Morgunblaðið - 24.10.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.1954, Blaðsíða 8
MOKGUJS BLAtflÐ Sunnudagur 24. okt. 1954 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. íullt samkomulag um framtíð Saar FREGNIR herma að nú sé síð- asta steininum velt úr vegi fyrir því að endanlegt samkomulag ná- ist milli þjóða Vestur-Evrópu um varnarsamstarf. Þessi síðasti steinn var Saar-vandamálið. Til- kynnt var í gær að þeir forsætis- ráðherrarnir Adenauer og Mendés-France hefðu komizt að fullu samkomulagi um framtíð- arstöðu þessa litla en mikilvæga landsvæðis. Saar er 2500 ferkílómetra hérað á landamærum Frakklands og Þýzkalands og hefur eina milljón íbúa. Saar er sérstaklega verð- mætt hérað í augum nágrann- anna fyrst og fremst vegna þess, að þar eru geysimiklar kolanámur. Ársframleiðsla þeirra nemur um 16 milljón smálestum og í sambandi við þær er stálbræðsla þar sem 3 milljónir smálesta af stáli eru framleiddar árlega. Það eru þessi auðævi jarðar, sem hafa gert héraðið að þrætuepli og heimsvandamáli. Við Versalasamninga eftir fyrri heimsstyrjöldina var Saar aðskilið frá Þýzkalandi og sett undir lögsögu Þjóðabandálagsins, þó þannig að þjóðaratkvæða- greiðsla skyldi fara fram eftir 15 ár, þar sem framtíð héraðs- ins yrði ákveðin. Þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram í febrúar 1935 og greiddu 477 þúsund með sameiningu við Þýzkaland, 46 þús. vildu áfram- haldandi stjórn Þjóðabandalags- ins og 2000 vildu sameiningu við Frakkland. Skv. þessu var Saar- héraðið sameinað Þýzkalandi og varð það þeim mikill styrkur við vígbúnaðinn. Eftir síðari heimsstyrjöldina hernámu Frakkar Saar. Þeir komu þar á fót innlendri lands- stjórn og í október 1947 voru haldnar kosningar til fyrsta lög- gjafarþings Saar-búa. í þeim var staðfest að íbúarnir æsktu eftir efnahagslegu sambandi við Frakkland, þar sem stjórnmála- flokkarnir sem voru hlynntir því hlutu 90% atkvæða. Þjóðverjar mótmæltu þessum kosningum og sögðu að þær sýndu ekki vilja íbúanna. Það má sjá hve mikilvægt Saar-héraðið er af því að þar er framleiddur þriðji hlutinn af allri kolaframleiðslu evrópsku stál og kola-sam- steypunnar og þriðji hlutinn af stálframleiðslunni. Árið 1952 kom Schuman utanríkisráðherra Frakka með þá tillögu, að Saar-héraðið yrði gert að Evrópu-héraði. Síðar var tillaga hans aukin og var hún orðin með þeim hætti að Saar skyldi verða al- þjóðasvæði Evrópu. Skipa skyldi landsstjóra, sem ekki mátti vera Þjóðverji né Frakki né Saarbúi. Þegar Adenauer átti viðræður við Bidault utanríkisráðherra Frakka í fyrravor féllst hann á þetta fyrirkomulag á stjórn Saar-héraðsins. En síðustu daga einmitt þegar verið var að ganga endanlega frá samningunum um landvarnir Evrópu og sjálfstæði Vestur-Þýzkalands, virtist sem Þjóðverjum hefði snúizt hugur Útvarpshiusfendur í dagskrénni Keppa í spurningaþætti til verðlauna SPURNINGAÞÁTTUR Sveins Ásgeirssonar í útvarpinu í vetur mun verða með nýstárlegu sniði. Verður hann tekinn upp á segul- band tveimur kvöldum fyrir út- sendingu og almenningi gefinn kostur á að taka þátt í þeim get- raunum, sem þar verða háðar. Fyrsta upptakan verður gerð í Þjóðleikhúskjallaranum annað- kvöld, mánudaginn 25. okt. Verð- „ . „ ... laun verða veitt, sem eru mörg og fram komu akveðnar krofur „ „ „ , , . *. „ * , . ^ hundruð krona virði, og verður þeirra um að stefnt yrði