Morgunblaðið - 12.10.1954, Page 2

Morgunblaðið - 12.10.1954, Page 2
2 MORGUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. okt. 1954 lielgi Benediktsson lagðist endi- langur á Vestmannaeyja bryggju til ú hindra mjólkuruppskipun ISUMAR hafa verið daglegar ferðir út í Eyjar með bát frá J>orlákshöfn og hefur Mjólkur- .samsalan í Reykjavík jafnan sent Tnjólk til neyzlu í Eyjum með "bát þessum. Út af þessu brá fyrir Itelgina sökum ofviðrisins, sem þá. geisaði og komst báturinn ekki Vit í þrjá daga í röð. Voru Vest- jiiannaeyingar mjólkurlausir all- an þann tíma. Á sunnudaginn kom síðan ^kaftfellingur til Vestmannaeyja írá Reykjavík. Var hann m.a. iermdur mjólk. Sveinn Guðmundsson, fulltrúi íyrir Samsöluna í Vestmanna- «yjum, og að auki bæjarfulltrúi jTramsóknarflokksins, gerði þeg- ar ráðstafanir til þess, að mjólk- inni yrði skipað upp og sala haf- in. En þegar til átti að taka, gekk «igandi bátsins, Helgi Benedikts- son, fram fyrir skjöldu og til- kynnti starfsmönnum Mjólkur- samsölunnar í Eyjum, að hann legði blátt bann við því, að mjólk inni yrði skipað upp úr skipinu. ~Var þá símað til Reykjavíkur og ■fengin staðfesting á því að mjólk urútsalan í Vestmannaeyjum væri löglegur og réttur eigandi Tnjólkurinnar og Helga Benedikts syni tjáð, að svo væri og þess krafizt, að mjólkinni fengizt skip að upp. -* VILDI ÞRÍFA LYKILINN! En engu varð um þokað, Helgi Senediktsson sat við sinn keip, Jjrátt fyrir eindregnar kröfur áveins Guðmundssonar. Rétt er og að geta þess, að skipstjórinn á Skaftfellingi var algjörlega ó- «ammála Helga og taldi kröfu hans fráleita. Er verkið var hafið, þrátt fyrir orðaskak hans og hótanir, stökk Helgi inn í bifreiðina og hugðist nema á brott lykil hennar. Bif- xeiðarstjórinn varð þó fyrri til og varnaði því. Var þó loks gengið að því að skipa mjólkinni upp á bifreið á bryggjunni og stóð Helgi þegj- andi hjá. Skipti þá engum togum að Helgi lagðist endilangur á > bakið á bryggjuna, fyrir framan framhjól bifreiðarinn- ar og hafð'i við orð, að fyrr skyldi þá yfir sig ekið en mjólkin kæmist til neytend- anna uppi í bænum. Þennan dag var slagveðurs- rigning í Eyjum, og bryggjan venju fremur slorug og óræsti- leg og varla girnilegur hvílustað- ur flestum mönnum. Stundar- Jtorni síðar reis Helgi Benedikts- *on á fætur, en hélt þó enn um grind bifreiðarinnar eins og hann vildi varna því, að hún æki af «íað. Þeim, sem nærstaddir voru, Jótti þetta atferli Helga Bene- Kliktssonar all undarlegt að von- om og skyldu sízt í hugdirfsku og einbeitni hans. HELGI LÆTUR UNDAN SÍGA Lögreglu bæjarins bar þarna •að, en hún hafði ekki uppi nein- ^ir aogerðir og það helzt af því, að Helgi mætti gjarnan liggja á "bryggju kaupstaðarins, ef hann •vildi og eins lengi 'og hann vildi, meðan aðrir væru þó ekki hindr- aðir í gjörðum sínum. Svo varð og, að eftir þóf nokk- nið og orðahnippingar reis Helgi IBenediktsson að fullu á fætur, og •vék með þjósti frá mjólkurbif- Teiðinni — með þeim afleiðing- Tim, að Vestmannaeyingar fengu mjólk sina að vanda í gærmorg- un. En það segir af Helga, að hann gekk rakleitt til fundar við yfirvöldin og lagði þar inn kæru á forstjóra Mjólkursölunnar. Ekki gaf Heigi Benediktsson neina ástæðu fyrir neitun sinni, né rökstuddi hana á nokkurn hátt. Olli það lítilli