Morgunblaðið - 12.10.1954, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 12. okt. 1954
Óperetlan NHouche
sýndí 20. sinn
í KVÖLD verður óperettan
Nitouche sýnd i Þjóðleikhúsinu í
20. sinn. Sú breyting verður á
leiksýningunni að þessu sinni, að
Lise Kærgaard og Erik Bidsted
hallettmeistari dansa í stað Sig-
ríðar Ármann og .Jóns Valgeirs
Stefánssonar. Sýningin hefst kl.
20. Mun nú hver síðastur að sjá
óperettuna, þar sem fáar r.ýningar
munu vera eftir
safnaðarins
ÞAÐ er nú þriðja árið í röð, sem
Fíladelfíusöfnuðurinn í Reykja-
vík hefur biblíuskóla. Aðal-
kennari við skólann verður
Kristian Heggelund frá Bergen.
Heggelund kenndi við biblíu-
skólann í fyrra, en þá leyndi það
sér ekki, að hann var mikill
fræðari og kennimaður í Orði
Guðs. Af þe-irri reynslu, sem
söfnuðurinn fékk af honum þá,
réðst það, að söfnuðurinn skyldi
kalla hann aftur í þetta starf.
Túlkur verður Einar Gíslason
frá Ve. — Skólinn var settur s.l.
sunnudag kl. 5 í Fíladelfíu. Bib-
líulestrar verða haldnir dag
hvern þessa viku, að minnsta
kosti kl. 2, 5 og 8,30, nema
fimmtudag og laugardag. Þá daga
verða vakningarsamkomur haldn
ar kl. 8,30, í Fíladelfíu, nema öðru
vísi verðið ákveðið síðar.
Áætlað er að biblíuskólinn
standi yfir allt upp í þrjár vikur.
Öllum er frjálst að sækja biblíu-
lestra þessa, og fólk er hvatt til
að reyna að sækja þá eins og það
framast getur.
HAGNAR JONSSON
hæstarétlarlögmaSur.
LSgfræðistörf og eignaumsýsia.
Laugavegi 8. — Símí 7752.
PASSAMYNDIR
Teknar í dag, tiibúnar á morgun
ERNA & GIKtKUB
Ingólfs-Apóteki
Magnúb Thorlacius
hæstaréttarlögmaSur.
MálOutumestkrílitoft
A.8alstrseti 9. — Sími 1875
Jónína Hannesdótfi
freyja - fáein minnin
LÁTIN er þann 3. þ. m. ágæt
húsfreyja, Jónína Hannes-
dóttir, Nönnugötu 5 hér í bæ.
Fædd var hún að Vola í Hraun-
gerðishreppi hinn 7. ágúst 1888.
Ólst hún upp með foreldrum sín-
um oft við lítinn kost en ærna
vinnu og erfiði mikið, eins og
títt var um þær mundir með al-
þjóð manna. Þegar í æsku fór
hún að heiman og tók að vinna
fyrir sér „hörðum höndum". Á
ýmsum stöðum dvaldist hún
þetta tímaskeið og var á vistum
með vandalausum.
Misjöfn reynast hjúum geð hús
bændanna, hlýja þeirra og um-
önnun fyrir hag og heillum
vinnufólks. Sumum fer með á-
gætum, öðrum fatast. Reyndi
margur hvorttveggja, Jónína
einnig. En engan húsbænda
sinna bar hún lastmælum og lof-
aði það, sem vel var.
Árið 1917 giftist Jónína Hall-
dóri Jónssyni frá Mjósundi í Vili-
ingaholtshreppi, en það hið sama
ár fluttust þau til Reykjavíkur.
Fyrstu árin bjuggu þau á ýms-
um stöðum í bænum en hin síð-
ustu mörg í kyrlátu húsi við
Nönnugötu. En þangað kom kall-
ið til húsfreyjunnar sunnudaginn
annan, er var.
Börn áttu þau hjón sjö. Létust
tvö fyrr en móðir þeirra. Dótt-
ur, Aleviu Margrétu, misstu þau
fárra daga gamla. En son, upp-
kominn, misstu þau síðastliðið
sumar. Hin fimm gleðja nú dap-
urt geð aldins föður, þegar
slokknað er nú hið sælasta ljós
Kryddvörur
Allrahanda
Anískorn
Engifer
Eggjagult
Finkull
Hjartarsalt
Kanill
Kardeniommur
Karry
Kúmen
Lárviðarlauf
Muskat
Natron
Negull
Pipar
Saltpétur
Allt I. flokks vörur.
