Morgunblaðið - 24.10.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.10.1954, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. okt. 1954 MORGUISBLAÐIÐ 7 0® 0$ llli i Eifiar E. Guðmiindsson frá ilraumim, sextujnir x O TIMINN FLYGUR. „Allt streymir fram“, sagði gríski heimspekingurinn. Og í dag 24/10 verður Einar B. Guðmundsson frá Hraunum sextugur. Ekki er það kallaður hár aldur á vorri öld, en virðulegur aldur engu að síður og minningarík vegamót í lífi hvers manns. Einar er fæddur að Hofi í Hörgárdal og af ágætu bergi brot- inn í báðar ættir. Faðir hans var Guðmundur hreppstjóri Davíðs- son prófasts Guðmundssonar að Hofi í Hörgárdal, albróðir Ólafs i Davíðssonar og þeirra merku, systkina. En móðir Einars er Ólöf . Einarsdóttir, bændahöfðingja, al- þingismanns og völundar á i Hraunum Guðmundsscnar, og er j sú ætt mikil og stórmerk, þótt i eigi verði hér rakin. Laukur, þeirrar ættar er Baldvin Einars-j son frá Hraunum, sá, er brautj brautina í frélsis- og sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar og gaf út Ármánn á Alþingi, en féll fyrir aidur fram rúmlega þrítugur. j Foreldrar Einars hófu búskap að Hofi, en fluttust fljótlega að , ættaróðali móðurinnar, Hraunum í Fljótum, og bjuggu þar í ára- tugi. Hraun er mikil jörð og glæsi- leg ,dýrust að landverði állra jarða í Skagafjarðarsýslu. Þar eru flest gæði þau, er góða jörð megi prýða. Og á Hraunum höfðu setið merkir bændur mann fram af manni og gert garðinn frægan. Bar því staðinn hátt, ekki aðeins í vitund Fljótamanna heldur og víða um bvggðir. i Foreldrar Einars, þau Ólöf og Guðmundur, héldu staðinn lengi með rausn og prýði. Hrauna- heimilið var óvenjulegt sveita- heimili fyrir margra hluta sak- ir. Mannmargt var þar jafnan fram eftir árum og fjör og glað- værð einkenndi heimilislífið. Margan gest bar að garði á Hraunum og var öllum vel fagn- , að. Þótti ungu fólki í sveitinni það mikill viðburður að fá að koma að Hraunum og mega helzt dveljast þar nokkra daga. Yfir heimilinu var menningarbragur,! sem bar húsbændunum fagurt vitni. Húsmóðirin var búkona. mikil og skörungur og hafði á' öllu gát. Húsbóndinn var fræði- maður meiri en bóndi og hverj- um manni fróðari og skemmti- legri. Hann átti bókasafn svo stórt, að fágætt mun vera um ísienzka bændur, en auk þess mikil söfn eggja og steina. Á þessu myndarheimili ólst Einar upp, eina barn hjónanna, er lifði. Ungur var hann settur til mennta og stúdentsprófi lauk ' hann 18 ára að aldri árið 1913.! Hann stundaði síðan um skeið nám við landbúnaðarháskóiann í Kaupmannahöfn. og ferðaðist sið- an um Noreg og Þýzkaland. til þess að kynnast landbúnaði og búnaðarháttum með þeim þjóð-. um. Gerðist þá bóndi á Hraun- j um og bjó þar í tvo og hálfan' áratug. Gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Nú er Einar skrifstofumaður í Reykjavík og hefur verið það um árabil. 1 Emar B. Guðmundsson óræk merki ættar sinnar. í skóla reyndist hann góður námsmaður, ejns og vænta mátti, og ágætur félagi. Búskapurinn farnaðist Einari vel og var honum hugðar- efni, en Hraun er mannfrek jörð, ef nýta á hana til nokkurar hlít- ar. Erfitt var hins vegar orðið að fá fólk hin síðari búskapar- ár Einars, svo að hann mun frekar hafa kosið að láta jörðina af höndum en eiga á hættu að halda ekki veg hennar og reisn í fullum heiðri. En Einar.’á fleiri hugðarefni, og eftir að hann íluttist til Reykjavíkur, gafst honoum betra tóm til að sinna þeim. Einar er maður vel ritfær, eins og hann á kyn til. Hefur hann fengizt nokkuð við þýðing- ar og tekizt það mæta vel. Mest þeirra rita, er hann hefur snar- að á íslenzka tungu er skáld- sagan Fjötrar eftir Sommerset Maugham. Þá hefur Einar ritað nokljuð og hafa birzt eftir hann ritgerðir í timaritum, og eina bók hefur hann samið og gefið út: Þungir straumar (1951). Það er mála sannast að rit Einars eru ekkert léttmeti. Þar eru tekin til meðferðar hin torráðnustu vanda mál menningarinnar og um þau fjallað af staðgóðri þekkingu og heimspekilegri .yfirsýn. Ætla ég, að Einar B. Guðmundsson hafi oinna fyrstur íslenzkra manna leitast við að brjóta til mergjar í rituðu máli og allítarlega þá hættu í ýmsum myndum, sem menningu nútímans, eða borg- menningunni, eins og hann orðar það, fylgir. Um niðurstöður hans geta að sjálfsögðu orðið misjafn- ir'dómar, en vafalaust mun hugs- andi möiinum þykja girnilegt að kvnnast kenningum hans ,og kunnugt er mér um það, að er- lendir fræðimenn hafa talið þær athyglisverðar. . Einar bendir á það, og færir til ýmis rök, að menningin, eins og hún er og hefur þróazt um aldir, muni að lokum leiða til falls og tortímingar. Á einum stað segir hann m. a.: „AUt bend- ir, til þess, að drengskapur, orð- heldni, hugrekki, sannleiksást og margt fleira, sent við teljum til mannkosta, sé í meiri metum haft meðal frumstæðra þjóða en í „siðmenntuðum“ þjóðfélögum. Sé eitthvert vit í þessu, getur borg- menningin, eða þróunin síðustu sjö þúsund árin, varla talizt g'óð“. Einar er djúphyggjumaður, dulur í skapi og hæglátur í fasi, en hlýr og skemmtilegur í kunningja hópi og vel kynntur. Engi er hann sundurgerðarmað- ur, og lætur sér fátt um finnast, þótt hann bindi ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn- irnir. Ég veit, að margir óskuðu að fá að sjá afmælisbarnið á morg- un, en sú von getur ekki ræzt, því að í dag og næstu daga mun hann staddur utan bæjafins. Gömlum sveitunga og góðum víni sendi ég heilla kveðjur. Krisíinn Stefánsson. Salirnir opnaBir \ klukkan 6. Dansað lil ,kl. 1. lf.ikhúskjallarinn • í OLAFUR jensmin verkfræðiskrifstofa Nnsrbólsbraut 47, Kópavogi. Snni 82652. aluminium union limited THE ADELPHI, STRAND, LONDON W.C. 2. Umboðsmenn: O H BCAlkg REYKJAVÍK. Fáuin til afgrciðslu 25. nóvember úrvalstegundir af ítölskum eplum DELICÍOUS KALTERER BQHMER JOHNATAN oJL i Þeir viðskiptamenn okkar, er enn ekki hafa nantað epli hjá oss, ættu að senda oss pantanir hið fyrsta. EGGEBT IBISTJÁMSSÍM & Co. h.f. JjðKABimtJiDnssott LÖGGILTUR S.XIALAIíTDANDI ® OGDOMTÚL&LUftiENSWJ • StlfeJUSVOlI - sia3 81855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.