Morgunblaðið - 13.10.1954, Blaðsíða 14
' u
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 13. okt. 1954 ]
-■
N I C O L E
Skaldsaga eftir Katherine Gasin
i
Framhaldssagan 65
.— alls þess, sem þú sjálf óskar
þér“. Hann brosti, sneri sér hvat-
lega við. Dyrnar lokuðust á eftir
honum.
Nicole sat grafkyrr. Hann var
‘ farinn .... Lloyd, hann, sem hún
þráði svo mjög að kæmi aftur,
hann, sem hún hafði kallað á í
hljóði. Hann var farinn. Hún
hafði vísað honum á dyr. Hún
hugsaði hratt — stökk á fætur
og ekkert heyrðist þó hún á inni-
skónum þyti niður teppalagða
stigana.
Hún heyrði að hann var að
fara út um útidyrnar. Adams
sást hvergi.
„Lloyd!“ kallaði hún. „Lloyd!“
Hann sneri við og gekk aftur
að stiganum. Hún greip í stiga-
riðið; kverkar hennar voru þurr-
ar. Hann kom upp stigann og
sagði: „Hvað viltu?“
„Ég vil fara með þér“, sagði
hún lágri en ákveðinni röddu.
Hann horfði fast á hana; hún
var föl og augu hennar stór og
hiðjandi.
„Farðu þá og klæddu þig. Ég
skal bíða“.
Nicole kinkaði kolii og þau
gengu saman upp stigá^p. Hún
vísaði honum aftur inn í vinnu-
herbergið.
„Ég skal ekki verða nema tíu
xnínútur“, sagði hún og hljóp að
herbergisdyrum sínum.
Ellen varð höggdofa af undr-
un. „Það er óhugsandi, úngfrú
Nicole, það er það sem það er.
Og hvað skyldi írænka yðar
segja?“
„Ó, Ellen, tefðu ekki“, sagði
Nicole. „Ég ætla aðeins að borða
rneð honum hádegisverð".
„Aoeins!“ hrópaði Ellen um
leið og hún bisaði við að loka
renniiás. „En hvað um Lanford
greifa? Hann býst éinnig við að
borða með yður“.
„Honum er alveg sama um það,
þó hann borði heima einu sinni“.
„Hvað á ég að segja honum,
þegar hann kemur, ungfrú Nic-
ole?“
„Að ég hafi farið út með dr.
Eenton. Hann kemst að því nógu
snemma".
„Og lady Gowing? Á ég að
segja henni það sama?“
Nicole kastaði morgunskónum
af fótum sér. „Þegar þú segir
Iris frænku frá því þá skaltu
krossleggja fingurna. Það getur
verið að ég muni iðrast gerða
minna — en það er þess virði.
Það er aðeins í nokkrar klukku-
stundir. Það getur ekki skipt svo
rniklu máli“.
„Ég veit ekki, ungfrú Nicole.
Ég held að það sé samt ekki rétt.
Dr. Fenton.... ja.... það sem
ég á við er það, að ég gæti ekki
ímyndað mér að nokkur annar
rnaður, sem þér þekkið, gæti
einu sinni stungið upp á svo vit-
leysu“.
„Þeir hinir myndu gera það —
en þeir eru bara ekki svo snið-
ugir að þeim detti slíkt í hug“.
„Ameríkumenn eru svo hraðir
í öllu, sem þeir gei'a“.
„Já, Ellen, það eru þeir. Þeir
láta ekki grasið gróa undir fót-
um sér“. Hún greip til töskunn-
ar sinnar og hanzkanna og þreif
kápu úr opinni ferðatöskunni.
Ellen gapti. „Ungfrú Nicole.
Þetta er nýja kápan yðar! En
.... hún átti að vera í brúðkaiips
ferðina!“
„Ellen“, sagði Nicole um leið
og hún klásddist kápunni. „Ég
hef oft komið þér á óvart í morg-
un.-Og ég geri það kannski eínu
fiinni enn, því ég skal segja þér,
sendisveinn
óskast strax
3ílci*öiml>JaMÍ)
Sími 1600
að ég hugsaði hvorki um David
né brúðkaupsferðina, þegar ég
keypti þessa kápu“. Hún gekk að
dyrunum og opnaði. „Ég var að
hugsa um það, hversu mjög dr.
Fenton mundi dást að mér, þegar
hann sæi mig í henni“.
Dyrnar lokuðust að baki henn-
ar.
