Morgunblaðið - 12.10.1954, Qupperneq 7
Þriðjudagur 12. okt. 1954
MORGVNBLAÐIÐ
7
Arni Einursson Múla-
koti úttræður
ARNI Einarsson, fyrrum bóndi
í eystri bænum í Múlakoti í
Fljótshlíð er áttræður í dag. Mér
er bæði ljúft og skylt að minnast
hans í fáum orðum.
Kynni okkar Árna hófust fyrst
vorið 1935, þegar það varð að
ráði Einars E. Sæmunds'ens, skóg-
arvarðar og hans, að komið var á
fót ofurlítilli uppeldisstöð fyrir
trjáplöntur í gömlum kálgarði
undir berginu austan við bæinn
í Múlakoti. Árna var áhugamál
að bjarga hinum fjölmörgu
reyniplöntum, sem árlega spruttu
upp úr garði hans framan við
bæinn, en Einar vildi fyrir hvern
mun reyna að koma uppeldi trjá-
plantna á rekspöl, en þá var eng-
in gróðrarstöð á öllu Suðurlandi,
nema ofurlítill vísir til slíks í
Fossvogi. Árni lagði fram land
endurgjaldslaust undir stöðina,
og þegar stöðin var stækkuð
fram í túnið hans síðar, var ekki
horft í töðumissinn, þótt Þverá
þrengdi að kostum jarðarinnar.
Auk þess hófst hann handa um
gróðursetningu á ýmsum trjáteg-
undum í brekkunni umhverfis
gamla kviabólið upp af gróður-
stöðinni árið 1939 ásamt Einari
E. Sæmundsen.
Ég hafði að vísu oft heyrt
minnst á Árna áður en kynni
okkar hófust, sem f og ekki var
að undra, því að hann var um
ýmislegt á undan sínum tíma.
Þegar A. F. Kofoed-Hansen,
fyrrum skógræktarstjóri, beitti
sér fyrir því að Þórsmörk yrði
friðuð fyrir ágengni fjár um og
eftir 1920, studdu þeir Björgvin
Vigfússon, sýslumaður, og Árni
í Múlakoti hann manna bezt. —
Þórsmörk er eign Fljótshlíðar-
hrepps, og þar hafði löngum vex-
ið mikil beit og ýmsir höfðu bar
fé á úíigagni. En svo var nú kom-
ið um 1920, að gróðurlendið á
Mörkinni var í stórri hættu, en
mikill hluti hennar þegar eydd-
ur.. Eins og gengur voru skoðanir
manna skiptar um þörf og nauð-
syn friðunar, enda áttu sumir
hagsmuna að gæta. Þá fór Árni
á hvern bæ í Hlíðinni og fékk
alla Fljótshlíðarbændur til þess
að láta landið af hendi til friðun-
ar. Þetta mun hafa verið 1923,
því að 1924 er hafizt handa um
friðun Merkurinnar.
Friðun Þórsmerkur er langtum
merkara starf en flestir hyggja
að lítt athuguðu máli. Án frið-
unar og með áframhaldandi beit
og landnotkun, eins og tíðkast
hafði, væri nú allur gróður horf-
inn úr Mörkinni og af Goðalandi.
Þá mundi Þórsmörk ekki þykja
yndislegi og fagri staður, sem
hún er. Hún væri svipur hjá sjón,
en nú mun hún sennilega af flest-
um vera talinn fegursti staður
landsins.
Þrátt fyrir að friðunin hefur
ekki ávallt verið eins góð og
skildi, er landið sem óðast að
gróa upp og það verður fegurra
og betra með hverju árinu sem
líður. Eiga því þessir þrír menn,
sem höfðu forgöngu um friðun
landsins, heiður og þökk skilið.
Þeir hafa íorðað verðmætum frá
glötun, sem aldrei hefði verið
unnt að endurheimta.
Ástæðan til þess að Árni lét
sig Þórsmörk nokkru skipta er
án-efa.sú, að hann hefur næm-
ara auga og betri skilning á lifi
og starfi náttúrunnar en flestir
aðrir. Honum er í blóð borin afar
næm athyglisgáfa, sem hann hef-
ur þroskað bg þjálfað af langri
lífareynslu.
Árni Einarsson er fæddur í
Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum,
og ólst hann þar upp fram á full-
orðinsár. Var hann bróðir Sæ-
mundar bónda og hreppstjóra
Einarssonar, sem bjó allan aldur
sinn í StóruMörk en er nú ný-
látinn. — Árni kvæntist Þórunni
Olafsdóttur í Múlakoti, systur
Sigurþórs Ólafssonar, sem um
fjölda ára hefur verið oddviti
þeirra Fljótshlíðinga. Þórunn er
látin fyrir allmörgum árum. —
Árni var síðari maður hennar.
