Morgunblaðið - 24.10.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.10.1954, Blaðsíða 9
Sunnudagur 24. okt. 1954 MORGUN 8LABIÐ I Reykjavikurbréf: Laugardagur 23. október Við vetrarkomu — Háskólahátíðira hreytir um form — Samtök SJálfstæðlsmanna eflast — Affl, sem miklu goðu hefur áorkað — IMenningarmál rædd — Afstaðan til skóla og lista — Þar sem kjörstjórnin glápir á kjósandann „kjósa“ — Gistihús á Þingvöllum 98% kjósenda kusu og rúm 99% kusu lista kommúnista. En það var raunar eini listinn, sem í kjöri var. Til þess að fullkomna hið austræna lýðræði ákváðu komm- únista í Austur-Þýzkalandi, að greiða ailir atkvæði opinberlega, fara ekki inn í kjörklefa með at- kvæðaseðil sinn. Auðvitað var þetta vísbending til annarra um að gera hið sama. Fólk hafði því ekki einu sinni tækifæri til þess að skila auðum atkvæðaseðli eða ónýta hann. Hin kommúniska kjör- stjórn sat frammi fyrir því og horfði á „kosningaathöfnina“. Úrslitin urðu í samræmi við þetta. Kommúnistar hér heima eru orðnir hálf skömmustulegir á svipinn þegar rætt er um slíkar kosningar við þá. „Þjóðviljinn" hefur að vísu marglýst því yfir, að þetta sé langsamlega fullkomn asta tegund ,,lýðræðis“. Það eigi ekki nema einn flokkur að fá að bjóða fram við kosningar tilþings og bæjar- og sveitarstjórna. Það sé kommúnistaflokkurinn. Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra: — Við verðum að sjá um, að skólarnir geri sitt til að sem flestir unglingar verði Nokkrar fyrirspurnir VILL nú ekki þetta blað, sem segist vera málgagn „róttækra og frjálslyndra manna" gera svo vel og útskýra það, í hverju fullkomleiki þessa lýð- ræðis sé fólginn? Er hann fólg- inn í því, að fólkinu er bannað að skiptast í flokka eftir mis- munandi skoðunum? Birtist hann e.t.v. í því að aðeins einn flokkur fær að bjóða fram og kjósendur eiga því ekki um neitt að velja? Er hann í því fólginn, að kjörstjórnin er lát- in glápa á kjósandann meðan hann er að greiða atkvæði? Þetta er nóg í bili. Verður að vænta þess að málgagn hinna „róttæku og frjálslyndu“ svari þessum fyrirspurnum snarlega. Við bíðum og sjáum hvað setur. Gistihús á Þing'völlum Á ALÞINGI hafa ekki verið flutt mörg mál af hálfu einstakra þingmanna enn sem komið er. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa þó lagt fram nokkur frum- vörp og þingsályktunartillögur. Meðal þeirra er þingsályktunar- tillaga, sem tveir þingmenn flokksins flytja í Neðri deild um undirbúning að byggingu sæmi- legs gistihúss á Þingvöllum. í greinargerð tillögunnar er á það bent, að þótt margt hafi ver- ið vel gert á þessum helga stað sé þó hinn mesti vansi að því, •» hvernig húsakynnum gistihúss- þar sé hagað. Á þessumT stað eigi að vera notalegt gistihús af hóf- legri stærð. Það þurfi helzt að geta verið opið allt árið og væri því hentugt ef hægt væri að taka nokkurn hluta þess úr notkun á vetrum. Vissulega er hér um nauðsynja- og menningarmál að ræða. Gamla Valhöll getur naumast talist hæf til gistihússreksturs lengur. Hún laðar hvorki að sér innlenda eða erlenda gesti, enda er henni nú aðeins haldið opinni fáeina mán- uði ár hvert. Hafa þó ágætir menn annast hótelhald þar. Okkur vantar ekki „luxus- hótel“ á Þingvelli. Þar á aS vera notalegt gistihús, sem veitt getur íslendingum sem útlendingum góðan beina, gist ingu og veitingar. Þangað á fólk að geta leitað vetur, sum- ar, vor og haust hvíldar og til- breytingar, burt frá ys og þys borgarlífs og dagsins önn. Fólk hvaðanæva að af land- inu, sem vill konia til Þing- valla á að geta dvalið þar við sæmilegan aðbúnað í nokkra daga. Það getur það ekki með- an þægindalaust og gamalt timburhús er þar í gistihúss stað. Þar eiga erlendir gestir einnig að geta látið fara vel um sig. Afnám veitinga- skattsins SJÁLFSTÆÐISMENN hafa um mörg ár