að þvi endanlega að Saar-héraðið sam- Séra Óskar J. Þorláksson: Sameinuðu þjóðirnar oy kirkjan i einaðist Þýzkalandi. Bárust þær fregnir út um heim inn í fyrradag, að nú væri það einvörðungu deilan um Saar- héraðið sem stæði í vegi fyrir endanlegu samkomulagi. En í gær var þó að lokum gefin út tilkynning um að endanlegt sam- komulag hefði náðst á fundi þeirra Adenauers og Mendés France. Það þykir athyglisvert, að þegar kommúnistablaðið hér í bæ sagði frá ugg manna, að sam- komulag kynni að verða tor- fengið í Saar-deilunni, þá var slíkur fagnaðarhreimur í frásögn þess að engu var líkara en það hefði himinn höndum tekið. Þá var hátíð hjá þeim ef Saar-hérað- ið gætí áfram orðið bitbein og árekstrarefni milli nágranna- þjóðanna Frakka og Þjóðverja. Þrátt fyrir baráttu kommún ista gegn samstarfi og vináttu spurningunum hagað þannig, að . rétt svar er annað hvort já eða ' nei. Af því dregur þátturinn nafn sitt og heitir „Já eða Nei“. j Þá munu einnig koma fram í þættinum þeir sömu, er tóku þátt í „Gettu nú“ í fyrra vetur, og fá þeir nú ný viðfangsefni til úr- lausnar. | Aðgöngumiðar á 10 kr. verða seldir við innganginn, og verður húsið opnað kl. 20.30. DAG verður Sameinuðu þjóð- anna minnzt við guðsþjónust- ur hér á landi og í kirkjum víða um heim verður beðið fyrir því þýðingarmikla starfi, sem Sam- einuðu þjóðirnar hafa með hönd- um. Þetta er eðlilegt og sjálfsagt, því að starfið, sem þær vinna er í samræmi við fagnaðarboðskap kristindómsins og þær hugsjónir friðar og bræðralags, sem hann flytur mannkyninu. Þjóðabandalagið og Sameinuðu þjóðirnar eru fyrstu stóru átökin í félagslífi þjóðanna, til þess að vinna að friðarmálunum, og þó að enn virðist furðu langt að markinu, hefur þegar mikið á- unnizt. Þeir, sem byggja líf sitt á grundvelli trúarinnar, þeir líta svo á, að Guð sé herra lífsins og tilverunnar og að vinna fyrir frið og bræðralag í heiminum sé að vinna að því, að vilji hans UÍJ ancL áhrij-ar: Þingfrumvarp, sem vakti ánægju. TÓNLISTARVINUR skrifar: „Mig langar til að lýsa mikilli ánægju yfir frumvárpi því, sem nýlega kom fram á hinu háa Al- þingi um að losa hljóðfæri og grammófónplötur undan tolla- fargi því, sem á þessum vörum , . hafa hvílt fram til þessa og gert Vestur-Evropuþjoða hefur nu þæf nokkurn veginn ókaupandi tekizt að leysa Saar-vanda- fyrir a]]an almenning. Þetta málið og sömuleiðis hefur hið frumvarp hefir vakið mikla at. hygli og almenna ánægju og er vonandi, að sem flestir þingmenn sameinist um að greiða götu þess „ „ og láta drauminn verða að veru- stæðingar Þjoðverjar og Frakk leikg Þefta er mál_ sem varðar ar geta nú tekizt í hendur sem erfiða viðfangsefni að koma landvarnarmálum álfunnar í fast horf tekizt. Það ber að fagna því að hinir gömlu and- fóstbræður og vinir yfir fljót- ið Rín. „Glámuleiðir" TÍMINN er enn með ólund út af frumvarpi Gísla Jónssonar um „Arnfjarðarveg". Vegur þessi á að tengja meginbyggðir Vest- fjarða við aðalvegakerfi lands- ins. Fólk vestra fagnar mjög máli þessu. Því miður verður ekki það sama sagt um þá, sem stýra penna Tímans. Tíminn nöldrar enn s. 1. mið- vikudag út af máli þessu og reyn- ir með vesölum tilburðum að bregða Gísla um fjandskap við þetta samgöngumál Vestfjarða, sem hann hefir nú forustu fyrir. Er helzt að skilja á blaðinu, að þessi fjandskapur hafi átt að koma í ljós á þingi 1951. Hér er um