Morgunblaðið - 24.10.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLABIB Sunnudagur 24. okt. 1954 Framhaldssagan 75 bæði listamenn, hvort á sínu sviði. En hvað skyldi prófessorinn segja ef hann heyrði þessa sam- líkingu? datt henni í hug. Lloyd gerði í fyrstu athugasemdir við matinn sem hún matreiddi og Eione gagnrýndi hana svo, að «ngy var líkara en að hún gerði allfr á annan hátt en þann, sem réttur var að dómi Fionie. Samt vaj- nú Fionie svo, að þegar Llöyd fór að gagnrýna Nicole tók húþ málstað hennar. Þau áttu góða daga öll sömul sem í húsinu voru. Lloyd og Nicole voru ánægð með sínar blökku þjónustustúlk- ur og hver dagur varð eins og leikur — unz stærri hugðarefni komu upp. Judith var eitt þeirra. Eftir að hún var í þennan heim komin, sinnti Nicole engu öðru. Hún horfði oft á barnið sitt og furð- aði sig á því að þetta skyldi vera mannleg vera af hennar holdi og blóði. Hún hafði ekki áður hugs- að um börn — aldrei umgengist þau að neinu verulegu leyti. En þegar hennar eigið barn var lagt í fang hennar skyldi hún hversu mikils hún hafði farið á mis. Þegar hún og Judith voru flutt- ar heim varð íbúðin skyndilega mjög lítil. Barnaföt fylltu ótal skúffur, sem áður höfðu geyrot föt af Nicole. Hjúkrunarkonan fékk eina herbergið, sem ekki hafði áður verið notað — og jafn- skjótt og hún kom tóku þær Fionie að rífast. Fionie hafði sínar ákveðnu skoðanir á því, hvernig ala ætti upp börn og að sjálfsögðu var hin lærða hjúkr- unarkona á allt annari skoðun. Orðaskipti þeirra urðu æ hávær- ari unz þær rifust af heift. Það varð Ijóst, að gera varð út um það hvor þeirra ætti að vera á heimilinu, Fionie eða hjúkrunar- konan, og hvor ætti að fara. Nicole vildi ekki missa Fionie, því hún var henni ómissandi. Svo að hjúkrunarkonan fór og það varð friður í húsinu um tíma. Aldrei mundi Nicole gleyma því er Lloyd ók eftir Tygart Drive í fyrsta sinn. Það var ekk- ert óvenjulegt að hann byði henni út í ökuferð; hann var vanur að segja að það minnti hann á þá tíma er þau voru í London og hann ætlaði að segja eitthvað við hana, sem hann vissi að hún vildi ekki hlusta á. En í þá daga og alltaf síðar er þau fóru út að aka, þá ók hann eitthvað, enga ákveðna leið og hélt heim þegar hún óskaði þess. En í þetta sinn var ökuferðin öðruvísi. Hann ók hratt og sýnilega til einhvers ákveðins staðar. Inn á Tvgarth Drive sveigði hann og staðnæmd- ist við efsta húsið Hún leit á hann forvitin á svip. Hún gat vaijla séð húsið fyrir trjánum en þó var það mjög nálægt götunni — en garðurinn var fallegur. „Hvernig lízt þér á það, Nicky?“ hafði hann spurt. „Mér lízt vel á það, en ....“. „Ég fékk lykilinn hjá umboðs- manninum.“ Nicole varð steini lostin. „Þú hefur þó ekki ... . ó Lloyd, ætl- arðu að segja mér að....!“ Hann greip fram í fyrir henni. „Nei ekki ennþá. Ég vildi að þú sæir það fyrst.“ Hún var orðlaus og þau gengu upp stigann að húsinu án þess að mæla. Húsið var stórt, næstum of stórt fyrir þau; en eftir að hafa liaft svo litla íbúð og þau höfðu búið í, þá mundu þau þó geta dregjð andann þarna. Er þau gengu um húsið hugsaði Nicole sér, hvernig hún myndi raða nið- ur í herbergin. Hún sá fyrir hug- skotssjónum sínum sitt framtíð- arheimili — eins og hún vildi hafa það. „Jæja, frú Fenton, hvernig lízt þér á það?“ spurði Lloyd. „Þú þarft ekki að spyrja. Þú hlýtur að sjá það á mér, að ég er í sjöunda himni. Hvers vegna sagðir þú mér ekkert um þetta?