eftirtekt, þar sem maðurinn hefur jafnan þótt einþykkur nokkuð og óbilgjarn og ekki við alþýðu skap. Vakti þetta atferli Helga Bene- diktssonar, er hann vildi bægja Vestmannaeyingum frá mjólk sinni allmikla furðu í Eyjum, en þó munu menn ekki síður hafa haft það að gamni og glettnis- máli, enda slíkir atburðir ærtð sérstæðir og fátíðir að vonum. Fjóríi fái ríkis- borgararétl RÍKISSTJÓRNIN hefur borið fram frumvarp á þingi um það, að eftirtöldum verði veittur rík- isborgararét tu r ■ Adolf Björn Petersen, verka- maður í Reykjavík, fæddur 26. nóvember 1896 á íslandi. Flemming Thorberg, sjómaður jí Reykjavík, fæddur 29. janúar J933 í Danmörku. Kári Guðjónsson, sjómaður í Reykjavík, faeddur 30. október 1927 í Noregi. Trönd Jacobsen, verkamaður i Stykkishólmi, fæddur 21. febrúar 1922 í Færeyjum. Skýrt er frá því, að umsækj- endurnir hafi dvaiið hér lengur en í 10 ár. Adolf Björn að vísu aðeins 7 ár nú, en er íslenzk- fæddur. Annti Ásmundsdóltir Minningarorð F RÚ Anna Ásmundsdótíir, ekkja Ásgeirs Torfasonar, andaðist sunnudaginn 3. okt. s.l. eftir langt þrautastríð. Lengst af ævinni var hún búsett í Reykja- vík. En nokkur hin síðustu árin var hún búsett að Reykjum í Mos fellssveit hjá dóttur sinni Ás- laugu og tengdasyni, Höskuldi Ágústssyni, umsjónarmanni Hita veitu Reykjavíkur. Frú Anna var fædd að Auðs- haugum í V.-Barðastrandasýslu h. 2. nóvember 1880. Foreldrar hennar voru þau Ásmundur Sveinsson, sýsluskrifari, og síðar skrifari bæjarfógeta hér, og Guð- rún Hall. Fluttist hún með for- eldrum sínum hingað til Reykja- víkur árið 1886. Snemma bar á því að Anna var einbeitt og dugleg að bjarga sér uppá eigin spýtur, frjáls- mannleg í framkomu og hispurs- laus. í ungdæmi hennar leituðu fáar ungar stúlkur atvinnu utan jieimila sinna. En það gerði hún ung að árum. Stundaði hún þá ýmiskonar verzlunarstörf, við góðan orðstý. 18. maí 1907 giftist Anna Ás- geiri Torfasyni, syni hins merka búnaðarfrömuðar Torfa Bjarna- sonar í Ólafsdal, er með mestri hagsýni og framfarahug stuðlaði að verklegum búnaðarframför- um hér á landi á ofanverðri 19. öldinni. Líklegt er að þeir feðgar hafi haft samráð með námsefni Ásgeirs í Ólafsdal, því báðum hef ur það verið ljóst er leið að alda- mótum, að aldrei gæti orðið um að ræða sjálfstæðar rannsóknir í búvísindum hérlendis nema hér starfaði efnafræðingur að efna- greiningu fóður- og jarðvegsefna. Þau hjón Ásgeir Torfason og Anna reistu sér glæsilegt heimili í Reykjavík og undu prýðilega hag sínum, enda voru þau sam- hent um flest, sem prýðir heim- ili. Húsmóðirin smekkleg og myndarleg í hvívetna og verkefni húsbóndans fjölþætt, varpaði ljóma fram á veginn. Þeim varð þriggja barna auðið. Elztur var sonurinn Torfi, er lagði stund á hagfræði, síðan dóttirin Áslaug og yngstur Ás- geir. En Ásgeir Torfason varð skammlífur. Andaðist hann árið 1916, af aíleiðingum sýkursýki. Kom þá til kasta Önnu að sjá börnum þeirra hjóna farborða. Tók hún það ráð að efna til verzl- unar með hatta og aðrar tízkuvör ur, fyrst í samvinnu við Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu. Kost- aði Anna heitin börn sín til náms eftir því sem henni bauð við að horfa. En þegar hún þreyttist á verzl- unarrekstrinum, stofnaði hún með frú Laufeyju Vilhjálmsdótt- ur fyrirtækið „íslenzk