fullkomin ósannindi að ræða, svo sem allir geta sannfærzt um, sem kynna vilja sér þingtíðindi frá þessum tíma. Hitt vita allir, sem fylgzt hafa með máli þessu að ágreiningur var uppi um það, hvar vegur þessi ætti að liggja. Þessi ágrein- ingur varð þess valdandi, að veg- urinn komst ekki í þjóðvegatölu 1951. Málum var svo háttað, að einn fremstu manna Framsóknar í Vestur-ísafjarðarsýslu hafði fengið einkennilega flugu í höf- uðið. Það var hans óbifanlega trú, að vegur þessi ætti að liggja okkur alla, hvar sem við í flokki stöndum og enginn vafi er á því, að slík ráðstöfun mundi efla veru lega tónlistarlíf Islendinga — en er það ekki það, sem við stefnum að? Eimir eftir af gamalli tíð. JÁ, það er alveg dagsatt — því miður — að hingað til hefir verið litið á hljóðfæri sem „lux- us“ og grammófónplötur sem unglingaglingur og óþarfa. Það er eins og það eimi enn eftir af þeim tíma þegar segja mátti, að orgelin á prestsetrunum gömlu og einstaka langspil eða fiðla væru svoaðsegja einu hljóðfærin sem þekktust á íslandi. En breyt- ingin hér hefir orðið ör, eins og á öðrum sviðum, þó að hugsunar- hátturinn hafi ekki fylgzt með tímanum í þessu efni. Með til- komu útvarpsins og nánara sam- bandi við aðrar menningarþjóðir hefir íslenzkur almenningur komizt í snertingu við tónlistar- heiminn, sem var honum nokk- urn veginn lokuð bók áður. Hljómplatan með sínum miklu möguleikum sannar stöðugt áþreyfanlegar, að hún hefir ótví- rætt menningargildi, þó að mjög sé misjafnlega til þessarar fram- leiðslu vandað, svo sem gerist á öðrum sviðum. Oánægð Reykjavíkur- kona. VELVAKANDI góður! Villtu vera svo góður að koma því á framfæri fyrir mig, að ég er óánægð með það, að leggja á niður þáttinn „Vettvang- ur kvenna" í Ríkisútvarpinu. Ég hlusta alltaf á þennan þátt, þegar ég er heima, og hann hefur fært mér margan fróðleik og ánægju. Einnig hefi ég heyrt, að þessir þættir séu mjög vinsælir meðal kvenna í sveitunum. Ég býst við, að sumum karlmönnum leiðist- kvennaraddir í útvarpinu, því vilji þeir leggja þáttinn niður. En konur eru víst um helmingur út- varpshlustenda, og því tel ég eðli- legt, að tekið sé tillit til þeirra óska að einhverju leyti. Ég hlusta aldrei á sinfóníur eða jazz, af því að ég ber ekki skyn- bragð á þvílíka list. Þó finnst mér þessi músík eiga rétt á sér, vegna þeirra, sem hafa ánægju af henni. Ekki hlusta ég heldur á búnaðar- þáttinn, en finnst hann samt sjálf ságður vegna bændanna, sem á hann hlýða. að Ekki nóg. j ¥7N við gerum okkur ekki lengur yfir Glámu. Þessari fásinnu var. JLl • ánægða með að gera ekki svo haldið fram með sannfæring-1 annað en að hlusta og taka við arkrafti afglapans. Af þeim krafti þvi, sem að okkur er rétt frá er nú dregið og fjarstæða þessi, öðrum þjóðum. Við viljum sjálfir kveðin niður, en hins vegar varð þetta til tafar og tjóns þessu mikla samgöngumáli Vestfirð- inga. Slík gönuskeið, sem barátt- an fyrir Glámuleiðinni verða ætíð til óþurftar. Til eru þeir menn, sem halda sig á „Glámu leiðum“ ófærðar og ófarnaðar í hverju máli, sem þeir koma nálægt. Afskipti þeirra reyn- ast aldrei til góðs. fá að spila og syngja — og skapa, hitt er okkur ekki lengur nóg. Það orkar ekki tvímælis, að hljóðfæri með skaplegu verði, sem almenningi væri fært að veita sér myndi fremur en flest annað stuðla að því, að svo gæti orðið. Þessvegna segjum við: Þakkir þeim, sem fluttu frum- varpið um afnám hljóðfæraskatts ins og megi það fá framgang sem fyrst. — Tónlistarvinur.