„Mér dettur í hug að við för-
um til Ishvans", sagði Lloyd um
leið og þau óku frá húsinu. „Það
er kyrrlátara þar“. Hann leit til
hennar með ertnissvip. „Þú vilt
að sjálfsögðu ekki láta nokkurn
mann sjá að þú sért að fara út að
I borða með mér. Hvað mundi fólk
segja?“
Veitingastofa Ishvans var svo
til auð og tóm svo snemma morg-
uns. Þar inni var bjart. Það var
tendrað á borðlömpunum og þau
vörpuðu skemmtilegri birtu um-
hverfis. Úti var grátt og helli-
rigning. Ishvan kom að borðinu
til þeirra. Andlit hans ljómaði og
hann var heldur ófrýnilegur á-
sýndum, því birtan frá borðlamp
anum féll þannig á undirhökur
hans.
„Dr. Fenton!" sagði hann. „Það
gleður mig óumræðanlega að sjá
yður hér aftur! Það er svo óra-
langt síðan að þér komuð hingað,
að ég hélt að þér væruð farinn
heim, er konan mín sagði að þér
munduð ekki fara án þess að
koma hingað og kveðja".
„Kona yðar hefur rétt fyrir
sér, Ishvan. Það mundi ég ekki
gera“.
Ungverjinn brosti.
„Hvað má bjóða þér, Nicky?“
spurði Lloyd.
i „Ég veit það ekki“, svaraði
. hún. „Ég er .... ég er ekki mjög
' svöng“.
j Lloyd leit til hennar spurul-
um augum. „Hefur matarlystin
skyndilega horfið? Það var
slæmt“. Síðan sneri hann sér að
■ Ishvan og pantaði og Ishvan
hvarf fram í eldhúsið.
Nicole leit í kringum sig. „Hér
hefur ekkert breyzt, finnst þér
það?“
„Nei, hér hefur ekkert breyzt.
Það er ósköp heimilislegt og
þægilegt hér. Þess vegna breyt-
ist það ekki. Aðeins það, sem er
óvenjulegt breytist. Þú hefur
breytzt".
Hún svaraði engu. Henni
fannst sem hún gæti ekkert sagt.
„Þú ert ekki hamingjusöm, er
það, Nick?“
„Ef ég segði þér, að ég væri
óumræðilega hamingjusöm,
mundir þú þá trúa mér?“
„Ég mundi segja að þú segðir
ósatt“.
Hún leit niður á borðdúkinn.
„Ég hef aldrei getað sagt þér ó-
satt, er það?“
Hann teygði sig yfir borðið og
tók um hendi hennar. „Um leið
og ég sá þig í morgun, sá ég þeg-
ar, að þú hefur ekki öðlast ham-
ingjuna. Hvað er það. Nick?
David .... elskarðu hann ekki?“
„Ég hef aldrei elskað hann“.
„En hvers vegna fórstu þá....?
Nick, ég held að ég muni ekki
skilja þig núna — og enginn ann-
ar mun skilja þig! “
Framreiðslustúlka kom með
súpu.
„Þú ert í dálítilli klípu, Nick“,
sagði hann. „Ef þú ert skynsöm
þá kannski komumst við að ein-
hverri niðurstöðu. Ef ekki....“
hann yppti öxlum.
„Elskar þú mig ennþá?“ spurði
hann án þess að líta upp.
Spurningin kom henni á óvart.
„Já“, sagði hún ákveðið.
„Ertu viss um það?“ spurði
hann. „Manstu eftir stráknum
sem alltaf hrópaði að hann hefði
séð úlfinn?“
„Lloyd, gerðu ekki að gamni
þínu. Ég tala í alvöru“.
„Það gerir allt dálítið auðveld-
ara viðfangs". Hann þagnaði og
leit á hana. „Ég geri ráð fyrir að
þú vitir þetta með Lucille Bour-
donney. Það var hún sem sendi
mig hingað. Hún hélt að það
f bökliint segrtr frá fiinm hct.ium, sem I janðnrraánufíi 192S
Iff KÍtt 1 hættu til nft h.jarmi hörnunum 1 Nome f Alaska
frá þvf ah veriJa barnaveikisöttkveikjunnf afi bráti. — Eiim
þessnrn manna var Leonard Seppala, sem mést hér 6 mynilinni
meb tvo af uppáhaldsliiinduiu sínum. Hunn fæddftst í Sjervöy
fl Itofoten f Noregi áriíí 1878. Áriö IJMH) för hnnn tii Alaska
á vegum Jafets Lindeberg, þess er fyrstur fann gull í Alnskn.
