Morgunblaðið - 12.10.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.1954, Blaðsíða 16
Veðurúili! í dag: SV-katdi eða stiimingskaldi. Skúraveður. jsttMitMfr SilfurVunglið Sjá leikdóm á blaðsiðu 9. 233. tbl. — Þriðjudagur 12. októbcr 1954 5 crct aldarsskilyrði til Jsess að aka reið- með hjálparvél f Nýju stjórnarfrumvarpi er viður- kennd mikil gagnsemi þessara ódýru farartœkja ALGERLEGA nýtt vandamál hefur komið upp í umferðarmálum, aðallega hér í Reykjavík. Tekin eru að flytjast til landsins í stórum mæli hjólatíkur knúnar hjálparvél og hefur það tíðkazt að strákar bruna um göturnar á þessum verkfærum, stundum all- glannalega, svo að það er til háska sjálfum þeim og vegfarendum Sngar reglur hafa verið um þessi hjól, ekki frekar en reiðhjól og eru sum þeirra í höndum barna, sem eru yngri en svo að það sé forsvaranlegt að láta þau fara með vélknúin farartæki. Þa€ er því tímabært, að stjórnarfrumvarp hefur nú komið fram á Alþingi um viðauka við bifreiðalög og eru þar ákvæði um notk- un þessara vélknúnu reiðhjóla. 15 ARA ALDUR Aðalatriðið í frumvarpi þessu er að enginn má stýra reiðhjóli með hjálparvé!, nema hann sé orðinn 15 ára að aldri og hafi næga kunn- áttu í akstri og umferðarregl- um að dómi lögreglustjóra, svo og næga andlega og líkam- lega hreysti. Má geta þess að þetta ald- ursákvæði er sízt hærra en í nágrannalöndum vorum. Það er t. d. í Danmörku miðað við 16 ára aldur. HEIMILD RITUÐ I VEGABRÉF Ætiazt er til þess að lögreglu- eíjórar veiti mönnum sérstaka heimild til að stýra reiðhjólum með hjálparvél, en ekki yrðí gef- ið út sérstakt ökuskírteini, heldur skal heimildin rituð á innlend vegabréf heimildarhafa. Z VIKNA ÆFINGATÍMI Þá er ákvæði um það að þeir sem óska eftir réttindum til að aka reiðhjóli með hjálparvéi. skulu tilkynna lögreglustjóra það með 2 vikna fyrirvara og fá þeir þá heimild til að æfa sig i akstri á ákveðnum svæðum og ákveðnum tímum næstu 2 vikur. Skal merkja hjól sérstaklega sem æfingahjól meðan þau eru notuð til þess. EKKI ÍÞYNGT MEÐ OF MIKLUM GJÖLDUM Það er tekið fram í frumvarp- inu, að fyrir skrásetningu og skoðun reiðhjóla skuli greiða sérstakt gjald í ríkissjóð, sem1 Sfokkseyrerbátðrnir STOKKSEYPI, 11. október — Stokkseyrarbátarnir, Ægir, sem verið hefur með þorskanet í Faxa flóa og Hólmsteinn II., sem stund að hefur reknetjaveiðar í Grinda víkur og Miðnessjó. Sögðu íor- mennirnir, að veiði hefði verið orðin sama og engin. Munu þeir dómsmálaráðherra ákveður. — halda kyrru fyrir, þar til vetr- Hinsvegar skulu þau vera undan - arvertíðin hefst. —Magnús. þegin bifreiðaskatti og öku- mannstryggingu. f greinargerð um þetta segir, að ekki sé ástæða til að íþyngja eigendum hjóla þessara með meiri útgjöldum en tryggingaið- gjöldum. Farartæki þessi eru, þegar frá eru talin not barna og unglinga af þeim, nær eingöngu notuð til nauðsynlegra ferðalaga, eru þægileg til þess að tiltölulega ódýr. Ef tekin yrðu af þeim öll gjöld, sem beifreiðum eða full- komnum bifhjólum, myndi notk- un þeirra sennilega falla niður Ekki sýnist neitt heldur rétt- læta ákvæði, sem mundu draga mjög úr notkun þessara þægilegu farartækja vinnandi fólks til og frá vinnu, annað en það sem nauðsynlegt er vegna almanna- öryggis. 