ull“ og hlutu þær báðar lof og heiður af þessari nýbreytni sinni og fram- taki, þó naumast hafi þær fengið þær undirtektir frá opinberum aðilum, sem þetta góða málefni verðskuldar. Frú Anna var jarðsungin hér í gær en húskveðja var flutt yfir börum hennar að Reykjum í Mos fellssveit á laugardaginn var. Munu allir vinir hennar og góð kunningjar sakna hennar af heil- um hug hinnar hispurslausu og djörfu konu, er gekk sína beinu braut til manndóms og þroska, stoð og stytta barna sinna, reiðu- búin að vinna hverju góðu mál- efni gagn er horfði til frama, þjóð vorri og vegsauka. V. St. Lagt tíl að nýr prófess- sr verði skipaður á Bíf- eðlis- og lífefnafræði Cerð grein fyrir geysi umfangsmiklu starti eins kennara eins og málum er nif hagað FRUMVARP um stofnun nýs prófessorsembættis í lífeðlis- og lífefnafræði, sem eigi náði fram að ganga á tveimur síðustn þingum, hefur nú verið tekið upp að nýju í nokkru víðtækara formi en áður, þar sem auk prófessorsembættisins er lagt til við Alþingi, að stofnuð verði rannsóknarstofa í líffæra- og lífeðlisfræði. EC gert ráð fyrir að prófessorinn verði forstöðumaður rannsóknar- stofunnar. AUKIN KENNSLA FJÖLGUN NEMENDA í greinargerð prófessors Jóns Steffensens, sem fylgir frum- varpinu, er það rakið hver þörf er fyrir stofnun hins nýja emb- ættis. Segir þar m. a. að þegar núverandi prófessor í líffæra- og lífeðlisfræði tók við kennslu ár- ið 1937 hafi verið kenndar 10 stundir á viku í þessum greinum. Þá var engin kennsla í lífefna- fræði og engin veruleg kennsla í lífeðlisfræði. Nemendafjöldinn á þeim árum var að meðaltali 69, og að jafnaði innrituðust 16. Nú er kennslan í líffæra-, líf- eðlis- og lífefnafræði samtals 19 stundir á viku og nemendafjöld- inn í fyrsta hluta læknadeildar hefur undanfarin ár verið um 150 og árlega innritast nú inn í deildina 40—50 nemendur. HVORT UM SIG STÓRAR FRÆÐIGREINAR Líffærafræði ásamt vefjafræði og fósturfræði annarsvegar og lífefnafræði hins vegar eru hvort um sig það stórar fræðigreinar, að fullkomið starf er að kenna og halda sér við í einni þeirra. Víðast á Norðurlöndum eru fjór- ir prófessorar í þessum fögum. María Markan heldur hljómleika n.k. föstudag E F FLETT er upp í „Hver er maðurinn?“ í Bandaríkjunum, finnst þar eitt íslenzkt nafn, María Markan, enda er hún víð ■ frægasta söngkona íslendinga. Enn einu sinni hefir frú María lagt leið sína til heimalandsins og hefir nú dvalizt hér í 2 vikur og hyggst eyða 5—6 vikum í viðbót hér, „eftir atvikum", bætir hún við. EFNIR TIL HÍ.JOMLEIKA I hafa sungið jafnvíða um heim og Öllum aðdáendum Maríu mun frú María, en hún fullyrðir, að vera það mikið ánægjuefni, að hún efnir til hljómleika hér n.k. föstudag, 15. okt. í Gamla bíó. Á söngskránni verða: Adeláide, eftir Beethoven lagasyrpa eftir María Markan ásamt tenórsöngv- aranum í Der Vampyr eftir Millöcker. Schuman, íslenzk lög eftir Árna Thorsteinsson, Pál ísólfsson, Þór- arin Jónsson, Emil Thoroddsen og Þórarinn Guðmundsson, flokk ur af enskum lögum og aríur eftir Wagner og Mascagni. Fritz Weiss happel mun annast undirleik. Engin íslenzk söngkona mun hvergi sé jafngott að koma og til íslands. „Mig var fárið að langa fjarska mikið heim, segir frú María. Síðast kom söngkonan hingað árið 1949 og hélt þá fjóra hljómleika og var