H. Benediktsson & Co. h/f.
Hafnarhvoli. — Sími 1228.
augna hans, ásamt tveim dóttur-
sonum, sem ólust upp hjá afa og
ömmu. Öll þessi og önnur ást-
menni lesa nú þá minningastaíi.
sem ástúð göfgrar konu reit á
þeirra hugarspjöld.
Jónína var fríð kona sýnum og
vel á sig komin, glöð í bragði og
vel skapi farin, þótt mæða og
andstreymi mörkuðu djúpar
rúnir í svip og fas. Hög var hún
til verka og sístarfandi, heimilis-
rækin og kyrlát, dygg húsfreyja
og góð móðir börnum sínum, vin-
um sínum trygg og jafnan þolin-
móð í andstreymi og örðugri
baráttu.
Um langt skeið ævinnar var
heilsa Jónínu tæp. Mun hún oft
hafa staðið höllum fæti að leik.
En þó átti hún orku til að heyja
sjúkdómsbaráttu árum saman
með kærri dóttur og elskuðum
eiginmanni. En þegar sigur
vinnst, gleðst hugur og sinni.
Þegar veðri slotar, skín sólin feg-
urst. Vaxandi hreysti og batn-
andi hagur er mikill fögnuður
þeim, sem baráttuna háðu.
Eg var einn í vinahópi Jón-
ínu. Eg þakka góðvild og tryggð.
Ástvinum votta ég samúð.
Þegar hinir „kyrrlátu í landinu"
kveðja og hverfa frá stöðu og
starfi, fer enginn gnýr eða storm-
viðri um.
„En ilmur horfinn innir fyrst
urtabyggðin hvers hefur misst.“
Þannig er nú í vinahópi Jón-
ínu Hannesdóttur.
Fari hún í friði.
Gunnar Jóhannesson.
Haustmót Tafl-
félags Reykja’
víknr að hef jast
HAUSTMÓT Taflfélags Reykja-
víkur hefst á miðvikudagskvöld
og verður keppt í þrem flokk-
um: meistara, 1. og 2. ílokki.
Góð þátttaka er í mótinu og
hafa rúmlega 30 látið skrá sig
þar af 8 í meistaraflokki. Fyrst
um sinn, en mótið mun standa
fram í nóvember mánuð, verður
teflt á miðvikudags- fimmtudags
og á sunnudögum í fundasal
Slysavarnafélagsins.
BÆJARBÍÓ
i
ÍTÖLSK KVIKMYNDAVIKA:
Síðasta stefnumótið
ALIDA VALLI
Myndin var talin ein af 10 beztu myndum, sem sýndar
voru í Evrópu 1952. — Sýnd kl. 7 og 9
MESSALÍNA — Sýnd miðvikudag.
SUNNUDAGUR í ÁGÚST — Sýnd fimmtudag.
TVEGGJA AURA VON — Sýnd föstudag.
LOKAÐIR GLUGGAR — Sýnd laugardag.'
Sími: 9184.
Þriðjudagur F. í. H. Þriðjudagur
DANSLEIKUR
í Þórscafé í kvöld klukkan 9.
Hljómsveit Jónatans Olafssonar
Hljómsveit Gunnars Ormslev
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7 og eftir kl. 8.
• <
Þriðjudagur F. í. H. Þriðjudagur
a
:
s
s
■
Tilboð óskast
í að byggja slátur- og frystihús fyrir Sláturfélag Austur- J
Húnvetninga, Blönduósi. —- Teikninga og útboðslýsing- ;
ar má vitja á skrifstofu félagsins, og skulu tilboð komin !
fyrir 18. þessa mánaðar. J
Blönduósi, 6. okt. 1954
Sláturfélag Austur-Húnvetninga. ■
:
But their wacning is^lost
IN THE 9CREAMING WINDS, AND
THE EXHAUSTED OCCUPANTS OF
THE IGLOO SLEEP UNDISTURBED
MARKÚS
ot-wa
***** O-mW
1) — Hundarnir rísa upp hvei
á fætur öðrum og góla kvíða-
fullir, því að þeir verða varir við
einhverja hættu, sem er í nánd. húsin, þó ekki við gólið í hund- hugmynd um hvað úti gerist.
2) — Vegna illviðrisins vakna unum, og hafa því ekki minnstu / ' j
hinir þreyttu ferðalangar í snjó-1 . .