“ Þá væri nú gaman að lifa! KARLMENNIRNIR ættu vera svo elskulegir að lofa okkur að hafa okkar þátt áfram. Ef þeim leiðist að hlusta á okkur, sem þeim er kannski ekki láandi, gætu þeir til dæmis brugðið sér fram í eldhús meðan á þættinum stendur og hitað fyrir okkur kvöldkaffið, svona til tilbreyting- ar — þá væri nú gaman að lifa. /»» . m -á « 'V • y. * |§ / j | 1 'dr x\ <*•* f- <> verði að veruleika. Friðarhugsjónin hvílir því á trúarlegum grundvelli í hugum fjölda manna og því er það næsta eðlilegt, að beðið sé fyrir starfi Sameinuðu þjóðanna í kirkjum kristinna landa. Vér megum ekki ætla að frið- arstarf Sameinuðu þjóðanna gangi fljótt og fyrirhafnarlítið. Vér verðum að vera þolinmóð. Margir af beztu mönnum þjóð- anna vinna á þessum vettvangi í öruggri trú, að hinn góði mál- staður sigri að lokum. Friðarhugsjónin á rætur sínar í Guðs vilja. Og Guð getur ekki beðið ósigur. Vilji hans hlýtur að sigra að lokum. Vér getum flýtt fyrir þeim sigurdegi, og þar með flutt mannkyninu mikla bless- un, en vér getum vanrækt skyld- ur vorar og beðið ósigur og þá er það vor sök. Vér eigum að trúa á hinn góða málstað friðar og bræðralags, trúa því, að Guð hafi gert oss að samverkamönnum sínum, til þess að skapa bjartari og betri heim. Þó að vér séum ekki fulltrúar á þingi Sameinuðu þjóðanna, þá getum vér veitt starfi þeirra mikinn óbeinan stuðning, vér getum beðið fyrir fulltrúunum, sem þangað eru sendir og fyrir starfinu í heild, því að góðum hug fylgir allt af blessun. Vér verðum að veita Samein- uðu þjóðunum allan þann sið- ferðilega stuðning, sem vér megnum. Þessar línur eru ritaðar til þess að minna á, að Sameinuðu þjóðanna verður minnst við guðsþjónusturnar í dag, og þeir, sem trúa því, að kærleiks og bæn- arhug fylgi blessun, þeir eiga ekki að láta sig vanta í helgi- dóminn. Kirkja Krists vill vissulega efla starf Sameinuðu þjóðanna, en kirkjan erum vér öll, sem vilj- um vinna fyrir hugsjónir trúar og kærleika í þessum heimi. Guð blessi störf Sameinuðu þjóðanna. Óskar J. Þorláksson. Frá Handíða- og myndlista- skólanum Á NÆSTUNNI hefst í skólanum kvöldnámskeið í myndmótun. — Kennari í námskeiði þessu verður ungfrú Gerður Helgadóttir mynd- höggvari. Sem kunnugt er byrj- aði Gerður námsferil sinn í Hand- íðaskólanum. Fullnumaði hún sig síðar í myndlistarskólum. á ítalíu og Frakklandi. Að undanförnu hefur hún dvalið í París. Þar og víðar hefur hún haldið sjálfstæð- ar listsýningar og tekið þátt i mörgum samsýningum. Hvar- vetna hefur list hennar vakið mikla athygli og hlotið hina beztu dóma. En um fram allt leggið ekki þátt- inn niður, sýnið í verki, góðu menn, að þið takið tillit til okkar, veikara kynsins. Reykj avíkurkona. “ R>D®5NJ! Þögn gerir sorgina þyngri. Góð ýsuveiði á Stokkseyri STOKKSEYRI, 23. október. — Undanfarna daga hafa trillubátar aflað mjög vel hér á grunninu og hafa gæftir verið góðar. 1 fyrradag reru tveir bátar og komu að landi með um 1000 kg hver af ýsu. í gær fékk annar þeirra 1200 kg og hinn nokkuð minna. Var sá bátur sem meiri afla hafði þó með stutta línu, tæplega 30 strengi, eða um 5 stampa. Aflinn er mestmegnis ýsa. Fleiri bátar munu hefja róðra héðan ef tíð verður góð og afiinn helzt. — Magnús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.