barizt fyrir afnámi veit- ingaskattsins, sem þröngvað hef- ur mjög öllum gistihúsarekstri og veitingastarfsemi í landinu. Rík- isstjórnin hefur fallizt á að það skuli gert. Mun það létta veru- lega undir með þessari starfsemi. Vonandi getur sú ráðstöfun átt nokkurn þátt í að á Þingvöllum rísi innan skamms gistihús, sem er samboðið staðnum. Bráðs sjúkdóms vart í kúm í Sfokkseyrarh Stokkseyri, 23. október. IHAUST hefur borið óvenjumikið á lasleika í kúm og hafa þrjár drepizt síðan í sumar, þar af tvær af sama heimili. Við vetrarkomu VETUR er nú genginn í garð. Fyrir norðan, vestan og austan hefur fyrsta stormhrinan gengið yfir. Snjóar hafa þó ekki fallið svo teljandi sé. Á annesjum norðanlands er þó nokkur snjór kominn og sér sunnanlands hef- ur einnig fallið snjór í byggð enda þótt hann hafi tekið upp fljótlega. Sumarið hefur þegar fengið sín eftirmæli. Það hefur verið bænd- um sæmilega hagsætt víðasthvar á landinu. Vélbátaútgerðina hef- ur það leikið hart með síldar- hallæri fyrir Norðurlandi. Af því spretta svo atvinnuerfiðleikar í fjölda sjávarþorpa og kaupstaða. Þar sem togarar eru gerðir út og hafa landað afla sínum hefur at- vinna þó verið mikil síðari hluta sumars og í haust. Ríkisbúskapnum hefur sumarið verið mjög hagstætt. Samkvæmt upplýsingum, sem fram komu við 1. umræðu fjárlaga á Alþingi má gera ráð fyrir að greiðsluafgang- ur þessa árs verði ekki undir 50 millj. kr. en sennilega töluvert meiri. Yfir vetrarkomn er nú eins og ævinlega nokkur svipur uggs og trega. Enda þótt þjóð- in búi nú yfirleitt í húsakynn- um, sem veita gott skjól móti f júki og frostum og njóti góðra lífskjara, lifir óttinn við mátt hins norræna vetrar ennþá í undirvitund hennar. í margar aldir barðist islenzkt fólk í lágum hreysum við sult og seyru. Þá olli harður vetur bæði skepnu- og mannfelli. f Háskólahátíð HÁSKÓLI ÍSLANDS hefur nú haldið hina árlegu hátíð sina við vetrarkomu. Að þessu sinni fór hún fram með öðrum hætti en undanfarin ár. Stúdentar fengu nú háskólaborgarabréf sín afhent á sjálfri hátíðinni og niður var látinn falla vísindalegur fyrir- lestur, sem jafnan hefur verið haldinn hin síðari ár. Er það mjög vel farið, að forráðamenn Há- skólans hafa á ný horfið til fyrri venja um svip setningarhátíðar Háskólans. Hún var orðin alltof formlaus og litlaus. í skólanum eru nú samtals 726 stúdentar innritaðir. Eru 40 þeirra í guðfræðideild, 243 í læknadeild, 97 í lögfræðideild, 95 í viðskiptadeild og 218 í heim- spekideild, en af þeim nema 51 íslenzk fræði. Hinir eru við mála- nám í B.A. deild og heimspeki- nám. í verkfræðideild eru 33 stúd- entar og af stúdentum þeim, sem taldir eru innritaðir f læknadeild nema 15 tannlækningar. Þróun háskólans hefur verið traust og örugg. Fyrir framsýni og dugnað prófessors Alexanders Jóhannessonar og fleiri kennara hans, eignaðist skólinn ný og glæsileg húsakynni í byrjun styrjaldarinnar. Hefur það orðið Stofnuninni ómetanlegur styrk- ur. En þótt mörgum þætti hinn nýi háskóli full rúmmikil bygg- ing er nú svo komið að hann hefur þörf fyrir öll sín húsakynni, og vel það. Nýjar deildir hafa verið stofnaðar við skólann og kennsla aukin í hinum eldri deildum. Samtök Sjálfstæðis- manna eflast LANDSMÁLAFÉLAGBÐ Vörður boðaði s.l. miðvikudag til fundar um menningar- og menntamál. Við það tækifæri gengu rúmlega hálft þriðja hundrað manns í fé- lagið. Er það stærri hópur en nýtir menn. gengið hefur í það nokkru sinni fyrr á einum fundi. Hinir nýju félagar voru fólk úr öllum stétt- um bæjarfélagsins, sjómenn, iðn- aðarmenn, menntamenn, verka- menn, verzlunarmenn og opin- berir starfsmenn, konur og karl- ar. Þannig eru samtök Sjálf- stæðismanna í landinu byggð upp. Þar mætast þúsundir manna úr öllum stéttum og starfshópum hins íslenzka þjóðfélags og starfa saman