Þeim varð ekki barna auðið, en
stjúpbörnum sínum gekk Árni í
föðurstað. Jörðina hefur hann nú
látið í hendur Guðmundi stjúp-
syni sinum, og hjá honum býr
hann með fáeinar skepnur.
Árni kom upp fögrum trjá-
garði á bæ sínum eins og sam-
býlisfólk hans, þau Túbal og
Guðbjörg í vestri bænum, og enn
er hann að koma upp garði aust-
an við gröðrarstöðina í Múlakoti.
Reynitrén í garði Árna munu nú
þegar eiga afkvæmi svo tugum
þúsunda skiptir víðsvegar um
land, og undan handarjaðri Árna
hefur og komið mesti sægur ann-
arra trjáa. Gömul kínversk sögn
hermir að sá, sem gróðursetji
tré, muni lengi lifa, og að andi
hans taki sér bólfestu í trjánum,
þar sem hann vakni á ný í hvert
sinn þegar trén laufgast í dýrð
vorsins. Ef þetta er rétt hermt
mun Árni ekki þurfa að kviða
framtíðinni þótt elli fari nú brátt
að sækja hann heim.
Óska ég Árna vini mínum Ein-
arssyni langra og góðra lii'daga
og býst ég við að margir munu
taka undir þá ósk með mér, því
að Árni á marga kúnningja og
vini, en enga óvini, því að hann
er svo vandaður til orðs og æðis
að af ber.
Ilákon Bjarnason.
— Mæ ði veikin
Framh. af bls. 1
legu tali hafa menn vanizt að
nefna mismunandi tegundir eða
afbrigði þessarar veiki með sama
nafni þó að líkindum sé hér um
tvennskonar sjúkdóma að ræða.
— Borgfirzka veikin, sem
gerði vart við sig árið 1934 og
gerði mestan usia í fé bænda. En
einkenni hennar er mikið vatns-
rennsli úr vitum hinna sýktu
Aiþingi
Framh. af hls. 1
Kosning kjörbréfanefndar,
skipuð 5 mönnum fór og fram
í S.þ. Þar sem aðeins var stung-
ið upp á fimm mönnum, voru
þeir sjálfkjörnir: Lárus Jóhann-
esson, Einar Ingimundarson,
Hermann Jónasson, Gísli Guð-
mundsson og Sigurður Guðnason.
Á þessum fundi var útbýtt
nokkrum nýjum stjórnarfrum •
vörpum. Meðal þeirra má nefna
frumvörp um breytingu á bif-
reiðalögum, þar sem reglur eru
settar um reiðhjól með hjálpar-
vél, um breytingar á hegningar-
lögum, sem fjallar um heimild til
að skilyrðsbinda frestun ákæru,
um breytingu á prentfrelsistil-
skipun, sem er um nafngreiningu
kinda. En hin þurra mæðiveiki
er menn kenna aðallega við Þing
eyjarsýslur hagar sér með allt
öðrum hætti. Vota mæðin drepur
kindurnar venjulega á nokkrum
vikum, en þær geta lifað með
þurramæðina í 3—4 ár, Enda
kom það greinilega í ljós í upp-
hafi að þurramæðin gerði greini-
lega vart við sig á árunum 1939—
1940, en votamæðin var farin að
drepa féð nokkrum árum áður.
Nú er komið nýtt upp á ten-
inginn er leiðir greinilega í ljós,
hve mikillar varúðar og aðgæzlu
þarf í mæðiveikivörnunum. —
Lungu úr kind hafa verið send
í Keldnastöðina frá Hlíð í
Hjaltadal. Við rannsókn hefur
það komið í ljós, að kind sú hefur
haft mæðiveiki í nokkur ár. Kom
sú kind í Hjaltadal vestan af
Ströndum úr hólfinu umhverfis
Hólmavík. Telja læknar líklegt,
að hún hafi verið flutt mæðiveik
í Hjaltadalinn þar vestan að, en
fé af Ströndum var kevpt í
Hjaltadal árið 1950. eftir að grun-
ur var kominn upp um mæði-
veiki í því fjárskiptahólfi.
í samtalinu við dr. Björn, Sig-
urðsson lét hann í Ijós þá skoðun
sína, að það væri einstakt happ,
ef hægt væri að útrýma svo bráð-
smitandi sjúkdómi sem mæði-
veikin er, með einu átaki í fjár
á útgefendum sakamálatímarita,
um afnám veitingaskatts, um nýya skiptum. Ekki sízt vegna þess að
ríkisborgara, um nýjan kennaru vitaÍ5 er hve lítið ber á kindum
við stýrimannaskólann, nýjan sem ganga árum saman með hina
prófessor í læknisfræði og fium- þurru tegund mæðiveikinnar.
varp að lagabálki um natturu- j Komi; segir hann þurramæði
Hæsíu viimingar
í 10. flokti Happ-
drætiis Háskólans
í DAG verða aðeins birtir hæstu
vinningarnir í 10. flokki. Happ-
drættis Háskólans, 1000 kr. vinn-
ingar og þar yfir.