I*ar byrjnbi hann sem ^iillftgrafari og var um hrtfi verkstjöri
hjá fgullnámufélagi. — I»á för liann ab taka þátt f kappakstri
meV hundasleöa, sem fram för á liverju ári meU þátttakend-
iim fir öllu Alaska. I*rjfi ár í rö* varö hann slgurveKari f þess-
iim Alaska-kappakstri. Ekib var næstum 70 norskar mflur,
osr feröin stöö yfir í 78 kliikkiistundir. Ilann varö einnigr
HlRurvegari f slíkum kappakstri vifta 1 Randaríkjuniim og
varö fræ^ur sem mesti liundasleöaekill heimsins.
hefur unniö fleiri slíka
knppakstra opr sett fleiri
met en nokkur annar á
þessarl jörö.
En sfna mestu hetjudáö
drýgbi hann áritl 1925, er
hnnn hnuö byrginn hinum
miklu vetrarhörkum f Ai-
nskn ogr flutti ásamt fjör-
um öttrum mðnnum barna-
vefkimebul til Nome »g
bjnrgnbi þannig; hundruö-
um mannslffu.
f»essi sncra um knppakst-
nrliin fl Alnska hefur tvisv.
ar verib grefin fit á þýzku,
bæöi f Ilerlfn og’Wien. —
Auk þess hefur hfin veriö
þýdd á bfilfgörsku og króa-
tflsku. Útvarpsleikrit: hefnr
veritf sumiö upp fir henni
og fitvnrpaö þrisvar á
tékknesku og einu sinni á
máll Slóvaka. — Og hér í
fitvarpinu voru lesnir kafl-
ar fir bókinui fyrir nokkr-
iim árum og vöktu mikla
hrifningru ungrra sem gam-
alla. — ftókin fæst f öllum
bðkaverzlunuin.
Hann
1
Verzlunarstarf
Piltur 15—17 ára óskast til verzlunarstarfa
nú þegar. — Tilboð merkt: „Skóverzlun —
s 506“ leggist inn á afgr. blaðsins fyrir laug-
ardagskvöld.
Jóhann handfasti
tHmrnd
ENSK SAGA
37
Mér tókst að komast til Englendingsins. Hann var lifandi,
en meðvitundarlaus og ég tók hann og hálfdró hann í skjói
undir bogagöngum. Svo hljó ég út í ryskingarnar aftur.
Nú kvað við hófadynur og Ríkarður konungur kom þeys-
!andi að með nokkra af riddurum sínum. Bardagalýðurinn
þurfti ekki annað en sjá hann þar sem hann fór hár og'
fyrirmannlegur, þá eefaðist hann óðara. Þarna stóð hann
í ístöðunum og kallaði til þeirra með sinni djúpu, þrótt-
miklu, hreimfögru röddu og skipaði þeim að hætta að berj-
ast. Hann leiddi þeim það fyrir sjónir méð hógværð, en
| jafnframt með konunglegri tign, að þeim bæri að sýna hver
| öðrum sáttfýsi og vinarþel, og hann lýsti því yfir að hann
væri kominn til Sikileyjar í friðsamlegum erindagjörðum,
aðeins til að vinna að pílagrímsför sinni. Þessi vitru og góðu
orð þessa volduga konungs sefuðu reiði bæði pílagríma og
eyjarskeggja, svo að þeir dreifðust sneyptir á svip.
Margir voru með blóðug höfuð, aðrir voru haltir og enn
aðrir báru burtu vini sína, sem höfðu særzt höfðu í róstun-
um. Konungur beið þangað til torgið var orðið mannlaust.
þá kallaði hann mig til sín og sagði, að það hefði verið rétt
Igert af mér að senda eftir sér.
| Þannig var friði komið á aftur, en hann stóð ekki lengi,
! því að djöfullinn, hinn forni óvinur mannkynsins, gerði öli
j hin góðu verk konungsins að engu, því að hann er aldrei
ánægðari heldur en þegar kristnir menn tortíma hver öðrum,
og strax daginn eftir þrutust út ennþá banvænni róstur á
milli borgarmúgsins og manna okkar.
,S A F sl V E ít K 5 M I Ð J A N „SJ 0: F N ý AK l> R E Y R \'