að sameiginlegum áhugamálum. Þessa einstaklinga getur greint á um ýmistlegt. Þeir eru ekki alltaf sammála í öllum málum. En þeir hafa þroska til þess að rökræða málin hver frá sínu sjónarmiði og samein- greint á um ýmislegt. Þeir eru mestu máli skiptir, kjarna Sjálfstæðisstefnunnar, ein- staklings- og athafnafrelsi, framfarir og umbætur á fjöl- mörgum sviðum íslenzks þjóð- lífs. Þessi mikli fjöldi þróttmikils fólks úr öllum stéttum þjóðfé- lagsins, sem fyllir Sjálfstæðis- flokksins býr vissulega yfir miklu afli. Flokkur þess hlýtur því að hafa aðstöðu til þess að hrinda mikilvægum hagsmunamálum al- þjóðar í framkvæmd. Og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur notað þessa aðstöðu. Hann hefur beitt sér fyrir flestum stærstu átökun- um, sem gerð hafa verið s.l. einn og hálfan áratug til framfara og umbóta í landinu. Einmitt af þeirri ástæðu óttast andstæðingar hans nú, að svo kunni að fara við næstu kosning- ar, að hann fái hreinán þingmeiiri- hluta. Tíminn hefur beinlínis lýst því yfir, að hann telji 9 kjördæmi Framsóknarflokksins í bráðri hættu fyrir frambjóðendum Sjálf stæðismanna. Umræður um menningarmál Á FYRRGREINDUM fundi Varð- arfélagsins nú í vikunni voru menningar- og menntamál aðal- umræðuefnið. Var Bjarni Bene- diktsson menntamálaráðherra málshefjandi. Flutti hann af- burða greiriargóða ræðu, þar sem hann gerði fræðslumál þjóðarinn- ar, skólabyggingar og afstöðuna til fagurra lista aðallega að um- ræðuefni. Hefur efni hennar áður verið rakið hér í blaðinu. En ein aðal niðurstaða ráð- herrans um hlutverk hins ís- lenzka skóla í dag var sú, að hann ætti að kenna æskunni það, sem íslenzku þjóðinni hefði reynzt bezt, hina fornu þjóðtungu, bókmenntir og kristna trú. Um afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til listanna komst hann þannig að orði, að hún hlyti að vera sú, að styrkja bæri þá listamenn, sem ein- hvers væru megnugir til að fara sínar eigin götur, hvort sem það væri í bókmenntum, tónlist eða myndlist. Þessi fundur Sjálfstæðisfólks í Reykjavík var hinn ánægjuleg- asti. Miklar umræður urðu um ræðu menntamálaráðherra og tóku þessir menn til máls: Guðmundur Einarsson mynd- höggvari, Sigurður Pétursson gerlafræðingur, formaður Nátt- úrufræðifélagsins, Guðmundur G. Hagalín rithöfundur, Lúðvig Guð mundsson skólastjóri og dr. Sveinn Þórðarson skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni. „Kosningarnar“ í Austur-Þýzkalandi KOMMÚNISTAFLOKKUR Aust- ur-Þýzkalands vann mikinn sig- ur i „kosningum“ þeim, sem þar fóru fram um síðustu helgi. Um BRÁÐUR SJÚKDÓMUR í sumar veiktist kýr hjá Hall- grími Jónssyni bónda að Vestra- íragerði og varð að drepa hana eftir skamman tíma. í síðastlið- inni viku veiktist önnur kýr hjá honum, viku eftir burð og er hún búin að vera veik í nokkra daga, var svo af henni dregið að drepa varð hana einnig. ÞRIÐJA TILFELLIÐ Þá veiktist um sama leyti kýr hjá Eyþóri Eiríkssyni í Bjarnar- ey, sem einnig hafði borið fyrir viku. — Sjúkdómurinn lýsti sér með sama hætti og í síðari kúnni, sem veiktist í Vestur-íragerði og varð að drepa hana eftir nokkra daga. LÆKNIS LEITAÐ í öllum tilfellunum var leitað til dýralæknis Árnessýslu, Jóns Pálssonar á Selfossi. Neytti hann. allra bragða til þess að bjarga kúnum, en svo bráður var þessi sjúkdómur að ekkert stoðaði. —• Ekki er heldur vitað hvort hér sé um sama sjúkdóm að ræða I öllurn tilfellum. TALSVERT BORIÐ A LASLEIKA í haust hefur talsvert borið á einhverjum lasleika í fleiri kúm. hér í hreppnum, þótt ekki hafi orðið að aflífa nema þessar þrjár. — Er tjónið hjá Hallgrími í Vestra-íragerði mjög tilfinnan- legt, þar sem öll kúaeign hans var í sumar fjórar kýr, og hefur hann nú misst helming þeirra. — Magnús. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.