260 REIÐHJÓL MEÐ HJÁLPARVÉL Þess skal getið að lokum, að það er fyrst á þessu og síðasta ári, sem slík reiðhjól eru farin að flytjast til lands- ins í stærri mæli en áður og munu nú vera skráð hér í Reykjavík um 260 slík reið- hjól. Kona stórslasast í umferðarslysi UM KLUKKAN hálf tólf á sunnu dagskvöldið var umferðarslys á Reykjanesbrautinni, við Þórodds staði. Var kona. Guðfinna Gísla- dóttir þar fyrir fólksbíl og stór- slasaðist. Hafði hún verið farþegi í strætisvagni survnan úr Hafn- arfirði. Er hún kom út á götuna bar að í sömu svifum fólksbíl. Skipti það engum togum, að bíl- stjórinn gat ekki forðað slysi og bíllinn rakst á konuna, sem kast aðist frá bílnum í götuna. Hún var tafarlaust flutt í sjúkrahús. Kom í ljós við læknisskoðun, að mjaðmargrindin hafði brotnað og er Guðfinna rúmliggjandi í Landsspítalanum. Þar sem Guðfínna fór úr stræt- isvagninum á móts við Þorodds- staði, fór fleira fólk úr vagnin- um og óskar rannsóknarlögreglan eindregið eftir því, að það komi til viðtals hið bráðasta í sam- bandi við rannsókn máls þessa. Málverkasýnlng ECjarvals kr. vinning- urinn á 1/1-miða HÆSTI vinningurinn í 10. flokki Happdrættis H:skóla íslands, 50 þús. krónur, kom á heilmiða, er dregið var í gærdag. Kom vinn- ingurinn upp á númer 5155 og er miðinn í umboði Anndísar Þor- valdsdóttur hér í bæ. — Næst hæsti vinningurinn, 10,000 kr., kom á númer 14127 og er það fjórðungsmiði. Eru tveir þeirra á Ólafsfirði, einn í Vík í Mýrdal og annar í Bíldudal. — Þá kom 5000 kr. vinningurinn einnig á heilmiða, númer 26873 og er hann einnig í umboði Anndísar Þorvaldsdóttur. AKUREYRI m i Wm. * Wrt iBi áiá im át ii ií REYKJAVÍK leikur Akureyringa: e7—e6 Úr fjárlagafrumvarpinu: Veitingaskattur folli niðar — 5 millj. kr. til atrinnn feóta — Sementsverksmiðja — Ný björgunorskúta 2 milli. kr. í endurreisn Skúlholts 1T FRUMV. til fjárlaga fyrir næsta ár, sem lægt var fyrir Alþingi s. 1. laugardag er gert ráð fyrir að veitingaskattur verði felldur niður. En hann var á fjárlögum þessa árs áætlaður 2,5 millj. kr. I athugasemdum við fjárlagafrv. nú er sagt, að veitingastarfsemi bafi átt erfitt uppdráttar hér á landi og hafi ríkisstjórninni þótt rétt að fella niður þennan skatt af henni. Þess megi og geta að innheimta veitingaskattsins hafi undanfarin ár verið verulegum vandkvæðum bundin. byggingar dvalarheimilis afvegaleidd börn. fyrir í frv. er gert ráð fyrir að fram-1 lag ríkissjóðs til þess að bætaj úr atvinnuerfiðleikum á einstök- um stöðum verði 5 millj. kr. Til framkvæmdasjóðs ríkisins verðx Af fjárveitingum til einstakra nýrra framkvæmda má nefna 2 millj. kr. til framkvæmda í Skál- holti, 750 þús. kr. til byggingar Kennaraskóla íslands, 1,6 millj. varíð 10 millj. kr. af ráðgerðum kr. til byggingar nýs mennta- greiðsluafgangi Af því fé gangi skólahúss í Reykjavík, 200 þús. 2 millj. kr. til byggignar nýs kr. til byggingar húsmæðrá- stjórnarráðshúss. i kennaraskóla, 400 þús. I:r. til L-..., ’WHRKflr-. SEMENTSVERKSMIÐJA OG BJÖRGUNARSKÚTA Til byggingar sementsverk- smiðju eru áætlaðar 2 millj. kr. og 500 þús. kr. til byggingar nýs björgunar- og varðskips fyrir Norðurland. Gert er ráð fyrir að 1. umræða fjárlaganna fari fram í þessaii viku, sennilega á fimmtudag. — Mun fjármálaráðherra þá gefa yfirlit um afkomu ríkisins á s. I. ári og það sem af er þessu ári. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins mun Magnús Jónsson 2. þ. m. Eyfirðinga taka þátt í þeim um- ræðum. Umræðunum verður eins og áður útvarpuð. Mjög mikil aðsókn var að málverkasýningu Kjarvals síðastl. sunnu- dag. — Sóttu sýninguna þann dag 900 gestir. Hefur slík aðsókB ekki verið að nokkurri annari málverkasýningu fyrr á miðju sýn* ingartímabili sem þennan sunnudag. — Málverkasýning Kjarvals verður opin út þessa viku. — Sjá grein um sýninguna á bls. 8. Gkkar hygsjónir hafa se.. sinn á framfarasóknina Ummæli Bjarna Benedikissonar mennla- málaráðberra í Hvalarfundi í gærkvðldi. SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉLAGIÐ Hvöt hóf vetrarstarfsemi sínu að þessu sinni með ágætum fundi í Sjálfstæðishúsinu í gær- kvöldi. Frú Guðrún Pétursdóttir setti fundinn í forföllum fox* mannsins, frú Guðrúnar Jónasson. Bauð frú Guðrún fundarkonur velkomnar og lét í Ijós þá vom sína að starf félagsins mætti standa með blóma á komandi vetrá eins og jafnan áður. FRAMSOGURÆÐA MENNTAMÁLARÁÐHERRA Síðan tók Bjarni Benediktsson, menntamálaráðherra, til máls. Kvað hann vel fara á því að átjórnmálaviðhorfið í landinu væri rætt á þessum tímamótum, þegar vetrarstarfsemi Sjálfstæð- isfélaganna í bænum væri að hefjast. Menntamálaráðherrann minntist síðan á það, að á síðast- liðnu sumri hefði íslenzka þjóð- in haldið upp á 10 ára afmæli lýðveldis síns. Á engu timabili hefðu orðið jafn gagngerar breyt ingar til góðs á íslandi og ein- mitt á þessum fyrstu 10 árum hins endúrreista þjóðveldis. — Framfarirnar blöstu hvarvetna við augum til sjávar og sveita. FORYSTUHLUTVERK SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Öllu þessu hefði þjóðin fyllstu ástæðu til að fagna, og þá ekki hvað sízt sá stóri hluti hennar, sem skipaði Sjálfstæðisflokkinn Hann væri eini fiokkurinn, sem hefði tekið óslitið þátt í ríkifistjóm allt þetta tímabil. Vaeri það ekki ofmælt að hann hefði öðrum fremur markað stjómarstefnuna. Það hafa verið okkar hugsjónir, sem hafa sett svip sinn á hina miklu framfarasókn, sagði menntamálaráðherrann. NOKKRIR MISBRESTIR Á Enn þótt margs góðs sé að minnast mætti þjóðin þó ekki ■úg þess að nokkrir mis- brestii* vc;ru í fari hennar. Veik- leiki stjórarfars okkar sprytti af því að sundrungaröfl þjóðfélags- ins væru of sterk. Bjarni Benediktsson ræddi síð- an nokkuð þann þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins að sameina stéttirnar til sameiginlegra átaka til eflingar eigin hagsmunum og alþjóðar. Hann minntist á sam- eiginlega hagsmuni verkamanna og atvinnurekenda og sýndi fram á nauðsyn þess að atvinnuvegir þjóðarinnar væru reknir á heil- brigðan grundvelli. Ennfremur gerði hann einstök dægurmál nokkuð að Umtalsefni, svo sem hinar, illskeyttu en gersamlega ástæðulausu árásir á hann sem menntamálaráðherra fyrir örfáar embættaveitingar. — Loks benti menntamálaráðherra á að Sjálf- stæðisflokkurinn væri eini stjórn málaflokkurinn í landinu, sem hefði möguleika á að vinna hreinan þingmeirihluta. — Það væri leiðin til þess að skapa hér heilbrigt stjórnarfar. Ræðu Bjama Benediktssonar var ágætlega tekið. Á eftir henni tóku til máls frk. María Maack og frú Anna Árnadóttir. Síðan var kaffidrykkja og fóru fram umræður um félagsmál. Fór þessi fundur Sjálfstæðiskvennafélags- ins Hvatar í öllu hið bezta fram. NAIROBI, 5. okt. — Ríkisstjórns Kenya tók í dag eignhrnámi fjóra jarðarskika, er voru í eigts Jomo Kenyatta, leiðtoga Mau- Mau hreyfingarinnar, en hann hefur veríð dæmdur til sjö ára fangelsisvistar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.