þeim mjög vel tekið. BÚSETT í KANADA Frú María, sem gift er George Östlund kaupsýslumanni, býr nú í Kanada í nág’-enni við Montreal og hefir söngkonan bæði haldið þar hljómleika og sungið í út- varp. „Ég hef einnig kennt með mjög góðum árangri“, segir frú María. í bili eftir að ég þurfti að ann- ast heimili og barn, tók ég mér dálitla hvíld, en nú, þegar dreng- urinn er kominn nokkuð á legg á ég hægra um vik, segir frú Marla. Sonur Maríu er 10 ára gamall. Sem kunnugt er söng María Markan í Metropolitan óper- una í 2 ár. Fór hún þar með fjölda hlutverka, greifynjan í Fígaro, „hlutverk, sem virðist elta mig“, eftir Verdi, í Freischutz eftir Weber, í Cavalería Rusticana, og Der Vampyr eftir Millácker og ýmis fleiri hlutverk. Frú María var síðast hér heima 1949. Við bjóðum söngkonuna vel- komna og hlökkum til að hlusta á söng hennar. Þar að auki þarf kennarinn í líf- færafræði að halda við líffæra- safni deildarinnar. Má sjá ai þessu, að það er ofvaxið einura manni að hafa á hendi munnlega og verklega kennslu 150 nem- enda í þremur aðalfögum. ' I ÞÝÐINGARMIKIÐ STARF RANNSÓKNARSTOFUNNAR Þá rekur prófessorinn það I greinargerð sinni, þegar rann- sóknarstofa Háskólans í líffæra- og lífeðlisfræði var stofnuð kring um 1938. Skýrir hann svo frá þvi, að starfsemi hennar hafi jafnt og þétt aukizt, svo að nú starfa við hana auk prófessorsins, einn sérmenntaður læknir, Bjarni Konráðsson, sem jafnframt að- stoðar við verklegu kennsluna og tvær sérmenntaðar stúlkur. —. Fram til ársins 1950 var veitt fjárveiting til rannsóknarstofn- unar en á því ári barst rektor, háskólans bréf frá kennslumála- ráðuneytinu um að reynt yrði að draga úr útgjöldum Háskólans. Síðan hefur fjárveitingin horflð af fjárlögum. Telur prófessorinn augljóst, að jafn þýðingarmikill þáttur f kennslunni og verklega kennsl- an og aðstaða kennara til sjálf- stæðra rannsókna, geti ekki átt tilveru sína undir því að kenn- arinn reki rannsóknarstofuna & eigin áhættu og kosti eigin rann- sóknir og verklega kennslu að verulegu leyti. Frv, um ai fjöíga ¥! LAGT er til í frumvarpi frá rík- isstjórninni að föstum kennurum' við- stýrimannaskólann í Reykja vík verði fjölgað upp í fimm aukí skólastjóra. í greinargerð er þess getið, að nú starfa við skólann auk skóla- stjóra fjórir fastir kennaiar, einní í tungumálum og þrír í siglinga- fræði. i Nemendur í skólanum eru nú’ að jafnaði um og yfir 150 á árl hverju og vegna þessa mikla nem endafjölda, eru hinir þrír siglinga fræðikennarar störfum. hlaðniÐ allan veturinn og hafa orðið að kenna 15 stundir á viku — aulc skyldukennslunnar. Það er nær ókleift að fá stundaí kennara til að hlaupa í skarðið ef um forföll er að ræða Þykill þetta ástand ótryggt og óviðun- andi og því nauðsynlegt að fjölg- að verði kennurunum. Auk þessa eru í frumvarpinU nokkrar breytingar á því, unditl hvaða ráðuneyti stýrimannaskól- inn heyri og stafa þær af aðskiln. aði samgöngu og atvinnumála- ráðuneytisins. , MEXICO CITY, 5. okt. — Jaimd Rosenberg, major og fyrrverandi yfirmaður kommúnisku leynilög- reglunnar í Guatemala, var rænt frá heimili sínu hér í borg s.l. laugardag. Rosenberg var einn af fyrstu embættismönnunum útí stjórn Jakobs Arbenz til að leitEÉ hælis í Mexico.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.