50 þús. kr.
- 5155
10 þús. kr. *
14127 *
5000 kr. 26873 2000 kr.
4397 4719 5303 6137 7908
21440 29498 30394 32705 33261
34442 1000 kr.
984 1080 2645 3267 5474
8733 8997 9006 9418 12950
13260 13869 16130 18190 18531
19771 21134 21911 288411 27037
29203 29278 30771 33564 34944
Aukavinmingar, 2000 kr. 5154 5156
ipnar
vernd. Þá hafa og verið lögð fram
frumvörp um framlengingu á
ýmsum heimildum ríkisstjórnar
innar og leitað staðfestingar á
tvennum bráðabirgðalögum, um
yfirstjórn varnarmálanna og um
aðstoð við togaraútgerðina.
Magnús Símonarson á
Stóru-Fellsöxl 60 ára
MAGNÚS Símoarson,- bóndi á
Stóru-Fellsöxl í Skilmanna-
hreppi, er sextugur í dag (12.
okt.). Hann er Borgfirðingur að
ætt, fæddur á Iðunnarstöðum í
Lundarreyk j adal.
Á léttasta skeiði vildi Magnús
sjá sig um í heiminum og sigldi
í slóð feðra sinna — til Noregs.
Þar vann hann á búgörðum og
lærði margt nytsamlegt. — Um
skeið var hann á Brjánslæk á
Barðaströnd hjá séra Bjarna Sím-
onarsyni, bróður sinum, þeim
öðlingsmanni, en hefur búið búi
sinu á Stóru-Fellsöxl s.l. 20 ár.
Það er ekki ætlunin að segja
sögu Magnúsar á Stóru-Fellsöxl
að þessu sinni. Til þess er hann
of ungur, eins og hann líka ber
með sér, flestum kvikari og snar-
ari, og leynir sér ekki, að þar fer
íþróttamaður vaxinn upp úr jarð-
vegi ungmennafélaganna gömlu,
sem báru hugsjónaeldinn í bak
og fyrir á sinni tíð.
Magnús á Stóru-Fellsöxl er
mikill vinur og aðdáandi íslenzkr
ar moldar og gróðurs, og hefur
hann ekki legið á liði sínu að
bæta og prýða jörð sína. Getur
Magnús litið yfir vítt land og
fagurt, sem er ávöxtur framtaks
hans og iðju.
Vinmargur er hann og vinsæll
af sveitungum sínum, enda
drenglundaður og félagslyndur,
með afbrigðum hjálpíús og ör á
að greiða götu annara. Slíkir
menn eru ávallt sveitarprýði —
Magnús er menntaður maður í
þess orðs beztu merkingu, í senn
þjóðlegur og þjóðhollur, drengi-
legur á alla lund, réttnefndúr
kjarnviður, sem íslenzkt þjóðlíf
má aldrei án vera, ef dáð og
drengskapur á að búa í landinu.
Magnús Símonarson er kvænt-
ur góðri konu, Þórhildi Sigurðar-
dóttur, og eiga þau fjögur börn.
Margar hlýjar óskir berast þeim
upp í fé þar sem fjárskipti hafa
farið fram, er næsta líklegt að
ekki ýerði vart vcikinnar fyrr en
hún hefur verið svo lengi í kind-
unum, án þess að á beri, að þær
geti verið farnar að smita út frá
sér svo um munar, áður en nokk-
uð verður að gert. Þess vegna
eru líkur til að t.d. smitaðrr
kindur í Valþúfustofninum hafi
leynzt érum saman. Sama máli
er að gegna mcð féð frá Hlíð í
Hjaltadal.
Hins vegar er það eðlilegt og
skiljanlegt að bændur er hafa
árum saman haft tækifæri til
þess að ala upp hraustan fjár-
stofn séu farnir að telja sér trú
hjónum i dag og heimili þeirra. um, að sauðfjárstofninn. sé laus
Magnús. Megi eldurinn, sem við þenrian ófögnuð. Þeir eigi
enn brennur hið innra og við fullt í fangi með þegar frá líður
merkjum í göfugmannlegum svip ' að gera sér ljóst hve skæð þessi
þínum og finnum snerta okkur 1 pest er í sauðfénu, og vilji því
i traustu handtaki þínu — megi slaka á kröfunum til varkárni og
hann loga sem lengst. Þá ósk á aðgæzlu við mæðiveikivarnir. En
ég bezta fyrir sveit þina og sveit- 1 eftirgjöf og linkind í þessu efni
unga, hérað og sjálfan mig. Þér j virðist hin varhugaverðasta eins
og þinum óska ég alls hins bezta og sjúkdómstilfellin í Dölum
vestur og i Hjaltadal bera vott
J. M. G. um.
í bráð og lengd.