“ „Ég held að ég hafi ekki þorað það. Ég hélt að þú mundir segja | að sérhvert það hús, sem þú hefð- ir ekki sjáf komið auga á í upp- hafi, myndi verða ómögulegt og ekki væri ómaksins vert að skoða ! það.“ i Hún brosti til hans og síðan óku þau heim aftur — til þess að segja | Fionie fréttirnar. Nicole gerði það I með hálfum huga, því að þetta | stóra hús mundi verða miklu erf- iðara fyrir hana að þrífa. I „Þetta er það eina rétta, sem það hafið gert, frú Fenton“, varð Fionie að orði. „Þá loksins fær | barnið einhvern sólargeisla án þess að aka þurfi með það um húsumgirta garða“. — Annað sagði hún ekki og Lloyd og Nicole glöddust, því þau fundu, að hún mundi allt vilja gera fyrir Judith litlu. Þau bjuggu húsið húsgöngum áður en þau fluttu inn í það. Nicole sá fyrir því öllu. Og þeg- ar því verki var lokið, var þarna heimili eins og Nicole hafði alltaf dreymt um að eignast. Þar fór allt vel, allt stílhreint, ekki of mikið inni og ekki of lítið. Lloyd var ánægður á svip er hann leit yfir verk hennar. „Þú kannt sannar- lega að láta fara vel um fólk þitt“, sagði hann. Fionie brosti gleitt og sagði: „Þér eruð betri í að raða niður húsgögnum en að elda.“ Húsið var það mikið stærra en þeirra fyrri íbúð, að þau urðu að ráða aðra þjónustustúlku auk Bess. Og garðyrkjumann fengu þau og, sem einnig var blökku- maður. Finonie iðaði í skinninu af ánægju, því að nú fékk hún að stjórna fleirum, en það var henn- ar mesta ánægja. Auk þess hafði hún þessa litlu elskulegu stúlku til að annast um og dekra við, og húsráðendurnir, Lloyd og Nic- ole, gerðu allt sem hún sagði. Þau undu vel í hinu nýja húsi þessi hamingjusama fjölskylda og starfsfólk hennar. Nicole hafði rólega daga, gestir voru fáir nema þá helzt á kvöldin, og hún tók að leika meira á píanóið held- ur en hún hafði gert allt frá því að hún yfirgaf skólann í Frakk- landi. Þau Lloyd drógust inn í hring menntamanna í New York, fremur en að því fólki er sam- kvæmin sóttu. En sér til dálit- illar undrunar komst Nicole að því að þetta fólk vildi ekki tala Vélritunarstúlka óskast nú þegar. Enskukunnátta æskileg. S. Arnason & Co. HAFNARSTRÆTI 5 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ********** „SCOTCH segulbandið tekur öllu öðru fram RADIO & RAFTÆKJA- STOFAN Óðinsgötu 2, Rvík Frá íþróttaveUinum Síðustu leikir haustsmótsins í knattspyrnu fara fram í dag. S Kl. 2 e. h. keppa Þróttur — Fram og kl. 3: Valur — K. R. Dómari: Haukur Óskarsson. Sjáið síðustu leiki hautsins. Mótancfndin. - AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDl - býður yður fjölbreyttasta úrval SENDIFERÐA- og STATION bíla, en nokkur önnur bílasmiðja veraldar. Y F I R 6 0 gerðir slíkra bíla falla undir ákvæði Innflutningsskrifstofunnar um inn- flutning sendiferðabíla. FORD er fallegur — FORD er þœgilegur FORD er öruggur — FORD er ódýr KR: KRISTJANSSON h.f. UNDRAÞVOTTAEFNIÐ TIDE Eftir því sem fleiri og fleiri reyna TIDE, þeim mun meiri vinsældum á það að fagna. — Athugið að þér þurfið að nota minna af TIDE en venjulegu þvottaefni, það er því drýgra og þar af leiðandi ódýrara. Reynið TIDE og sannfærist Samkór Reykjavíkur óskar eftir söngfólki: sóprönum, tenórum og bössum. — Upplýsingar í síma 7348 og 81459 eða hjá söngstjóranum Robert A. Ottssyni, síma 7473. Kvenfélagið Heimaey Vinsamlegast skilið munum á bazarinn fyrir 10. nóv. til undirritaðra: Margrét Gunnarsdóttir, Reykjahlíð 12. Jónína Jóns- dóttir, Seljaveg 25. Magnea Kristmann, Hringbraut 113, Ragnhildur Eyjólfsdóttir, Miðtún 48, Gréta Guðjohnsen, Grenimel 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.