því kennt um, að
afréttarbeitin hafi sölnað miklu
fyrr en vant er vegna þess hve
ailur gróður var fljótur til i vor.
Garðauppskera er miklum mun
óverulegri en s.l. ár — og sums
staðar iiggja kartöflur frosnar í
jörðu.
Hvernig myndi hita-
veitan standa sig?
JÁ, víst er þetta hálfgert hall-
ærisástand — og verið þið
viðbúin vetrinum, segja þeir,
sem þykjast af vísdómi og lífs-
reynslu geta eftir öllum sólar-
merkjum dæmt, að hörkuvetur
sé í nánd. Fyrsta spurningin,
sem Reykvíkingar varpa fram er
sú, hvort eða hvernig hitaveitan
myndi standa sig, hvort pípurnar
myndu þola 20 stiga frost dögum
og vikum saman. Sumir hrista
höfuðið í vonleysi: það væri á-
reiðanlegt ekki — og hvað yrði
þá um blessaða höfuðborgina og
alla þá, sem í henni búa — hví-
lík kuldakröm, sem biði þeirra.
En hver er kominn til með að
segja, að hitaveitan segði pass,
þó svo færi nú, að hann hlypi í
20 stiga gadd og hver er kominn
til með að segja, að sá gaddur
komi nokkurn tíma? Hitt er ann-
að mál, að það er engin furða,
þótt glamri í tönnunum við til-
hugsunina.
Kirkja og kvikmyndir.
KIRKJUGESTUR skrifar:
„Oft er, og það ekki að á-
stæðulausu, talað um hinar tjegu
undirtektir, sem prestarnir fá í
kirkjunum. Það er varla hægt að
undrast þótt þeir missi smám
saman kjark og áhuga frammi
fyrir hinu dæmalausa tómlæti og
deyfð sóknarbarna sinna. Iðulega
er skuldinni allri skellt á prest-
inn — að hann standi ekki í
stöðu sinni sem skyldi, en sú
ásökun á ekki nærri alltaf við
rök að styðjast — sannleikurinn
er 'sá, að messurnar eru einfald-
lega hættar að ná til fólksins, það
er svo margt, sem upp hefur
komið þar á milli.
Kvikmyndir í þjónustu
kirkjunnar.
EN hvað á þá kirkjan að gera
til að geta beitt áhrifum sín-
um meðal landslýðsins meir en
nú er orðið á hinum síðari árum.
Mér datt nokkuð í hug og ég hef
taiað um það við ýmsa, sem
finnst hugmyndin athyglisverð:
hví skyldi kirkjan ekki taka
kvikmyndirnar í sína þjónustu?
Auðvitað hrökkva margir í kút
er þeir heyra kvikmyndir og
kirkju nefnt í sama orðinu — en
hvers vegna? Þurfa kvikmyndir
endilega að vera óguðlegar, í
mótstöðu við allt, sem kristni til-
heyrir?
Nei, alls ekki — ég hygg að
góðar kvikmyndir, kirkjulegs og
kristilegs efnis, sem hefðu að
flytja fagran og kristilegan boð-
skap, myndu hafa holl og bæt-
andi áhrif, að sama skapi sem
hinar, sorp- og glæpamyndirnar,
hafa skaðleg áhrif — ekki sízt
á æskuna.
í sambandi við
messurnar.
EF til vill myndi erfitt að afla
siikra kvikmynda, sem ég hef
minnzt hér á, það er vel Hklegt
að framleiðsla þeirra í heimin-
um hafi sokkið í allt moðruslið,
en væri þetta samt ekki til at-
hugunar? Ég segi ekki þar með
að taka ætti upp bíó-sýningar í
kirkjunum sjálfum en á kirkj-
unnar vegum — jafnvel í sam-
bandi við guðsþjónusturnar á
sunnudögum. — Kirkjugestur“.
Guðræknin er
fólgin í góðum
hugsunum.