Skipstjórinn á Trölla-
fossi ekki siglt í því
líku fárvihri í október
UM MIÐNÆTTI aðfaranótt sunnudagsins kom Tröllafoss á ytri
höfnina, allmikið á eftir áætlun, frá New York. — Hafði
skipið lent í fárviðrinu mikla i lok fyrri viku, en sem kunnugt er
urðu viða skiptapar í því mannskaða-veðri.
MILLI GRÆNLANDS OG
ÍSLANBS
Ef veður hefði verið skaplegt,
átti Tröllafoss að vera hér á
föstudaginn. Ferðin gekk vel frá
New York og austur yfir hafið,
unz komið var á móts við Græn-
land. — Þar brast fárviðrið á, er
hélzt svo alla leiðina. — Var veð-
urhæðin 12—13 vindstig og stór-
sjór, svo sjólag var hið háska-
legasta, sjórinn var svo óreglu-
legur, eins og við sjómennirnir
köllum það, sagði Egill Þorgils-
son skipstjóri á Tröllafossi, í sam-
tali við Mbl. í gær.
EgiJl skipstjóri gat þess, að
hann minntist þess ekki í sinni
sjómannatíð, að hafa hreppt
slíkt fárviðri á þessum tíma
árs, í þau 40 ár, sem hann
hefur vcrið í siglingum.
LÉTU REKA ÞRISVAR
Þrívegis urðum við að láta
þetta stóra skip reka og varðist
það furðanlega vel hinum ægi-
legu sjóum. — í eitt skiptið er
við urðum að leggjast, vorurn
við á lensi, sagði skipstjórinn.
Þrátt fyrir erfiða ferð, í mann-
skaðaveðri þessu, varð ekkert
sérstakt að hjá Tröllafossi og
lagðist hann við Ægisgarðinn
fullur af vörum á sunnudags-
morguninn.
FYRSTU reglulegu tónleikar
Sinfóníuhljómsveitarinnar á
þessu hausti fóru fram í Austur-
bæjarbíói þriðjudaginn er var,
undir stjórn Olavs Kiellands. —
Efnisskráin var ágætlega sam-
stillt. D-dúr sinfónia Haydns (nr.
86), Coriolart-forleikur Beeíhov-
ens, og áttunda sinfónía hans
mynduðu samfellda stígandi frá
hinni heiðu Jífsspeki öðlingsins
Jóseps Haydns, um svið storms
og stríða Coriolan-harmleiksins
fram til gleðinnar, — hinnar há-
leitustu gleði eins og hún birtist
í áttundu sinfóníu Beethovens en
hún var flutt af slíku íjöri, að
lófataki áheyrenda Jinnti ekki
fvrr en löngu cftir að verkinu
lauk.
Sinfóníurnar tvær hljómuðu
nú í fyrsta sinn í tónleikasal hér-
lendis, og mætti raunar segja hið
sama um Coriolan-forleikinn,
þótt í óeiginlegri merkingu sé,
því að þegar Olav Kielland held-
ur á taktsprotanum fá tónverkin
jafnan nýjan hreim, jafnvel þau,
sem við þóttumst áður þaul-
þekkja. Hann á þá innri glóð,
sem lífgar og vermir; veldur
hugarróti með hlustendum og
veitir þeim nýja sýn og nýjan
skilning. Við vitum nú, að það er
rangt, sem hermt er, að minnst
sé í áttundu sinfóníuna spunnið
þeirra systranna níu, þótt hún sé
þeirra bjartieiutst; í henni birtist
sú himinsýn, sem Beethoven
hlaut að sigurlauhum eftir sína
þungu þrautagöngu um lífsins
veg og níunda og síðasta sinfón-
ían lýsir einnig, að vísu með öðr-
um og dramatískari hætti.
Um Beethoven má með sanni
segja að hann var „guðlegt
skáid“, en það er aðeins á fárra
i útvaldra færi að koma okkur
hiustendum í fullan skilning um
það. En því meiri þakkir eiga.
þer skilið, sem þess eru megnug-
ir. —
Hljómsveitin getur hrósað
happi yfir samvinnunni við Olav
Kielland. Vegur hennar vex við
hvert átak, og þáttur hennar í
lífi okkar hinna vérður æ ríkari.
N.jóti hún heil handa!
Vikar.
VATIKANIÐ. — Utvarp Vatí-
kansins hefur tekið að útvarpa
á sænsku, dönsku og norsku á
hverjum miðvikudegi. Útvarpið
bendir á, að ástæðan sé aukinn
fiöldi babólskt trúaðra manna á
Norðurlöndum.